Morgunblaðið - 04.09.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.09.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1983 81 hann, að örnefni eru stytt í miða- heitum. Finn notar endrum og sinnum orðið „méd“ og „fiskeplass", en að- allega orðið „tilror", sem þð merkir ekki alltaf fiskimið, heldur einnig róðurinn út á miðið, eða að kippa á mið, ef bát hefur borið af því. En mér skilst að orðið „tilror" í merkingunni fiskislóð, sé ekki al- gengt nema á vissum stöðum í Norður-Noregi. Ef fjöll bera nöfn dýra með klær, t.d. refs, kattar, hunds, hrafns o.s.frv., verða þau að fá annað heiti á sjó, og þá m.a. i sam- bandi við mið. Sama gilti t.d. um orðið geit. Hún heitir „sag“ á sjó og „geiteskinn"): „sagskinn“. Ef orðið fjall var hluti örnefnis, kom í stað þess berg í miðaheiti. Kjerr- ingsfjellet): Kjerringsberget. — Stavafjellet): Stavaberget. — Þar eins og hér voru mið kennd við fiska: Ofsen eða Ofsan); ufsi — Hysegrynnen): Ýsugrunnið — Kveitehola): Lúðuhola — Long- klakken): Lönguklakkur — Sei- grunnen): Ufsagrunnið — Stein- bitsklakken — Silstö — Sílastöð. Mikið er um leynimið og þau þannig nefnd: Löynen — Löynda — Löyntinden. Hér tiðkuðust leynimið, en ekki er mér kunnugt um, að þau hafi borið heiti í sam- ræmi við það, nema ef vera skyldi miðið Dulin. Þar sem fjallað er um sker og grynningar eru greind mörg ör- nefni og birtar myndir til skýr- ingar. Þar gætir töíuvert náttúru- Örnefni tengd veiðum á landi og í vötnum og ám eru rakin, einnig þau, sem kennd eru við hval, sel og otur, en þeirra á meðal er Kval- öyra): Hvaleyri. — Látran); Látur og Erknan, sem er sama og sela- heitið orkn. Sérstakur kafli er um þekkt miðanöfn, annar um grynningar í sjónum, sá þriðji um sjávardjúpið og botninn. 1 máli Andveringa var orðið banki sáralítið notað í sömu veru og grynning eða grunn og eins var því farið meðal islenskra árabátasjómanna. Aftur á móti eru orðin „bode“): boði — „flu“): flúða, algeng í miðaheitum, en þó einkum „klakk“): klakkur — „rev"): rif og „sete“ og „sæten“): seta, sætur. Grunn er yfirleitt í miðheitum ósamsettra orða og eins er orðið klakkur, en hérlendis gætir þess mest, þar sem er hraun í botni, og þess vegna eru mörg mið við Vestmannaeyjar kennd við klakk, sem merkir drang í botni. Hér á landi er sátur og seta á sjó, þar sem verið er við veiðar — einnig sætur og Setufjall, sem miðað er í. Andveringar kenna staði í sjón- um við björk, skóg og runna vegna þaragróðurs í botni; Bjerka — Skogkanten — Busken. Hér við land er það óþekkt, en aftur á móti hafa islenskir sjómenn kennt mið við þara, og þess eru einnig dæmi við Andeyju. Ég þekki ekkert ára- bátamið hér við land kennt við botn, og hjá Andveringum eru þau sárafá. Finn nefnir: Skarsteinbotn Kvalkjeften: Hvalginið. nafna, sum augljós af myndum, t.d. Engelöya): Öngulseyja, — Kvalbaken): hvalur með bakið upp. — Kvalkjeften): hvalkjaftur, — Skrínet): skrínið og Kvelvet): eins og bátur á hvolfi (sjá mynd- ir). III í upphafi síðara bindis er greint frá mörkum Andeyjarsvæðisins, sóknum þess og íbúum. í löngum kafla er leitast við að svara hvað ráða megi af heiti bæjanna, þau skýrð og raktar breytingar á þeim. Sum bæjarnöfnin í Andeyju eru, eins og víða í Noregi, þau sömu og hér hafa tiðkast, og má þar nefna: Saura): Saurar. — Skjolda): Skjöldur, Helgafellssveit. — Dösja): Dysjar. — Toften): Tóftir. — Risöya): Hrísey. — Audna): Auðnir og Sellevoll): Selvellir. Þegar rakin eru örnefni býlanna í Bö og á Fiskinesi og sagt frá fiskveiðum þaðan, er m.a. getið nausta og að í rjáfri þeirra hafi stundum hangið líkkista, því að lítil forsjálni hafi þótt að eiga hana ekki vísa. Enda neituðu þar engir þrenns konar liðsinni, en það var að lána likkistu, aðstoða við að setja bát og flýtja ljósmóð- ur. — Samtímis og minnst er á naust er jafnframt getið „stö“, sem er sams konar lending og hér er nefnd stöð. (ýsuslóð) og Silbotn (sili). — Mið kennd við dýpi, damm, leir, sand og holu eru mörg hér við land og sama er í Noregi, og eru nokkur greind í „I havsauga". Auk þess sem nú hefur verið rakið um efni ritsins, má nefna kafla um mið kennd við menn og við árstíðir. Fjallað er um margs konar uppruna miða, sérstök haf- svæði, miðaheiti, sem hafa breytt um kyn og tölu. Rannsökuð eru heiti á eyjum, hólmum og skerjum og mörg önnur örnefni. Þótt ég sé lítt að mér í þeim efnum, dylst ekki, að margt skemmtilegt kemur í ljós og einkar forvitnilegt fyrir íslendinga. Með riti sínu „I havsauga" hefur Finn Myrvang bætt drjúgum við fremd sína í þjóðfræðum. Hlut- deild hans sem málvísindamanns í skýringum á örnefnum tengdum hafinu og heitum sjómanna á margvíslegum tilbrigðum veður- fars og sjólags er ekki einungis mikilsverð fyrir Norðmenn, held- ur alla þá sem annars staðar á Norðurlöndum eru að fást við svipaðar rannsóknir. Lofotboka gefur ritið út og er á alla vegu vandað til heimanbúnað- ar þess. Korta- og myndefni er mikið — margt litmynda, og þær sérstaklega eftirtektarverðar, er sýna skýjafar og sjólag, en höf- undur hefur tekið flestar mynd- irnar. Fréttir úr heimspressunni. SUNNY Berlinske Tidende Eyðir minna en CITROEN 2 CY og samt sneggri og hrað- skreiðari en BMW. Hinn þekkti bílamaður Finn Knudstup á Berlinske Tidende varð mjög hrifinn af NISSA SUNNY. Hann skrifaði: „Sunny getur við fyrsta sýn litið út fyrir að vera hefðbundinn bíll en hin húþróaða tækni og nú- kvæmni í framleiðslu kemur manni sannarlega ú óvart. Pú kemst lengra ú hverjum bensínlítra ú Sunny en ú Citroen 2 CV. Engu að síður er Nissan Sunny sneggri og hraðskreiðari en BMW 315. Og ekki er Sunny dýr. 1 stuttu múli þrjú atriði sem eiga eftir að gera Sunny að stórvinsælum bíl - bíl sem veitir manni meiri og meiri únægju við hvern kílómetra. “ Citroen 2 CV (Citroen braggi) kostar ca. kr. 250.000. Samkvæmt upplýsingum umboOsins er hann ekki fluttur inn. Hann er of dýr mibað við aðra bíla í sama verðflokki. BMW 315 kostar kr. 365.500. Hann er 2ja dyra. NISSAN SUNNY 1500 5 gíra 4ra dyra, framhjóladrifmn með allskyns aukabúnaði s.s. útvarpi, klukku, snúningshraðamæli, skott og bensínloki sem hægt er að opna úr ökumannssæti o.m.fl. kostar aðeins kr. 269.000. (Samanburftur 11/7 '83). Munið bílasýningar okkar um helgar kl. 2-5. Tökum allar gerðir eldri bifreiða upp í nýjar n NISSAIM LANG-LANG MEST FYRIR PENINGANA Tveggja ára ábyrgð eða 30*000 km INGVAR HELGASON SÝNINGARSALURINN/RAUÐAGERÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.