Morgunblaðið - 02.10.1983, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1983 5
Útvarp
unga
fólksins
Á dagskrá útvarpsins í dag,
sunnudag, kl. 20.00 er þátturinn
„Útvarp unga fólksins" sem þau
Eðvarð Ingólfsson og Guðrún
Birgisdóttir hafa umsjón með.
„Þátturinn verður með styttra
móti að þessu sinni, þar sem
annar dagskrárliður þarf að
komast að,“ sagði Eðvarð, þegar
hann var spurður um þáttinn.
„Ýmislegt verður þó í boði og
ber þar fyrst að nefna gest þátt-
arins sem verður Unnur Steins-
son, fegurðardrottning íslands.
Við ræðum við hana um al-
heimskeppni sem hún tók ný-
lega þátt í. Var keppnin haldin í
St. Louis í Bandaríkjum og segir
Unnur okkur frá því sem þar
gerðist. Nú, ekki ætlum við ein-
ungis að ræða fegurðarmálin,
Unnur er nemandi í Fjölbrauta-
skólanum í Breiðholti og hefur
starfað sem flugfreyja í sumar,
svo hún hefur frá mörgu að
segja.
Spurningakeppninni verður
framhaldið og mætast nú þau
Ólafur Kristjánsson, 14 ára, sem
sigraði í síðustu keppni og Drífa
Magnúsdóttir, 12 ára, frá Hafn-
arfirði. Síðan kemur 14 ára
gamall rithöfundur, Bergþóra
Guðmundsdóttir, í heimsókn og
les fyrir okkur kafla úr sögu
sem hún hefur verið að skrifa.
Kaflinn fjallar um unglinga og
þjóðfélagið eins og það kemur
þeim fyrir sjónir.
■
#*|
0' 0*)
Fyrstu flugmenn fslands. F.v. Sigurður Jónsson, Björn Eirfksson og
Agnar Kofoed-Hansen.
Flugskírteini l,2og 3
„Flugskírteini 1,2 og 3“ nefnist
þáttur sem er á dagskrá sjónvarps-
ins í kvöld, sunnudagskvöld kl.
20.55.
Eins og nafnið gefur til kynna
fjallar þátturinn um þrjá fyrstu
flugmennina á íslandi, þá Sigurð
Jónsson, Björn Eiriksson og
Agnar Kofoed-Hansen, en aðeins
einn þeirra, Sigurður Jónsson, er
nú á lífi. Einnig er brugðið upp
myndum frá sögu flugsins hér á
landi og fylgst með listflugi eins
þeirra þremenninga. Upptöku
stjórnaði Tage Ammendrup, en
umsjónarmaður er Árni John-
sen.
í myndinni er greint frá sögu flugs á íslandi. Einn merkisviðburða á
þeirri sögu sést á mvndinni hér, en hún var tekin uppúr 1950, þegar
Agnar Kofoed-Hansen tók fyrstu skóflustunguna að flugturninum á
Keykjavíkurflugvelli. Lengst til vinstri má sjá Sigurð Jónsson, eða
Sigga flug, eins og hann er flestum kunnur.
TALSKOLINN
Öllum er okkur kappsmál að vera vel máli farin, að geta
komið fram af öryggi og flutt mál okkar skýrt og skil-
merkilega.
Nú gefst jafnt ungum sem öldnum tækifæri til að
rækt'a málfar sitt og bæta tungutakið.
TALSKÓLINN
er nýr skóli, sem býður upp á fjölþætta kennslu og
þjálfun í: framsögn, taltækni, sjónvarpsframkomu, út-
varpstækni og ræðumennsku.
NAMSKEIÐ I
Framsögn og taltækni 5 vikur, 20 kennslustundir.
Tími: Mánudaga — föstudaga kl. 16.15—19.30.
Kennsla hefst 10. okt. Innritun daglega í síma
74032 frá kl. 16.00-19.30.
KENNARAR
Árni Gunnarsson, Baldvin Halldórsson, Flosi Ólafsson,
Guðrún Þ. Stephensen og Gunnar Eyjólfsson.
MANN MÁ AF MÁLI ÞEKKJA!
TALSKÓLINN
Skúlagötu 61, R.
Skólastjóri: Gunnar H. Eyjólfsson leikari.
G()dan dciginn!
Geaim skammdegið
Fjölbreyttar vetrarferðir
V á vetrarverði um allan heim
Glæsilegar sólarlandaferðir á lúxusstaði:
Kanaríeyjar frá kr. 20.478.-
■ _ 1 ’ * "V Daytona Beach í Florida frá kr. 26.851,-
I I Mexíkó frá kr. 29.817,-
» 1 I I É \ Puerto Rico og St. Thomas frá kr. 31.698,-
Helgar- og vikuferðir til Evrópuborganna vinsælu:
Luxemborg frá kr. 8.190.- London frá kr. 8.201.- Glasgow frá kr. 8.202.
Kaupmannahöfn frá kr. 8.915.- Amsterdam frá kr. 10.800.-
Gerum veturinn ógleymanlegan með góðri ferð
Samvinnuferdir-Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899
SEfiFOOO
O »VlCl
J- | !