Morgunblaðið - 02.10.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.10.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1983 Hljóðmerki rufu kyrrðina í slysadeild Borgarspítalans. f sama vetfangi þustu brunaverðir, læknir og hjúkrunar- fræðingur að neyðarbíl Reykjavfkurdeildar Rauða kross íslands, sem hafður er í sérstöku bflskýli við norðurenda deildarinnar. Stórar hurðir bflskýlisins tóku að opnast, öryggisbelti voru spennt og sírenur bflsins tóku að væla. í talstöð var (ilkynnt hvert stefnt skyldi — kona hafði fengið hjartaáfall við Sundlaugarnar í Laugardal. Hver sekúnda var dýrmæt — innan við hálf mínúta var liðin frá því hljóðmerkin tóku að berast um ganga slysadeildar þar til bfllinn var á leið inn i Laugardal. Við ókum á eftir í sérstakri bif- reið Slökkviliðsins — sírenuvælið yfirKnæfði umferðargnýinn og bíl- um var vikið til hliðar. Ekið var norður Háaleitisbraut, á rauðu yfir gatnamótin við Miklubraut, beygt var austur Ármúla, niður Hallar- múla og inn á Suðurlandsbraut og Reykjaveginn til norðurs. Örfáar mínútur voru liðnar og við vorum við Sundlaugarnar. Fullorðin kona hafði fengið hjartaáfall og læknir ásamt hjúkrunarfræðingi og bruna- vörðum hóf þegar björgunartil- raunir. Konan var flutt inn í neyðarbíl- inn, sem er nokkurs konar slysa- deild á hjólum. Mínúturnar liðu ein af annarri — starfslið neyðarbíls- ins vann sitt verk inni í bílnum. Hjarta konunnar hóf að slá á ný. Um 10 mínútur liðu og þá loks var haldið á slysadeild Borgarspítalans. Allt var til reiðu þegar komið var með konuna þangað og haldið var áfram að freista þess að bjarga lífi hennar. Eftir fyrstu hjálp var hún flutt í gjörgæzludeild og liggur nú þegar þetta er skrifað á hjartadeild Borg- arspítalans. Með snörum handtök- um — með þrautþjálfuðu starfsliði — með læknisvísindum nútímans hafði tekizt að bjarga mannslífi. Bíll 13 hafði enn einu sinni komið að ómetanlegum notum, en svo er hann nefndur meðal starfsfólks. Ekki vegna þess að þeir vilji bjóða forlögunum byrginn með þessari tölu, sem í augum svo margra er óhappatala, heldur einfaldlega vegna þess að tveir síðustu stafirnir í skráningarnúmerinu eru 13. Morgunblaðsmenn fengu tæki- færi til þess að kynnast starfsemi neyðarbílsins og fylgdust með hon- um síðastliðinn miðvikudag en þá var ár liðið frá því neyðarbíllinn var tekinn í notkun. Honum er haldið úti sex daga vikunnar, frá mánudegi til laugardags frá klukk- an átta að morgni til miðnættis. Fullyrða má, að með starfsemi neyðarbílsins hafi gjörbylting orðið í þessum málum og borgarbúar búi við mun meira öryggi. Með þessu er ekki verið að draga úr ágæti sjúkra- bílanna, sem sendir voru og eru — þegar neyðarbíllinn er ekki notað- ur, að nóttu til og á sunnudögum — í neyðartilvikum. Starfsemi neyðarbílsins er út- víkkun á starfsemi sjúkrahússins. Fullkomin þjónusta er veitt á staðnum og dýrmætur tími vinnst. Tími sem getur skipt sköpum — ekki síst í tilvikum þegar fólk fær hjartaáfall eða lendir í andnauð. Þá skipta örfáar mínútur sköpum um hvort lífi verður bjargað. Aður var sjúkrabíll sendur á staðinn og sjúklingi ekið í slysadeild þar sem meðferð hófst. Með neyðarbílnum vinnst dýrmætur tími og fullyrða má að mörgum mannslifum hafi verið bjargað. Billinn er sendur í öllum neyðar- tilvikum sem upp koma á milli klukkan 8 og 24. Öll slys, hjarta- tilfelli, þegar fólk lendir í andnauð og áfram mætti telja. Reyndir að- stoðarlæknar á lyflæknisdeild Borgarspítalans fara með bílnum, ásamt hjúkrunarfræðingi og tveim- ur brunavörðum, sem hafa sótt námskeið í fyrstu hjálp, haldin voru sérstök námskeið fyrir þá í vetur sem leið og urðu þeir að standast próf til þess að teljast hæfir til starfa á neyðarbílnum. í 96 tilvikum jafnvel skipt sköpum „Á því ári sem liðið er frá því þessi starfsemi hófst, hefur bíllinn farið í liðlega 1300 útköll. í 96 til- vikum af þessum 1300 — þegar gripið er inn í á „krítískum" augna- blikum, svo sem í hjartastoppi, önd- unarnauð og alvarlegum umferð- Texti: Hallur Hallsson Ljósmyndir: Júlíus Sigurjónsson arslysum — þegar sjúklingur hefur hlotið læknismeðferð á vettvangi, hefur hún jafnvel skipt sköpum um líf hans. í öðrum 350 tilvikum hefur liðið á neyðarbílnum komið að veru- legum notum — við lyfjameðferð, bráðameðferð á staðnum og eftirlit með sjúklingi á leið í sjúkrahús. í öðrum tilvikum kemur starfslið bílsins að gagni, í til að mynda minni háttar slysum. Af þessum 1300 tilvikum er liðlega helmingur sjúkravitjanir og tæplega helming- ur slys. Utköli eru þetta 5—6 á dag en geta farið allt upp í 12—14. Þessi starfsemi er til gífurlegs öryggis t.d. fyrir þá sem slasast eða fá hjartaáfall og reyndar fyrir alla borgarbúa, því hver og einn getur lent í því að þarfnast fyrirvara- lausrar læknismeðferðar," sagði Gunnar V. Sigurðsson, yfirlæknir á lyflæknisdeild Borgarspítalans í samtali við blaðamann Mbl. „í fyrstu var starfsemi neyðar- bílsins bundin við daginn, frá klukkan átta á morgnana til fimm á daginn, fimm daga vikunnar. Síðan kom í ljós að full þörf var á að lengja tímann og það var gert upp í núverandi horf, en betur má ef duga skal. í mínum huga þyrfti neyðarbíllinn að vera til staðar all- an sólarhringinn alla daga vikunn- ar. Við þekkjum það af reynslunni að full þörf er á því. Fólk fær hjartaáfall á nóttunni, eins og á öðrum tíma sólarhringsins svo dæmi sé tekið og alvarlegustu um- ferðarslysin verða oft að nóttu til, ekki sízt um helgar," sagði Gunnar Sigurðsson. Hrólfur Jónsson varaslökkviliðs- stjóri tók mjög í sama streng og Gunnar um nauðsyn neyðarbílsins. „Auk þess bætir starfsemi neyðar- bílsins almenna sjúkraflutninga fyrir utan að vera borgarbúum mik- ið öryggistæki. Brunaverðir hafa starfað með læknum, farið á nám- skeið og þeir hafa aukið stórlega við þekkingu sína. Við teljum að miklar framfarir hafi orðið í almennum sjúkraflutningum ekki sízt vegna þess að nú þarf ekki að kalla al- menna sjúkrabíla fyrirvaralaust í neyðarköll, nema í algerum undan- tekningartilfellum," sagði Hrólfur í samtali við blaðamann. Guðmundur Vignir Óskarsson og Bjarni Ingimundarson voru bruna- verðir á vakt þegar Morgunblaðs- menn voru að kynna sér starfsemi neyðarbílsins. „Við vinnum öll sem ein heild á bílnum og höfum skipt með okkur verkum. Þegar mikið bjátar á erum við öll á fullu. Við sjáum til að mynda um hjartahnoð og að gefa raflost í hjartatilfellum," sögðu þeir Guðmundur Vignir og Bjarni i samtali við blaðamann. „Við höfum aukið við þekkingu okkar í starfi með læknum og hjúkrunarfræðingum. Þá vorum við í fyrirlestrum í vetur og gengumst undir sérstakt próf til þess að vera gjaldgengir á bílinn. Fyrirhugað er að framhald verði á þessari fræðslustarfsemi. Það er óyggjandi að neyðarbíllinn kemur að miklum notum — það er í sjálfu sér ekki okkar að fullyrða hvort mannslífum hafi verið bjargað, en við erum þess fullvissir að með neyðarbílnum hafi mannslífum verið bjargað," sögðu þeir félagar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.