Morgunblaðið - 13.09.1983, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.09.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1983 45 nú á dögum er hróp saklausa, ófædda barnsins, því að ef móð- ur getur deytt barn sitt í kviði sér, hve miklu fremur getum við þá ekki, þú og ég, deytt hvert annað? Jafnvel í ritningunni stendur skrifað: „Hvort fær kona gleymt brjóstabarni sínu? Og þó að þær gætu gleymt þá gleymi ég þér samt ekki. Sjá, ég hef rist þig á lófa mína.“ Þó að þær gætu gleymt — en núna eru milljónir barna teknar af lífi og við segjum ekki orð. 1 blöðum má lesa að svo og svo margir hafi verið drepnir eða slasaðir, en enginn minnist á smælingj- ana sem hafa verið til, hafa ver- ið gæddir sama lífi og þú og ég erum gæddir, lífi Guðs. Við þegjum þunnu hljóði. Við leyf- um það. Ég lít svo á að þær þjóðir sem leyfa fóstureyðingar séu fátæk- astar allra. Þær óttast smæl- ingjana. Þær óttast ófædda barnið, og barnið verður að deyja. Þær vilja ekki gefa enn einu barni að borða, veita enn einu barni menntun og þess vegna skal barnið deyja. I dag skulum við stíga á stokk og strengja þess heit að bjarga hverju ungbarni, hverju ófæddu barni. Leyfum þeim að fæðast. Okkar ráð er að berjast gegn fóstureyðingum með ættleið- ingu. Góður Guð hefur blessað starfið ríkulega svo að við höf- um getað bjargað mörg þúsund börnum. Þúsundir barna hafa eignast heimili þar sem þau eru elskuð, þar sem þau eru velkom- in og borin er umhyggja fyrir þeim. Við höfum veitt gleði á heimili þar sem engin börn voru fyrir. Biðjum þess því að okkur veit- ist kjarkur til að vernda ófæddu börnin og gefa þeim tækifæri til að elska og njóta elsku. Þá held ég að Guðs náð verði svo máttug að hún komi á friði í heiminum." Þessi orð eru verð allrar íhug- unar og eftirbreytni. TOYOTA-VARAHLUTAUMBOÐIÐ ÁRMÚLA 23 — SÍMI 81733 alls staðar OSRAM Kauplaus starfsmaður sem vinnur allan sólarhringinn Ronex örtölvusímsvarinn er nauðsynlegt tæki hjá öllum minni fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum. Hann tekur niður skilaboð, þegar ekki er hægt að svara í síma vegna anna, eða meðan skroppið er frá, hjá sumum er hann meira að segja notaður til að taka niður pantanir. Ronex örtölvusímsvarinn er hannaður samkvæmt nýjustu tækni og býður upp á fjölmarga kosti, sem eldri gerðir símsvara buðu ekki upp á. Hafið samband við okkur og fáið nánari upplýsingar um þetta undratæki. Hagstætt verð. Hafnarstræti 18 S:19840 HEILDSALA: JOH. OLAFSSON & CO. H/F 43 SUNDABORG 13—104 REYKJAVÍK — SÍMI 82644

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.