Morgunblaðið - 06.08.1983, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1983
„Stci&greitt e5a SkH-fb&r’''
Ast er ...
0
C c|vo
... að þakka hon-
um fyrir góða
frammistöðu.
TM Rm US Pat OH -all rights resarved
«1983 Los 8r'fl*l«s Tim«s Syndicate
Furðulegt. Ég sem hafði ákveðið
svona með sjálfum mér að gcfa þér
minkapels og svo viltu ekki lána
mér svo sem einn rauðan!
HÖGNI HREKKVÍSI
Um friðarhreyfingar nútím-
ans og afskipti kommúnista
Eyþór Erlendsson skrifar:
Ekki er óalgengt að íslenskir
kommúnistar þykist vera úttroðn-
ir af ættjarðarást. Þann skrípa-
leik þekkja allir sem fylgst hafa
með brölti þeirra og bægslagangi
á liðnum árum og áratugum. Þeg-
ar þessi andi kemur yfir þá, láta
kommúnistar að jafnaði sem ör-
yggi lands og þjóðar sé þeirra
hjartans mál. Er tilgangurinn al-
mennt sá að telja þjóðinni trú um
að okkar besta og raunar eina ör-
yggi sé í því fólgið að lýsa yfir
hlutleysi og hafa landið varnar-
laust. Þátt fyrir staðreyndir um
hið gagnstæða halda þeir þessum
boðskap að þjóðinni með sinni al-
þekktu frekju, eins og venja er
ofsatrúarmanna.
En því miður fyrir kommúnista
hefur meirihluti þjóðarinnar fyrir
löngu gert sér ljóst að þessar
kenningar þeirra eru óheilindum
blandnar og það í ríkum mæli. Það
veit nefnilega enginn til þess að
kommúnistar, hvar sem þeir eru
staðsettir á hnettinum, séu and-
vígir her. Herinn þjónar ofbeldis-
aðgerðum þeirra og útþenslu-
stefnu. Hann er þeim ómissandi
til að halda þeim þjóðum í skefj-
um sem sviptar hafa verið frelsi,
sem og til árása á aðrar varnar-
litlar þjóðir sem valdhafar komm-
únista hafa augastað á. Þess
vegna hlýtur sá grunur að læðast í
hugann að hamagangur íslenskra
kommúnista í garð varnarliðsins
komi einungis til af því að þeir
telja ekki hinn „rétta" her vera í
landinu. Draumurinn um óska-
landið Sovét-ísland er þá alls ekki
úr sögunni.
Kommúnistar ættu að hætta
þeim barnalegu blekkingartil-
raunum að halda því fram, að
hlutleysi hafi í för með sér aukið
öryggi fyrir varnalausar smáþjóð-
ir. Slíku trúir enginn heilvita
maður. Raunar liggur það ljóst
fyrir að komi til heimsstyrjaldar á
ný er öryggi óhugsandi hvar sem
er á hnettinum. Og hvað hernað-
arlegt mikilvægi Islands varðar ef
slík yrði framvinda heimsmála,
ísland væri hlut- og varnarlaust
og hernaðarátök ættu sér stað á
norðurhveli jarðar, myndi þegar í
upphafi styrjaldar verða kapp-
hiaup um landið, það hernumið og
erlend yfirráð tryggð. Að halda
öðru fram er hreinn barnaskapur
eða vísvitandi blekking.
Óttinn við kjarnorkustyrjöld
hefur nú gagntekið fólk og það
ekki af ástæðulausu. Möguleikinn
á slíkri styrjöld grúfir eins og
skuggi yfir lífi jarðar. Af þeirri
ástæðu hafa friðarhreyfingar orð-
ið til. Meirihluti þeirra sem að
friðarhreyfingum standa er án efa
velviljað fólk sem hefur óbilandi
trú á að aðgerðir sínar verði öllu
mannkyni til góða. En því miður
er málum ekki svo háttað. Það
eina sem friðarhreyfingarmenn
geta mögulega áorkað, er að veikja
varnir lýðræðisþjóðanna. Að þær
hafi minnstu möguleika á að
halda aftur af vígbúnaðarbrölti
kommúnistaríkjanna er útilokað.
Hefur það best komið í ljós þegar
friðarsinnar í þeim ríkjum eru
ofsóttir og meðhöndlaðir sem
glæpamenn. Á hinn bóginn líta
valdhafar kommúnistaríkja frið-
arhreyfingar í Vesturlöndum hýru
auga, því þeim er ætlað, hverri í
sínu landi, að veikja varnir og
hernaðarmátt. Og einmitt þess
vegna - og því má ekki gleyma -
smeygja harðsvíraðir kommúnist-
ar, úlfar í sauðagærum, sér inn í
raðir friðarsinna og taka þar sam-
stundis forystuna.
Við sem friðinn þráum verðum
ávallt að hafa það hugfast að
kommúnistar eru manngerð sem
aldrei er hægt að treysta því allt
tal þeirra um friðarvilja er mark-
leysa ein og í miklu ósamræmi við
ofbeldisaðgerðir þeirra víða um
heim. Þess vegna er samstaða og
hernaðarlegur styrkur lýðræðis-
ríkja mikil nauðsyn. Öll einhliða
slökunarstefna í þeim efnum er
stórhættuleg og á engu viti byggð.
Tvær fyrirspurnir til tollstjóra
Heinrik Jóhannesson, Norður-
götu 20, Sandgerði skrifar:
„Velvakandi.
Ég vil koma á framfæri tveimur
fyrirspurnum til tollstjóra. Ann-
ars vegar er spurningin sú hvort
óleyfilegt sé að koma með reyktar
kjötvörur inn í landið. Ef svo er, af
hverju eru ekki tilkynningar um
það á öllum flugvöllum á Norður-
löndum? Hins vegar langar mig að
vita hvað er gert við þau matvæli
sem tollverðir taka af farþegum.
Er þeim hent og hver hefur þá
eftirlit með því eða hirða tollverð-
ir þau sjálfir?
Ástæða þessara fyrirspurna er
sú að laugardaginn 9. júlí sl. kom
ég ásamt fleiri farþegum með vél
Flugleiða frá Færeyjum til ís-
lands. Var millilent á Egilsstöðum
til tollskoðunar, sem er nokkuð
einkennilegt þar sem farþegar
voru allir á leið til Reykjavíkur. Á
Egilsstöðum varð fyrir okkur
tollvörður sem ekkert var að tví-
nóna við hlutina og sýndi okkur
farþegum ókurteisi í hvívetna.
Einn farþeganna var með stóra
spægipylsu sem hann hafði keypt í
vélinni. „Þetta tek ég af þér,“
sagði tollvörðurinn og hrifsaði
spægipylsuna af honum. Varð ég
að vonum hissa, því ég hef alltaf
haldið að reyktan kjötmat mætti
koma með inn í landið. Ekki orð af
kurteisi né útskýringar á því af
hverju svona var gert. Seinna
spurði ég viðkomandi farþega
hvort hann myndi fá spægipyls-
una aftur og sagðist hann halda
það. Mundi ég þá eftir því að í
poka úti í vél var eitt kíló af
skinku sem ég hafði keypt. Var
mitt fyrsta verk að athuga í pok-
ann hvort skinkan væri enn á sín-
um stað. Nei takk, hún var horfin.
Ætlaði ég að ná tali af tilteknum
tollverði en það fékk ég ekki.
Það var semsagt ekki verið að
hafa fyrir því að spyrja hver eig-
andi skinkunnar væri, heldur var
hún tekin án nokkurra útskýringa
og vitundar eigandans. Framkoma
tollvarðarins var fyrir neðan allar
hellur, sýndi hann okkur farþeg-
um megnustu fyrirlitningu.
Mættu hann og hans líkar temja
sér betri framkomu. Við svona
nokkuð hef ég aldrei orðið var hjá
tollvörðum í Reykjavík, framkoma
þeirra hefur alla tíð verið til fyrir-
myndar. Auðvitað er eitt og annað
sem þeir verða að taka af farþeg-
um en fyllstu kurteisi er alltaf
gætt.
Vona ég að tollstjóri svari fljótt
og skýrt báðum spurningunum."
Karate og ekki karate
Kryddkverið:
Kærkomnar
upplýsingar
Kryddunnandi skrifar:
„Velvakandi!
Hin síðari ár hefur innflutn-
ingur krydds aukist mjög, en
því miður hafa verið mjög
takmarkaðar upplýsingar á
glösunum um notkun og fleira.
En á leið minni um matvöru-
búð eigi alls fyrir löngu, rakst
ég á bækling sem ber nafnið
„Kryddkverið". Þar mátti finna
mjög haldgóðar upplýsingar
um margvísleg krydd, auk þess
sem tekin voru fram bæði er-
lendu og islensku nöfnin.
Þetta litla kver er áreiðan-
lega mjög kærkomið þeim sem
gaman hafa af kryddi og vilja
fá að vita um möguleika á notk-
un þeirra.
Með þökk fyrir birtinguna."
Bruce Lee -aðdáandi skrifar:
Kæri Velvakandi
Einn er sá miskilningur sem al-
gengur er hjá kvikmyndahúsum í
höfuðborginni og víðar sem mig
langar að leiðrétta. í auglýsingum
kvikmyndahúsa má oft lesa „Hinn
heimsfrægi karate-meistari" eða
„Spennandi karate-mynd með hin-
um eina og sanna Bruce Lee“. Mál-
ið er það að Bruce Lee notaði ekki
karate, honum fannst sá stíll vera
of stífur og seinvirkur. Því tók
hann saman það sem hann hafði
lært í gegnum árin hjá þeim tfu
meisturum sem hann lærði hjá og
þróaði sinn eigin stíl sem nefnist
Jeet Kune Do.
Vil ég þvi benda kvikmyndahús-
um á að athuga um hvað er verið
að tala þegar settir eru titlar á
kvikmyndir Bruce Lee.