Morgunblaðið - 13.09.1983, Blaðsíða 41
fclk í
fréttum
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1983
41
„Hann er að
minnsta kosti
nógu stór“
Peter Martins hættir að dansa og tekur
við stjórn The New York City Ballet
Við íslendingar eigum okkar Helga Tómasson og
Danir eiga sinn Peter Martins. Báðir hafa þeir helg-
að ballettinum líf sitt og öðlast fé og frama, a.m.k.
frama, í háborg ballettsins, New York. Peter Martins
er nú 36 ára gamall og er að hætta sem dansari.
Hann er þó ekki aldeilis að segja skilið við ballettlff-
ið, því að hann hefur verið kjörinn yfirmaður eins
fremsta ballettflokks í heimi, The New York City
Ballet.
„Hann er að minnsta kosti nógur stór.“ Það var
allt og sumt sem bandarfska dansmærin Suzanne
Farrell hafði um Peter að segja þegar hún hafði
dansað með honum reynsludansinn hans fyrir
Balanchine, forstöðumann og stofnanda The New
York City Ballet, en hann lést nú fyrr á árinu.
Og stór er hann. 189 sm og vaxtarlagið eins og
hjá grískum guði. Þetta var um 1970 og sfðan
hefur Peter verið einn af aðaldönsurum balletts-
ins þar til nú að hann sest í forstjórastólinn.
Karlatímaritið „Esquire" hafði nú nýlega viðtal
við Peter Martins og var þar víða komið við en að
sjálfsögðu mest fjallað um líf hans og starf sem
ballettdansari.
Peter segir, að ballettdansarar þurfi yfirleitt
ekki að vera að hafa fyrir því að setja sér strangar
lífsreglur, ballettdansinn sé svo kröfuharður að
slíkt komi bara af sjálfu sér. Hann segist þó alltaf
hafa gætt þess að sofa vel og mikið, gæta hófsemi
í tóbaksreykingum, drekka mikið vatn og gæta
þess að dansbúningurinn sé alltaf nýþveginn. Eitt
er líka enn: „Láttu aldrei neina ballettdansmey
koma þér úr jafnvægi."
„Ballettdansmeyjar eru vanar að hafa allt á
hornum sér. Þær eru þrautseigar, miskunnarlaus-
ar, eigingjarnar og þröngsýnar," segir Peter og
bætir þessu við: „Þannig verða þær líka að vera ef
Peter Martins með Suzanne Farrell.
þær ætla sér að komast áfram í listgrein þar sem
samkeppnin er allsráðandi."
Peter Martins er að hætta sem dansari eins og
fyrr segir. 1. desember nk. ætlar hann að kveðja
sem prinsinn í „Hnotubrjótnum" en í því verki sló
hann fyrst í gegn fyrir vestan.
Björn Borg
sýnir fatnað
+ Tennisstjarnan Björn Borg
er nú að hasla sér völl á nýjum
vettvangi. Hann hefur stofnað
sitt eigið fyrirtæki, sem fram-
leiðir íþróttafatnað og sýndi
fyrir nokkru í París tískuna
eins og hann vill að hún verði á
næsta sumri. Björn kom sjálfur
þar fram ásamt sýningarfóik-
inu og þótti bara standa sig vel.
Fatahönnuðurinn í fyrirtæki
Borgs heitir Rodhi Heintz,
sænsk-þýskur, en Borg leggur
hins vegar blessun sína yfir
hverja einustu flík áður en hún
er send á markað.
COSPER
— Mamma, það hefur lent korn í öðru auganu á mér.
Dylan og
Sara saman
á ný
+ Söngvarinn Bob Dylan er nú aft-
ur tekinn saman við konuna sína
fyrrverandi, Söru, sex árum eftir að
þau skildu en skilnaðurinn kostaði
Dylan á sínum tfma um 75 milljón-
ir ísl. kr.
Dylan, sem er 43 ára gamall,
og Sara, hafa oft sést saman að
undanförnu og segja vinir þeirra
beggja, að þau ætli að gifta sig á
ný. Þau giftu sig fyrst fyrir 18
árum og eiga saman fjögur börn,
sem nú eru á unglingsaldri. Dyl-
an hefur aldrei getað sætt sig við
skilnaðinn og að geta ekki um-
gengist börn sín og þess vegna
hefur hann leitað sér huggunar
hjá alls kyns sértrúarsöfnuðum,
sem kenna sig við kristna trú. Nú
hefur hann þó hætt þessu vafstri
og er farinn að leggja aftur rækt
við trú feðra sinna, gyðingdóm-
inn.
Rýmingarsala — rýmingarsala
Nýir austurþýskir vörubflahjólbarðar.
1100x20/14-laga framdekk á kr. 5.900,00
1100x20/14-laga afturdekk á kr. 6.300,00
Langsamlega lægstu verð sem nokkursstaöar eru í boði.
Opið daglega kl. 8—19. BARÐINN HF.,
Skútuvogi 2, sími 30501.