Morgunblaðið - 13.09.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.09.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1983 3 Hræ af kind, sem festist í netum í skreiðarhjöllunum. Grindavíkurhraun: Sauðfé í stórhættu við skreiðarhjalla Vogum, 5. september. ÞESS ERU dæmi frá f sumar, að sauðfé og fuglar kveljist af sárum, er þau hljóta eftir að hafa fest í netum og svelti til bana við skreiðarhjalla í Grindavíkurhrauni. Samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglunni f Keflavík höfðu þeir afskipti af kind sem drapst með þessum hætti 22. ágúst sl. Laugardaginn 3. september fór blm. Mbl. um skreiðarhjallana, og kom þá að kindarhræi, sem greini- lega hafði fest í neti og legið lengi. Þá voru fuglshræ föst í netum og skiptu þau tugum. Eigendur hjallanna setja net yf- ir og meðfram hjöllunum til að verjast ágangi vargs. Þegar blm. fór um svæðið var Teodór Guð- laugsson, gæslumaður Land- græðslugirðingarinnar, með og benti á þann mun sem er á, eftir því hvaða net eru notuð. Áberandi var hve þorskanet voru slæm, en þéttriðnari og grófari net miklu betri. Þá sagðist Teodór hafa bjargað þremur lömbum úr netum. Eitt lambanna hefði verið illa farið og þurfti langan tfma til að jafna sig. Annað lamb fannst fyrir algera tilviljun. Þá hefði hann verið að reka fé er hundur hans, sem er mjög fundvís á fé, týndist. Fór hann til baka og fann hundinn i hrauninu yfir ósjálfbjarga lambi, sem var flækt í nælonnet. Taldi hann líklegt að lambið hefði flækst í netið við hjallana. E.G. Hættulegar netadræsur við hjallana. Morgunbladid/E.KG. Bráðabirgðaverð á lambakjöti: Lærissneiðar kosta 168,75 kr. FRAMLEIÐSLURÁÐ landbúnaðar ins hefur birt nýtt verð, bráðabirgða- verð, á lambakjöti, sem gilda á til 1. október. Verð á hverju kflói í stjörnuflokki er kr. 122,50, í 1. flokki er verðið kr. 116,90, í 2. flokki 110,70 krónur og í 3. flokki kostar hvert kg 93,35. Framangreint verð er miðað við heila skrokka. Verð á frampörtum er 108,65 kr. hvert kg, læri og hryggir kosta hvert kg 145,95 kr., kótilettur 155,90, súpu- kjöt 123,75, lærissneiðar 168,75, framhryggur 166,90, og bringur og hálsar 51,70 krónur hvert kíló- gramm. Lifur kostar 91,40 kr., hjörtu 90,15, mör 17,45 og sviðnir hausar eru á 61,50 krónur hvert kg. Heilt slátur, með sviðnum haus og mör, kostar 103,40 krónur. Allar framangreindar tölur eru smásöluverð. Vel aflast af karfa AFLABRÓGÐ hafa verið góð á karfa aö undanfornu og togarar komið með fullfermi til hafnar, til að mynda Akureyrartogararn- ir í tveimur síðustu túrum. Þá hafa togarar suðvestan ands einnig aflað mjög vel af karfa. Hins vegar er mjög lítið um þorsk á miðunum, einkum eru það Vest- fjarðatogarar sem eitthvað hafa aflað af þorski. Aukning í millilandaflugi Arnar- flugs en 1% samdráttur innanlands ARNARFLUG flutti samtals 13.177 farþega á áætlunarleiðum félagsins innanlands fyrstu átta mánuði þessa árs, samkvæmt upplýsingum er blaðamaður Morgunblaðsins fékk hjá Agnari Friðrikssyni, fram- kvæmdastjóra Arnarflugs. Agnar sagði, að á sama tíma í fyrra hefði félagið flutt 13.344 farþega á áætlun- arleiðum innanlands, og væri sam- drátturinn því um 1%, sem allur hefði orðið í júlímánuði. Það sem af er þessu ári hefur Arnarflug flutt 10.400 manns í sólarlandaflugferðum og farþegar á millilandaáætlunarflugleiðum eru 16.741 frá 1. janúar til 31. ágúst 1983. Erfiðara er með samanburð á millilandafluginu milli ára en innanlandsfluginu, þar sem það hófst ekki fyrr en um mitt ár í fyrra. Agnar Friðriksson kvaðst þó hafa tölur um farþega- fjölda t júlí og ágúst. I júlí 1982 voru farþegar 2.070 talsins, en í júlí í ár voru farþegarnir 5.260. í ágúst í fyrra voru farþegarnir 2.810, en í ár 4.900 talsins. Auk- ningin í júlí milli ára er 154% en í ágúst 74%. — Sem áður segir verður í þessum samanburði að hafa í huga að millilandaáætlun- arflug Arnarflugs hófst fyrst í júlí í fyrra. er dagsatt... . . . AÐ VIÐ TÖKUM FRAM nyjar vörur daglega i allar deiIclir Á HINN EINA OG SANNA INA r útsölunmrkað SEM ER í HÚSGAGNAHÖLLINNI BÍLDSHÖFÐA Opiö frá kl. 13—18 daglega, nema föstudaga kl. 13—19 og laugardaga kl. 10—16. Einstakt tækifeeri ☆ Karnabær ☆ Belgjagerðin ☆ Steinar ☆ Hummel ☆ Z-brautir og gluggatjöld ☆ Skóverslun Axels 0. o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.