Morgunblaðið - 13.09.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.09.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1983 29 Aðalfundur Heimdallar: Sigurbjörn Magnús- son einróma kjörinn formaður AÐALFUNDUR Heimdallar, félags ungra sjálfstæéismanna í Reykjavík, var haldinn laugardaginn 10. sept- ember sl. og var Sigurbjörn Magn- ússon laganemi einróma kjörinn formaður, en fráfarandi formaður, Árni Sigfússon, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Aðrir í stjórn voru kjörnir: Árni Sigurðsson, Baldvin Einarsson, Benedikt Bogason, Bergljót Frið- riksdóttir, Eiríkur Ingólfsson, Haukur Þór Hauksson, Jónas Ingi Ketilsson, Sigurbjörn Þorkelsson, Svanbjörn Thoroddsen, Þorsteinn Haraldsson og Þór Sigfússon. „Ég er auðvitað ánægður með það að vera orðinn formaður fé- lagsins og vona að ég geti stýrt féíaginu vel og farsællega, eins og forveri minn, Árni Sigfússon, hef- ur gert,“ sagði Sigurbjörn Magn- ússon, nýkjörinn formaður Heim- dallar í samtali við Morgunblaðið. „Það var athyglisvert sem kom fram í umræðum um skýrslu stjórnar, að félagsmönnum Heim- dallar hefur fjölgað um 30% á undanförnum tveimur árum, úr um 2.000 í um 2.600. Það er auðvit- að ótvíræð sönnun þess að félagið er í sókn og á nú meiri hljóm- grunn meðal ungs fólks en áður. Éins held ég að ungt fólk hallist frekar að lausnum frjálshyggj- unnar á vandamálum þjóðfélags- ins, heldur en sósíalismans; menn sjá ekki fyrir sér bjarta framtíð f sósíalismanum,“ sagði Sigurbjörn. „Mikið starf er nú fyrir höndum í Heimdalli og ber þar fyrst að telja skólastarfið. Einnig má nefna SUS-þing sem haldið verður í Reykjavík dagana 23.-25. sept- ember og er þar hlutverk Heim- dallar meira en oft áður. Síðan er það landsfundur í byrjun nóvem- ber. Heimdallur þarf að senda marga fulltrúa á bæði þessi þing og sjá til þess að sjónarmið Heim- dallar komist þar á framfæri," sagði Sigurbjörn Magnússon, for- maður Heimdallar. Sigurbjörn Magnússon, nýkjörinn formaður Heimdallar. Frá aöalfundi Heimdallar, Árni Sigfússon, fráfarandi formaður í ræðustól. Ljósm. Mbl. Friðþjófur. Rudy Perpich, fylkisstjóri Minnesota (til hægri), William Dietrich, verslunarfulltrúi hans (í miðju) og Marshall Brement, sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, á fréttamannafundinum í gær. Mbi./KEE. Bandarískur fylkisstjóri í heimsókn: íslandsmánuður í Minnesota að ári í ráði er að október á næsta ári verði helgaður íslandi í banda- ríska fylkinu Minnesota, að sögn Rudy Perpich, fylkisstjóra Minnesota, sem hélt af landi brott í gær eftir stutta heimsókn. Undirbúningur að umfangsmikilli íslandskynningu hefst þar vestra á næstunni og gerir fylkisstjórinn sér vonir um að efnt verði til ís- lenskrar kvikmyndahátíðar, ís- lenskir listamenn muni sækja Minnesotabúa heim, íslenskur matur verði á boðstólum í veit- ingahúsum þar og íslenskar vörur falar í verslunum. Fylkisstjórinn kom til lands- ins sl. föstudagskvöld með fylgdarliði sínu. I kvöldverðar- boði þá um kvöldið, á heimili bandarísku sendiherrahjón- anna, kviknaði hugmyndin að íslandsmánuðinum í spjalli fylkisstjórans og sendiherrafrú- arinnar, Pamelu Brement. Var ekkert verið að tvínóna við hlut- ina þar eftir; hugmyndin varð að ákvörðun og hefur verið að taka á sig form síðan. „Eftir því sem við höfum hitt fleiri og rætt málið betur hefur hug- myndin mótast betur," sagði Perpich fylkisstjóri á fundi með fréttamönnum skömmu áður en hann hélt af landi brott síðdegis í gær. „Nú verður hafist handa við undirbúning heima. Aukin samvinna milli íslands og Minnesota er þegar hafin. f vet- ur verða tveir prófessorar frá ríkisháskólanum í Minnesota við Háskóla fslands og einn prófessor héðan verður hjá okkur.“ Stjórnvöld í Minnesota hafa að undanförnu hvatt til átaks til að treysta alþjóðlega mark- aði sína og efla ferðamannaiðn- að í fylkinu. Liðlega þriðjungur íbúa fylkisins er af norrænu bergi brotinn og því hefur fylk- isstjórinn undanfarnar tvær vikur verið á ferðalagi um Norðurlönd. Fylkisstjórnin hef- ur sett á laggirnar sérstaka skrifstofu í Stokkhólmi til að sinna samskiptum við þjóðir Norðurlanda. Perpich fylkis- stjóri sagði að hann hefði eink- um áhuga á samstarfi við Norð- urlönd á sviði orkumála auk margvíslegra menningarsam- skipta, enda sé Minnesota menningarleg miðstöð norðan- verðra Bandaríkjanna. En Minnesota er orkusnautt fylki, burtséð frá miklum móbirgðum, sem ætlunin er að nýta í sam- vinnu við sænska aðila. William Dietrich, verslunar- fulltrúi fylkisstjórans, sem jafnframt er varaformaður stjórnar Pillsbury-fyrirtækis- ins, gat um það á fréttamanna- fundinum í gær, að þeir hefðu átt mjög vinsamlegar viðræður við fulltrúa verslunarráðsins, viðskiptaráðuneytisins og fleiri, og alls staðar verið mjög vel tekið; jafnframt að þeir hefðu orðið varir við mikinn áhuga á auknum samskiptum íslenskra aðila við heimamenn í Minne- sota. Haraldi J. Hamar veitt Fjölmiðlaverð- laun Ferðamálaráðs „ALLT frá því að tímaritið Ice- land Review hóf göngu sína fyrir tuttugu árum hefur með því ver- ið unnið dyggilega að landkynn- ingu erlendi.s. Var því einróma álit okkar í Ferðamálaráði að veita stjórnanda þess og rit- stjóra, Haraldi J. Hamar, Fjöl- miðlavcrðlaun Ferðamálaráðs í ár," sagði Heimir Hannesson, formaður Ferðamálaráðs, um leið og hann veitti Haraldi J. llamar verðlaunin. Þetta er í annað sinn sem Ferðamálaráð veitir slík verðlaun. Haraldur hefur ritstýrt Iceland Review frá upphafi, en það kemur út árs- fjórðungslega. Auk þess gefur hann út mánaðarritið News from Iceland, sem hóf göngu sína árið 1975. „Allt frá því að ég hóf blaða- mannsferil minn, á Morgun- blaðinu árið 1955, hef ég skrifað um ferðamál og haft á þeim mikinn áhuga. Með Iceland Review hef ég reynt að gefa al- hliða kynningu á landi og þjóð, þjóðlífi og menningu. News from Iceland byggir hins vegar meira á fréttum," sagði Har- aldur að lokinni verðlaunaaf- hendingunni. „Frá upphafi hafa um 1,5—2 milljónir eintaka ver- ið gefin út og dreifst víða um heim. Það er líka markmiðið, að gefa út vandað og frambærilegt tímarit með sem víðtækasta landkynningu. Mikið af upplag- inu er selt í áskrift og hefur áskrifendum fjölgað mjög frá því fyrsti áskrifandinn, Agnar Kofoed-Hansen, fékk sitt fyrsta eintak. Flestir eru áskrifend- urnir í Norður-Ameríku, bæði í Bandaríkjunum og í Kanada." Aðspurður um hvað væri helst unnið með slíkri landkynningu sagði Haraldur; „Við erum lítið land og með góðri landkynningu erlendis styðjum við íslenska þjónustu og útflutning á marg- an hátt. Landkynning er ekki einungis hugsuð fyrir erlenda ferðamenn, því við íslendingar njótum góðs af þeirri auknu þjónustu sem kemur með aukn- um ferðamannastraum til landsins. Ferðaþjónusta er vax- andi atvinnuvegur og því ber að kynna landið á sem bestan hátt.“ Haraldur J. Hamar (t.v.) tekur hér við fjölmiðlaverðlaunum Ferðamálaráðs úr hendi Heimis Hannessonar, formanns Ferðamálaráðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.