Morgunblaðið - 13.09.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1983
5
Listviðburð-
ur í Húsa-
víkurkirkju
Húsavík, 12. september.
KRISTINN Sigmundsson baritón-
söngvari og Jónas Ingimundarson
píanóleikari, héldu tónleika í Húsa-
víkurkirkju á sunnudag við góða að-
sókn og frábærar undirtektir áheyr-
enda.
Kom mönnum saman um að
þeir hafi verið viðstaddir sérstak-
an listviðburð, er þeir hlýddu á
sönginn og undirleikinn.
Á miðvikudag munu þeir halda
tónleika í Stykkishólmi og í Kefla-
vík á föstudag.
— Fréttaritari.
„Miskunn-
arlaust
fólskuverk“
STÍJDENTARÁÐ Háskóla ís-
lands hefur ályktað vegna árásar
sovézka hersins á suður-kóre-
önsku þotuna á dögunum. Álykt-
un SHI er svohljóðandi:
SHÍ fordæmir hið miskunnar-
lausa fólskuverk sovéska hersins
að skjóta niður farþegaflugvél og
drepa þannig saklaust fólk með
köldu blóði án nokkurrar sýnilegr-
ar ástæðu.
SHÍ telur að þessi fáránlega
hernaðaraðgerð sé enn ein sönnun
þess hvað það er nauðsynlegt að
vígbúnaðarkapphlaup verði hætt
hið bráðasta, afvopnun komið á og
tortryggni í samskiptum ríkja
eytt.
Ók af slysstaö
í Árbæ:
Ber, að hafa
verið ókunn-
ugt um að
hafa ekið á
stúlkuna
Á mánudag var ekið á 11 ára
gamla stúlku í Ásbúð í Garðabæ og
fór ökumaður af vettvangi án þess
að hafa kannað mciðsli stúlkunn-
ar. Mbl. skýrði frá atvikinu.
ökumaðurinn reyndist vera 15
ára gamall og réttindalaus. Hann
ber að hann hafi reynt að forðast
slys með þeim afleiðingum að bif-
reiðin kastaðist upp á gangstétt.
Hann hafi farið út til þess að
kanna skemmdir á bifreiðinni og
verið ókunnugt um að hafa ekið á
stúlkuna.
Týndur köttur
SL laugardagskvöld týndist svart-
ur köttur í vesturbæ Kópavogs.
Hann er með bjöllu um hálsinn. Þeir
sem kunna að hafa fundið köttinn
eru vinsamlegast beðnir að hringja í
eiganda hans í síma 42941.
Stund
milli ^
stríða
M
Á TÍMUM tækninnar, þá er gamla kvislin orðin úreltur gripur og til lítils gagns lengur við hirðingu á heyi. Frá því að grasið er slegið, það þurrkað og hirt með
hleðsluvagni, kemur mannshöndin hvergi nærri. En oftast þarf síðan að moka heyinu með kvísl í blásara, sem blæs því inn í hlöðu.
Á þessari mynd sjáum við, að það þarf ekki. Hleðsluvagninum er ekið að færibandi sem matar blásara og eftir mæninum í hlöóunni gengur dreifibúnaður
fram og aftur, sem tryggir það að jöfn dreifing verður á innblæstrinum í hlöðuna. Mannshöndin tekur því ekkert á heyinu fyrr en farið verður að gefa það í vetur.
Samt sem áður eru nokkrir snúningarnir sem bóndinn þarf að inna af hendi áður en heyið er komið í hlöðuna. Hann á því svo sannarlcga fyrir því bóndinn í
Ásgarði í Reykholtsdal, Sveinn Hannesson, að styðja sig fram á kvíslina, töðugjaldadaginn nú í haust ásamt liðléttingi sínum, Magnúsi úr Keflavík.
Auðveldari
flutningur frá
Nú þéttum
við norska
flutni
netið
W
■Trondheim
■ Alesund
Bergen
Oslo
Meö fjórum nýjum þjónustuhöfnum í
Osló, Bergen, Álasundi og Þrándheimi
bætum viö vörustreymið, og tryggjum
auöveldan vöruflutning til áætlanahafna í
Kristiansand og Moss.
Samhliða þessu bjóðum viö fast flutnings-
gjald innanlands í Noregi milli þjónustu-og
áætlanahafna, til aukinnar hagkvæmni fyrir
viðskiptavini.
Umboðsmenn___________________________
KRISTIANSAND BERGEN vikulega
vikulega
A. I. Langteldt & Co.
Rðdhusgaten 8
4601 Kristlansand S
Tel.: 042-22259 Telex: 21818
OSLO vikulega
Berg Hansen & Co. A/S
Festnlngskaien 45, Oslo 1
Tel.: 02-420890 Telex: 11053
VIOSS vikulega
H. Schianders, Eftf. A/S
Værlebryggen
’ostboks 428 1501 Moss
Tel.: 032-52205 Telex: 71412
Kristiansandi
Grieg Transport
Postboks 245 5001 Bergen
Tel.: (05) 310650 Telex: 42094
ÁLESUND/
SPJELKAVIK
hálfsmánaðarlega
Tyrholm & Farstad A/S
Postboks 130
6001 Alesund
Tel.: 071-24460 Telex: 42330
TRONDHEIM
hálfsmánaðarlega
B. Iversen & Rognes A/S
Havnegt. 7 - Postboks 909
7001 Trondhelm
Tel.: 07-510555
Privat: Turld Thorvaldsen Tel.: 07-511173
Kjell Evensen Tel.: 07-976918
Telex: 55419 Flutningur er okkar fag ■ P
EIMSKIP
Sfml 27100