Morgunblaðið - 13.09.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.09.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1983 „Ég nálgast skotmarkið ... Ég hef gert árásina ... Skotmarkinu hefur verið eytt“ Japansstjórn boðar nýjar refsiaðgerðir — nema Sovétmenn biðjist opinberlega afsökunar Tókýó, 12- æptember. AP. JAPANSKIR leitarmenn fundu í dag höfuðlaust lík af manni í OkhoLsk- hafi og er talið, að þar sé kominn einn af farþegum suður-kóreönsku farþegaþotunnar, sem Sovétmenn skutu niður. Mikil reiði rfkir enn í Japan vegna þessa atburðar og er nú búist við, að þingið kveði á um frek- ari refsiaðgerðir gegn Sovétmönnum. Mikið óveður, sem geisað hefur á Okhotsk-hafi og hindrað þar leit- arstörf, er nú gengið niður og í dag fannst í sjónum höfuðlaust lík, sem var svo illa leikið, að ekki var hægt að greina kynferði þess. Rúmlega 1.000 lögreglumenn, ótal skip og níu flugvélar leituðu í dag að braki og líkum mannanna, sem fórust með suður-kóreönsku flug- vélinni. Neðri deild japanska þingsins Chile: Götubardag- ar í Santíago Spennan vex nú dag frá degi Flugmenn suður-kóreönsku farþegaþotunnan Vissu þeir ekki um eftirförina? Washington, Moskvu, 12. september. AP. BANDARÍKJAMENN birtu á sunnudag endurunna útgáfu af fjar- skiptum sovéska flugmannsins, sem skaut niður suður-kóreönsku far- þegaþotuna, og stjórnstöðvar á landL Fyrstu upptökur á fjarskiptun- um voru um margt slæmar vegna truflana en nú hefur verið dregið mjög úr þeim með fullkomnum hefur einróma samþykkt ályktun þar sem Sovétmenn eru fordæmdir fyrir „villimannlegar aðfarir" og þess krafist, að þeir biðjist opin- berlega afsökunar. Blöð segja, að Japansstjórn muni banna allt flug sovéska flugfélagsins Aeroflot til landsins um hálfs mánaðar skeið og í dag sagði fulltrúi utanríkis- ráðuneytisins, að ef Sovétmenn tregðuðust við að biðjast afsökun- ar neyddust Japanir til að ákveða nýjar refsiaðgerðir. Yrði greint frá þeim á blaðamannafundi á morg- un. Suður-Kóreustjórn hefur ákveð- ið að krefjast þess formlega af Sovétmönnum, að þeir greiði bæt- ur vegna fólksins, sem þeir drápu, og fyrir flugvélina. Munu Banda- ríkjamenn koma þeirri kröfu á framfæri þar sem ekkert stjórn- málasamband er á milli Sovét- manna og Suður-Kóreu. Veður víða um heim Akureyri Amslerdam Aþena Barcelona Berlín BrUssel Buenoe Aires Chicago DyfHnni Feneyjar Frankfurt Fasreyjar Genf Havana Helsinki Jerúsalem Jóhannesarborg Kaupmannahöfn London Loa Angales Madrid MaUorka Miami Moskva New York 13 alakýiað 12 rigning 32 heióskírt 23 Mtlskýiað 17 skýjaö 13 rigning 20 heiðskirt 24 rigning 16 skýjaö 21 heiöskfrt 17 rignlng 10 skýjaö 16 rigning 31 heiðekfrt 14 rigning 27 heiösklrt 23 heiöskírt 16 skýjað 24 heiöskírt 15 skýjaö 39 heiöskírt 27 heiðskfrt 26 lóttskýjað 26 skýja 31 skýjað 13 heiðskfrt 36 skýjað Osló 17 haiðskfrt Paris 16 skýjað Reykjavík 10 alskýjað Róm 28 rigning San Fransisco 36 heiðskfrt Stokkhólmur 15 skýjað Tókýó 30 rigning Vancouver 16 skýjað Vín 23 rigning Santiago, 12. aeptember. AP. FJÖLMENNIR hópar komu sér í gær upp götuvígjum við breiðstrætin, sem liggja umhverfis verzlunar- hverfið í miðhluta Santiago, höfuð- borg ('hile, og stóðu bardagar milli þeirra og lögreglu linnulaust langt fram á nótt. Tveir menn voru drepn- ir á sunnudag og hafa þá 10 manns fallið í þessum átökum, sem staðið hafa yfir frá því á fímmtudaginn var. Sprengingar urðu á mörgum stöðum í borginni í gær. Jafn- framt var birt tilkynning frá lög- reglunni um, að tekizt hefði að gera óvirka öfluga sprengju, sem komið hafði verið fyrir við stórt orkuver í borginni. Fréttir af fólki, sem orðið hafði fyrir skotsárum, bárust frá mörg- um af sjúkrahúsum borgarinnar, en þó hafði ekki tekizt að koma fjölda manns til hjálpar, þar sem sjúkrabílarnir komust ekki leiðar sinnar fyrir götuvígjum. 33 Rússum vís- að frá Thailandi Alda ofbeldis og óeirða hófst á fimmtudag, er lögreglan reyndi að tvístra mörg hundruð þúsund manns, sem tóku þátt í „mótmæla- degi þjóðarinnar", en lýðræðisleg- ir stjórnmálaflokkar í landinu hafa efnt til slíks dag í hverjum mánuði undanfarna fimm mánuði. Takmarkið er að koma á að nýju borgaralegri stjórn í landinu og hafa borgaralegir stjórnmála- flokkar staðið fyrir þessum að- gerðum án aðildar marxískra flokka. Bangkok, Thailandi, 12. september. AP. ÞRJATÍU og þremur Sovétmönnum, sem grunaðir eru um njósnir, hefur verið vísað úr landi í Thailandi síð- asta hálfa mánuðinn eftir því sem segir í dag í blaðinu „Bangkok Post“. Blaðið, sem segist hafa fréttirnar eftir starfsmönnum leyniþjónustu hersins, segir, að Sovétmennirnir hafi verið starfsmenn sovéska sendiráðsins, sovésku viðskipta- sendinefndarinnar og flugfélagsins Aeroflot. Eru þeir allir sakaðir um CROMrN Læstir með lykli og talnalás. CROWN Eldtraustir og þjófheldir, framleiddir eftir hinum stranga JIS staðli. crowh 10 stærðir fyririiggjandi, henta minni fyrirtækjum og einstaklingum eða stórfyrirtækjum og stofnunum. crown Eigum einnig til 3 stærðir diskettuskápa — datasafe 00D GISLI J. JOHNSEN SKRIFSTOFUBÚNAÐUR SF Smiðjuvegur 3 - Kópavogi - Sími: 73111 tæknibúnaði. Af samtölum orrustuflugmannsins og stjórn- stöðvarinnar kemur nú í ljós, að sex mínútum áður en þotan var skotin niður með eldflaug segist orrustuflugmaðurinn hafa skotið af byssum vélarinnar og getur þar hugsanlega verið um að ræða þá aðvörun, sem Sovétmenn segjast hafa gefið flugmönnum þotunnar. Hálfri annarri mínútu síðar hægði þotan á ferðinni en ekkert kemur fram, sem bendir til, að sovéski flugmaðurinn hafi talið það til marks um, að þotuflugmennirnir vildu lenda. Bandaríkjamenn segja, að þess- ar nýju upplýsingar geri ekkert annað en staðfesta það, sem fyrr hefur komið fram, auk þess sem ætla megi nú, að kóreönsku flug- mennirnir hafi ekki vitað, að þeir voru á rangri leið, að sovéskar flugvélar eltu þá eða að þeim hafi verið gefin einhvers konar aðvör- un. Sovétmenn sögðu í dag, að þess- ar nýju upplýsingar hafi „gert að engu“ fyrri fullyrðingar Banda- ríkjamanna en minntust hins veg- ar ekki á, að fram kemur, að þotan var með fullum ljósum, sem sögðu til um, að hún væri farþegaþota. Timman vann Gligoric Niksic, 12. september. AP. GARRI Kasparov var enn efstur eftir 14. umferð skák- mótsins í Niksic í Júgóslavíu, enda þótt hann sæti hjá í þeirri umferð. Úrslit í þeirri umferð urðu annars þau, að Larsen vann Ivanovic, Timman vann Gligoric og Portisch vann Nikolic. Jafn- tefli varð hjá Seirawan og And- ersson, Petrosian og Miles, Sax og Tal og Ljubojevic og Spassky. Staða efstu manna í mótinu eftir 14 umferðir var þessi: Efst- ur var Kasparov með 10 vinninga, þá kom Larsen með 9 vinninga, Portisch var með 'l'h vinning, Spassky 7 og þeir Andersson, Timman, Miles og Tal voru með 6'h vinning. að vera á snærum KGB, sovésku leyniþjónustunnar, og GRU, leyni- þjónustu sovéska hersins. Haft er eftir heimildum, að Sov- étmönnunum hafi verið vísað úr landi eftir að blöð í Thailandi sögðu frá njósnastarfseminni og nöfnum njósnaranna og vegna þeirrar miklu reiði, sem ríkir í Thailandi með morð Sovétmanna á farþegum suður-kóreönsku þotunn- ar en þar af voru átta Thailend- ingar. Suður-Afríka: 63 létust í námuslysi Vryheid, SuAur Afríku. 12. aeptember. AP. SEXTÍIJ og þrír menn létu Iffíð þegar gassprenging varð í morgun í náma- göngum sex km undir yfírborði jarðar, að því er embættismenn í Natal sögðu í dag. Áttatíu menn voru að störfum í námunni þegar sprengingin varð og lifðu hana aðeins 17 af. Talið er, að metangas úr jarðlögunum hafi mettað göngin og sprungið þegar neisti komst að því. Talsmaður námafélagsins segir, að mikilvirkt loftræstikerfi eigi að koma í veg fyrir metangasmyndun í námunum en stundum komi það fyrir um helg- ar, að nokkur gasmyndun eigi sér stað. Slysið varð klukkutíma eftir að fyrsta vaktin tók til starfa á mánu- dagsmorgni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.