Morgunblaðið - 13.09.1983, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1983
Kúbönsk flugvél í Reykjavík
KÚBÖNSK flugvél frá Cubana-
(lugfélaginu hafði í gær viðdvöl á
Reykjavíkurflugvelli. Vélin var að
koma frá Shannon á írlandi, og fór
áfram héðan til Gander á Nýfundna-
landi. Er vélin á leið frá Prag í
Tékkóslóvakíu til Havana á Kúbu.
Sveinn Björnsson hjá Flugþjón-
ustunni sagði í samtali við blaða-
mann Morgunblaðsins í gær, að
vélin hefði verið tóm, en þessi vél
með sömu níu manna áhöfn hefði
oft áður komið hér við, eða um það
bil tvisvar á ári sl. 4 til 5 ár.
Áhöfnin væri í viðhaidsþjónustu-
erindum í ferðum sínum. Kúb-
anska flugvélin er af gerðinni
Antonov, smíðuð í Sovétríkjunum.
Skákmót grunnskóla á Norðurlöndum:
Hvassaleitis-
skóli vann með
yfirburðum
SKÁKSVEIT Hvassaleitisskóla sigr-
aði með miklum yfirburðum á Norð-
urlandamóti grunnskóla í skák, sem
fram fór í Danmörku ura helgina.
íslenzka sveitin hlaut 16'/j vinning,
sem mun hæsta vinningshlutfall,
sem náðst hefur á mótinu.
í 1. umferð sigraði íslenzka
sveitin þá finnsku, 4—0. í annarri
umferð tefldu strákarnir við Svía
og sigruðu 3—1; a-sveit Dana sigr-
uðu þeir 3% —V4; Norðmenn 3—1;
og b-sveit Dana 3—1. íslenzka
sveitin hlaut því 16Vfe vinning.
A-sveit Dana hafnaði í öðru sæti
með 11 vinninga, finnska sveitin
hlaut 9 ‘Æ, b-sveit Dana 9, Noregur
8 og Svíar ráku lestina með 6 vinn-
inga.
Sérstök verðlaun voru veitt
fyrir bestan árangur á öllum borð-
um, og hlutu íslenzku strákarnir
öll verðlaunin. Tómas Björnsson
tefldi á 1. borði og hlaut 3V4 vinn-
ing af 5, Þröstur Þórhallsson hlaut
4'/i vinning af 5, Snorri Bergsson
hlaut einnig 4V4 vinning af 5 og
Helgi Hjartarson hlaut 4 vinninga
af 5.
„Árangur Hvassaleitisskóla er
betri en ég átti von á. Strákarnir
tefldu mjög vel, þeir hafa lagt
hart að sér við æfingar og upp-
skorið ríkulega. Það var áberandi
hvað endataflskunnátta þeirra var
yfirgripsmeiri en annarra," sagði
Ólafur H. Ólafsson, fararstjóri ís-
lenzku sveitarinnar, í samtali við
blm. Mbl. Síðast vann ísland þetta
mót árið 1979.
L-300 ,
SENDIBILL
Verö kr. 248.000
(Qengl 5.8.'83)
HEKLAHF
Laugavegi 170-172 Sim< 21240
Stjórnmálaályktun aðalfundar Heimdallar 1983:
Fagnar myndun
ríkisstjórnarinnar
— stefna og hugsjónir sjálfstæðismanna í öndvegi
„AÐALFUNDUR Heimdallar, haldinn
10. september 1983, fagnar þvf að
loksins skuli hafa rofnað til f íslensk-
um stjórnmálum með myndun ríkis-
stjórnar þar sem stefna og hugsjónir
sjálfstæðismanna sitja f öndvegi. Jafn-
framt er nú von til þess að senn birti
til í efnahagsmálum þar sem ríkis-
stjórnin greip til ráðstafana, sem þeg-
ar hafa forðað þjóðinni frá atvinnu-
bresti og borið þann árangur að verð-
bólga er farin að hjaðna verulega.
Með aðgerðum rfkisstjórnarinnar hef-
ur tekist að tryggja rekstur atvinnu-
vega og afkomu launþega, en hjöðnun
verðbólgu, aukin framieiðni og verð-
mætasköpun er eina leiðin til að auka
kaupmátt ráðstöfunartekna heimil-
anna,“ segir f almennri stjórnmála-
ályktun aðalfundar Heimdallar, sem
haldinn var sl. laugardag. Síðan segir:
„Heimdallur fagnar því að utan-
ríkisráðherraembættið er nú í hönd-
um formanns Sjálfstæðisflokksins
en um þessar mundir eru liðin 30 ár
frá þvf utanríkisráðherraembættið
var síðast í höndum sjálfstæð-
ismanna.
Heimdallur hvetur til þess að
frelsið verði haft að leiðarljósi í um-
ræðum um friðarmál hér á landi,
hvort sem þau eru rædd af forsvars-
mönnum þjóðkirkjunnar eða félaga-
samtökum. Með þeim hætti er full-
víst að friðflytjendur komast að
sömu niðurstöðu og kveður á um í
stefnu Sjálfstæðisflokksins; sam-
vinnu í varnarmálum við nágranna-
og vinaþjóðir okkar með aðild að
Atlantshafsbandalaginu, frið með
frelsi.
Heimdallur minnir á að stefna
Sjálfstæðisflokksins i húsnæðismál-
um hefur mikinn hljómgrunn meðal
ungs fólks. Framkvæmd þessarar
stefnu verður að vera eitt af for-
gangsverkefnum ríkisstjórnarinnar.
Heimdallur hefur margftrekað bent
á hina geigvænlegu þróun, sem átt
hefur sér stað í málefnum húsbyggj-
enda og íbúðakaupenda, af völdum
verðbólgu og vinstri stjórna. Nú
þegar þarf að stórauka lán til þeirra
er eignast húsnæði í fyrsta sinn og
létta þarf greiðslubyrði húsbyggj-
enda og kaupenda með þvf að lengja
lánstíma. Nú, þegar ljóst er að fjár-
magn til húsnæðismála virðist vera
mjög takmarkað vegna efnahags-
ástandsins, vill Heimdallur leggja
áherslu á eftirfarandi: Húsnæðis-
stofnun veitir miklar peningaup-
phæðir í lán til einstaklinga er
standa í endurteknum húsnæðis-
kaupum, oft síendurteknum. Enginn
greinarmunur er gerður á því hvort
menn eru t.d. að eignast sitt fyrsta
húsnæði eða fimmta ef hinn reyndi
íbúðarkaupandi hefur átt íbúð sfna f
tiltekinn árafjölda. Hér verða mál
þeirra er eiga eða eignast vilja sitt
fyrsta húsnæði að hafa algjöran for-
gang.
Heimdallur hvetur ríkisstjórn
Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-
flokks til að sýna almenningi for-
dæmi með verulegu aðhaldi í ríkis-
útjpöldum.
Astæða er til að fagna tillögum
fjármálaráðherra um sölu ríkisfyr-
irtækja og aukið frelsi f viðskipta-
málum. Hér eru hugsjónir meiri-
hluta ungs fólks á íslandi að rætast
og flestum er nú ljóst að eina leiðin
tii þess að við íslendingar vinnum
okkur út úr hinum mikla vanda, er
virkjun þróttar og hæfileika ein-
staklinganna og samtaka þeirra.
Ljóst er að ferskir vindar blása nú
um fjáramálaráðuneytið og hafa
jafnframt náð til annarra ráðu-
neyta sjálfstæðismanna. Óskandi er
að þeir nái til ráðuneyta framsókn-
armanna.
Heimdallur fagnar því að ráðu-
neyti menntamála skuli nú loksins
vera í höndum sjálfstæðismanna.
Menntamálaráðherra er hvattur til
að fylgja áliti útvarpslaganefndar
eftir með því að gefa útvarpsrekstur
frjálsan. Ungt fólk hefur þá trú að
meirihlutafylgi hljóti að vera fyrir
málinu á Alþingi, þar sem hér er um
að ræða sameiginlegt stefnumál nú-
verandi og fyrrverandi mennta-
málaráðherra. Heimdallur telur nú
sem fyrr að einstaklingar eigi að fá
að spreyta sig á þessu sviði sem öðr-
um, þar sem samkeppni leiðir til
bættrar þjónustu.
Ungt fólk gerir sér grein fyrir því
að hinar tímabundnu kaupmáttar-
fórnir eru mjög mikilvægt framlag
launafólks til endurreisnar Islensks
efnahagslífs. Heimdallur telur þó
aðeins réttlætanlegt að launafólk
styðji aðgerðir ríkisstjórnarinnar í
efnahagsmálum ef tekist er rösk-
lega á við öll svið efnahagslífsins. í
því sambandi er mjög brýnt að
ríkisbúskapur verði hallalaus og að
endurskoðun allrar verðmyndunar í
landinu eigi sér stað, með það fyrir
augum að hún verði með frjálslegri
hætti, enda tryggir samkeppni jafn-
an lægsta vöruverð. Aðhald I verð-
lagsmálum verði í auknum mæli i
höndum neytenda og samtaka
þeirra. Því er brýnt að verðmyndun-
arkerfi landbúnaðarins verði tekið
til gagngerrar endurskoðunar. Þá er
mikilvægt að brugðist verði af
hörku gegn offjárfestingu í land-
búnaði og sjávarútvegi. Það er
óhæfa að arðsemissjónarmið skuli
hafa vikið fyrir greiðasjónarmiðum
um margra ára skeið í sjávarút-
vegsmálum.
Frelsi einstaklinganna til að taka
sjálfir ákvarðanir um eigin málefni
er einn af hornsteinum stefnu
Sjálfstæðisflokksins. Skerðing á
frjálsum samningsrétti er andstæð
þessum stefnumiðum og hlýtur að
vera neyðarúrræði gagnvart hávær-
um verkalýðsforingjum, sem þagað
hafa þunnu hljóði yfir margföldum
launaskerðingum síðustu vinstri
stjórna, en heyja nú dýra auglýs-
ingaherferð, á kostnað launþega,
gegn jákvæðri viðleitni til þess að
leiða þjóðina frá upplausn til
ábyrgðar."
Wterkurog
k-/ hagkvæmur
auglýsingamiöill!
Olympia
Omega 001
Ljósritunarvélin
sem beðið
hefur verið eftir
Engir stenslar, enginn vökvi, aðeins myndtromla og eitt
framköllunarefni (duft).
Verð og greiðsluskilmálar sem vert er að athuga
Kr. 69.750.-
AÐEINS EITT
FRAMKÖLLUNAR-
EFNI (DUFT).
KJARAIM
ARMULI 22 - REYKJAVIK - SIMI 83022
£