Morgunblaðið - 06.08.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.08.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1983 37 Göngin sem byggð voru á sínum tíma í gegnum Oddskarð. Aðeins einn Norðfjarðarvegur til Austfirðingur skrifar: Velvakandi góður. Ég er með fyrirspurn til vega- málastjóra. Hvernig er það, er vegamálastjóri ekki kunnugur staðháttum á Austfjörðum? Oft heyrist í útvarpi „Norðfjarðarveg- ur um Fagradal" er lokaður vegna aurbleytu, viðgerða eða þess hátt- ar. Af hverju ekki Fáskrúðs- fjarðar- eða Stöðvarfjarðarvegur? Jafnvel mætti segja Hornafjarð- arvegur um Fagradal eða allt eins Húsavíkurvegur um Fagradal, þvi margir Austfirðingar þurfa að fara um dalinn ef þeir ætla til Húsavíkur eða annað norður í land. Nei, þetta er allt jafn fráleitt. Frá Egilsstöðum er farið um Fagradal og út ströndina sunnan Reyðarfjarðar, áfram suður firð- ina til Hornafjarðar og jafnvel til Reykjavíkur án viðkomu á Norð- firði. Hvernig er þá hægt að kalla veginn um Fagradal „Norðfjarð- arveg"? Á leiðinni frá Egilsstöð- um til Norðfjarðar er farið um tvo þéttbýlisstaði, Reyðarfjörð og Eskifjörð. Frá Eskifirði liggur síð- an hinn eini og rétti Norðfjarðar- vegur. Hann lá áður yfir Oddskarð til Norðfjarðar, en liggur nú í gegnum jarðgöng í Oddsdal. Þessi vegur liggur aðeins til Norðfjarð- ar og ekkert annað. Er þetta því sá eini vegur sem með réttu má kalla „Norðfj arðarveg" Jóni Múla þakkað Soffía Kristjbörnsdóttir hringdi. Ég er ein þeirra sem hafa mikið gaman af jasstónlist og langar mig að þakka þeim útvarps- mönnum, sérstaklega Jóni Múla, fyrir þá ágætu jassþætti sem verið hafa í gegnum árin. Einnig vil ég þakka Jóni Múla fyrir gott lagaval hans þegar hann er þulur. Eitruð skordýr í innfluttum plöntum Ólöf Jónsdóttir hringdi: — Ég hef heyrt að baneitruð köngulóartegund hafi borist hingað til lands með erlendum plöntum, til dæmis jukku, og hafi jafnvel komist inn á heimili. Innfluttar plöntur eru hafðar í sóttkví eftir að þær koma til landsins, að ég held, en mig langar til að vita hvað gert er til að vinna gegn þeim ófögnuði sem borist getur með þeim, skordýrum og slíku, svo ég tali ekki um þessa könguló, ef það er rétt að hún hafi borist hingað. Bið ég plöntuinnflytjendur vin- samlegast að svara þessu. Leiðrétting f Velvakanda í gær urðu þau mistök að nafn misritaðist í bréf- inu „Thorkelin, Grundtvig og Bjólfur". Stendur þar að þýðandi Bjólfskviðu sé Halldór B. Björns- son. Það er ekki rétt, sú sem þýddi Bjólfskviðu var Halldóra B. Björnsson. IRhadafy seilist Itil Karíbahafsins Kh«i.(,. Khadafy ekki leiðtogi Arnbjörn Oskarsson hringdi: — Á forsíðu Morgunblaðsins þann 3. ágúst síðastliðinn er frétt ásamt mynd af Khadafy. í frétt- inni er Khadafy titlaður Líbýu- leiðtogi. Það hefði ég haldið að væri nú ekki rétt, því Khadafy er sjálfskipaður herforingi og stjórn- andi með valdi. Hann er ekki leið- togi. Þetta fyndist mér að þyrfti að leiðrétta í Morgunblaðinu. Endursýnið söngkeppnina á betri tíma ÓJ. hringdi: — Mikið væru þeir sjónvarps- menn elskulegir, ef hægt væri að endursýna söngvakeppnina í Cardiff, sem tvisvar var sýnt frá í júlímánuði. Sýnt var frá keppninni alltof seint á kvöldin. Væri ekki hægt að endursýna keppnina á svipuðum tíma og Skonrokk var, það er rétt á eftir fréttum. Þannig er að mað- ur er ekki alltaf upplagður til að vaka lengi frameftir og bíða eftir sjónvarpsefni við sitt hæfi. Vonast ég til að hægt verði að sinna þessari beiðni. Vísa vikunnar Hin gelda kýr var gámastór greina skýr má Ririn: Miður hýr nú mokar flór megadírektörinn. Hákur. GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Hann er að selja eitthvað ónýtt rusl. Rétt væri:... selja eitthvert ónýtt rusl. Sprengisandur — Kjölur Ferðafólk Erum með feröir meö leiösögn um Sprengisand og Kjöl. Fariö frá Reykjavík noröur Sprengisand og til Akur- eyrar mánudaga og fimmtudaga kl. 8.00. Frá Akur- eyri um Kjöl til Reykjavíkur miðvikudaqa oq lauqar- daga kl. 8.30. Fariö er á einum degi hvora leið. Verö aöra leiöina kr. 1.600,00. Báöar leiöir kr. 2.900,00. Innifaliö í veröi er leiösögn og matur þrisvar á dag. Þaulkunnugur fararstjóri. Ferö sem seint gleymist. Norðurleið Leikjanámskeiö fyrir börn 7—12 ára, síöasta leikjanámskeiö skólans veröur haldiö dagana 8. —19. ágúst. Kennari, Leifur Haröarson, íþróttakennari. Innritun og upplýsingar í Þróttarheimilinu s. 82817. Knattspyrnuskóli Þróttar. V / Knattspyrnuskóli Vals Síöasta námskeiö í Knattspyrnuskóla Vals hefst mánudaginn 8. ágúst og stendur til 19. ágúst. Þátttaka tilkynnist í síma 11134 eöa á félagssvæöi Vals. Valur Bílgreinasambandiö Aðalfundur 1983 Heimavist Ml Isafiröi 20. ágúst. Dagskrá: Föstudagur 19. ágúst: Komiö til ísafjaröar. Mæting kl. 18:00 í Reykjavík og á Akureyri. Kl. 20:15 Sameiginlegur kvöldveröur. Laugardagur 20. ágúst: Kl. 08:00 Morgunverður Kl. 09:00—10:45 Sérgreinafundir. Kl. 10:45—11:45 Niðurstööur sérgreinafunda. Kl. 12:00—14:00 Hádegisveröur. Hádegisveröarerindi: Bílgreinin — Þýöing og uppbygging þjónustu- iönaöar. Kl. 14:00—15:30 Hlutverk verkstæða í þifreiöaskoö- un — Reynsla Norömanna í því efni. Kl. 15:30 Aöalfundur Bílgreinasamþandsins. Venjuleg aöalfundarstörf. Dagskrá skv. 12. gr. laga BGS Kl. 19:30 Móttaka — Kvöldverður og dansleikur. Sunnudagur 21. ágúst: Kl. 10.00 Ferö um Djúþ. Farið meö Fagra- nesinu í Reykjanes og þar snædd- ur hádegisverður. í bakaleiö veröur komiö viö í Vigur. Kl. 16:45 Mæting á flugvelli. Dagskrá fyrir maka Laugardagur 20. ágúst: Kl. 10:00—12:00 Fariö út í Bolungaravík í sund/ gufubaö. Kl. 13:30 Skoöunarferð um ísafjörö. 1) Akstur um bæinn. 2) Byggöasafn skoöaö. 3) Friöuöu húsin. 4) Vefstofa Guörúnar Vigfúsdótt- Ur' Stjórn BGG.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.