Morgunblaðið - 04.09.1983, Blaðsíða 26
74
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1983
„Samkvæmt góðum
heimildum“
Blaðamenn, dagblöð og heimildir þeirra
í Bandaríkjunum
Dag nokkurn í nóvember í fyrra
birtust þrjár forsíðufréttir í „New
York Times" með ummælum, sem
voru ýmist höfð eftir „vestrænum
sendiherra", „vestrænum diplóm-
at“, „bandarískum embætt-
ismanni", „kunnum blaðamanni á
staðnum", „lögregluheimildum",
„starfsmanni utanríkisráðuneytis-
ins“, „stjórnarstarfsmanni",
„háttsettum embættismanni
stjórnarinnar", „öðrum embætt-
ismanni stjórnarinnar" eða
„stjórnarstarfsmönnum".
I sömu viku birti „Los Angeles
Times" á þriðja tug frétta með
upplýsingum og athugasemdum,
sem ýmist voru hafðar eftir „dipl-
ómati nokkrum", „mörgum and-
stæðingum", „embættismönnum í
Pentagon", „embættismanni
nokkrum", „háttsettum embætt-
ismanni", „embættismönnum
stjórnarinnar", „einni heimild í
Hvíta húsinu", „einni heimild i
verkalýðshreyfingunni", „heimild-
um“, „annarri heimild", „einni
heimild", „ýmsum heimildum" eða
„áreiðanlegum heimildum".
Ennfremur birti „The Wash-
ington Post“ níu fréttir, þar sem
ummæli eru ýmist höfð' eftir
„bandarískum embættismönnum",
„vestrænum diplómötum", „hálf-
opinberum heimildum", „banda-
rískum embættismanni", „fróðum
embættismönnum", „starfsmanni
utanríkisráðuneytisins", „hátt-
settum starfsmönnum utanríkis-
ráðuneytisins" eða „opinberum
heimildum".
Þessi dæmi, sem eru valin af
handahófi, eru síður en svo
óvenjuleg. Á hverjum degi birta
dagblöð um þver og endilöng
Bandaríkin samkvæmt fastri
venju fréttir, þar sem vitnað er í
ónafngreinda heimildarmenn.
Raunar hefur „The New York
Times“ gætt sín betur á að nota
ótilgreindar heimildir og beitt
meira aðhaldi en nokkurt annað
blað.
Veita hugmyndir
Þegar blaðið notar ótilgreindar
heimildir eins og í dæmunum að
framan, krefjast ritstjórar þess af
nokkru meiri festu en flestir aðrir
ritstjórar, að notuð séu lýsingar-
orð eins og „vestrænir embætt-
isrnenn" og „háttsettir embætt-
ismenn stjórnarinnar" til þess að
gefa lesendum nokkra hugmynd,
hversu óljós sem hún kann að
vera, um sennilega afstöðu og
hugsanlega hleypidóma eða til-
hneigingar hlutaðeigandi heimild-
armanna.
En meira að segja „The New
York Times" er ekki alltaf eins
kröfuhart og ritstjórar blaðsins
vildu að það væri. „Starfsmaður
utanríkisráðuneytisins" segir ekki
mikið og þegar önnur blöð, sem
ekki eru eins kröfuhörð, vitna í
„heimildir" og „áreiðanlegar
heimildir", gefa þau Iesendum alls
enga hugmynd um það hve trú-
verðug ummælin eru, eða hverra
hagsmuna heimildarmaðurinn
hefur að gæta.
Lesendum er heldur ekki bent á
ástæðurnar fyrir því að heimild-
armaðurinn talar við blöðin án
þess að láta nafns síns getið.
Hvaða „menntamaður" var það,
sem haft var eftir f frétt 7. nóv. í
„Chicago Tribune“ um stjórnar—■
flokkinn í Mexíkó: „Þeir vilja ...
kaupa stjórnarandstöðuna. Og ef
það gengur ekki, reyna þeir að
ögra þér.“ Og hvaða „bandarfski
embættismaður" var það sem haft
var eftir í skeyti Associated Press
2. nóv. að loknum fundi með þing-
leiðtogum, að „allir virtust styðja“
ákvörðun Ronald Reagans forseta
um að leyfa bandarískum land-
gönguliðum að halda uppi tak-
mörkuðu götueftirliti f Vestur-
Beirút?
Vissu „embættismaðurinn" og
„menntamaðurinn" í raun og veru
hvað þeir voru að tala um? Höfðu
þeir persónulegar eða pólitískar
ástæður til að vilja koma skoðun-
um sínum á framfæri? Ef heimild-
irnar voru áreiðanlegar, hvernig
áttu lesendurnir að vita það?
Þetta er vandræðaástand, sem
mætir augum lesenda á hverjum
degi.
Undantekningar eru auðvitað til
þegar fréttamenn veita ítarlegar
upplýsingar, án þess að nefna
heimildarmanninn, geta um stöðu
hans, líklega afstöðu og aðgang
hans að umræddum upplýsingum.
En fréttamenn, ritstjórar og fólk í
fréttunum, sem „Los Angeles Tim-
es“ hefur rætt við, voru næstum
því á einu máli um að í of mörgum
fréttum væru of litlar upplýsingar
um of margar ótilgreindar heim-
ildir. Og þótt ástandið hafi lagazt
nokkuð á ýmsum sviðum, er vand-
inn yfirleitt að aukast, ekki að
draga úr honum.
Nafnleynd
Afleiðingin: „Heimildar-
mönnum“, sem skýla sér á bak við
nafnleynd, er leyft að nota blöðin í
persónulegum og pólitfskum til-
gangi, til dæmis til að skara eld að
sinni köku, bæta framahorfur sín-
ar, ráðast á keppinauta og villa
um fyrir almenningi.
„Mér er ekki eins illa við nokk-
urt orð og heimildir," segir Willi-
am F. Thomas, ritstjóri „Los Ang-
eles Times“. „Ég hata þetta orð.
Þannig á ekki að skrifa frétt."
Hvers vegna ekki að banna birt-
ingu allra ummæla, sem eru höfð
eftir ónafngreindum heimildar-
mönnum? Hvers vegna ekki að
gera þá kröfu að allir þeir sem
vilja tala við almenning fyrir
milligöngu blaðanna verði að vera
reiðubúnir að standa opinberlega
við það sem hann eða hún segir?
Einföld regla: Ekkert nafn, engin
frétt.
Málið er ekki svona einfalt.
Það væri óraunhæft og ábyrgð-
arlaust að gera þetta, segir Thom-
as, og annar hver blaðamaður sem
við var rætt við samantekt þessar-
ar greinar var sammála. Sömu
sögu er að segja um nokkra
stjórnartalsmenn, núverandi og
fyrrverandi.
„Það er engin leið að komast hjá
þvf,“ segir Jody Powell, sem var
blaðafulltrúi Jimmy Carters for-
seta og er nú dálkahöfundur.
„Maður næði ekki miklum árangri
ef nefna yrði með nafni heimild-
armenn allra ummæla."
Hvers vegna ekki? Af þvf að
valdamiklir menn, jafnt í ríkis-
stjórn sem einkafyrirtækjum,
vilja ekki lesa fréttir með gagn-
rýni á stefnu sína, starf, áætlanir
og persónuleika. Ef allir, sem
segja blaðamanni frá göllum áætl-
unar á vegum varnarmálaráðu-
neytisins eða valdabaráttu í Hvfta
húsinu, yrðu nefndir á prenti (eða
á öldum ljósvakans) mundi vissan
um tafarlausa hefnd yfirmanna
(vandræði, útilokun, stöðulækkun,
uppsögn) áreiðanlega fá alla nema
þá allra djörfustu (eða fífldjörf-
ustu) ofan af því að tala við blöðin
um umdeild mál.
Það mundi þýða að blöðin
mundu birta minna af vangavelt-
um og ekki eins mikið af kitlandi
slúðurfréttum um rifrildi innan
ríkisstjórna og fyrirtækja og í
mörgum tilfellum væri það öllum
til góðs. En það táknaði líka að
blöðin og almenningur fengju
minni upplýsingar um möndl, ill-
virki, spillingu, getuleysi, hræsni
og ótal önnur dæmi um óviður-
kvæmilegt (og stundum ólöglegt)
atferli, sem krefja verður þá, sem
með völdin fara, skýringa á í lýð-
ræðisríki.
„Grundvallarhlutverk“
„Alger hreintrúarstefna, að lýsa
því yfir að við munum aldrei leyfa
nokkrum að segja nokkuð án þess
að nafn hans sé birt um leið,
mundi takmarka upplýsinga-
streymi svo mjög, að við mundum
bregðast því grundvallarhlutverki
okkar að veita fólki upplýsingar,"
segir Gene Roberts, framkvæmda-
ritstjóri „Philadelphia Inquirer".
„í Víetnam þekkti ég fjöldann
allan af mönnum á hinum og þess-
um stöðum sem voru ósammála
stríðsrekstrinum," sagði Roberts,
„en þar sem herinn er eins og
hann er, fór ég ekki að birta frétt
þar sem sagði: John Jones ofursti,
einkennisnúmer þetta og þetta,
sagði í dag að Westmoreland
hershöfðingi vissi ekki hvern
fjandann hann væri að gera.
Eitt mikilvægasta hlutverk
blaðanna er að vera farvegur um-
ræðna um stefnu ríkisstjórnarinn-
ar,“ segir Roberts „og við gætum
ekki rækt þetta hlutverk okkar, ef
við neituðum að birta tilvitnanir f
menn, sem halda nöfnum sínum
leyndum."
Samt voru Roberts og allir aðrir
sem við var rætt við samantekt
þessarar greinar sammála um að
fjölmiðlar treystu of mikið á
leynilegar heimildir nú orðið.
Raunar má segja, að í nútíma
blaðamennsku sé ekkert misnotað
eins rnikið og slíkar heimildir —
ritstjórum, mönnum, sem koma
við sögu í fréttunum, og lesendum
til síaukinnar skapraunar.
Verndun heimilda gegn máls-
höfðun er ekki til umræðu hér.
Fréttamenn hafa farið I fangelsi
til þess að þurfa ekki að gefa upp
Meðfylgjandi grein er eftir David Shaw, blaðamann
bandaríska stórblaðsins Los Angeles Times, sem tók sér
fyrir hendur að kanna hvernig blaðamenn afla sér heim-
iída og fara með heimildir sínar
•9°
íkS'Angelesðltmeö
^Van.
J » w KAIQV»
aSns --5-ss.nssa
iht
-jKSAOTK ■
tH) c í£í)ícaö[0
t>>> > ' v«
lshington
\ COMMANDER PEARY ALSO REACHI
Co)l
•■»*.' 4a‘ltng
'""Ofri
tktl . * *le Pn.
es*
EXPLORO Wli.1 WIRE EXaUSIVI Í70*
Pztry Rf>>i Uratnaiti: Zteca
I ______ Jíy* 'i '/.
<.
’V/. '^v. .' ^
<77. •>....
'SfCL ? i
«** QTnBunp;
POLE: DID V'®
°te
&
sfi
»'
S hn
Ulm 1 -