Morgunblaðið - 04.09.1983, Síða 9

Morgunblaðið - 04.09.1983, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1983 57 Úr myndinni REDS, en þau atriði sem íttu að gerast í Pétursborg eða Moskvu voru öll tekin í Helsinki. Engar fleiri mynda- tökur í Helsinki Spurning: í hvaða borg geturðu fundið Kreml, Vetrarhöllina í Pét- ursborg, Gorky Park (og Gorkyborg) og hótel frá Riga? Svar: Helsinki. Gátan er skýrð með því að vísa til þess þegar vestrænir kvikmynda- framleiðendur fóru að nota Finn- land sem leiktjald fyrir atburði sem áttu að hafa gerst í Sovétríkjunum og Rússlandi fyrir byltinguna. Formúlan þótti fyrst borga sig þegar furuskógar Karelia í Finn- landi þjónuðu sem staðurinn sem Omar Sharif (doktor Zhivago) var sendur til í útlegð fyrir Holly- woodsakir. Síðan þá hafa framleiðendur mynda eins og The Billion Dollar Brain, The Kremlin Letter, Tele- fon, Reds og Gorky Park, litið á Helsinki sem draumastaðinn fyrir myndatöku á sovéskum borgum. Einn kollegi minn, sem hafði farið á Reds, sagði við mig um daginn, að það hefði munað hársbreidd að hann hefði séð dómkirkjuna f Helsinki í myndinni i atriði sem átti að gerast í Pétursborg á dög- um byltingarinnar. Flestir kvikmyndagerðarmenn- irnir reyndu, en án árangurs, að fá leyfi yfirvalda í Sovétríkjunum til að taka myndir sínar á þeim stöð- um, sem þær eiga að gerast á. Og nú fá vestrænir kvikmyndagerð- armenn ekki lengur að nota Finn- land í myndum sínum — eða a.m.k. ekki höfuðborg landsins — sem fulltrúa fyrir Rússland. Það reyndi fyrst á þetta bann þegar breskt kvikmyndafyrirtæki Titus, bað yfirvöld í Helsinki ura afnot af borginni til að taka þai upp nokkur átakaatriði myndar innar sem eiga að gerast í sovéskr: borg. Myndin átti að fjalla uir andófsmanninn Andrei Sakharov og yfirvöld sögðu nei takk. Hér fá- ið þið ekki að kvikmynda. Erkki Heikonen, talsmaðui stjórnvalda í þessum efnum, lét hafa eftir sér: „Þessar nýju reglui skulu gilda í framtíðinni og éf býst við að þær nái yfir sovésks kvikmyndaframleiðendur, sen vilja nota Helsinki fyrir vestræní borg.“ ai Norma Shearer látin Látin er í Hollywood Norma Shearer, ein af kvikmyndadrottning- um fjóröa áratugarins, 81 árs að aldri. Shearer kom 16 ára til Holly- wood frá Kanada með stjörnublik í bláum augum, fullkominn próffl og fallegan vöxt og bjarta framtíð. A sínum dögum, sem hófust f þöglu myndunum, varð hún næstríkasta „kvikmyndadrottningin" í heimi. Aðeins Mary Pickford var ríkari. Heilsu hennar hrakaði mjög hin síðari ár eftir að hún hafði fengið þrjú hjartaáföll, svo hún hafði næstum misst málið. Sæti hennar sem stjórstjörnu í Hollywood varð gulltryggt þegar hún hlaut óskars- verðlaunin fyrir aðalhlutverkið í The Divorcee, 1930. Ferill hennar var merkilegur og hefði jafnvel orðið enn meiri og merkilegri ef hún hefði ekki notið ráðlegginga misviturra manna. Henni var boðið — og hún neit- aði — hlutverk Scarlett O’Hara í Gone With the Wind, vegna þess að hún vildi ekki leika hlutverk „vondrar konu“. Stuttu seinna hafnaði hún aðalhlutverkinu í Mrs. Miniver, af því þar hefði hún þurft að leika móður með uppkom- inn son. Hún viðurkenndi það seinna, að þetta hefðu verið tvö mestu mis- tökin sem hún hefði gert á ævinni. Þær sem komu í stað hennar voru Vivian Leigh og Greer Garson og Garson tók brátt titilinn „First Lady“ Metro-Goldwyn-Mayer fyrirtækisins af Shearer. Faðir Normu hafði verið ríkur arkitekt i Montreal, sem missti allt sitt í fyrri heimsstyrjöldinni. Hún fluttist með móður sinni og Norma Shearer, kvikmyndadrottn- ing fjórða áratugarins. systur til New York, þar sem hún tók fljótlega upp á að leika í kvikmyndum, en þær voru heldur rislitlar. Ein af þeim, Canning of the Northwest, vakti athygli ungs kvikmyndaframleiðanda, Irving Thalbergs. Kvikmyndaiðnaðurinn var á þessum tíma í leit að ljós- hærðum stúlkum með fullkominn vöxt. Thalberg sendi henni skeyti um að koma til Hollywood. Hún hafði það að engu, en um síðir, þegar hann bauð henni 150 dollara á viku — tvisvar sinnum New York-kaupið hennar — tók hún næstu lest vestur. Thalberg átti eftir að verða undrabarnið í Hollywood, en hann hafði þó tíma til að verða ástfang- inn af ungu stjörnunni, kvæntist henni 1928 og leiðbeindi Shearer sinni giftusamlega í gegnum breytingarnar frá þöglu myndun- um í talmyndirnar. Ástarsamband þeirra var eitt aðalgaman slúður- dálka á þessum tíma. Það endaði þó á hörmulegan hátt þegar Thalberg dó 1936, skömmu eftir að hafa framleitt Romeo and Juliet, þar sem konan hans var stjarnan. Eignir Thalbergs, um fimm milljónir dollara, áður en maður- inn frá skattinum hafði tekið sitt, runnu allar til Shearer, sem varð hræðilega rík kona og hún gerði ekki aðra mynd næstu tvö árin. Þegar hún sneri aftur til starfa í myndum eins og Marie Antoinette, Idiots Delight og The Women, fögn- uðu kvikmyndaunnendur henni ákaflega. Síðasta myndin sem hún gerði var Her Cardboard Lover, 1942. Eftir hana lýsti hún því yfir, að hún ætlaði að draga sig í hlé og lifði hljóðlátu lífi með börnum sfnum, Irving og Katharine. Fjölskyldan eyddi einum vetri á skíðum í Sun Valley, Idaho, en skíðakennarinn þar reyndist verá dökkhærður ungur maður sem hét Martin Arrouge, og líktist töluvert Thalberg heitnum. Þau giftu sig innan nokkurra mánaða og hann skrifaði undir plögg þar sem hann hét því að sækjast aldrei eftir persónulegum eigum hennar. Hörðustu aðdáendur Shearer héldu því fram að hjónabandið myndi ekki vara nema í nokkra mánuði. Hún var 10 árum eldri en hann, en hrakspárnar rættust ekki. Hin seinni ár fluttust þau til Hollywood þar sem þau fóru ein- staka sinnum í bíó, en forðuðust ætíð að vekja á sér athygli. Samantekt ai TIL DAGLEGRA NOTA SÆKID UIHI í AFGREIÐSLU OKKAR SPARISJÓDUR VÉLSTJÓRA Viltu bæta hljómburöinn í tækinu .. .? Viö aðstoðum þig viö aö velja nákvæmlega réttu hljóödósina fyrir plötuspilarann þinn. Pickering hljóödósirnar eru meö „Dustmatic” bursta sem hindrar aö óhreinindi setjist á nálina. Burstinn dempar jafnframt bjögun. Pickering „Dustamatic” burstinn er einkaleyfisverndaöur. Yfir 20 mismunandi gerðir hljóödósa og nála. Sendum gegn póstkröfu. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. Bergstaðastræti 10 A Sími 16995 GRLRNT STATION Verð frá kr. 325.700 (Qengi 5J. <83) HEKLA HF Laugavegi 170-172 Sími 21240

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.