Morgunblaðið - 13.09.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1983 13
Leikfélag Reykjavíkur:
Hart í bak frum-
sýnt annað
Áróra spákona (Soffía Jakobsdóttir) spáir fyrir Ardísi (Eddu Heiðrúnu
Backman).
Á miðvikudagskvöldið kemur
verður fyrsta frumsýning leikárs-
ins hjá Leikfélagi Reykjavíkur.
Það er hið vinsæla leikrit Jökuls
Jakobssonar Hart í bak, sem þá
verður frumsýnt, en þennan dag
hefði Jökull orðið fimmtugur,
hefði hann lifað.
Þetta leikrit Jökuls var fyrst
sýnt hjá Leikfélaginu, fyrir
rúmlega tveimur áratugum og
öðlaðist þá meiri vinsældir en
dæmi voru til. Urðu sýningar á
þriðja hundrað á þremur leikár-
um. Verkið þykir marka tíma-
mót í íslenskri leikritun seinni
tíma og er eitt einlægasta og
áhrifamesta verk höfundar, seg-
ir í frétt frá LR. Þar greinir frá
fjölskyldu, sem býr í Vesturbæn-
um kringum 1960: Jónatan
strandkapteinn, Áróra spákona
dóttir hans, vandræðapilturinn
Láki, sonur hennar, búa þar í
gömlu niðurníddu húsi. Þangað
kemur stúlka að austan, Árdís, i
leit að föður sínum. Meðal ann-
arra persóna eru Finnbjörn
skransali, viðhald Áróru; Stígur
skóari, Pétur kennari Láka og
tvær ungmeyjar.
Með stærstu hlutverkin fara
Jón Sigurbjörnsson, sem leikur
Jónatan, Soffía Jakobsdóttir, sem
leikur Áróru, Pétur Einarsson,
sem leikur Finnbjörn og kemur
nú aftur til leiks eftir alllangt
hlé og í hlutverkum Láka og
Árdísar eru tveir nýir leikarar,
þau Kristján Franklín Magnús og
Edda Heiðrún Backman. Þau luku
bæði prófi frá Leiklistarskóla ís-
lands í vor og þreyta hér frum-
raun sína. Með hlutverk Stígs
fer Þorsteinn Gunnarsson, Jón
Hjartarson leikur Pétur og með
önnur hlutverk fara Lilja Þóris-
dóttir, Hanna María Karlsdóttir
og Karl Guðmundsson.
Leikmynd og búninga í sýn-
inguna gerir Steinþór Sigurðsson,
lýsingu annast Daníel Wlliams-
son, tónlist er eftir Eggert Þor-
leifsson og leikstjóri er Hallmar
Sigurðsson. Þetta er þriðja verk-
efnið sem Hallmar leikstýrir hjá
LR, hin voru Að sjá til þín, mað-
ur og Undir álminum.
Jökull Jakobsson hefði sem
fyrr segir orðið fimmtugur 14.
september en hann lést 1978.
Hart í bak var annað leikrit
hans, sem sýnt var hjá Leikfé-
lagi Reykjavíkur, áður hafði það
sýnt gamanleikinn Pókók árið
1961. Síðan fylgdu fleiri verk í
kjölfarið: Sjóleiðin til Bagdad, ár-
ið 1965, Sumarið ’37 árið 1968,
Dóminó árið 1972 og loks Kerta-
kvöld
log, árið 1974. Flest þessara
verka náðu miklum vinsældum,
þótt ekkert kæmist í líkingu við
Hart í bak hvað það snerti.
Þjóðleikhúsið hefur einnig sýnt
nokkur verka Jökuls: Klukku-
strengi, Herbergi 213, Son skóar-
ans og dóttur bakarans og I ör-
uggri borg. Mörg þessara verka
hafa verið leikin af áhuga-
leikfélögum víða um land og sum
erlendis. Þá samdi Jökull einnig
fjölmörg útvarpsleikrit og nokk-
ur sjónvarpsleikrit auk þess sem
hann gaf út nokkrar skáldsögur,
smásagnasöfn og var ennfremur
þekktur fyrir skemmtileg vinnu-
brögð í gerð útvarpsefnis.
Hart í bak var upphaflega
frumsýnt hjá LR 11. nóv. 1962.
Leikstjóri var Gísli Halldórsson,
leikmynd gerði Steinþór Sig-
urðsson og tónlist samdi Jón
Þórarinsson. í stærstu hlutverk-
um voru: Brynjólfur Jóhannes-
son, sem lék Jónatan, Helga Val-
týsdóttir (Áróra), Birgir Brynj-
ólfsson (Láki — síðar tók Borgar
Garðarsson við því hlutverki),
Guðrún Ásmundsdóttir (Árdís),
Gísli Halldórsson (Finnbjörn),
Steindór Hjörleifsson (Stígur)
og Guðmundur Pálsson (Pétur).
Leikritið var þá sýnt samtals
205 sinnum, þar af 45 sinnum í
leikför um landið og 5 sinnum í
leikferðalagi til Færeyja.
Frumsýning á Hart í bak er á
miðvikudagskvöldið kl. 20.30.
Önnur sýning er föstudagskvöld-
ið 16. sept. og þriðja sýning á
laugardagskvöldið.
Minnt skal á, að sala að-
gangskorta sem gilda á fimm ný
leikrit leikársins, stendur nú yfir
í miðasölu Leikfélagsins. Felur
slíkt kort jafnframt í sér afslátt
frá venjulegu miðaverði.
Áskriftarkort á þessar fimm
sýningar kostar kr. 750.- en leik-
ritin eru:
1. Hart í bak eftir Jökul Jak-
obsson, 2. Guð gaf mér eyra
(Children of a lesser God) eftir
Mark Medoff, 3. Gísl (The Hos-
tage) eftir Brendan Behan, 4.
Bros úr undirheimum (Under-
jordens leende) eftir Lars Norén,
5. Nýtt leikrit eftir Svein Ein-
arsson.
Jónatan skipstjóri (Jón Sigurbjörnsson) og Láki (Kristján Franklín Magnús).
Óskað eftir
íslenskum
pennavinum
E.A. Vicke skrifar:
Velvakandi.
Ég er frá Pakistan og bý í
Frakklandi. Ég hef áður skrifast á
við íslenskan strák, en er búinn að
týna heimilisfanginu hans og hef
þess vegna ekki haldið neinu sam-
bandi við hann. Núna langar mig
til að skrifast á við íslenskan
pennavin aftur, hvort heldur er
strákur eða stelpa.
Ég heiti E.A. Vicke og er 23 ára
gamall Pakistani. Áhugamálin eru
mörg, m.a. lestur, ljósmyndun,
tennis og að kynnast fólki. Mikið
væri ég þakklátur ef ég gæti eign-
ast góða pennavini á íslandi á
aldrinum 20—24 ára.
Með kveðju,
E.A. Vicke,
Hotel Soncotra 8/1,
21 Rue d’Allonville,
80000 Amiens,
France.
XJöföar til
JL X fólks í öllum
starfsgreinum!
JHtjr0unIiTntiití
MICROLINE
tölvuprentari
á aðeins
kr. 9.900!
Við höfum nú flutt starfsemi okkar í
nýtt og rúmgott húsnæði í Síðumúla 6.
Af þessu tilefni höfum við ákveðið
að bjóða tölvueigendum Microline 80
tölvuprentara á sérstöku tilboðs-
verði kr. 9.900 og gildir tilboðið út september.
Við viljum ennfremur
benda á að vegna hagstæðra innkaupa
hefur verð á öllum gerðum MICROLINE
prentara lækkað stórlega, eða um ca. 40%.
MICROLINE
Mest seldu tölvuprentarar á íslandi.
MÍKR
Síöumúla6 Sími39666