Morgunblaðið - 04.09.1983, Síða 8

Morgunblaðið - 04.09.1983, Síða 8
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1983 56 Ævintýri „Þetta er rómantísk saga. Raun- ar er myndin ævintýri eins og Öskubuska og maður vonar að stúlkunni vegni vel,“ segir Jenni- fer Beals. „Mér líkar vel við Alex. Hún er sjálfstseð og þegar hún vill eitthvað leggur hún hart að sér til að ná í það.“ Flashdance er kvikmynd sem sver sig í ættir við myndir eins og Saturday Night Fever og á jafnvel eins miklum vinsældum að fagna °f> myndin sem skaut Travolta upp á stjörnuhimininn. „Þau eru ör- u88lega einhver hin mest grípandi og skemmtilegustu sem maður heyrir," sagði stöndugur plötuút- gefandi þegar hann var spurður hvað honum fyndist um lögin í myndinni. Alex er hrífandi og indæl og full af fjöri og það fyrsta sem mann langar til að gera eftir að hafa farið á myndina, er að dansa. „Það er ég ánægð með. Ég hef líka heyrt að í nokkrum kvikmyndahúsum hafi fólk staðið upp og dansað á göngunum. „Það er virkilega „great“,“ segir Beals. Fyrsta hlutverkið Þetta er fyrsta hlutverk Jenni- fer. Hún hefur verið í skóla og unnið sem fyrirsæta til að fjár- magna nám sitt í Yale. Það er ekki ákveðið hvers konar hlutverk hún tekur að sér næst, en Jennifer seg- ist geta valið úr mörgum skemmtilegum. Hún var valin úr hópi 4000 stúlkna til að leika Alex. — „Ég bjóst ekki við miklu. Venjulega stenst maður ekki inntökupróf. En mér finnst stórkostlegt að koma inn í herbergi þar sem fólk stend- ur og bíður og gerir svo eins góða hluti og það mögulega getur. Þá gerir ekki mikið til þó ég fái ekki hlutverk. Ég fann að leikstjóranum líkaði vel við mig og að hann vildi mig gjarnan í hlutverkið, svo ég gerði mitt besta fyrir hann,“ segir Jennifer um inntökuprófið. „Ég komst að því að það er erf- itt að vera kvikmyndaleikari. Til dæmis er stór hluti starfsins fólg- inn í að bíða og bíða og það er álíka þreytandi og að versla í mat- vöruverslun. Það var líka erfitt að æfa fyrir nokkur dansatriðin í myndinni. Ég er ekki dansari. Ég dansa aldrei — að minnsta kosti mjög sjaldan og aðeins þegar ég er ein. Ég fer í leikfimi í staðinn.“ „Annars er þetta ekkert merki- legt,“ segir Jennifer, og vinsældir Flashdance hafa ekki haft mikil áhrif á líf hennar til þessa. Hún stundar fyrst og fremst nám sitt af kappi. Einu kostirnir við allt þetta tilstand eru þeir að nú er auðveldara fyrir mig að fá sæti á veitingastöðum og herbergi á hót- elum og það er jákvætt að núna get ég borgað mín skólagjöld og ég hef tækifæri til að hitta heilan helling af fólki. Neikvæðu hliðarn- ar eru fáar. Það eina sem mér finnst vera leiðinlegt er þegar fólk er að biðja mig um eiginhandar- áritun á hinum furðulegustu stöð- um eins og á læknabiðstofum. En það er ekki ráðist á mig á götum úti og í rauninni hef ég bara ve'rið heppin og mitt eigið líf er betra ævintýri en það sem er í Flash- dance." — ai. „Ég dansa aldrei“ — segir Jennifer Beals stjarnan úr Flashdance Flashdance fer eins og eldur í sinu um heiminn, ekki síst lögin úr myndinni. Jennifer Beals heitir stjama myndarinnar og mönnum ber saman um að hún sé hrífandi, að hún hitti beint í mark, að hún sé kyntákn okkar tíma. Hún leikur Al- ex Owens í Flashdance sem naut feikilegra vinsælda í Bandaríkjun- um og enn meiri vinsælda í London. Lög úr myndinni hafa selst í milljón- um eintaka um allan heim. Alex Owens er hugguleg stúlka sem vinnur í verksmiðju og dreymir um að komast að í ball- ettskóla. Hún notar hvert tæki- færi sem býðst til að dansa þó hún hafi aldrei hlotið nokkra kennslu í þeirri iðkan. Hún býst ekki við að standast inntökupróf í ballettskól- ann. Hún býr ein með hundinum sínum í yfirgefnu vöruhúsi og æfir sig í dansinum sem á kvöldin vek- ur mikla hrifningu á næturklúbbi í hverfinu og ungur yfirmaður Owens hrífst líka af dansinum og dansaranum. Þar með er myndin farin að rúlla. Úr heimi kvikmyndanna „Mín hugmynd um virkilega írægð“ Rödd hans er fræg um allan heim, ásjóna hans einnig, því hann hefur leikið í næstum óteljandi hryll- ingsmyndum og það er ekki að ósekju að hann skuli vera kallaður meistari ógnarinnar. Það er Vincent Price. „Ég hringdi eitt sinn langlínu- samtal í Egyptalandi og sá á síma- miðstöðinni sagði: „Ó, þú ert herra Prince“ um leið og hann heyrði röddina mína. „Fyrir mig er röddin í mér eins og í hverjum öðrum. Ég er ekki viss um að Bela Lugosi hafi hljómað eins og hver annar vegna hreimsins sem hann hafði og Boris Karloff gerði það ekki, því hann hafði þessar skrítnu varir. Kannski ég sé líka með einhver undarleg sérkenni sem ég veit ekki af.“ Það er þó þetta „sérkenni" sem komið hefur Vincent Prince í hóp frægustu hryllingsmyndaleikara hvíta tjaldsins. Hann fæddist í St. Louise í Missouri og útskrifaðist frá Yale með gráðu í listasögu og ensku og eftir að honum mistókst að komast inn í leikhús á Broad- way, fluttist hann til Englands og hóf nám við Courtauld-stofnunina og fékk mastergráður í listum frá Lundúnaháskóla 1935. Það var í London sem hann hóf feril sinn sem leikari, eftir örlítið hlutverk í leikritinu Chicago, hlaut hann aðalhlutverkið sem Prince Albert í Victoria Regina. Þá rullu fór hann seinna með á Broadway. „Margt fólk heldur að ég sé Englendingur," segir Prince „vegna þess að ég segir ekki „Caaant" og ég segi ekki „bin“ og það er að öllum líkindum vegna þess að ég byrjaði að leika í Eng- landi. Ég kem frá þeim hluta Bandaríkjanna þar sem ekki er að finna sterkan staðbundinn hreim. Þeir nota plöturnar mínar við — Af Vincent Price meistara hrollvekjunnar enskukennslu í háskólunum í Evr- ópu. Orðfæri mitt er mjög skýrt og ekki með óeðliega sterkum hreim." Meðfram löngum og virðulegum kvikmyndaferli, allt frá 1938, þeg- ar hann lék í Service de Luxe, hef- ur Vincent Price ætíð haft sér- stakt dálæti á útvarpi og öllu sem því viðkemur, enda hefur hann stanslaust unnið með þeim miðli frá því í miðjum fjórða áratugn- um. „Mér finnst útvarpið vera eitt besta þjálfunartæki sem völ er á fyrir leikara, því í rauninni verður þú að búa allt til, sviðið, farðinn og allt. Ég hef alltaf verið viðloð- andi útvarp og ég vinn við það við hvert tækifæri sem mér býðst. Mér finnst það frábært. í gamala daga var allt útvarps- efni í beinni útsendingu. Ég hef verið í 5.000 útvarpsþáttum. Ein- hver gaf mér handrit að þætti sem ég gerði með Jack Benny og Claud- ette Colbert, sem ég gerði aftur með Jack Benny og Barbara Stan- wyck og svo gerði ég hann aftur með Jack Benny og annarri mikilli stjörnu. Ef Benny þótti einhver þáttur skemmtilegur endurtók hann hann aftur og aftur og breytti bara hlutverkum örlítið. Utvarp hafði geysileg áhrif í gamla daga. Ég man þegar ég lék The Saint í útvarpinu í Bandaríkj- unum og Larry Dobkin lék Louis, leigubílstjóra frá New York. Eg fór til New York og settist inn f leigubíl og bílstjórinn snéri sér við og sagði við mig: „Hei, ég hélt allt- af að þú ferðaðist með Louis“. Það var lítill hópur leikara í Hollywood, sem voru einstaklega góðir útvarpsmenn. Kvikmynda- fyrirtækið 20th Century Fox hafði eigin útvarpsdagskra — það var fyrir daga sjónvarpsins og með þeim auglýstu þeir myndir sínar. Við leikararnir fengum aldrei krónu fyrir að koma framti út- varpinu þeirra. Ég man þegar við vorum að flytja leikritið The Letter í útvarp- inu með Bette Davis og Herbert Marshall og Cecil B. DeMille. Við æfðum í þrjá eða fjóra daga. Við fengum ekki einu sinni peninga fyrir æfingarnar. Þetta var á stríðstímanum og okkur var gefin sápa sem margir þáðu ekki. Svo gastu allt í einu séð Bette Davis rogast með 300 pund af sápu- stykkjum heim til sín. Það var gaman." Price er orðinn fullorðinn mað- ur og þegar hann er spurður að því hvers vegna leikarar halda áfram iðju sinni löngu eftir að menn í annari vinnu hafi hætt störfum, svarar hann að bragði: „Að hluta til er það hégómi og mikið af því er sjálsálitið. Ég hef gaman af því að vinna. Ég hugsa í rauninni aldrei um aldur. Það þykir mér frámunalega leiðinlegt. Ég átti langar samræður við Orson Welles um daginn og við vorum að hlæja a því hvað við höfðum gert til að komast af í starfi sem við báðir höfum gaman af að vinna. Hann hefur framið töfrabrögð. Ég hef gert marga slæma hluti til að halda mér gang- Meistari hrollvekjunnar, Vincent Price. andi því ef þú hverfur, hverfur þú.“ Það er enginn hætta á að Vinc- ent Price hverfi. Honum er sífellt boðið hlutverk í kvikmyndum, út- varpi eða sjónvarpi og í fimm ár hefur hann verið á ferðalagi með eins manns verk eftir Oscar Wilde og verið vel tekið. í lokin talar Price um tvær af mestu viðurkenningum sem hann hefur fengið í lífinu. „Disney-fyr- irt.ækið hefur nýlega lokið við að gera stutta mynd sem þeir hafa kallað Vincent, um hræðilegan lít- inn strákorm, sem vill leika mín hlutverk, svo hann dýfir fóstrunni sinni í vax. Þessi mynd hefur ný- lega hlotið verðlaun og það hefur fyllt mig svo mikilli gleði. Svo var það fyrir stuttu að einhver sendi mér krossgátu úr The New York Times, en lykilorð hennar var nafnið mitt. Það er mín hugmynd um virkilega frægð.“ þýtt og endursagt: — ai

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.