Morgunblaðið - 13.09.1983, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.09.1983, Blaðsíða 48
„Atvinnumannalandsliðin" ÍSLAND X ÍRLAND 9, ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1983 Belti með stálgödd- um beitt í fólsku- legri árás PILTI var misþyrmt fyrir utan veit- ingahúsið Sigtún laust eftir klukkan 2 aðfaranótt sunnudagsins. Hann var nýkominn út úr veitingahúsinu þegar tveir menn réðust á hann. Annar hafði vafið belti með stál- göddum um hnefa sér — svokölluðu pönkarabelti, og sló piltinn hvað eft- ir annað í andlitið. Árásarmennirnir flúðu að loknu ódæðisverkinu og skildu piltinn eftir í blóði sínu — mjög illa leik- inn í andliti. Nærstaddir menn komu honum til aðstoðar og óku honum á slysadeild. Rannsóknar- deild lögreglunnar í Reykjavík biður þá vinsamlega að hafa sam- band við sig. Fleiri ofbeldismenn voru á ferli um helgina. Aðfaranótt laugar- dagsins gengu sjö leðurklæddir piltar, vopnaðir hnúajárnum, um miðborg Reykjavíkur og létu dólgslega við fólk. Þeir slógu pilt, sem komst sjálfur á slysadeild, þar sem gert var að sárum hans. Pilturinn kærði síðan árásina. Ekki hefur tekist að hafa upp á árásarmönnunum. Vestmannaeyjar: Fundu frysti- gám á reki Vestmannaeyjum, 12. september. Síðastliðinn laugardagsmorg- un fundu skipverjar á skuttog- aranum Breka stóran frystigám á reki, marandi í hálfu kafi, um sextán sjómflur suðaustur af Bjarnarey. Reyndist þetta vera einn af fjórum frystigámum, sem Eyrarfoss missti útbyrðis í af- takaveðrinu í síðustu viku, en skipið var þá á leið til Evrópu- hafna. Sáu skipverjar tvo gáma sökkva þegar eftir óhappið, en hina tvo rak í brott frá skipinu. Lóðsinn í Vestmannaeyjum sótti gáminn og lónaði með hann í togi til lands og kom í höfn laust fyrir klukkan 18. Gámurinn var tómur þegar í land var komið klukkan 18 í gær, allur varningur sem i honum var hafði skolast út þegar hann skall í sjóinn. - hkj. ' Prjónað og flogið ■ V Morgunblaöiö/Gunnlaugur. Óneitanlega virðist íþrótt sú sem myndin lýsir vera glæfraleg. Knaparnir á fákunum þremur fullyrtu þó í spjalli við blaðamann, að keppni í „moto cross“ væri hættulítil. Það er Þorkell Ágústsson, sem fallið hefur af hjóli sínu, en hinir eru Þorvarður Björgúlfsson og Heimir Barðason. Spá Þjóðhagsstofnunar um útflutningstekjur: Gert ráð fyrir 250.000 lesta loðnuafla á árinu Minnkar áætlaðan samdrátt um 4% eða nálægt 400 milljónum í SPÁ Þjóðhagsstofnunar um útflutningstekjur íslendinga á þessu ári er gert ráð fyrir 250.000 lesta loðnuafla á síðustu mánuðum ársins. I spánni er gert ráð fyrir því að þorskafli dragist samam um 82.000 lestir frá því á síðasta ári og nemi það 8 til 9% samdrætti útflutningstekna, sé ekki gert ráð fyrir neinum loðnuafla á árinu. Veiðist hins vegar 250.000 lestir af loðnu þýddi það um 400 milljónir í útflutningstekjur og lækkaði samdráttinn um 4%. Þessar upplýsingar koma fram í riti Þjóðhagsstofnunar, „Þjóðarbúskapnum". Þar segir ennfremur að þessi spá sé óviss og margt bendi til þess, að aft- urkippurinn gæti reynzt enn meiri, verði ekkert úr loðnuveiði í þeim mæli sem gert er ráð fyrir. Morgunblaðið spurði sjávar- útvegsráðherra, Halldór Ás- grímsson, hvort hann gerði ráð fyrir því að hægt yrði að veiða þetta magn af loðnu fyrir ára- mót. Sagði hann, að reiknað væri með 250.000 lesta loðnuafla, en hins vegar lægju ekki enn fyrir upplýsingar, sem gerðu mögu- legt að ákveða loðnuveiðar í haust. Þeirra yrði að bíða þar til loðnustofninn yrði kannaður í október. Yrði niðurstaðan sú, að þetta magn yrði veitt, ætti það Kaupa Japanir 20% í Járnblendinu? að nást á þessu ári og upphafi næsta. Hins vegar sýndi þessi spá hve mikilvægar loðnuveið- arnar væru þjóðarbúskapnum. Ríkisstjórnin ræðir samkomulagið við Alusuisse: Tafarlaus hækk- un um þrjú mills HÉRLENDIS eru nú staddir níu Japanir frá japanska framleiðslu- og verzlunarfyrirtækinu Sumetuomo og kaupendur málmblendis í Japan. Sumetuomo er eitt stærsta framleiðslufyrirtæki á áli og málmblendi í Japan og hefur sýnt mikinn áhuga á kaupum í hlut norsku eignaraðilanna í íslensku járnblendiverksmiðjunni við Grundartanga. Samninganefnd íslands um stóriðju átti fund með Japönun- um í gærmorgun, einnig munu þeir funda með þeim á miðviku- dag og fimmtudag. Að sögn Gunnars G. Schram, sem er einn af þremur nefndarmönnum í stóriðjunefndinni, er markmiðið með viðræðunum við Japani að ná hagkvæmum samningum í því skyni að treysta fjárhagsstöðu fyrirtækisins og efla markaðs- aðstöðu þess. Hugmyndin mun sú, að kaupverð Japana renni óskipt til aukningar hlutafjár fé- lagsins og íslendingar myndu þá leggja fram jafnmikið hlutafé til viðbótar. Japanir tækju síðan að sér að tryggja sölu framleiðsl- unnar. í viðræðunum nú er fjallað um hugsanlegt kaupverð, en sam- kvæmt heimildum Mbl. er hug- mynd Japana sú að kaupa 18—20% af hluta Norðmanna, sem nemur 49% í fyrirtækinu. A ríkisstjórnarfundi árdegis verð- ur gengið frá bráðabirgðasamkomu- laginu við svissneska álfélagið, en þingflokkar stjórnarflokkanna sam- þykktu samkomulagið í gær fyrir sitt leyti. Þá fundaði stjórn Alusuisse um málið í gærmorgun og samþykkti samkomulagsdrögin. Ef ríkisstjórn- in samþykkir drögin fyrir Islands hönd í dag hækkar raforkuverð til ÍSAL samdægurs um þrjú mills, þar af um eitt mills frá 1. júlí sl. Þá er og ákvæði í bráðabirgðasamningsdrög- unum um hálfs mills hækkun síðar, þannig að samtals hækkar raforku- verðið úr 6,5 mills í 10 mills. Iðnaðarráðherra kynnti sam- komulagsdrögin fyrir stjórnar- andstöðunni í gærdag og þing- flokkar stjórnarliða samþykktu að heimila ráðherrum sínum frágang þess á fundum sínum síðdegis. Eins og fram hefur komið hækkar raforkuverð til íslenska álfélags- ins um 50% eða um eitt mills frá 1. júií, og samtals þrjú mills frá gildistöku. Einnig er ákvæði um hálfs mills hækkun, er álverð á heimsmarkaði hefur numið 78 centum í 20 daga. Álverðið er nú 77 cent og hefur farið ört hækk- andi síðustu vikur. Samningurinn er til eins árs en uppsegjanlegur með þriggja mán- aða fyrirvara eftir níu mánuði. Eins og fram hefur komið í frétt- um er hér um bráðabirgðasam- komulag að ræða. Átján erlend veiðiskip við landið ÁTJÁN erlend veiðiskip eru nú að veiðum hér við land, sam- kvæmt upplýsingum er blaða- maður Morgunblaðsins fékk hjá Guðmundi Kjærnested í stjórn- stöð Landhelgisgæslunnar í gær. Sagði Guðmundur þetta vera sextán færeysk skip og tvö norsk. Skipin væru á veiðum fyrir sunnan og suðaustan land, og væri aflinn sjálfsagt nánast hvað sem fengist, enda væru skipin margbreytileg að gerð, línuveiðarar, færabátar og einn togari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.