Morgunblaðið - 13.09.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.09.1983, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1983 Valgeir G. Vilhjálms- - sextugur son kennari I dag, 13. september 1983, er Valgeir G. Vilhjálmsson kennari, Djúpavogi, sextugur. Ég get ekki látið hjá líöa að senda þessum ágæta vini mínum og starfsfélaga um fjölda ára bestu afmæliskveðj- ur. Valgeir hefur ákveðið að láta af störfum sem kennari við grunnskóla Djúpavogs á þessu hausti eftir 37 ára starf í þessu byggðarlagi og flytjast til Kópa- vogs í nágrenni við flest sitt skyld- fólk og tengdafólk. Já, það eru orð- in 37 ár sem Valgeir hefur gegnt störfum í þessu byggðarlagi, alltaf með sömu trúmennskunni hvort hann var settur yfir mikið eða lít- ið. Mörg eru þau félagslegu störfin sem hann hefur unnið í þágu þessa byggðarlags, oft án þess að nokkur fjárhagsleg umbun kæmi í stað- inn. Ég var ungur maður þegar Valgeir kom hér fyrst sem 23 ára gamall kennari og ég man vel eftir honum á þeim árum. Hann kom mér þannig fyrir sjónir að maður- inn væri þéttur á velli og þéttur í lund. í öllu bar hann með sér fas íþróttamannsins, enda lét hann sig ekki muna um að ganga á höndunum eftir endilöngum skólaganginum þegar ég kom til starfa við skólann 9 árum síðar. Ég kynntist Valgeiri ekki mikið á þessum fyrstu árum hans á Djúpavogi. Leið mín lá brátt að heiman og ég get ekki sagt að ég kæmi hér heim í ein sjö ár, nema til að vinna eitthvað yfir hásum- arið. Ég man þó að við tefldum eina skák í tjaldi fyrir sunnan Hamarsfjörð sumarið 1949 eða ’50, en ég var þá þar í vegavinnu og Valgeir gestkomandi hjá okkur tjaldbúum. Ég tel víst að Valgeir hafi unnið skákina. Hann var oftast öðrum snjallari þegar um einhverja tölfræði var að ræða. Svo var það að við Valgeir byrjuð- um að vinna saman hér í skólan- um haustið 1955. Hann sem þaul- reyndur kennari og félagsmála- maður en ég sem hálfgerður ný- græðingur. Það er skemmst frá því að segja að samvinnan við Valgeir var hin ágætasta alla tíð, enda ekki hægt að fá betri mann að vinna með. Svo mikið er víst að ekki hefur hann hlíft sjálfum sér. Var hann alltaf reiðubúinn að taka sjálfur upp stærsta og þyngsta baggann og leggja á eigin herðar. Vil ég á þessum tímamót- um í ævi hans þakka honum ára- tuga ágætt samstarf, margvísleg- an vináttuvott og mörg góð ráð er hann veitti ungum, fávísum kenn- ara. Þeir eru orðnir æði margir sem Valgeir hefur rétt hjálpar- hönd við ýmis tækifæri, og hrædd- ur er ég um að byggðarlaginu bregði við að missa hann. Slíkan sess hefur hann skipað í litlu sam- félagi. Ég ætla þó ekki að rökræða meira um það, árin líða og rás tímans verður ekki aftur snúið. Ævisögu Valgeirs ætla ég ekki að rekja í smáatriðum, enda er mér hún ekki svo nákunnug til þess tíma er hann flytur til Djúpavogs. Veit ég þó að hann er fæddur á Nesi í Norðfirði, sonur hjónanna Vilhjálms Stefánssonar útvegs- bónda og konu hans Kristínar Árnadóttur. Börnin voru mörg og snemma varð Valgeir að fara að heiman og vinna fyrir sér. Dvald- ist hann í sveit á Stóra-Sandfelli í Skriðdal og einnig í Helgustaða- hreppi þar sem hann byrjaði barnakennslu 18 ára gamall áður en hann fór í Kennaraskólann. Mun hann hafa lent hjá góðu fólki og minnist oft þessara staða beggja með hlýhug. Átti hann oft leið þar um síðar, sérstaklega í Stóra-Sandfelli. enda er staðurinn í alfaraleið. Á Valgeir hlóðust snemma mörg trúnaðarstörf og varð vinum hans og kunningjum oft að umræðuefni hve mörg þau væru. Komust menn ekki ailtaf að sömu niðurstöðu. Má nefna að hann var um skeið bæði oddviti og hreppstjóri í Búlandshreppi. Auk þess í ýmsum nefndum og stjórn- um margra félaga. Sýslunefndar- maður og endurskoðandi Kaupfé- lags Berufjarðar árum saman, formaður slysavarnafélagsins og svo mætti lengi telja. Tæpast hlífði hann heilsu sinni sem skyldi þegar um það var að ræða að gera fólki í sínu byggðarlagi greiða. Jafnvel matartímarnir fóru í að vinna þörf verk í þágu nágrann- ans. Hann hefur ekki að öllu leyti gengið heill til skógar síðustu ár- in, en það er fjarri Valgeiri að kvarta. Gengið hefur hann hress og kátur um víkur, fjöll og eyjar þegar færi hefur gefist, enda ávallt lifað eftir forskriftinni eigi skal haltur ganga á meðan báðir fætur eru jafn langir. Hann hefur tekið ástfóstri við náttúru þess byggðarlags sem hann ungur mað- ur tók sér bólfestu í. Valgeir hefur glöggt auga fyrir sérkennum fjalla, kletta og kamba þar sem fólk í fortíð og nútið hefur séð dul- arfullar verur og furðuljós. Það er gaman að setjast inn i bíl hjá Valgeiri á góðum degi og aka með honum um sveitir. Hann kann öðr- um betur skil á örnefnum og íbúum byggðarlaga Austurlands og jafnvel þótt víðar sé farið. Sitt aðalstarf, kennsluna, hefur Valgeir rækt af sérlegri samvisku- semi og má ekki’vamm sitt vita í því efni. Hann er frábærlega nat- inn og glöggur íslenskukennari og ég held að flestum foreldrum beri saman um að áhugasamari og betri lestrarkennara sé vart hægt að fá. Valgeir giftist árið 1974 önnu Magnúsdóttur úr Hafnarfirði. Hafa þau búið á Djúpaogi síðan en ákváðu að flytjast suður í Kópa- vog á þessu hausti enda átt við nokkra vanheilsu að stríða. Veit ég að ég mæli fyrir munn allra sveitunga Valgeirs um fjölda ára er ég óska honum allra heilla á þessum tímamótum ævi hans og þakka þeim hjónum báðum og óska þeim velfarnaðar á nýjum slóðum. Ingimar Sveinsson „Hlutur Sjálfstæðisflokksins að leiða þjóðina úr ógöngum“ Aðalfundur kjördæmaráðs Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarðakjördæmi Ein meginskylda ráðherra og al- þingismanna Sjálfstæðisflokksins hlýtur nú sem jafnan áður að vera sú að draga úr forsjá og afskiptum hins opinbera. Við uppbyggingu efna- hags- og atvinnulífs á Islandi ber að virkja orku einstaklingsins til at- hafna, og það verður einungis fært með því, að fólk og fyrirtæki fái að ráðstafa sjálfsaflafé sínu. Efla þarf einstaklingsframtak í at- vinnuuppbyggingu til íands og sjáv- ar, en til þess að það sé mögulegt þarf að létta sköttum af hlutafé og arði af því og leyfa því að njóta skattfríðinda á sama hátt og sparifé. Samfara auknu atvinnufrelsi þarf að koma meiri ábyrgð aðila vinnu- markaðarins. Kjördæmisráð leggur áherslu á það, að í samningum laun- þega og atvinnurekenda verði aðilar gerðir ábyrgir gjörða sinna, og að aðgerðir ríkisvaldsins verði ákveðn- ar fyrir samningsgerð. Slík stefna hlyti um leið að verða farsælasta og raunhæfasta byggða- stefnan. Afleiðing frjálslyndrar efna- hagsstefnu í anda Sjálfstæðisflokks- ins yrði sú að verðmætasköpunin sem á sér stað úti á landsbyggðinni yrði þar eftir, hjá þvi fólki sem þar starfar. Ályktun um atvinnumál 1. Sjávarútvegur: Gera verður ráð fyrir að útgerð og vinnsla sjávarafla verði hér eftir sem hingað til burðarás atvinnulífs á Vest- fjörðum. Leggja ber höfuðáherslu á fullvinnslu sjávarafla hér heima og skapa þar með aukin atvinnutækifæri og kanna verð fyrir afurðir okkar. Bent skal á það alvarlega ástand, sem ríkir með viðhald og viðgerðir á skipa- flota okkar, þar sem ekki er til staðar dráttarbraut né skipalyfta, sem tekur upp stór fiskiskip. Við þetta flyst mik- ið fjármagn og atvinna úr fjórðungn- um svo óviðunandi er. 2. Landbúnaður: Auka þarf fjölbreytni i landbúnaði og eru þar álitlegustu kostirnir fiski- rækt, loðdýrarækt og ylrækt, til við- bótar þeim hefðbundnu búgreinum sem fyrir eru. 3. Iðnaður: Fagna ber sérstaklega því forystu- hlutverki, sem Vestfirðingar hafa náð í þróun og framleiðslu á rafeindabún- aði fyrir sjávarútveginn. Efla ber létt- an iðnað eins og kostur er. 4. Ferðamannaþjónusta: Leggja ber aukna áherslu á bætta þjónustu við ferðamenn sem hingað koma og líta skal á þessa starfsemi sem alvöru atvinnugrein. 5. Verslun: Harma ber það ástand, sem nú ríkir í verslunarmálum víða á Vestfjörðum. Skal í því sambandi bent á að stór hluti verslunar í fjórðungnum er stundaður beint frá Reykjavík. Aðalfundur Kjördæmisráðs Sjálf- stæðisflokksins í Vestfjarðakjördæmi var haldinn að Núpi í Dýrafirði dag- ana 19. og 20. ágúst sl. Aðalmál fundarins var atvinnumál, auk venjulegra aðalfundarstarfa. Ræður fluttu alþingismennirnir Matthías Bjarnason, ráðherra, og Þorvaldur Garðar Kristjánsson, ennfremur formaður kjördæmisráðs- ins, Engilbert Ingvarsson, sem flutti skýrslu um störf ráðsins á sl. starfs- ári. Síðari fundardaginn flutti fram- söguræður um atvinnumál Eyjólfur Konráð Jónsson alþm., Einar Oddur Kristjánsson frkvstj. og Ólafur Hannibalsson bóndi. Erindi þessi voru hin fróðlegustu og urðu um þær fjör- ugar umræður. Mikil samstaða ríkti í málflutningi fundarmanna um að ná fram markvissri stefnu til úrbóta í atvinnumálum og fjölga atvinnutæki- færum í Vestfjarðakjördæmi. Eftirfarandi ályktanir voru sam- þykktar einróma: Stjórnmálaályktun Aðalfundur Kjördæmisráðs Sjálf- stæðisflokksins á Vestfjörðum fagnar myndun núverandi ríkisstjórnar og lýsir yfir eindregnum stuðningi við stefnu hennar og störf. Með myndun núverandi ríkisstjórn- ar er lokið fimm ára forræði vinstri flokkanna yfir landsstjórninni. For- ræði sem valdið hefur þjóðinni ómæl- anlegu tjóni og skilið efnahagslíf landsins eftir á hverfanda hveli. Verðbólgan við myndun núverandi ríkisstjórnar var miklu meiri en þekkst hefur í sögu þjóðarinnar. At- vinnuöryggi landsmanna var í stór- hættu. Grundvallaratvinnuvegi þjóð- arinnar skorti rekstrargrundvöll, er- lendar skuldir hrönnuðust upp. Halli ríkissjóðs stefndi á annan milljarð króna, viðskiptahalli var stórfelldur, og efnahagslegt hrun blasti við, nema eitthvað væri að gert. Það hefur enn á ný orðið hlutverk Sjálfstæðisflokksins að leiða þjóðina út úr þeim ógöngum, sem stefna vinstri flokkanna hafði leitt hana f. Enginn vafi er á því, að erfiðir tím- ar fara í hönd. Hinn slæmi viðskilnað- ur vinstri stjórnanua gerir allar efna- hagsaðgerðir örðugar og ljóst er, að nauðsynleg úrræði krefjast fórna af öllum landsmönnum. Aðalfundur kjördæmisráðs lýsir stuðningi við þá fyrirætlan ríkis- stjórnarinnar að ráðast að vandamál- um þjóðarbúsins af atorku og festu. Saga undanfarinna ára sýnir, að smá- skammtalækningar leysa engan vanda en geta skapað fleiri vandamál, en þær leysa. Ljóst er, að ekki verður ráðið við vandann f efnahagsmálum, nema höggva að rótum hans. Þar er að mörgu að hyggja. Taka þarf á, á sviði ríkisfjármáía, peningamála, fjárfest- ingarmála, verðlagsmála og launa- mála. Aðalfundur Kjördæmisráðs Sjálf- stæðisflokksins á Vestfjörðum lýsir sérstakri ánægju sinni með þá við- leitni ráðherra Sjálfstæðisflokksins að draga úr opinberum afskiptum og auka hagkvæmni f rekstri hins opin- bera. í þvi sambandi vekur Kjördæm- isráðið einkum athygli á hugmyndum heilbrigðisráðherra um nýbreytni f rekstri heilbrigðisstofnana og tillög- um fjármálaráðherra um sölu ríkis- fyrirtækja. Engilbert Ingvarsson, sem verið hefur formaður kjördæmisráðsins undanfarin fimm ár, hafði látið í ljós ósk um að nú yrði valinn nýr formað- ur í hans stað. En að tillögu uppstiil- inganefndar var Engilbert einróma endurkjörinn formaður kjördæmis- ráðsins. Aðrir f stjórn voru einnig ein- róma kjörnir. Guðmundur Sævar Guðjónsson Bíldudal varaformaður, Geirþrúður Charlesdóttir ísafirði gjaldkeri, Hildur Einarsdóttir Bol- ungarvík ritari, og Gunnar Benedikts- son Flateyri meðstjórnandi. I flokksráð voru kjörnir: Högni Þórðarson Isafirði, Auðunn Karlsson Súðavík, Guðmundur B. Jónsson Bol- ungarvík, Óskar Kristjánsson Suður- eyri og Kristján Jónsson Hólmavík. Úr fréttatilkynningu. | radauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar tilkynningar Tilkynning til launa- skattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiöenda skal vakin á því, aö eindagi launaskatts fyrir mánuðina júní og júlí er 15. september nk. Sé launa- skattur greiddur eftir eindaga, skal greiöa dráttarvexti til viöbótar því sem vangreitt er, talið frá og með gjalddaga. Dráttarvextir eru 5% á mánuði. Launaskatt ber launagreiöanda aö greiða til innheimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík toll- stjóra, og afhenda um leið launaskatts- skýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið, 5. september 1983. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Framboðsfrestur Ákveöið hefur verið að viöhafa allsherjar at- kvæöagreiöslu í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur um kjör fulltrúa á 14. þing Landssambands íslenzkra verzlunarmanna. Kjörnir verða 64 fulltrúar og jafnmargir til vara. Listar verða að hafa borist kjörstjórn á skrifstofu Verzlunarmannafélags Reykjavíkur í Húsi Verzlunarinnar, 8. hæö viö Kringlumýr- arbraut, fyrir kl. 12.00 á hádegi 16. septem- ber nk. Kjörstjórnin Tilkynning til sölu- skattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiöenda skal vakin á að gjalddagi söluskatts fyrir ágústmánuö er 15. september. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóös ásamt sölu- skattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið, 5. september 1983. É| Frá Sjálfsbjörgu í i Reykjavík og nágrenni Blaða- og merkjasöludagur Sjálfsbjargar er 25. sept. Þeir, sem vilja aðstoða við blaða- og merkjasölu, eru vinsamlegast beðnir aö hafa samband við sk'rifstofu félagsins í síma 17868.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.