Morgunblaðið - 02.10.1983, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1983
2
Fólk hjálpsamt
þegar á bjátar
„NEI, ég hef ekki orðiö var við I óvart,“ sagði Bjarki Elíasson yfir-
þetta og fréttin kom mér mjög á | lögregluþjónn í samtali við Mbl., er
hann var spurður að því hvort farið
væri að bera á afskiptaleysi vegfar-
enda gagnvart slösuðu fólki, líkt og
t.d. í Bandarfkjunum.
Tilefni spurningarinnar var
frétt í Mbl. í gær, þar sem fram
kom að vegfarendur hefðu ekki
þorað að taka slasaðan mann upp
í bíl sinn í Hvalsnesskriðum, þar
sem þeir héldu að hann væri
drukkinn og ók því fólkið burt.
Bjarki sagðist ekki kannast við
viðbrögð af þessu tagi, fólk væri
einmitt mjög hjálpsamt við
náungann þegar á bjátaði, þá
væru allir boðnir og búnir til að
veita aðstoð.
Varðandi hræðslu fólks við að
veita aðstoð, eins og t.d. í Banda-
ríkjunum, sagði Bjarki að sú
hræðsla væri af öðrum toga, því
þeir, sem aðstoð veittu, gætu átt
yfir höfði sér málssókn frá hinum
slasaða, vegna þess að ekki hafi
verið rétt að aðstoðinni staðið.
Bjarki sagði að þessi viðbrögð
vegfarendanna í Hvalsnesskrið-
um væru undantekning að því er
hann best vissi og vonandi alger
undantekning.
Kauptaxtar hafa hækk-
að um liðlega 7000%
- Kaupmáttur miðaður við verðlag einkaneyzlu hefur lækkað um 9%
„Tal um lífskjaraskerðingu
vegna efnahagsaðgerða ríkis-
stjórnarinnar er blekking að því
leyti að ekkert var skert sem var
nokkru sinni til. Umframneyzla
var skorin niður og komið í veg
fyrir tekjuskerðingu af völdum at-
vinnubrests, aukinnar skuldabyrði
og hruns þjóðartekna," sagði
Vilhjálmur.
„Meginverkefni í launamálum á
næsta ári er að finna hvaða kaup-
máttarstig er samfara viðunandi
atvinnu og jafnvægi í utanríkis-
viðskiptum. Á þeim grundvelli má
síðan velja meiri kaupmátt og
minni atvinnu ef genginu er ekki
breytt, eða verðbólgustigið ef at-
vinnan á að haldast," sagði Vil-
hjálmur að síðustu.
Að halda
lífi í kulda
AÐ HALDA lífi í kulda er yfir-
skrift fjölmennrar ráðstefnu, sem
stendur yfir í Slysavarnafélags-
húsinu á Granda um helgina, að
tilhlutan norrænu samstarfsnefnd-
arinnar um heilsufarsrannsóknir á
norðurslóð. Nær 100 manns sitja
ráðstefnuna og mun fjöldi inn-
lendra og erlendra sérfræðinga
fiytja fræðsluerindi á ráðstefn-
unni.
Þeir munu til dæmis fjalla um
það, hvernig halda megi lífi í
miklum kulda, bæði á hafi úti,
til fjalla, um klæðnað í kulda,
hvernig koma megi í veg fyrir
kuldaskemmdir og hvernig fara
skuli með þær. Þá verður rætt
um vinnu í kulda, köfun og slys
við köfun, slysavarnir, björgun-
arþjónustu og almannavarnir.
Ólafur ólafsson landlæknir
setti ráðstefnuna, en Jóhann
Aexelsson, prófessor í lífeðlis-
fræði, stjórnar henni.
KAUPTAXTAR hafa hækkað um meira en 7000% á árabilinu frá
1970—1983, samkvæmt athugun hagdeildar Vinnuveitendasam-
bands íslands, að sögn Vilhjálms Egilssonar, hagfræðings sam-
bandsins.
Vilhjálmur sagði, að kaupmátt-
ur kauptaxtanna miðað við verð-
lag einkaneyzlu hefði á sama tíma
lækkað um 9% „Af þessu er ljóst,
að innistæðulausar launahækkan-
ir bæta ekki lífskjör."
Vilhjálmur sagði ennfremur, að
án efnahagsaðgerða hefði kaup-
mátturinn staðið í stað milli 3. og
4. ársfjórðungs í ár þrátt fyrir
50—60% hækkanir í kauptöxtum.
„Hærri kaupmáttur kauptaxta án
efnahagsaðgerða hefði í sumum
tilfellum verið kaupmáttur launa í
störfum sem ekki hefðu verið til,
en að öðru leyti komið fram í
auknum viðskiptahalla og meiri
skuldasöfnun erlendis."
MorjpinbUAjA/IIBj.
Kornuppskera á Þorvaldseyri
Þessa dagana eru þeir bændur sem rækta korn að Ijúka uppskerustörf-
um sínum. Uppskeran í ár er í rýrara lagi eftir þetta kalda og votviðra-
sama sumar. Myndin var tekin á fóstudag er blaðamaður fór að Þor-
valdseyri undir Eyjafjöllum og hitti Eggert Ólafsson að máli. Eggert
hefur ræktað korn í rúma tvo áratugi og er mikill brautryðjandi í
þessari ræktun. Hann býr nú félagsbúi á Þorvaldseyri ásamt sonum
sínum, Sigursveini, sem sést við vinnu sína á myndinni, og Ólafi.
Sænska sjónvarpið:
Þættir um
íslenskan
landbúnað
í FYRRAKVÖLD var væntanleg-
ur hingað til lands hópur sænskra
sjónvarpsmanna til að taka upp
efni í þrjá sjónvarpsþætti um ís-
lenskan landbúnað fyrir sænska
sjónvarpið.
Stjórnandi þáttanna kom
hingað til lands fyrr í haust og
notaði þá tímann til að taka
upp efni af gögnum og réttum.
„Hún fékk góðan söng, marg-
raddaðan, í Tungnaréttum,"
sagði Agnar Guðnason blaða-
fulltrúi bændasamtakanna i
samtali við Mbl. í gær. í ferð-
inni núna verður tekið upp efni
í Gunnarsholti af starfsemi
Landgræðslunnar en einnig
verður að sögn Agnars rætt við
nokkra bændur og farið í Rann-
sóknastofnun landbúnaðarins í
Keldnaholti.
1970—1983:
Frönsku skipin við Grandagarö, kafbáturinn liggur utan á birgðaskipinu.
Morgunblaðíð/RAX.
Franskir sjó-
liðar í heimsókn
- færa Reykvíkingum styttu að gjöf
FRANSKUR kafbátur og birgðaskip
eru nú stödd í Reykjavíkurhöfn í
kurteisisheimsókn. Á skipum þess-
um eru um 200 manns og hafa þeir í
farteski sínu styttu, sem borginni
verður færð að gjöf. Veröur styttan
sett upp á liagatorgi og afhjúpuð
sunnudaginn 9. október.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins er þetta aðeins venju-
leg kurteisisheimsókn og mun
gjöfin vera í tilefni tengsla
Frakka og íslendinga síðustu áld-
ir. Verða skipin í höfn hér fram
yfir næstu helgi, en heimsóknir af
þessu tagi eru nokkuð algengar og
skemmst að minnast heimsókna
ftala og skipa úr fastaflota NATO
í sumar. Það mun hluti þjálfunar
sjóliða að heimsækja önnur lönd
og kynnast þar stað- og lifnaðar-
háttum íbúanna, að sögn starfs-
manna utanríkisráðuneytisins.
Fáskrúðsfjörður:
Eitt sterkasta
helgarskákmótið
HELGARSKÁKMÓTINU á Fáskrúðsfirði, sem hófst á föstudag, lýkur þar í
dag, sunnudag. Keppendur á mótinu eru 36, þeirra á meðal margir sterkustu
skákmenn landsins, auk heimamanna
Jóhann Þórir Jónsson, móts-
stjóri og ritstjóri tímaritsins
Skákar, sem gengst fyrir mótinu,
telur þetta eitt sterkasta helg-
arskákmótið. Á föstudag voru
tefldar tvær umferðir, svokölluð
röðun, en þá gafst heimamönnum
tækifæri til að keppa við ýmsa
sterkustu skákmenn landsins enda
mótin byggð upp með það fyrir
augum, að áhugamenn um skák,
sem sjaldan tefla, fái tækifæri til
að reyna sig við meistarana.
Jóhann Þórir vakti athygli
og nágranna.
fréttaritara Mbl. á ungum pilti frá
Stöðvarfirði, Viðari Jónssyni, sem
vann sínar tvær fyrstu skákir og
stóð vel í Sævari Bjarnasyni í
þriðju umferð. Þegar komið var
fram í mitt tafl sagði Jóhann að
varla hefði mátt á milli sjá hvor
væri meistarinn en að lokum fór
svo, að Sævar sigraði.
Keppendur hafa rómað aðstöð-
una á Fáskrúðsfirði og hefur mik-
ið verið um áhorfendur, bæði Fá-
skrúðsfirðinga og fólk úr ná-
grannabyggðunum.
Frumsýning á „Nýtt líf“:
Mikið hlegið í Eyjum
HÚSFYLLIR var í Samkomuhús-
inu í Vestmannaeyjum fyrir helg-
ina þegar þar var frumsýnd kvik-
myndin „Nýtt líf“ eftir Þráin Bert-
elsson. Hlátrasköllin heyrðust út á
götu og var leikurum og kvik-
myndageröarmönnum fagnað vel
og lengi í sýningarlok. „Þetta er
örugglega ekki mynd um vanda-
mál millistéttarinnar," sagði Þrá-
inn Bertelsson, leikstjóri, í spjalli
við blm. Morgunblaðsins. „Það
eru nógu margir í að gera fólki
lífið leitt þó ég sé ekki aö blanda
mér í það mál.“
Myndin verður áfram sýnd í
Vestmannaeyjum, þar sem hún
var gerð, en er jafnframt sýnd í
Nýja bíói í Reykjavík. Þriðji sýn-
ingarstaðurinn verður ákveðinn
fljótlega. Myndina tók Sigurgeir
í Eyjum þegar Sigurgeir ólafs-
son, forseti bæjarstjórnar Vest-
mannaeyja, óskaði Þráni til
hamingju að frumsýningu lok-
inni. Aðrir á myndinni eru (frá
vinstri) Ari Kristinsson, kvik-
myndatökumaður, Eggert Þor-
leifsson, annar aðalleikaranna,
Frímann Lúðvíksson, sem leikur
Júlla húsvörð, Karl Ágúst Úlfs-
son, sem leikur hitt aðalhlut-
verkið, Sveinn Tómasson, bæj-
arfulltrúi, sem leikur skipstjóra,
og lengst til hægri er Runólfur
Dagbjartsson, sem leikur Lunda
verkstjóra og slær í gegn í þess-
ari kvikmynd, að sögn Þráins.