Morgunblaðið - 06.08.1983, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR.6. ÁGÚST 1983
Spjallað um útvarp og sjónvarp
„Hefði mátt leika und-
ir lágt stillt níundu
sinfóníu Beethovens“
— eftir Ólaf
Ormsson
Um verslunarmannahelgina var
mikið fjallað um ferðalög og umferð-
ina á þjóðvegum landsins f útvarpi
og sjónvarpi í almennum fréttum og
fréttaaukum. í útvarpsþaetti Ragn-
heiðar Davíðsdóttur og Tryggva Jak-
obssonar „Á ferð og flugi“, laugar-
daginn 30. júlí, spjölluðu stjórnend-
ur við fólk í ferðahug á Umferðar-
miðstöðinni og einnig við ökumenn
við bensínstöðvar og út á þjóðvegum
landsins. Yfirleitt var ferðafólk um
þessa raestu ferðahelgi ársins í góðu
skapi þrátt fyrir sólarleysið hér
sunnanlands. Þáttur Ragnheiðar og
Tryggva var einnig á dagskrá mánu-
daginn 1. ágúst, frídag verslunar-
manna, og voru þau þá með leiðbein-
ingar fyrir ökumenn á heimleið og
létta tónlist. Þættir þeirra Ragnheið-
ar og Tryggva í sumar hafa verið
líflegir og skemmtilegir.
Fréttamenn útvarps, Guðrún
Guðlaugsdóttir, Steinn Sigurðar-
dóttir, Bjarni Sigtryggsson og
Erna Indriðadóttir, sáu einnig um
fréttapistla af umferð og fólki á
útivistarsvæðum og sjónvarpið
gerði þessari ferðahelgi góð skil í
fréttatímum, þegar Hermann
Sveinbjörnsson, nýr fréttamaður
hjá stofnuninni, fór flugleiðis og
heimsótti t.d. Húsafell og fleiri
mótsstaði og Ólafur Sigurðsson,
fréttamaður, spjallaði við ferða-
fólk í Vestmannaeyjum.
Veðurfarið hér sunnanlands það
sem af er sumri hefur verið þreyt-
andi svo ekki sé meira sagt, stöð-
ugar rigningarskúrir og sólarleysi.
Trausti Jónsson, veðurfræðingur,
er samt furðu bjartsýnn á bata-
horfur og nokkuð viss um að sólin
sé ekki horfin. Þó gerðist það að
um daginn þegar fréttamenn sjón-
varps heimsóttu veðurstofuna að
Trausti sat þar við borð og teikn-
aði upp nýjar og nýjar lægðir með
bros á vör. Það er ekki bölsýni á
þeim bæ frekar en fyrri daginn.
Trausti Jónsson
Annar maður sem alltaf er jafn
skemmtilegur hvað sem líður veð-
urfari er hinn ágæti fréttamaður
útvarpsins á Spáni, Kristinn R.
Ólafsson. Hann er að vísu staddur
í sól og sumaryl og fjarri rigning-
unni hér á íslandi. Þegar hann
greinir frá spænskum stjórnmál-
um er engu líkara en að hann sé að
lýsa spennandi nautaati.
Bandaríski gamanmyndaflokk-
urinn „í blíðu og stríðu", sem er á
dagskrá í sjónvarpi á laugardags-
kvöldum eftir fréttir og veður-
fregnir, er að mínu áliti með betri
gamanmyndaflokkum sem hér
hafa verið sýndir í sjónvarpi, og
mun betri en t.d. „Löður", sem
Stefán Jón Hafstein
sýndur var síðastliðinn vetur en
einn og sami höfundur er að báð-
um þáttunum, Susan Harris.
Síðastliðið laugardagskvöld, 30.
júlí, var það Andy, sautján ára
sonur hjónanna sem rauf heimilis-
friðinn þegar hann kynnti kærust-
una sem reyndist vera þrjátíu og
fimm ára og helmingi eldri og
amman á heimilinu, þessi kostu-
lega manneskja sem er með húm-
orinn í gangi allar stundir, lét
margar sérkennilegar athuga-
semdir falla um konuna og sam-
band hennar við drenginn. Verður
fróðlegt að fylgjast með þróun
þessa ástarsambands í næsta
þætti og má búast við tíðindum.
Sænskur myndaflokkur í sex
„Myþen agan“
Svar til Halldórs Kristjánssonar o.fl.
— eftir dr. Gunnlaug
Þórðarson
Frjáls gagnrýni er aðal vestrænn-
ar menningar. Gagnrýni verður þó
að vera byggð á þekkingu og víðsýni,
án þess hlýtur hún að skoðast sem
marklaust nöldur. Því miður er það
svo hjá okkur að talsvert af slíkum
skrifum er því marki brennt, eins og
er t.d. um ritsmíðar Halldórs Krist-
jánssonar frá Kirkjubóli og svipaðra
ofstækismanna. Þess vegna taka t.d.
stjórnmálamenn og almenningsálit
greinilega minna mark á gagnrýn-
isskrifum hjá okkur og er það illa
farið. Síðasta dæmi um slík skrif eru
greinar Halldórs Kristjánssonar frá
Kirkjubóli og Angantýs H. Hjálm-
arssonar hér f blaði 13. og 14. þ.m.
út af grein um misnotkun á áfengi
og þjóðarátaki, sem birtist hér í
blaði 29. júní sl.
Áður en vikið verður beint að
blaðaskrifum Halldórs og Angan-
týs þykir mér óhjákvæmilegt að
geta annarra atriða.
í september 1956 lenti ég við
hliðina á Jónasi Jónssyni frá
Hriflu og dóttursyni hans Sigurði
Steinþórssyni (síðar jarðfr.) í
flugvél frá Kaupmannahöfn til
Reykjavíkur. Þá tók flugið lengri
tíma en nú og var það í einasta
skipti, sem við áttum lengra tal
saman og bar margt á góma. Eitt
af því, sem Jónas frá Hriflu
nefndi, var það hve mikil blessun
það hefði verið mér og systkinum
mínum að hafa verið alin upp af
jafn-gáfuðum manni og föður
mínum og eins hitt hvaða áhrif
það hefði haft að hafa alist upp í
daglegri snertingu við geðveikt
fólk, þar sem jafnvel áfengissjúkl-
ingar hefðu verið til meðferðar
hjá föður mínum og þung örlög
voru daglegt brauð.
Auðfundið var af þessu tali, hve
mjög Jónas frá Hriflu mat gáfur í
fari manna — mér þótti það skilj-
anlegt, en auðvitað eru góðar gáf-
ur ekki einhlítar, því aðrir mann-
kostir geta verið jafnþungir á
metunurn og gáfumenn geta haft
sína bresti, eins og aðrir.
Hitt þótti honum athyglisvert,
er ég sagði honum, að faðir minn
hefði talið heimskuna vera höfuð-
syndina.
í þessum hugleiðingum gleymd-
ist að taka með í reikninginn hvað
það getur verið áhrifaríkt að vera
alinn upp af erlendri móður, sem
gert hefði landið að sínu. Það er
skoðun min, að t.d. danskar konur
hafi lagt þyngri lóð á metaskálar
menningar okkar en menn e.t.v.
átta sig á. Móðir mín var af fleiri
en einu þjóðerni og hinn ríki kult-
ur Dana var henni í blóð borinn.
Hún fór sínu fram og var ekki
hugdeig, enda þótt fólk, sem
hvorki þekkti hana né vissi um
uppruna hennar, teldi hana jafn-
vel smáskrítna. Það hafði e.t.v. séð
hana ganga um tún og tína æti-
sveppi, sem hún kenndi okkur að
matreiða á ýmsa lund, eða fara á
kræklingafjöru. Einhver besti
greiði, sem henni var gerður, var
þegar henni var færður humar eða
krabbi til matar. Ekkert af þessu
þótti mannamatur í þá daga. Eða
þá að láta sér detta í hug að rækta
salöt, radísur og kál, — hreint
skepnufóður. Til skamms tíma
höfum við verið þjóða fordóma-
fyllstir gagnvart hvers konár mat.
Það er t.d. mjög stutt síðan við
fórum að borða hænsni. Mér er
kunnugt um fjölda fólks, sem
heldur hefði soltið, en að leggja
sér til munns hænsnakjöt, hvað þá
hrossakjöt.
Segja má að afstaða bindind-
ismanna til víns stafi af miklu
leyti af sams konar fordómum í
uppeldinu, sem sé hræðslu við að
reyna eitthvað nýtt.
„Myþen agan“ —
„Ekki um or‘
Skrif þau, sem svo mjög hafa
farið fyrir brjóstið á fyrrgreind-
um mönnum og jafnvel fleirum af
sama sauðahúsi, voru að miklu
leyti byggð á því, sem okkur feðg-
um hafði farið á milli um áfeng-
ismál; afstaða hans var mótuð af
reynslu og víðsýni. Honum léku á
tungu m.a. bæði latína og gríska
og var tamt að fara með spakmæli
á þeim tungum. Honum voru
einkar hugstæð spakmæli Stóu-
manna í Aþenu til forna. Eitt
þeirra var á grísku: „Myþen agan“,
sem þýðir „ekki um of“. íslenska
þjóðin væri tvímælalaust betur á
vegi stödd í dag, ef hún hefði haft
þau spakmæli að leiðarstjörnu.
í foreldrahúsum móður minnar
var vín nær daglega haft um hönd.
Hún taldi að því seinna sem mað-
ur færi að umgangast vín því
meiri hætta væri á að maður
kynni ekki að fara með það.
Henni þótti sjálfsagt að við
börnin fengjum að dreypa á áfengi
við hátíðleg tækifæri. Ég sá aldrei
áfengisáhrif á foreldrum mínum.
Fátt lýsir betur afstöðu föður
míns til áfengis en það, er ég að
loknu stúdentsprófi bað hann gefa
mér 100,00 kr., sem voru miklir
peningar í þá daga. Hann spurði
mig þá, hvað ég ætlaði að gera við
svo mikla fjárhæð. Mér varð um-
svifalaust að orði: „Ætli helming-
urinn fari ekki í spandans á konur
og hinn í vín.“ Hann átti ekki von
á svona hreinskilnu svari, en hló
við og sagði: „Getum við þá ekki
mæst á miðri leið, ég gef þér eina
flösku af brennivíni og 50,00 krón-
ur. Mér þótti þetta allgóð lausn.
í þessu fólst nokkurt traust og
því fylgdu aðeins orðin tilvitnuðu:
„Myþen agan“. Hverjum dytti í
hug að læknir með þá reynslu að
baki sem faðir minn hafði færi að
gefa syni sínum eitthvert eitur,
sem ekki vera bjóðandi neinum.
Því skal bætt við að sl. 35 ár hef ég
við og við dreypt á áfengi, en ekki
fundið til annarra áhrifa en tíma-
bundinnar uppljómunar.
Vín í heilagri ritn-
ingu og Hávamálum
I heilagri ritningu er vikið að
víni á a.m.k. 400 stöðum. Þannig
segir t.d. frá því, að það fyrsta,
sem Nói gerði, eftir að syndaflóðið
var afstaðið og hann fór úr Örk-
inni, var að gróðursetja vínviðar-
teinung og hefja vínyrkju. Stað-
reynd er og að þegar maðurinn
hætti að lifa hirðingjalífi og hóf
staðbundna ræktun, t.d. vínyrkju,
sem verið hefur fylgja mannsins
Gunnlaugur Þórðarson
„Mér liggur í léttu rúmi
þó einhverjir „alvitringar“
vilji kalla mig „einn skað-
legasta mengunarvald
þessa lands“ fyrir þær
skoðanir, sem mér vitrari
menn hafa innrætt mér
varðandi áfengismál. Slík-
um skrifum mun ég ekki
svara, enda þótt reynt
verði að fylla síður Morg-
unblaðsins með þeim.“
frá örófi alda, þá hófst menning
vor, „kultur", sem komið er úr lat-
ínu og þýðir ræktun. Þannig að sú
staðhæfing margra sögufróðra
manna, að vín hafi verið afivaki
menningar, verður ekki hrakin.
Hinu má ekki heldur gleyma, að
þar sem vínyrkja er stunduð eru
lönd í blóma, en örfoka víðast þar,
sem hún á sér ekki stað, þrátt
fyrir hnattstöðu. — Auðvitað
hefði verið rétt að vitna til afstöðu
Stóumanna til víns, sem þeir mátu
að verðleikum sbr. og Epicurus.
Þá má ekki gleyma orðum Páls
postula: „Vert þú ekki lengur að
drekka vatn, heldur skalt þú neyta
lítils eins af víni vegna magans og
veikinda þinna.“ (Timóteusarbr. 1.
kap. 5, 23. vers).
í Hávamálum segir á einum stað:
„með hálfum hleif og höllu keri fékk
ég mér félaga“. Þetta skilja bind-
indismenn ekki, en það útleggst,
að með hálfu brauði og vínkeri,
sem var búið að hella (sennilega
helmingi) af eignaðist maður fé-
laga. Hér er sem hjá Stóumönnum
varað við óhófi. Enda er annars
staðar í Hávamálum varað bæði
við ofneyslu matar og víns.
Skáldin dásömuðu
vín fyrr og síðar
Skáldjöfurinn og mannvinurinn
Victor Hugo segir á einum stað:
„Guð skapaði vatn, en maðurinn bjó
til vín.“ Skáldin okkar hafa fyrr og
síðar skynjað innblástur þann,
sem hóflega drukkið vín getur
veitt. Jónas Hallgrímsson segir
m.a. á einum stað: „látum því, vin-
ir, vínið andann hressa." Einar Ben.
víkur á stundum að áfengi og jafn-
an á jákvæðan hátt, þannig segir
hann á einum stað: „Skálin er vé-
frótt, vínið á svar frá veröld, sem
falin er bak við orðin.“ Þannig
mætti halda áfram að vitna til
höfuðskálda okkar, en þetta ætti
að duga. Angantýr Hjalmarsson
er maður, sem án efa vill vel, en
setur sig á svo háan hest að
stimpla alla þá, sem láta sér slík
orð um munn fara, svo sem höfund
Hávamála, ljóðskáldin okkar og
alla sem ekki trúa á bann eða
bindindi sem: „mikla mengunar-
valda í íslensku mannlífi". Slík
skoðun lýsir aðeins sjálfbirgings-
hætti; skorti á víðsýni til að skilja
vandamál. Sennilega hafa allt of
mörg börn og unglingar sætt því
ömurlega hlutskipti að vera upp-
frædd af þröngsýnum ofstækis-
mönnum og á það án efa sinn þátt
í því, hve lítt ungmenni okkar
kunna að umgangast vín.
Áfengi verður ekki þurrkað út
úr heiminum og fyrr eða síðar
munu þeir nemendur, sem um-
ræddur kennari fær að uppfræða,
komast í snertingu við það og
verða berskjaldaðri fyrir því en
ella, m.a. vegna hleypidómafullrar
uppfræðslu.
„Áfengi besta lyfið“
Seint verða taldir upp allir þeir
læknar, sem telia vín eitt besta lyf
sem um getur. Islandsvinurinn dr.
med. yfirlæknir og prófessor i
Kaupmannahöfn Joh. Einar Meul-
engracht (tvívegis sæmdur heið-
ursmerkjum Fálkaorðunnar) taldi
áfengi veraujesta lyf, sem til væri
við hvers konar taugaveiklun. í
Helgafelli 1957 er merk grein eftir
geðlækninn dr. Karl Strand:
„Alkóhól", sem mjög er í anda
greinar undirritaðs hér í blaði, 29.
júlí sl.