Morgunblaðið - 04.09.1983, Blaðsíða 24
72
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1983
KÓREU STRÍÐIÐ
Blóðugur ferill hins takmarkaða stríðs
eftir Sir Anthony Farrar-Hockley
Um þessar mundir eru 30 ár liðin frá því að hinni blóðugu Kóreu-
styrjöld lauk. Sá baráttuvilji, fórnfýsi og eindrægni, sem mörg ríki
hins frjálsa heims sýndu með beinni þátttöku sinni í vörnum Suð-
ur-Kóreu gegn innrás kommúnista, markaði tímamót í andstöðu
lýðfrjálsra ríkja gegn kaldrifjaðri sókn einræðisherra kommúnista-
blokkarinnar til frekari heimsyfirráða. Um langan tíma eftir ófar-
irnar í Kóreu dró mjög úr kjarki hinnar árásarhneigðu rauðu forystu
til að hætta sér út í aðra áþekka stríðsglæfra.
Það var stórpólitískur sigur
fyrir Stalín, þegar Norður-Kóreu-
menn hófu öllum á óvart árásir
sínar á Suður-Kóreu sunnudaginn
25. júní 1950. Enda þótt ýmsir
leyniþjónustuaðilar reyndu síðar
að halda því fram, að þeir hefðu
sagt fyrir um þennan viðburð,
voru það þó eingöngu hinar þrjár
beinlínis viðkomandi þjóðir, sem
höfðu fulla vitneskju um skipu-
lagðar leynilegar sendingar Sov-
étríkjanna á vopnum, flugvélum,
farartækjum, skotfærum og alls
konar tækjabúnaði til Norður-
Kóreu til að auka hernaðarmátt
þess hluta landins, og vissu um
liðsflutninga hers Norður-Kóreu
til ýmissa hernaðarlega mikil-
vægra bækistöðva í landinu.
Þriðja þjóðin, sem var í vitorði,
voru vitanlega Kínverjar, en land
þeirra hafði verið undir stjórn
kommúnista frá því í október
1949. Peking hafði gert vináttu-
samning vð Sovétríkin í febrúar
1950, þar sem kveðið var á um
bandalag þessara þjóða og gagn-
kvæma aðstoð, en járnbrautanetið
í norðaustur-Kína skipti höfuð-
máli fyrir hergagnaflutningana
frá Sovétríkjunum til Norður-
Kóreu.
Stalín áleit Suður-
Kóreu auðvelda bráð
Það er líklegt, að Stalín hafi
fallizt á þá uppástungu Kim II-
sungs, leiðtoga Norður-Kóreu, að
beita hervaldi til að ná Suður-
Kóreu á sitt vald, af þvi að pólitísk
ævintýramennska Rússa utan
þeirra landsvæða í Evrópu, sem
þeir höfðu hernumið, hafði alls
staðar mætt hörðustu mótspyrnu
og beðið aigjört skipbrot: í Berlín,
í Austurríki, Grikklandi — og
jafnvel í Júgóslavíu.
Kórea var alveg einstaklega vel
til þess fallin að verða innlimuð í
Sovétblokkina. Horfurnar á skjót-
um og góðum árangri virtust afar
góðar, en sú áhætta, sem fælist í
hernaðaraðgerðunum fyrir Rússa,
virtist naumast umtalsverð. Þessu
landsvæði, sem Japanir höfðu áð-
ur kastað eign sinni á, hafði til
bráðabirgða verið skipt í tvö her-
námssvæði við 38. breiddargráðu
árið 1945: Rússar fyrir norðan
markalínuna, Bandarikjamenn
fyrir sunnan. Þessi tvö stórveldi
höfðu komizt að samkomulagi um
að hefja viðræður um sameiningu
alls landsins. Eftir að Rússar
höfðu skapað hinar réttu kring-
umstæður í Norður-Kóreu til þess
að Kil Il-sung næði algjöru og
óskoruðu pólitísku og hernaðar-
legu valdi í landinu, tjáði Stalín
sig reiðubúinn til að verða á brott
með hernámslið sitt, enda gerði
hann ráð fyrir því, að þetta yrði til
þess að knýja Bandaríkjamenn til
að gera slíkt hið sama.
Hugmyndin var sú, að eftir að
Bandaríkjamenn væru á bak og
burt með liðsafla sinn, myndí hinn
sterki minnihlutaflokkur komm-
únista í Suður-Kóreu taka hönd-
um saman við velskipulagðan
hernaðarmátt norðanmanna til
þess að ná völdum í sameinaðri
Kóreu. Einmitt í þessu augnamiði
var þess af hálfu Sovétmanna
rækilega gætt að koma í veg fyrir
allar tilraunir Bandaríkjamanna
við að koma á fót efnahagslegri og
svo síðar, með aðstoð sérstakra
eftirlitssveita Sameinuðu þjóð-
anna, pólitískri sameiningu lands-
ins við óþvingaðar aðstæður.
Sameinuðu þjóðirnar féllust,
með allmiklum semingi en þó með
nokkrum meirihluta atkvæða, á að
haldnar yrðu almennar kosningar
í suðurhluta landsins eingöngu.
Þótt þær reyndust harðvítugar og
stormasamar í sérhverju tilliti svo
að segja, þá leiddu þær samt í ljós
vilja almennings í landinu. Hið
nýja ríki í suðurhluta landsins,
Lýðveldið Kórea, hlaut opinbera
viðurkenningu 46 ríkja, sem sæti
áttu á Allsherjarþingi Sameinuðu
þjóðanna, en átta ríki greiddu at-
kvæði gegn slíkri viðurkenningu.
Stjórnin í norðurhluta landsins
hélt stjórnartaumunum í járn-
greipum einræðisins, hafði
strangt eftirlit með flokkum, lög-
reglu landsins og herafla og naut
fulls stuðnings Sovétríkjanna.
Ríkisstjórnin í suðurhluta
landsins undir forystu Syngman
Rhees var hins vegar fremur völt í
sessi vegna mikilla pólitískra
flokkadrátta í landinu, eins og svo
oft vill verða, þegar tilraunir eru
gerðar til að koma á lýðræðislegu
stjórnarfari í landi, sem enga
reynslu hefur af slíku stjórnar-
fari.
í opna skjöldu
Þegar síðustu sveitir banda-
ríska hernámsliðsins í Suður-
Kóreu hurfu úr landi í júnímánuði
1949, varð hópur hernaðarráð-
gjafa, um það bil 500 Bandaríkja-
menn, eftir i landinu til að koma á
fót innlendum herafla með rétt
rúmlega 100.000 manns í öllum
greinum hernaðar: Átta fótgöngu-
liðs-herfylki, strandgæzlulið með
um það bil 6000 manns og tvö þús-
und manna flugher, sem hafði að-
eins að hluta yfir nokkrum flug-
vélum að ráða, sem ætlaðar voru
öllum deildum hersins; flugherinn
hafði 10 reynda þjálfara í sinni
þjónustu.
í norðurhluta Kóreu voru skild-
ir eftir 3000 Rússar til að þjálfa
heraflann í þeim hluta landsins,
en í júnímánuði 1950 var norður-
kóreanski heraflinn orðinn sjö
sterk herfylki, ein hersveit, búin
brynvörðum skriðdrekum, þrjú
herfylki varaliða, flugher, búinn
10 könnunarflugvélum, 40 orr-
ustuflugvélum og 70 sprengju-
flugvélum og svo sjóher, sem ann-
aðist strandvarnir.
Við fyrstu árás norðanmanna
hinn 25. júní 1950 var herafli
Suður-Kóreu dreifður og með öllu
óviðbúinn og hörfaði óskipulega
undan, þegar norðanherinn hóf
sókn suður á bóginn, gegnum
Seoul og Suwon og allt að borginni
Taejon, sem þeir einnig náðu
fljótlega á sitt vald. Það gerði ör-
yggisráði Sameinuðu þjóðanna að
ýmsu leyti auðveldara fyrir við
ákvörðun þess, að gripið skyldi f
taumana, að rússneski fulltrúinn
hafði áður tilkynnt, að hann yrði
fjarverandi við umfjöllum ráðsins
um innrás norðanmanna í Suður-
Kóreu.
Tekið var að flytja sveitir úr
landher og flugher yfir til Kóreu
frá bandaríska hernámsliðinu í
Japan til aðstoðar ROK-liðinu,
eins og herafli Suður-Kóreu var
kallaður. Styrkur þeirra sveita úr
bandaríska landhernum, sem
fyrstar voru sendar á vettvang,
reyndist hins vegar of lítill og liðið
ekki undir bardaga búið. Enda
þótt liðsstyrkurinn ykist að fjölda,
þar til heil þrjú bandarísk her-
fylki höfðu komið til liðs við
ROK-herinn hinn 4. ágúst, tókst
samt ekki að halda víglínu, sem
var 125 sinnum 75 mílur til norð-
urs og vesturs frá hinni mikilvægu
hafnarborg Rusan syðst í Suður-
Kóreu, sem skyldi varin.
Sextán þjóðir höfðu um þetta
leyti fallist á að senda liðsafla til
vígstöðvanna í Kóreu. Bretland
hafði þá lofað að senda öfluga
sveit á vettvang í októbermánuði,
en þar sem stjórnin í Washington
lagði allt kapp á, að einhver brezk-
ur liðsafli bærist fyrr, vegna hins
mikla álags á það lið, sem til varn-
ar var, sendu Bretar tvær létt-
vopnaðar hersveitir frá Hong
Kong til vígstöðvanna í Suður-
Kóreu. Svo að segja um leið og
brezku hermennirnir voru komnir
á vettvant, lentu þeir í bardögun-
um við varnarlínuna meðfram
ánni Naktong. í allmörg skipti leit
út fyrir, að Norður-Kóreumenn
myndu brjóta á bak aftur þessa
varnarlínu, sem þegar hafði dreg-
izt saman í 75 og 65 mílur í hvora
átt frá Pusan, en styrkur hinna
stríðandi norðanmanna lá í því, að
þeir áttu jafnan frumkvæðið að
bardögunum og eins voru þeir
hraustir bardagamenn, vel þjálf-
aðir í hernaði.
MacArthur hershöfðingi, æðsti
yfirboðari alls herafla Sameinuðu
þjóðanna í Kóreustríðinu, sá sig
tilneyddan að senda hluta af vara-
liði sínu, Fyrsta herfylki úr
bandaríska sjóhernum, til styrkt-
ar varnarlínunni við ána Naktong.
Sjóherinn berst
af hörku
í ágúst- og septembermánuði
hafði MacArthur með leynd verið
að draga saman lið, sem átti að
ganga á land við Inchon, nálægt
miðbiki vesturstrandar Kóreu, en
þetta er hafnarborg höfuðstaðar-
ins Seoul. Staðurinn var sem sagt
—
S
| i
Kortið sýnir hvernig átökin bárust landshornanna á milli fyrstu sex mánuði
stríðsins.
Höfundur þessarar greinar, Sir Anthony Farrar-
Hockley hershöfðingi, lét af störfum á þessu ári eftir
nærri 44 ár í þjónustu brezka hersins. Hann tók þátt
í Kóreustríðinu sem aðstoðarherforingi 1. Bn Glou-
cestershire-herfylkisins. Hann annast opinbera
sagnaritun varðandi framlag Breta og þátttöku
þeirra í Kóreustríðinu og fæst núna við að rita verk í
einu bindi um þetta efni, en bók mun svo koma út hjá
HMSO. Eftir Farrar-Hockley liggja margar bækur og
ein sú þekktasta er bók hans um orrustuna við
Somme í fyrri heimsstyrjöldinni.