Morgunblaðið - 06.08.1983, Side 40

Morgunblaðið - 06.08.1983, Side 40
BÍLLINN BlLASALA SlMI 79944 SMIÐJUVEGI4 KOPAVCX'' .^Vskriftar- síminn er83033 Arnarflugsmenn flugu med einka- bifreið Khadafys FLUGMENN Arnarflugs, sem sinna ieiguflugi fyrir líbýska flugfélagið Liby- an Arab Airlines, lentu í því á dögunum, að flytja einkabifreið Khadafys, leiðtoga Líbýumanna, af gerðinni BMW, sem vegur hvorki meira né minna en liðlega 5 tonn, milli Tripóli og Jeddah í Saudi-Arabíu, en fundur leiðtoga Afríkulanda fór þar fram. fslenzkar hljómplötur: Helmingssamdrátt- ur f sölu síðan 1977 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1983 Mastraskógur Sovézk skúta, ein hin stærsta sem komið hefur til hafnar í Reykjavík, lagðist að í Sundahöfn í gærmorgun. Skútan er yfir 6.000 tonn og skipverjar eru á þriðja hundraðið. MorRunblaðið/Kristján. Skoðanir eru skiptar um ráðstöfun gengismunar — segir Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks sjálfstæðismanna Þegar leiðtoginn ákvað að sækja fund Afríkuleiðtoga var ákveðið að flytja menn og farangur með þremur vélum af gerðinni Boeing 707, en hins vegar hvíldi mikil leynd yfir því hvað flutt yrði með hverri vél með tilliti til þess ef einhverjir andstæðingar Khadaf- ys hugsuðu sér til hreyfings. Ekki var ákveðið fyrr en á síð- ustu stundu í hvaða röð vélarnar SALA íslenskra hljómplatna hef- ur síðan 1977, er salan hérlendis náði hámarki, dregist saman um helming og stendur íslenskur hljómplötuiðnaður nú frammi fyrir sínum alvarlegustu vanda- málum um margra ára skeið. Þetta kemur meðal annars fram í Innlendum vettvangi í Mbl. í dag. í greininni kemur einnig fram, að íslenskt efni hafi á síðastliðnum 13 árum numið þriðjungi af heildarsölu hljómplatna. Hefur þá engu máli skipt hvort gefnir hafa verið út 15 titlar eða 150. Því fleiri titlar, þeim mun færri seld eintök komu þá í hlut hvers og eins. í innlenda vett- vanginum segir einnig að sam- dráttareinkennin séu hvergi greinilegri en hjá Fálkanum, sem um margra ára skeið hafi verið eitt leiðandi íslenskra fyrirtækja í plötuinnflutningi og útgáfu, en Fálkinn gefi enga íslenska hljómplötu út á þessu ári. Steinar hf. hafa ákveðið að hæfu sig til flugs af ótta við að reynt yrði að skjóta á þær. Það kom síðan í hlut Arnarflugs- manna að fara fyrstir. Á leiðinni til Jeddah skiptu vélarnar síðan stöðugt um flughæðir. Dvöl manna varð styttri í Jedd- ah, en fyrirhugað var, þar sem leiðtoginn ákvað í reiðikasti að halda heimleiðis, vegna þes að hann var ekki kosinn forseti fund- arins. gefa út færri plötur en áður vegna þessa samdráttar í hljómplötusölu og eingöngu fyrir aðila sem fyrirtækið telur að eigi erindi inn á erlendan markað. Sjá: „Snaran herðist...“ á bls. 23 í blaðinu í dag. „ÉG VEIT ekki betur en skiptar skoðanir hafi verió um þetta mál og séu enn,“ sagði Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks sjálfstæð- ismanna, í samtali við Morgunblaðið í gær, í tilefni af þeim ummælum Halldórs Asgrímssonar, sjávarút- vegsráðherra, í blaðinu í gær, að enginn ágreiningur væri innan ríkis- stjórnarinnar um ráðstöfun geng- ismunar. „Mér er kunnugt að Sverrir Hermannsson lagði til á fundi rík- isstjórnarinnar í gær að álíka fjármagn og tekið er af birgðum saltfiskframleiðenda rynni í verð- jöfnunarsjóð og kæmi þannig þeim að notum. Þessa tillögu studdi Matthías Á. Mathiesen og Óvenju lítil blóðtaka úr hryssum í ár í NÆSTU viku verður á vegum heildverslunarinnar G. Ólafsson hf. og Hagsmunasambands hrossabænda, hafist handa við að taka blóð úr fylfullum merum til útflutnings. í ár verður óvenjulega lítið blóð tekið, eða úr 350—400 hryssum, en í fyrra var tekið blóð úr um 800 hryssum. Einar Birnir forstjóri G. Ólafsson hf. sagði í samtali við Mbl. að bæði kæmi þar til minni eftir- spurn eftir hormónalyfinu sem efni úr blóðinu eru notuð í og einnig væri meira framboð af hryssublóði á markaðnum. Einar sagði að nær ein- göngu væri tekið blóð úr hryssum hjá bændum í Rang- árvallasýslu að þessu sinni. Teknir eru 5 skammtar með viku millibili úr hverri hryssu og stendur þessi blóðtaka því fram í september. Teknar voru blóðprufur úr hryssunum í þessari viku en þær eru teknar til að ganga úr skugga um að hryssurnar séu fylfullar og gengnar í að minnsta kosti 50 daga. ef til vill fleiri. Þá vil ég taka fram aö nefndin sem skipuð hefur verið til að gera tillögur um ráðstöfun gengismunar hefur ekki umboð til að ganga frá málinu þótt fullt samkomulag náist innan hennar eins og segir í Morgunblaðinu í dag. Málið á að minnsta kosti eftir að koma fyrir þingflokk sjálfstæð- ismanna," sagði Ólafur G. Ein- arsson að lokum. Sjá forystugrein blaðsins í dag. Flatey á Skjálfanda: Heyjað eftir margra ára hlé llúsavík, 5. ágúst. MÝVETNSKIR bændur, Ármann í Reynihlíð og Sigurður á Stöng, fóru í nótt við fimmta mann með ms. Drangi til Flateyjar til heyskapar en í eyjunni hefur ekki verið heyjað í fjölda ára. Þeir voru með tvær drátt- arvélar og tilheyrandi heyverkun- artæki ásamt bindivél og áætla að koma ekki í land fyrr en þeir eru búnir að heyja 500 bindi. Flatey er öll mjög grasigróin og voru mörg vel ræktuð tún þar þegar eyjan var yfirgefin og án ábúðar 1967. Áformað er að Drangur nái síðan í menn, hey og tæki að loknum heyskap. Heyskapur gengur illa á Suður- og Vesturlandi: Glaðnar til með nýju tungli? HEYSKAPUR gefur gengið með eindæmum illa á Suður- og Vesturlandi það sem af er sumri. Á þessu svæði hafa nú um margra vikna skeið aðeins komið örfáir þurrkdagar og hafa þeir nýst illa þar sem aðeins hafa komið einn til tveir dagar saman og hefur fyrri dagurinn þá oft farið í að láta vatnið síga úr túnum og heyi vegna mikilla rigninga. Víða er gras sæmilega sprottið en grænfóður vex illa vegna kulda. Ekki er mikið hey flatt þar sem menn hafa farið varlega í að slá en nú er gras víða orðið fullsprottið og verður þá að slá það svo það tréni ekki. Hjalti Gestsson ráðunautur hjá Búnað- arsambandi Suðurlands áætlaði að fjórðungur heyskaparins á Suðurlandi, vestan Mýrdals- sands, væri búinn en í venjulegu árferði ættu þrír fjórðu hey- skaparins að vera búnir. Hann sagði að ástandið væri betra austan Mýrdalssands. Hjalti sagði að einstaka mað- ur væri alveg búinn mað hey- skapinn en það væru þeir sem væru búnir öflugum tækjum, svo sem góðri súgþurrkun með hit- uðu lofti, og nýttu hverja stund. En margir hefðu þó ekki náð þurri tuggu í hlöðu. En í heildina tekið væru flestir skammt á veg komnir. Lagast veðrið á Suður- og Vesturlandi við nýtt tungl á mánudag, 8. ágúst? Sumir bænd- ur á Suðurlandi vona það enda eru þeir orðnir langeygir eftir heyskaparveðri. Þetta kom fram í viðtölum sem Mbl. átti við bændur á Suðurlandi fyrir skömmu. Sæmundur Birgir Ágústsson á Bjólu í Djúpár- hreppi sagði um þetta: „Gamalt fólk segir að þegar nýtt tungl kviknar seinnihluta dags breyt- ist veðrið til batnaðar. Tunglin hafa staðið illa í sumar en eiga að standa betur í ágúst. Á mánu- daginn kemur nýtt tungl sem kviknar á milli klukkan 7 og 8 um kvöldið og ég er að vona að hann glaðni til með því tungli." Sjá einnig viðtöl á mið- opnu blaðsins í dag. HANN Emil Ágúatason í Grtff rið Flúðir í Hrunamannahreppi treystir á að nýja tunglið á mánudaginn beri með sér betri tíð með blóm í haga og var hann í óða önn að slá uppá þessa von á eldgamla Fergusoninum sínum er Guðjón Birgisson, Ijósmyndari Mbl., smellti þessari mynd af honum síðastliðinn miðvikudag. Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.