Morgunblaðið - 04.09.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.09.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1983 75 heimildarmenn, sem hafa sagt þeim fréttir í trúnaði, og nánast allir blaðamenn eru sammála um að standa verði við loforð um trúnað. En þótt skorizt geti í odda með blöðunum og dómstólunum vekur það meiri gremju margra gagn- rýnenda blaðanna, bæði blaða- manna sjálfra og annarra, að dag- lega birtast fréttir, þar sem frjáls- lega er farið með heimildir. Fréttamenn, sem skrifa fréttir byggðar á ummælum heimilda- manna sem þeir segja ekki lesend- um sínum hverjir eru, eru í raun- inni að biðja lesendur að treysta sér, að ganga út frá því að frétta- mennirnir (og ritstjórar þeirra) hafi vegið og metið heimildar- mennina, hvað þeir hafa til brunns að bera og hvort þeim megi treysta. Skoðanakannanir Góðir fréttamenn frá góðum dagblöðum gera ráð fyrir því að þeir hafi áunnið sér þetta traust. En samkvæmt nýlegum skoðana- könnunum ber almenningur al- mennt ekki mikið traust til blað- anna og margir ritstjórar telja að með því að draga úr notkun ótil- tekinna heimilda megi „endur- vekja þetta mikils metna traust", eins og Eugene Patterson, forseti og ritstjóri „Times and Independ- ent“ í St. Petersburg (Florida) kemst að orði. Bæði bandaríska ritstjórafélag- ið og Blaðaráðið, óháð samtök sem fylgjast með frammistöðu frétta- miðla, hafa nýlega fyllzt svo mikl- um ugg út af þeim vanda, sem hlýzt af of mikilli notkun heimilda sem ekki eru tilgreindar ná- kvæmlega, að þau hafa látið fara fram meiriháttar rannsóknir. Könnun ritstjórafélagsins stendur enn yfir. Könnun Blaðaráðsins er lokið og niðurstöðum hennar verð- ur dreift á næstunni. í formála skýrslunnar segir Blaðaráðið: „Nú á dögum, þegar algengt er að almenningur spyrji hve vel blöðin gegni hlutverki sínu, virðist oftast og ákafast spurt: Hvernig get ég vitað að þessi fréttafrásögn sé sönn, þegar ég veit ekki einu sinni hvaðan hún er komin? Vaxandi óánægju gætir vegna þess hve heimildir upplýsinga blaðamanna eru oft óljósar." Ýmsir lesendur velta því jafnvel fyrir sér hvort notkun ótil- greindra heimilda sé ekki aðeins brella blaðamanna, að höfundur- inn dulbúi sig sem „áreiðanlega heimild" eða „sérfróðan mann í öldungadeildinni", annað hvort til að lýsa yfir persónulegum skoðun- um sínum eða til þess að gera sér kleift að tengja saman skoðanir nokkurra heimildarmanna — eng- inn þessara heimildarmanna hafi sagt orðrétt það sem fréttamaður- inn vilji koma á framfæri til þess að leggja áherzlu á eitthvert at- riði. „Mesti subbuskapurinn, sem ég hef séð nýlega, er orðalag eins og þetta: Nokkrir menn í þingsölum telja," segir Tom Brokaw, frétta- þulur NBC. „Svona orðalag frétta- manna er mjög þægileg aðferð til að viðra alls konar hugmyndir, sem fréttamaðurinn gerir sér sjálfur." Brokaw er ekki einn um þessa skoðun. „Ýmsir fréttamenn virðast allt- af hafa réttu tilvitnunina á rétt- um stað,“ segir Jody Powell. „Lífið er bara ekki svona, í lífinu er aldr- ei neitt í röð og reglu. Fólk segir ekki alltaf nákvæmlega það sem þú vilt þegar þú vilt.“ Jafnvægi Gerum ráð fyrir að fréttamaður vitni í tvo eða fleiri ónafngreinda „embættismenn" í sama máli í samræmi við þá stefnu margra dagblaða að fréttamaður verði að hafa að minnsta kosti tvær heim- ildir í öllum umdeildum málum. „Ég er oft haldinn þeim illa grun að fréttamenn treysti að miklu leyti á aðeins eina heimild," segir Frank Greve, fréttamaður í Washington-skrifstofu Kaight- Ridder-blaðanna. Ef minnzt er á marga „embætt- ismenn“ telur Greve að það sé bragð, sem geri fréttamanninum kleift að fullnægja kröfu blaðs síns um tvær heimildir og vekja hrifningu ritstjóra sinna (og les- enda) á nákvæmni hans og sam- vizkusemi í fréttamennskunni. En flestir fréttamenn treysta á nafnlausa heimildarmenn, því að fréttamenn telja það einu leiðina til að ná í fréttir. Flestir fréttamenn segja, að slík bellibrögð séu ekki útbreidd. Ef mörg ummæli séu höfð eftir nafn- lausum heimildarmönnum stafi það af leti viðkomandi blaða- manns og blaðamennsku — nauð- syn og hefð fremur en óheiðar- leika. Stundum kemur fyrir að frétta- maður nafngreinir ekki heimild- armann sinn af því það er þægi- legasta leiðin. Hann getur komizt að þeirri niðurstöðu að hvers- dagsleg yfirlýsing frá varnarmálaráðuneytinu geti stað- ið sem slík án þess að nafngreina þurfi sérstaklega einhvern þriðja flokks skrifstofuembættismann og nefna langt starfsheiti hans. Þannig sparar hann þrjár línur af dýrmætu rúmi í blaðinu. Einnig getur verið að hann eigni sam- dóma álit í einhverju máli „nokkr- um embættismönnum stjórnar- innar“ í stað þess að nafngreina einn embættismann, sem ber kannski ekkert meiri ábyrgð á mótun þessa álits. Alræðisstjórnir Fréttamenn í Austur-Evrópu- löndunum og í öðrum alræðislönd- um komast oft að svipuðu sam- komulagi við heimildarmenn sína, og ástæðurnar liggja í augum uppi. Raunar er algengt að þess sé krafizt af bandarískum frétta- mönnum í flestum erlendum ríkj- um að þeir skrifi fréttir án þess að nafngreina heimildarmenn sína sérstaklega, sumpart vegna þess að óviðeigandi er samkvæmt hefð og siðvenjum diplómata að dipl- ómatar láti í ljósi álit sitt á mál- efnum þess lands, sem þeir starfa í, því að flestar þjóðir búa ekki við og skilja ekki hefð frjálsrar blaða- mennsku í Bandaríkjunum. En misnotkun ótilgreindra heimilda í bandarískum fjölmiðl- um kemur ekki mest fram í frétt- um um störf diplómata, Mafíunn- ar eða ráðamanna í Moskvu. Á hverjum degi eru fleiri ummæli höfð eftir nafnlausum heimildar- mönnum í Washington en nokkurs staðar annars staðar. í Washington gengur þetta stundum út f hlægilegar öfgar. Heimildarmaður í Washington segir kannski: „No comment” (neita að segja nokkuð) og biður svo um að jafnvel þessi orð verði ekki höfð eftir sér með nafni. Eða hann krefst þess að nafn sitt verði ekki birt ( blaðafrétt og gfðan fef hann í sjónvarpið og segir það sama brosandi öllum heiminum. Svo venjulegt er að farið sé fram á nafnleynd og að það sé samþykkt í Washington, að nokkr- ir fréttamenn, sem teknir voru tali í Washington við gerð þessarar greinar, báðu sjálfir um að nöfn- um þeirra yrði haldið leyndum, þótt þeir væru sammála því að hefta yrði nafnleynd heimildar- manna. Af ýmsum sökum treysta fréttamenn, sem skrifa fréttir frá Hvíta húsinu, utanríkisráðuneyt- inu, Pentagon og umfram allt leyniþjónustustofnunum, á heim- ildir, sem þeir nefna ekki á prenti eða á öldum ljósvakans. Þannig byggðist fréttafrásögn í „Newsweek", þar sem því var haldið fram að Bandaríkjamenn ættu i leynistríði í þvi skyni að kollvarpa vinstristjórninni í Nic- aragua, að verulegu leyti á leyni- þjónustuheimildum og í frásögn- inni var á 26 stöðum vitnað í ónafngreinda heimildarmenn og á aðeins þremur í nafngreinda, þar af tvo, sem vildu ekkert láta hafa eftir sér. Daginn eftir birti „The New York Times" frétt, þar sem emb- ættismenn Reagan-stjórnarinnar og starfsmenn þjóðaröryggisráðs- ins báru ásakanirnar til baka, þótt þeir viðurkenndu að Banda- ríkjamenn styddu „leynilegar hernaðaraðgerðir í smáum stíl“, sem „þjónuðu þeim tilgangi að áreita Nicaragua-stjórn". En þess- ir embættismenn voru heldur ekki nefndir með nafni. Nafnlaus veröld Mel Elfin, fyrrverandi yfirmað- ur i leyniþjónustu flughersins og núverandi yfirmaður skrifstofu „Newsweek" í Washington, segir, að í „fílabeinsturni talsmanna séu reglur nafnleysis sjálfsagðar siða- reglur“. En margir fréttamenn í Wash- ington, sem fylgjast með málum sem eru ekki næstum því eins við- kvæm, nafngreina yfirleitt ekki heldur heimildarmenn sína. „Það er furðulegt hve margar fréttir eru sendar frá Washington þar sem engin nöfn eru nefnd," segir Paul Janesch, ritstjóri „Lou- isville Courier-Journal and Tim- es“. „Blaðamennirnir í Washing- ton og rikisstjórnin hafa með sér „eins konar samstarf" í þessum leik,“ segir hann, „og það er al- menningur sem tapar." Janesch segir að hann hafi dval- izt í eitt ár í Washington og það hafi vakið „furðu sína hve eftir- gefanlegir blaðamenn voru þegar nafnleyndar var óskað“. Frétta- menn og embættismenn hafa búið til „flóknar reglur, eins konar menúett", um það hverjum eigna skuli birtar yfirlýsingar, segir sá, að mikilvægum upplýsingum er haldið leyndum fyrir almenn- ingi.“ Samkvæmt þeim „flóknu regl- um“, sem Janesch talar um, veita stjórnarstarfsmenn frétta- mönnum upplýsingar með þvf skilyrði að „ekki sé vitnað í þá“, eða að þær séu notaðar sem „baksviðsefni" (það táknar að ekki má nafngreina embættismanninn í fréttum þeirra), en aðrar upplýs- ingar eru veittar með því skilyrði, að þær séu notaðar sem „djúpt baksviðsefni" (það táknar að fréttamaðurinn getur ekki einu sinni vitnað í ónafngreindan emb- ættismann sem heimild fyrir fréttinni; hann verður að reyna að fá vitneskjuna staðfesta annars staðar, eða skrifa eitthvað í lík- ingu við: „Þær fréttir bárust, að“, eða segja aðeins að það sem hann hafi frétt sé staðreynd („Reagan forseti mun tilkynna ...“). Notkun nafnlausra heimilda hefur verið útbreidd í Washington og annars staðar eins lengi og blaðamenn og stjórnmálamenn hafa ræðzt við. En hún hefur auk- izt verulega á síðustu 20 árum, eða þar um bil og margir fréttamenn og ritstjórar, sem við var rætt, nefndu þrjú stig í þróun þessarar venju: • Kennedy-stjórnin. John F. Kennedy hafði gott samband við blöðin, sumpart vegna þess að helztu aðstoðarmenn hans voru snjallir að koma sér í kynni við (og nota) fréttamenn. Algengt var í tíð Kennedys að fréttum væri „lekið“ og þær síðan birtar þannig að vitnað var í nafnlausar heim- ildir og gagnrýnendur síðari ríkis- stjórna gleyma því stundum að það var í tið Kennedys en ekki Lyndon B. Johnsons eða Richard M. Nixons, sem „stýrðar" fréttir komust fyrst í tízku. • Víetnam. Johnson var jafnvel meira gefinn fyrir að halda mál- um leyndum og hégómlegri en aðrir forsetar og brást ókvæða við ef áætlanir hans voru gagnrýndar, eða fréttum um þær lekið til blað- anna. Þegar gagnrýni á stefnu hans í Víetnam færðist í aukana, varð hann ennþá viðkvæmari en áður. Fréttamenn, sem voru æstir í að ná i góðar fréttir, og embættis- menn, sem ákaft vildu koma minnihlutaskoðunum sinum á framfæri, komust fljótt að þvi að öruggagta leiðin til að fá vilja sín- um framgengt var að birta fréttir, þar sem gætt var nafnleyndar. • Watergate. Flestir blaðamenn eru sammála um að notkun nafn- lausra heimilda í Washington og annars staðar hafi magnazt gíf- urlega meðan á Watergate-málinu stóð og eftir þann tíma. „Deep Throat" (þ.e. ónafngreindur heim- ildarmaður eða heimildarmenn fréttamanna „Washington Post“) var sú ónafngreinda heimild, sem lj^rpi a^Afaði af,.Sn pÁnapt allir góðir fréttamenn sem fengust eitthvað við að skrifa um Wat- ergate-málið, höfðu að minnsta kosti einn eða tvo slíka heimild- armenn einhvers staðar, þótt þeir hefðu ekki frá eins mörgu að segja. Ferill margra stjórnmálamanna var í hættu þá. Talað var um ákæru og faltgelsanir. Ríkisstjórn var steypt af stóli. Ef allir frétta- menn hefðu haft það fyrir reglu að geta aílra heimildarmanna með nafni hefðu margar mikilvægar Watergate-fréttir aldrei verið skrifaðar. En í hinni æðislegu keppni um að ná í fréttir með uppljóstrunum um Watergate fór margt úrskeiðis og margar hefðbundnar reglur um tilvitnanir í heimildir voru gróf- lega brotnar. Oft var talið betra að koma á prent frétt samkvæmt nafnlausri heimild en að verða annar með frétt, sem var höfð eft- ir nafngreindum heimildarmanni. Heil kynslóð ungra, metnað- argjarnra „rannsóknarblaða- manna" lét Watergate-málið til sín taka og margir þeirra héldu að þeir gætu unnið sig í álit hjá rit- stjórum sínum (og lesendum) með því að sýna hvað þeir hefðu góð sambönd og það reyndu þeir að gera með því að vitna í „áreiðan- legar heimildir" og „borgar- starfsmenn", jafnvei þótt þessir heimildarmenn og embættismenn hefðu ekkert á móti þvf að vitnað væri í þá með nafni. Fréttamönnum hættir til að kenna kerfinu, aðallega ríkis- stjórninni, um það að sífellt er vitnað í nafnlausa heimildarmenn, en margir fréttamenn eru sam- mála um að fyrirbærið sé líka þeim sjálfum að kenna. Oft er auðveldara og fljótlegra að fá frétt frá einum manni, sem þarf ekki að standa að henni opinberlega, en að leita fyrir sér á refilstigum skrifstofubáknsins að fróðum heimildarmönnum, sem hægt er að fá til að samþykkja að vitnað sé í með nafni. Því nota sumir fréttamenn auðveldustu leiðina. Dennis Britton, ritstjóri „Los Angeles Times“, kallar notkun nafnlausra heimilda „verkfæri let- ingjans“. En leti, barnaskapur og leit að frægð og frama eru ekki einu ástæðurnar fyrir því að fréttamenn treysta stundum á nafnlausar heimildir. Samkeppni og sjónvarpið eru einnig mikilvægir þættir í nafn- leyndarmálinu. 10.000 fréttamenn Nú starfa 4.355 fréttamenn við þingfréttir eingöngu og „tala þeirra hefur um það bil tvöfaldazt á undanförnum 20 árum“, að sögn „National Journal". Blaðið telur að í Washington starfi alls 10.000 „fullgildir blaðamenn og fréttarit- arar“, sem starfa fyrir dagblöð, sjónvarpsstöðvar, útvarpsstöðvar og fréttabréf. Þegar samkeppnin er svona mikil er fast lagt að fréttamönn- unum að verða fyrstir með frétt- irnar, jafnvel þótt þeir hafi aðeins eina frétt og stundum ranga. Upplýsingar, sem hafðar eru eftir ónafngreindum heimildar- mönnum, er oft hægt að fá stað- festar hjá öðrum heimildar- mönnum, sem eru fúsir að sam- þykkja að þeir séu nafngreindir, ef fréttamaðurinn hefur tíma til að leita þessa heimildarmenn uppi og koma sér í kynni við þá. En keppn- in um að verða fyrstur veldur þvi að fréttamennirnir hafa sjaldan tima til að standa i svo mikilli undirbúningsvinnu og þeir flýta sér að birta fréttina, eða fá hana lesna upp í útvarpi og sjónvarpi, þótt aðeins sé vitnað í nafnlausa heimildarmenn. Þetta eru tveir ólíkir heimar, sem lifa í nánu sambandi. Frétta- menn og heimildarmenn þeirra notfæra sér hverjir aðra í eigin tilgangi og það sem fyrir þeim vakir rekst oft á. En eins og Hodd- ing Carter III, fyrrverandi tals- maður bandaríska utanríkisráðu- neytisins, segir: „Þegar heimildar- mönnum upplýsinga er leyft að ákveða reglurnar, er það sá sem fær upplýsingarnar sem er notað- Ur.u„uHJC tuu ZPA kAHJÁá*. a^|b>Llo Gamli og nýi tfminn i fréttastofu dagblaðs í Bandarfkjunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.