Morgunblaðið - 13.09.1983, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1983
Dagatal
fylgibladanna
* ALLTAFÁHyDJUDÖGUM
nmm
«2»
AT.TTAFÁ FIMMTUDÖGlM
Alltaf á föstudögum
ALLTAF A LAUGARDÖGUM
ALLTAF A SUNNUDÖGUM
SimA
OG EFNISMEIRA BLAÐ!
Fimm sinnum í viku fylgir
auka fróóleikur og skemmtun
Mogganum þínum!
Sex mínútur er ekki lang-
ur tími til að hugsa málið
— rætt við Maríu Jóhönnu Lárusdóttur og Guðrúnu Agnars-
dóttur að lokinni Friðargöngu 1983 frá New York til Washington
„HVERNIG geta friðargöngur talist róttækar? Þar er verið að berjast fyrir
lífinu sem er örugglega íhaldssamasta og elsta baráttuefni mannsins," sögðu
þær María Jóhanna Lárusdóttir og Guðrún Agnarsdóttir þingmaður í upphali
blaðamannafundar en þær eru nýkomnar úr þriðju friðargöngu norrænna
kvenna sem að þessu sinni var farin frá New York til Washington.
„Eitt það fyrsta sem við lærðum
í þessari göngu var að sama hvaða
pólitískar og ópólitískar skoðanir
fólk hefur, allir eru sammála um
að vilja frið. Þarna voru saman
komnar allskonar konur, yfirlýst-
ar hægrikonur, vinstrikonur,
gamlar konur og ungar.“
— En hvernig varð hugmyndin
að friðargöngu til?
— Það byrjaði í febrúar 1981
þegar þrjár mæður komu saman
og ræddu eins og svo oft áður um
ótta sinn um framtíð barna sinna
og jarðarinnar. Hjá þeim vaknaði
spurning um hvað almenningur
gæti gert til að hafa áhrif og þær
voru sammála um að allavega
þýddi ekki lengur að standa að-
gerðarlaus. Þá var það sem hug-
myndin um að fara fótgangandi
frá Kaupmannahöfn til Parísar
varð til og framkvæmd. Þær vildu
með því sýna að þær væru tilbún-
ar til að láta mæða á eigin líkama
til þess að eyða ótta, tortryggni og
fordómum og byggja brýr skiln-
ings og velvildar milli almennings
og eyða óvild. Markmið göngunnar
þá sem nú var að vekja fólk til
meðvitundar um ógnir kjarnorku-
vopna og hvetja það til að samein-
ast um útrýmingu þeirra alls stað-
ar í heiminum. Gangan frá Kaup-
mannahöfn var skipulögð í sam-
ráði við norrænar friðarhreyf-
ingar, það voru fáar konur sem
lögðu upp í júni, þær gengu í gegn-
um Danmörk, Þýskaland, Holland,
Belgíu og Frakkland og rúmum
mánuði seinna kom gangan til
Parísar, þá voru konurnar orðnar
20.000. Þær voru oft spurðar á
leiðinni hversvegna ekki væri
gengið svona til Rússlands, svo
það varð úr að næsta ganga árið
1982 var farin til Moskvu og
Minsk.
Friðargangan 1983 í Bandaríkj-
unum var fyrst og fremst táknræn
en ekki skipulögð sem fjölda-
ganga. Þátttakendur voru frá sex
Norðurlöndum, 102 talsins á aldr-
inum 14 ára til 76 ára, 89 konur og
13 karlar. Við gengum 500 kíló-
metra vegalengd, gistum í kirkj-
um og skólum, og fengum að-
hlynningu frá kirkjudeildum og
friðarhópum. Alstaðar beið fólk
eftir okkur og á hverju kvöldi
sáum við um kvöldvökur þar sem
umræður fóru fram og fyrri
göngur kynntar. Þá gafst okkur
víða tækifæri til' viðræðna við
ráðamenn hinna einstöku borga
og fylkja, þeir tóku okkur vel og
oft kom í ljós að þeir fylgjast ekki
gjörla með þvl sem er að gerast
utan þeirra stjórnsvæðis. Viðmót
almennings þar sem við fórum um
var yfirleitt mjög jákvætt, ýmist
veifaði það eða hrópaði til okkar
hvatningarorðum eins og; „We are
hundred persent behind you“ og
margir gengu með okkur nokkurn
spöl. Við höfðum búist við að fólki
fyndist undarlegt að það væru
konur sem stæðu fyrir þessari
göngu, en þar reyndumst við ekki
sannspáar. Fremstar í flokki frið-
arhópa hvar sem við komum voru
konur, og þótti sjálfsagt. Ástæðan
er kannski sú að það hefur alltaf
verið hlutverk kvenna að fóstra og
vernda líf, þær hafa ofið vef skiln-
ings og tengsla manna á milli og
eiga þess vegna frumkvæði um að
snúa mannkyninu frá ótta og
hatri inn á braut friðar og frelsis.
Þegar við komum til Washing-
ton var okkur boðið til fundar í
utanríkisráðuneytinu. Þar afhent-
um við opið bref til stjórnvalda og
íbúa Bandaríkjanna þar sem við
ítrekuðum baráttumál okkar: Við
erum ekki að mótmæla Atlants-
hafsbandalaginu eða Varsjár-
bandalaginu, né heldur ríkis-
stjórnum austanhafs eða vestan.
Friðarganga 1983 ber fram mót-
mæli gegn kjarnorkuvopnum,
gegn staðsetningu nýrra kjarn-
orkuvopna í Evrópu. Hún krefst
stöðvunar á tilraunum, fram-
leiðslu og dreifingu allra kjarn-
orkuvopna. Hún lýsir yfir stuðn-
ingi við kjarnorkuvopnalaus svæði
og þess krafist að því gífurlega
fjármagni sem nú rennur til
vopnasmíða verði varið til að
INGI R. Helgason sigraði á helg-
arskákmótinu, sem haldið var á
Patreksfirði um helgina. Hann hlaut
6'/j vinning af 7 mögulegum. Þeir
Guðmundur Sigurjónsson, Sævar
Bjarnason og Helgi Ólafsson höfn-
uðu í 2.-4. sæti með S'/i vinning.
Næstir komu Dan Hansson, Haukur
Angantýsson, Hilmar Karlsson og
Ásgeir Överby frá ísafirði með 5
vinninga.
tryggja fólki atvinnu og fæði.
„Það er ekki einkamál einstakra
þjóða að koma fyrir kjarnorku-
vopnum í sínum löndum, þetta
varðar allan heiminn. Og málin
verða ekki leyst í hernaðaranda
með því að fjölga vopnum og auka
á spennuna, tortryggnina. Það
mun aðeins leiða til mistaka og þá
verður ekki aftur snúið. Það líða
aðeins 6 mínútur frá því að kjarn-
orkueldflaug, eins og fyrirhugað
er að koma fyrir í Evrópu, er skot-
ið af stað og þar til hún hæfir
skotmarkið, og sex mínútur er
ekki langur timi til að kanna
hvort full ástæða sé fyrir árás. Þá
er þetta farið að stjórnast svo
mikið af tölvum að mannshöndin
fjarlægist sífellt þessar örlaga-
ríku ákvarðanatöku. Við getum
því ekki látið örfá menn ráðskast
með jörðina okkar, og hví skyldu
líka stjórnmálamenn fá leyfi til að
leysa vandamál milli þjóða með
ofbeldi meðan við getum ekki Iiðið
að einstaklingar leysi mál sin á
milli með ofbeldi.
Umræðan um kjarnorkuvopn er
líka löngu komin út fyrir umræðu
um stjórnskipulag hinna einstöku
ríkja eða hernaðarbandalaga. Það
sést til að mynda á þeim tölum að
í Evrópulöndum er 60—77% fólks
á móti kjarnorkuvopnum en í Nor-
egi til að mynda er sama fólk með
hernaðarbandalagi. Umræðan
snýst fyrst og seinast um að bægja
ógnum kjarnorkuvopna frá okkur
þar sem sú ógn mun einungis
valda tortímingu alls mannkyns-
ins.
Eftir þessa ógleymanlegu lífs-
reynslu, sem þessi ferð hefur ver-
ið, erum við ekki frá þvi að ef
æðstu menn yrðu sendir í friðar-
göngu þar sem menn verða að
ganga saman og vinna að sama
marki væri góð leið til að leysa
marga alþjóðadeiluna."
Öldungaverðlaunin hlutu þeir
Óli Valdimarsson og Benóný
Benediktsson — báðir hlutu 4Vfe
vinning. Guðmundur Árnason
hlaut unglingaverðlaunin en hann
hlaut 4 vinninga. Bestum árangri
heimamanna náði Arnar Ingólfs-
son — hann hlaut 4 xk vinning.
Skákstjóri var Jóhann Þórir
Jónsson.
Helgarskákmótið:
Ingi R. Helgason
vann á Patreksfirði