Morgunblaðið - 04.09.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.09.1983, Blaðsíða 1
Sunnudagur 4. september - Bls. 49-96 Allt í einu stödd í fílahjörð á leið til Chobe-fljóts Pétur Björnsson med hjilparhellunum f Chobe. Viðtal við Pétur Björnsson um æfíntýralega ferð til Botswana Botswana. Líklega vefst fyrir flestum að finna því stað, jafnvel þótt menn átti sig á því að það er Afrikuríki. Þetta land liggur í suðurodda álfunnar miðjum, nær hvergi að sjó og er umkringt Suður-Afríku að sunnan, Namibíu að vestan, gömlu Ródesíu eða Zimbabve að austan og Zambíu að norðan með Viktoríufossunum skammt frá landamærunum. íslendingar eru ekki á hverju ári á ferð á þessum fjarlægu slóðum, hvað þá í Botswana, sem Nicolas Luard kallar í nýjustu bók sinni síðustu villilend- urnar í Afríku. Það er því mikill fengur að fá til frásagnar Pétur Björnsson, framkvæmdastjóra Coca Cola, en hann og Sigríður Magnúsdottir kona hans eru nýkomin úr ferðalagi um Afríkulönd með Botswana sem kjörsvæði og lengstri viðdvöl þar. „Við hugðumst upphaflega ferð- ast eftir Afríku endilangri, frá Suður-Afríku og norður um Mið- og Austur-Afríku til Egyptalands eða frá Horni til Miðjarðarhafs með áherslu á Botswana, því þar er Afríka talin frumstæðust og þar er Kalahari-eyðimörkin, sem sögð er vagga lífsins," sagði Pétur í upphafi samtalsins um förina. „Og ekki síst að þar býr núna vin- ur okkar, Tom Martin, sem iengi var forstöðumaður Upplýsinga- þjónustu Bandaríkjanna hér og á hér marga vini. Hann og Marella kona hans sóttu okkur til Jóhann-| esarborgar og ferðuðust með okk- ur þar suður frá. En ferðin öll var alveg stórkostleg." En hvernig kemst maður til þessa fjarlæga lands? Þau Pétur og Sigríður flugu frá London með Boeing Jumbo-þotu frá South Afr- ican Airlines í einum áfanga til Jóhannesarborgar á 15 klst. „Flugvélin varð að sveigja í stórum boga út yfir Atiantshafið, því fáar þjóðir leyfa þessu flugfé- lagi að fljúga yfir sitt land. Þetta er lengsta flug sem við höfum far- ið, þótt við höfum víða ferðast," sagði Pétur er blaðamaðurinn sagði honum að við skyldum drifa okkur í frásögninni beint til þessa forvitniiega lands Botswana. Tom Martin kom frá höfuðborginni Gabaroni til Jóhannesarborgar til að sækja þau hjónin. „Þetta er sex klukkustunda akstur," hóf Pétur frásögnina. „Þarna er stórhættulegt að aka á nóttunni, því Gabaroni er nautakjötsforðabúr Afríku, og þarlendir reka nautgripina á veg- ina til að koma þeim í vatn. Á nóttunni eru því nautgripir á ferð í myrkrinu á öllum vegum. Þarna þykir enginn maður með mönnum geti hann ekki eignast nautgrip og þjóðfélagsstaða hans markast af því hve marga hann á. Breytingin er alveg gífurleg á þessari stuttu leið. Suður-Afríka er að sjá há- þróað vestrænt ríki, þar sem Jó- hannesarborg og Pretoría eru ný- tískulegar, fallegar og hreinar borgir og Durban hreinasta augnayndi þar sem hún stendur við sjóinn. Að fara ýfir landamær- in inn í Botswana er því eins og að koma úr þróuninni í okkar vest- ræna heimi inn i það frumstæð- asta sem maður sér í Afríku. En fjölbreytnin er geysileg í þessari heimsálfu. —í Botswana setur Kalahari- eyðimörkin mark á land og lifnað- arhætti. Þessi geysistóra eyði- mörk í suðurhluta Afríku nær yfir 4 þjóðlönd, tekur allt Botswana og teygir sig inn í Suður—Afríku, inn í Namibíu og inn í Mozambik, og Angola og Zambía fá einhverja anga af henni líka. Víðáttan er svo geysileg þegar komið er út í eyði- mörkina, að hver sjóndeildar- hringurinn tekur bara við af öðr- um eins og maður sé á opnu hafi. En Kalahari er að því leyti ólík hugmyndum okkar um eyðimörk, að þarna finnst þó gróður þótt þurr sé og með trjám á stangli. Þessi strjálu tfe breiða úr þurrum krónum sínum eins og regnhlífar og dýrin leita þar undir í skugg- ann. En eyðimörkin með sinn skrælnaða gróður hefur tekið mörg mannslíf, gleypt heila rann- sóknarleiðangra síðan hvítir menn fóru að koma þar. Núna eru þarna geysilegir þurrkar, þeir mestu í manna minnum. Þetta er annað þurrkaárið í röð. Eina vonin sem þetta fólk getur gert sér um að fá vatn, er að fari að rigna í norður- héruðunum, kringum stórfljótin Chobe og Zambesi á landamærun- um. Annars seytlar vatnið í gegn- um þessa miklu eyðimörk og safn- ast í litlar skálar, sem finnast á víð og dreif og sem dýrin ein virð- ast þekkja. Viiltu dýrin safnast því þar að. Ef maður er villtur, þá er eina ráðið að klifra upp í tré til að reyna að koma auga á hræ- gammana. Því þar sem þeir sveima yfir er líf og þar sem líf er, þar er vatn að finna. Raunar fer enginn út í eyðimörkina nema með bestu staðsetningartæki eða búskmann sér til leiðsagnar." Ein gata og strákofar „Höfuðborgin Gabaroni er í rauninni ein aðalgata með einu hóteli, einni stórmarkaðsverslun, nokkrum smáverzlunum, Bar- clays-banka, umboðsskrifstofu flugvallarins, sendiráðum og stjórnarskrifstofum. Allt í bygg- ingum á borð við okkar vestrænu Sjá einnig bls. 52 og 53.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.