Morgunblaðið - 04.09.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.09.1983, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1983 Varmo- snjóbræðslurörin Varmo-snjóbræðslurörin fást hjá okkur. Komiö í veg fyrir hálkuslysin meö því aö nýta affallsvatniö. Varmo-snjóbræðslurörin eru íslensk úrvalsframleiösla. VATNSVIRKINN/if ÁRMÚLI 21 • REYKJAVlK • » 86455 Sjötugur: Gísli Pálmason Já, þvílíkir tímar! Strákurinn Gísli sjötugur og Elli kerling gýt- ur til hans augunum, skömmustu- leg á svipinn yfir því að hafa ekki einu sinni komið á hann bragði, þaðan af síður að henni hafi auðn- azt að sjá hann drepa niður hné. Þannig er Gísli. Margur sá, sem enn er ekki kominn á sjöunda ára- tuginn, hlýtur að roðna fyrir þróttleysi sitt og skort á allri getu, j)egar hann lítur Gísla; jafnvel ef- ast um það, sem augu hans sjá. Þetta byggist að sjálfsögðu á því boðorði, sem Gísli hefur haft í heiðri alla ævi — að lifa lífinu lifandi. Sérhverja stund og andar- tak, sem Guð, pyngjan og þórs- hamrar leyfa. Og staðreyndin talar sinu máli. Gísli Pálmason fæddist 4. sept. 1913, að Mið-Samtúni, Glæsibæj- arhreppi í Kræklingahlíð, og er því Eyfirðingur með pompi og pragt. Þar ólst hann upp þau árin sem Akureyringar keyptu sér bolsíur í kramarhúsi á tyllidögum og yfirstéttin gekk um á svartgljá- andi blankskóm í háhvítum leggj- arböndum og bauð tómthúsatyll- um góðan dag á dönsku, en kvaddi svo sveit sína og sýslu í þann mund er við Reykvíkingar hófum að grafa okkar hitaveituskurði. Þá fluttist hann hingað og lagði fram aðstoð sína til þess að borgarbúar mættu njóta notalegrar hlýju í sínum híbýlum; gætu aukið á vel- líðan sína með því að fara í heitt bað, og fá sér skömmtunarkaffi, eða jafnvel toddy-sopa á myrkum kvöldum eftir leiða daga stríðs og hörmunga. Þegar svo að því kom að bjarga heimsfriðnum, lagði Gísli þar einnig sitt af mörkum, og vann á Keflavíkurflugvelli í nokkur ár. En hvað um það, heimsfriðurinn lafir enn og hitaveitan líka. Og ekki verða raktar allar leiðir, í stuttri afmælisgrein, sem Gfsli hefur kannað. Ef nokkur maður er fæddur með flökkueðli, sem á fínna máli kallast „bóhemiska" eða ferðaþrá, þá er það hann. Þeir eru fáir staðirnir í Evrópu, þar sem fætur Gisla hafa ekki markað spor, og sunnan Miðjarðarhafsins er hann heimagangur. Það hafa menn fyrir satt, að á gangstétta- veitingastöðum í Kafró hafi hon- um reynzt það átakalaust að sannfæra Araba um ágæti vina sinna, Gyðinganna; brugðið sér síðan yfir landamærin, fengið sér tesopa með Gyðingum í Jerúsalem og fortalið Jæim að elskulegri nágranna en Arabana geti þeir ekki fengið, jafnvel þótt öll Sah- ara-eyðimörkin væri þeim gefin. Hinum hérvillulega Gaddafi væri sæmd að ræða málin við Gfsla, RENAULT BÍLL FRAMTÍÐARINNAR Renault 9 var valinn bíll ársins 1982 í Evrópu og bíll ársins 1983 í U.S.A. Við ættum að geta treyst fulltrúum 52 bíla- blaða til að velja rétt. Besta trygging sem þú getur fengið fyrir vali góðs bíls- og hagkvæmri fjárfestingu á tímum sparnaðar. Renault 9 er ódýr „stór bíll“ sem eyðir ótrúlega litlu. Það þarf ekki að hugsa það mál lengi til að finna svarið. . . Renault 9 er bíllinn fyrir þig. Verðfrákr.: 253.000.- W.T KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 gi i.... mmxm það yrði Gaddafi örlagarík gjöf al- heimi til blessunar. Fullyrða og ólygnir að betri ferðafélaga en Gísla sé vart að finna, og sjálfur veit ég að öllu meiri heimsmann er naumast unnt að hafa við hlið sér f góðum félagsskap, og gildir þá einu hvort setið er yfir veigum f kristalsglös- um í dýrustu næturklúbbum Lundúna eða grænum Hoff í krús f Kjöbenhavn að morgni dags. Og ekki gleymir Gísli æsku- stöðvum sfnum. Fer hann f Eyja- fjörðinn eins oft og tími vinnst til, meðal annars til að þakka örlaga- gyðju sinni lífsgjöfina. Bókelskur er Gfsli f meira lagi, vfðlesinn f þjóðlegum fræðum; dulspeki og mannlýsingar eru honum sem blóðgjafi, og er þó litið nefnt af öllu, sem hann les. Og svo er hann bókmargur, að það safn er ekki í metrum talið heldur veggjum al- þökktum hátt og lágt. Og slikur bókamaður er hann f raun og sannleika, að engin bók fer ólesin í hillu eða óbundin í skinn. Snyrti- menni er hann f klæðaburði og allri umgengni, og oft hef ég reynt að geta mér til hver væri sú huldukona, sem fer með sópi og klút á hinu fagra og vel búna heimili hans. Og vinmargur er Gísli, en vill sjálfur velja sína postula, og væri mér það þjáningarlaust að vera einn af þeim. Þá hefur hann alltaf verið frændrækinn, og fátt mun það frændfólk hans, er ekki vænt- ir hans í kaffi á sunnudögum. Þá oftar en ekki tekur Gísli fram reiðhjól sitt á slíka vinafundi, og lætur sé fátt um finnast þótt þing- mannaleið sé framundan. Margt er ósagt, en einu vil ég sízt gleyma — þeirri stund, sem ég tel forsjón- ina hafa verið mér innan handar við að komast í kynni við þann góða dreng, sem Gísli heitir Pálmason. Það var í annarri viku vetrar fyrir tæpum 29 árum, að við stigum, samhliða að kalla, yfir nýjan þröskuld veitingahússins Nausts; hann ráðinn sem birgða- vörður, ég sem þjónn. Mér fannst maðurinn í fyrstu dulur, jafnvel þrár, en skipti fljótlega um skoð- un, og sá að hann var þæði einarð- ur og hreinskilinn. Undrar það engan, sem til þekkir. I full 29 ár hefur Gísli starfað sem kjallarameistari í Naustinu og hvert eitt andartak unnið af einstakri samvizkusemi. Ekki er enn upp runninn eða til viðar genginn sá dagur, að Gísli hafi ekki mætt til vinnu sinnar, og mættu aðrir honum yngri líta á það sem fordæmi. Dáður er Gísli af samstarfsfólki öllu og að vonum vel metinn af húsbændum sínum. Má því heimfæra þar sem hann er orðskviðinn: „Það heppnast hverj- um, sem hann er borinn til.“ Ann- ar orðskviður kemur mér í hug, þegar Gísla er minnzt: “Ekki fell- ur tré við fyrsta högg.“ Allir inn- viðir í Nausti eru kjörviðir, viðir og aftur viðir, og svo naglar, eftir því sem við á. En hafa má það eftir mér, að hvern þann morgun, sem Gísli gengur þar inn um dyr, þá er eins og allir viðir hússins andi að sér fersku lofti og teygi úr sér svo í brakar. Já, það er unnt að bjóða gæða- dreng góðan dag án orða. Fágætur er vinur góður. Gísli — hafðu þökk mína fyrir vináttu þína og drengskap, og megi æskan fylgja þér alla tíð. Símon Sigurjónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.