Morgunblaðið - 06.08.1983, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1983
29
þáttum um dýralíf í frumskógum
Indlands byrjaði í sjónvarpi
sunnudaginn 31. júlí. í þessum
fyrsta þætti voru myndir af ýms-
um dýrategundum sem fækkar
stöðugt. Mannskepnan hefur eytt
dýralífi Indlands á ógnvekjandi
hátt og sífellt gengur á skógana.
Skotóðir byssumenn drepa fugla í
þúsundatali og voru staðnir að
verki í þessum fyrsta þætti
myndaflokksins. Annar þáttur er
á dagskrá sunnudaginn 7. ágúst og
fjallar hann um það merka dýr
nashyminginn. Fyrsti þáttur var
afar fróðlegur.
Samtal Aslaugar Ragnars og
Hjalta Pálssonar, framkvæmda-
stjóra Innflutningsdeildar Sam-
bandsins, á sunnudaginn í útvarpi
um áhugamál Hjalta var lifandi
og skemmtilegt. Hjalti er eins og
margir vita mikill áhugamaður
um hesta og hefur starfað fram-
arlega í samtökum hestamanna.
Hann hefur eignast nokkra gæð-
inga og sagði þannig frá heimi
hestamennskunnar að ég er nokk-
uð viss um að hestamönnum fer
stórfjölgandi.
Á frídegi verslunarmanna
mánudaginn 1. ágúst stjórnaði
Pálll Heiðar Jónsson umræðu-
þætti í útvarpi um málefni versl-
unarfólks. Þátttakendur voru Jó-
hanna E. Sveinsdóttir, einkaritari,
Magnús L. Sveinsson, formaður
VR, og Sigurður E. Haraldsson,
formaður Kaupmannasamtak-
anna. Páll Heiðar fór einnig með
hljóðnemann í nokkrar verslanir
við Laugaveg og innti afgreiðslu-
fólk eftir skoðunum þess á hags-
munabaráttunni og starfi VR.
Skelegg kona sagðist vera á móti
stöðugum kröfum sem uppi væru í
þjóðfélaginu um hærra kaup og
aukin lífsþægindi, einmitt þegar
þjóðin lifir um efni fram. Skoðan-
ir voru skiptar meðal verslunar-
fólksins sem Páll ræddi við og
fram komu gagnrýnisraddir sem
ekki töldu kjör verslunarfólks
nógu góð. í heild var þetta fróðleg-
ur þáttur um málefni verslunar-
fólks og öllum til sóma er fram
komu nema hvað Páll Heiðar var
óvenju rámur og hóstaði að jafn-
aði á nokkurra mínútna fresti, en
það verður fyrirgefið góðum út-
varpsmanni.
„Ræningjahjónin" heitir bresk
sjónvarpsmynd sem sýnd var á
hátíðardegi verslunarmanna í
sjónvarpi. Hún byrjaði þannig að
Morris og Wendy, sem eru korn-
ungar manneskjur, eru gefin sam-
an í kirkju að viðstöddum nánustu
ættingjum og vinum. Ungu hjónin
vilja eignast alla hluti sem fyrst,
brauðrisc, ísskáp, vídeótæki, bif-
reið og yfirleitt allt sem hugurinn
girnist. Engin ástæða er til að
geta frekar um efnivið. Ég skil
ekki af hverju var verið að hafa
fyrir því að framleiða þennan ein-
staklega leiðinlega sjónvarpsþátt.
Efni þáttarins er ómerkilegt og
leikur persóna í aðalhlutverkum
lélegur. Ég trúi því ekki að Bretar
beri ábyrgð á þessari framleiðslu,
þeir eru þekktir fyrir gerð góðra
sjónvarpsþátta.
Trompið á hendi dagskrár-
stjórnar útvarpsins á frídegi
verslunarmanna var þáttur Stef-
áns Jóns Hafstein „Leynigestur í
útvarpssal", sem var sendur út
seint mánudagskvöldið 1. ágúst.
Útvarpshlustendur glímdu við það
verkefni að hafa upp á leynigesti
þáttarins og veitt voru eitt þúsund
króna peningaverðlaun þeim er
bar kennsl á gestinn. Fyrstu til-
raunir báru engan árangur. Fjöldi
fólks hringdi og spurði t.d. er mað-
urinn skáld? Er hann skemmti-
kraftur? Er þetta Albert? Er
þetta sjónvarpsmaður? Leikari?
Iþróttamaður? Valdís Þorsteins-
dóttir í Hrísey náði loks sambandi
við þáttinn og var fljót að átta sig
á að leynigesturinn var enginn
annar en Rolf Johansen, stórkaup-
maður. Stefán Jón, Rolf og Valdís
héldu síðan áfram leiknum þegar
leynigesturinn var fundinn. Valdís
hugsaði sér þjóðkunnan fslending
og Stefán Jón og stórkaupmaður-
inn glímdu við að leysa þrautina.
Þeir féllu báðir á prófinu, fundu
ekki manninn sem Valdís hugsaði
sér. Sem sagt sjálfan biskupinn.
Hér er byrjaður þáttúr sem er
vonandi að framhald verði á.
Hlustendur hafa gaman af spurn-
ingaleikjum og eins og jafnan áð-
ur í útvarpi þá hefur Stefán Jón
Hafstein örugga stjórn á verkefn-
inu.
Lítil breyting til batnaðar er á
dagskrá sjónvarpsins og sennilega
ekki að vænta fyrr en vetrardag-
skráin byrjar. Samkvæmt nýlegri
könnun ríkisútvarpsins vill fólk
almennt fá að sjá í sjónvarpi ís-
lensk leikrit og íslenska skemmti-
þætti. Við undirbúning vetrardag-
skrár er vonandi að tekið verði til-
lit til óska um aukið íslenskt efni á
dagskránni. Víst er fjárhagur
sjónvarpsins erfiður nú sem fyrr.
Eg legg til að erlent efni verði
skorið niður og það íslenska aukið
eins og kostur er.
Þá er komið að viðtali vikunnar
í útvarpinu. Mjög áhrifaríku og
spennandi viðtali fréttamanns í
fréttauka í kvöldfréttum þriðju-
daginn 2. ágúst við leiðtoga
stjórnarandstöðunnar, formann
Alþýðubandalagsins. Til þess að
auka enn frekar á áhrifamátt
þessa viðtals hefði mátt leika und-
ir lágt stillt níundu sinfóníu Beet-
hovens. Formanninum var tíðrætt
um „alþingi götunnar" og nauðsyn
þess að það kæmi nú til sögunnar
og leysti málefni þjóðarinnar á
erfiðum tímum. „Alþingi götunn-
ar“ var ávallt í felum í tíð þeirra
ríkisstjórna sem Alþýðubandalag-
ið átti aðild að.
Skýringin er sú að „alþingi göt-
unnar“ er sá óaldaflokkur sem
einkum fyrr á árum efndi til upp-
lausnar í þjóðfélaginu og beitti
verkfallsvopninu af hörku, efndi
til útflutningsbanns og kröfu-
ganga. „Alþingi götunnar" er auk
þess sá harði kjarni í Alþýðu-
bandalaginu sem stjórnast af
þeim kunnu orðum: „Hvað varðar
okkur um þjóðarhag?"
Úr nýju húsnæði Hreiðursins.
Hreiðrið
stækkar
Húsgagnaverslunin Hreiðrið í
Kópavogi hefur aukið gólfrýmið um
200 m2 í versluninni að Smiðjuvegi
10.
Stærð þess gólfrýmis sem versl-
unin hefur er þá orðin um 600 m2.
Verslunin hefur aðallega á boð-
stólum rúm, en auk þess er þar til
sölu annar ýmiss konar húsbúnað-
ur. Eigandi verslunarinnar Hreið-
ursins er Finnur Magnússon.
Árið 1974 kom út hjá útgáfufyr-
irtæki í París, Editions du Jour,
verk eftir einn af viðurkenndustu
læknum Frakka dr. med., próf.
E.A. Maury, bók með heitinu: „Vin
er besta lyfið“. Bók þessi er byggð
á margra ára rannsóknum þessa
kunna læknis, sem einnig er viður-
kenndur fyrir acupunktur-aðferð
og sem hómópati. Hann bendir
þar á kosti víns til lækninga á
ýmsum sjúkdómum. Bókin hefur
verið þýdd á ensku og varð met-
sölubók fyrir nokkrum árum. í
bók sinni fjallar hinn franski
læknir um það ofstæki og skiln-
ingsleysi, sem bindindismenn séu
haldnir gagnvart neyslu áfengis
sem stafi af röngum skilningi á
mataræði og heilsuháttum. Hann
vitnar m.a. til sumra mestu and-
ans manna máli sínu til stuðnings,
svo sem Pascal og velgerðar-
mannsins mikla og vísindamanns-
ins Louis Pasteur, sem taldi vín
vera besta drykk, sem mannkynið
ætti völ á.
„Áfengi þjónn manns“
Árið 1965 kom út í Bandaríkjun-
um bókin „Liquor the servant of
man“ (Áfengi þjónn manns). Bók-
artitill þessi vakti strax forvitni
mína og ekki minnkaði hún við
það að fá að vita, að höfundur
hennar, Morris E. Chafetz, væri
einn þekktasti geðlæknir Banda-
ríkjanna og einn helsti ráðgjafi
heilbrigðisstjórnarinnar í Wash-
ington. Hann hefur flutt erindi
um áfengismál um þver og endi-
löng Bandaríkin og í nærri 30 ríkj-
um í Asíu, Afríku og Evrópu.
Bókin var í fullu samræmi við
það, sem vænta mátti. Rækilega
ígrunduð og skilmerkileg. í henni
heldur höfundurinn m.a. því fram,
að áfengi hafi verið aflvaki vest-
rænnar menningar. Einnig fjallar
hann um það hve tamt mönnum sé
að kenna áfengi um, þegar illa
tekst til fyrir mönnum og aðrar
hvatir eru undirrót. Bók þessi er
löngu uppseld. Árið 1967 sendi
þessi sami geðlæknir frá sér bók-
ina: „The treatment of alcoholism"
(Meðferð ofdrykkju). Árið 1976
sendi hann frá sér bókina: „Why
drinking can be good for you“
(Hvers vegna þér getur verið hollt
að drekka). Hann hefur látið frá
sér fara fleiri ritverk um þetta
efni, sem undirritaður hefur ekki
náð til. Annar álíka þekktur geð-
læknir í Bandaríkjunum, dr.
George Vaillant, hefur einnig látið
þessi vandamál til sín taka og ný-
lega er komin út bók eftir hann:
„The natural history of alcoholism.
Kápa bókarinnar: „Vín er besta
meðalið“.
— Causes, pattern, and paths to
recovery" (Náttúruleg saga
ofneyslu áfengis. — Orsakir, ein-
kenni og leiðir til bata). Dr. Vail-
lant dregur mjög í efa gagnsemi
hvers konar sálgreiningar á
áfengisgeðsjúkum og að reynt sé
að kafa í fyrra skeið þeirra og
uppeldi, vandinn sé miklu flóknari
og einstaklingsbundnari.
Þetta er ekki sett hér fram til
þess að fræða Halldór Kristjáns-
son eða hans líka, sem er vonlaust,
enda þótt þeir kynnu að þykjast
vilja fræðast, heldur almenningi
til fróðleiks og upplýsinga.
Þórdarmeöferðin
Ýmsir af þeim, sem lesið hafa
grein mína frá 29. f.m. hafa beðið
mig að skýra frá í hverju Þórð-
armeðferðin svokallaða sé fólgin.
Þórðarmeðferðin er kennd við
fyrsta geðlækninn, próf. Þórð
Sveinsson, yfirlækni á Kleppi
1907—1940. Aðferð þessari var
einkum beitt á árunum
1934—1939. Hún var fólgin í því,
að sjúklingurinn var látinn fasta í
nokkra daga og þá rúmliggjandi.
Meðan á þessum „kúr“ stóð fékk
sjúklingurinn ekki annað en soðið
vatn. Var þetta gert til þess að
hreinsa líkamann og ekki síst lifr-
ina. Þá var þessi meðferð talin
styrkja viljafestu hins sjúka. Hér
var um algjörlega hættulausa að-
gerð að ræða og t.d. hreinn hégómi
miðað við holskurð, en hins vegar
mjög áhrifarík. Illt var, að ekki
skyldi fara fram ítarleg rannsókn
á áhrifum „kúrsins" á líkamann.
Þess skal getið til fróðleiks að í
heimi lækna á fasta eða sultarkúr
vaxandi fylgi að fagna sem með-
ferð til lækninga.
Nú þætti svona virk lækn-
ingameðferð, sem verðskuldað
hefði heimsathygli, sennilega of
harðleikin í því velferðarþjóðfé-
lagi, sem er að gera aumingja úr
flestum okkar.
Heföi Halldór orðið
alkohólisti?
Mér er Halldór Kristjánsson frá
Kirkjubóli lítt kunnur, en þó hef
ég vissar heimildir um manninn.
Þykir mér umsögn látins fyrrv.
flokksbróður hans og vinar,
Bernharðs Stefánssonar fyrrum
þingforseta, forvitnileg. Leyfi mér
að vitna til „Endurminninga"
hans, annars bindis, sem gefið var
út af Kvöldútgáfunni 1964.
Á bls. 51 segir Bernharð Stef-
ánsson frá því, er hann var í 40
ára afmæli Eysteins Jónssonar
fyrrv. ráðherra, þar sem vín var á
borðum og þótti ekki merkilegt,
eins og Bernharð orðar það. I
framhaldi af því, segir Bernharð
frá 8. flokksþingi Framsóknar-
flokksins: „Halldór Kristjánsson
bóndi var þar með stífa bindindis-
og banntillögu. Þótti fæstum hún að-
gengileg, en þó voru, sem ekki vildu
fella hana beinlínis,... heldur koma
henni fyrir kattarnef. Einn bindind-
ismaður varð þó til þess að hengja
bjölluna á köttinn. Bar hann fram
breytingartillögu, sem gerði ... t i I -
I ö g u (Halldórs) að engu.“ Er
Halldór flutti tillögu sína hóf
hann ræðu sína á þessa leið: „Ég
hef aldrei bragðað vín á ævi minni,
nema um daginn hjá honum Ey-
steini, þá saup ég óvart á viskyglasi,
hélt það væri öl, en spýtti því út úr
mér.“ Breytingartillagan, sem
gerði tillögu Halldórs að engu, var
síðan samþykkt. — Menn geta velt
því fyrir sér hvort hann hefði orð-
ið alkohólisti, ef hann hefði rennt
viskyinu niður. Mikill skapstill-
ingarmaður, sem lesið hafði skrif
mín, sagði um daginn við mig að
hvimleiðasta manngerð, sem hann
hefði haft kynni af, væri ofstækis-
fullir stjórnmálamenn, sem að
auki væru bindindispostular.
Bernharð Stefánsson
vildi stefna
Halldóri fyrir meiðyrði
Á bls. 80—83 heldur Bernharð
Stefánsson áfram að segja af
kynnum sínum við Halldór Krist-
jánsson og er tilefnið það, að Hall-
dór reynir að svívirða hann og Jón
Pálmason alþingisforseta. Farast
honum m.a. svo orð: Deildi hann
(Halldór í Tímanum) á þingið (Al-
þingi) fyrir að hafa kosið „brenni-
vínsforsetann'* forseta Sameinaðs
þings og deildarforseta þá þing-
menn, sem minnst væru riðnir við
bindindi. Síðan fór hann að reikna
út hvað við hefðum upp úr „forseta-
brennivíninu" fjárhagslega ... og að
þetta væri ekki smáræðis „múta“ til
hvors okkar.... Hins vegar vildi ég
ekki una því að vera kenndur við
mútur."
Síðar segir Bernharð Stefáns-
son: „Ég ráðfærði mig við lögfræð-
ing, og sagði hann mér, að ég mundi
áreiðanlega geta fengið ummæli
llalldórs dæmd dauð og ómerk og
bann í fjársektir fyrir þau. Ég til-
kynnti svo á næsta flokksfundi, að
ég mundi stefna Halldóri. Eysteinn
Jónsson bað mig þá í öllum bænum
að gera það ekki að svo stöddu.“
Síðar segir frá því, að Eysteinn
eða einhver flokksbróðir þeirra
hafi fengið Halldór til þess að
skrifa eins konar yfirbótargrein. I
framhaldi af því segir í bókinni:
„Mér var Ijóst, að það var óheppilegt
fyrir flokkinn, að einn af þingmönn-
um hans færi í meiðyrðamál við að-
stoðarritstjóra Tímans. Og með því
að Halldór hafði þá sýnt nokkra við-
leitni til yfirbótar, lét ég mál þetta
niður falla, þó mér þætti yfirbótar-
greinin aðeins yfirklór."
Þessi tilvitnuðu skrif sýna
ótvírætt að Halldór Kristjánsson
sveifst ekki í ofstæki sínu að sví-
virða vini sína og flokksbræður.
Guð lét fögur vínber vaxa
vildi gleðja dapran heim
Ofangreind vísuorð eru Hannes-
ar Hafstein skálds og ráðherra.
Þau eru í fullu samræmi við það
inntak Biblíunnar, „að drottinn lét
vínvið vaxa til að gleðja dapran
heim“. Enda kemur fram í heil-
agri ritningu að Jesús Kristur
neytti víns. Þar er að jafnaði
vitnað til víns og vínviðar á já-
kvæðan hátt.
Það gengur því guðlasti næst,
þegar menn stíga í stól í guðshúsi
til þess að formæla guðaveigum úr
víngarði drottins.
Allt öðru máli gegnir að prédika
hófsemi í hvívetna. Það nálgast
líka yfirdrepskap og hræsni, þegar
guðsmenn í skilningsleysi sínu á
inntaki heilagrar ritningar berj-
ast fyrir að drykkur sá, sem veitt-
ur er t.d. við altarisgöngur, skuli
ekki vera vín.
Sunnudagsmessa
í miðföstu 1982
Svo sérstaklega vill til, að í
miðföstu 1982 var Halldóri Krist-
jánssyni veittur sá heiður og
trúnaður að stíga í stólinn í Hall-
grímskirkju í Reykjavík. Þar
brást hann boðskap heilagrar
ritningar með því að fara að halda
bann- eða bindindisræðu, slíka að
sumir gátu ekki orða bundist.
Meðal þeirra var samstarfsmaður
Halldórs Kristjánssonar hjá Al-
þingi íslendinga, Eiríkur Eiríks-
son frá Dagverðargerði. Ræða
Halldórs hafði þau áhrif á Eirík
að hann orti sálm af því tilefni og
þykir mér rétt að láta hann koma
hér á prenti:
Dapur í Hallgrímshúsi
heyrt hafði þulda messu
miðlað var myglubrauði
missti ég lyst af þessu.
Tafsaði endurtenntur
templari miður prúður,
á síbylju súrum vaðli
saurgaðist drottins brúður.
Bindindis boðskap þekkur
Bakkus á hólminn skorar.
Bar hann á hræsibrekkur
brennivínssyndir vorar.
Annar erindið rekur,
áminnti drottins hirðir.
Víngarðsmenn mjög skal meta
maklega guð þá virðir.
Misvíxlar málsins pörtum
magndofa lýður þyrstur.
Berjast í breyskum hjörtum
Bakkus og Jesús Kristur
Mér liggur í léttu rúmi þó ein-
hverjir „alvitringar" vilji kalla
mig „einn skaðlegasta mengunar-
vald þessa lands“ fyrir þær skoð-
anir, sem mér vitrari menn hafa
innrætt mér varðandi áfengismál.
Slíkum skrifum mun ég ekki
svara, enda þótt reynt verði að
fylla síður Morgunblaðsins með
þeim. Skoðun mín er eftir sem áð-
ur að ofstæki í áfengismálum geri
ekki annað en að skaða þjóðina og
tel vafasamt að bindindishreyf-
ingin hafi unnið þjóðinni nokkurt
gagn.
/)r. Gunnlaugur Þórdarson er
hæstaréttarlögmadur í Reykjarík.