Morgunblaðið - 02.10.1983, Side 27

Morgunblaðið - 02.10.1983, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKT0BER 1983 27 Um hlutverk ástöðumanns á fjárflutningabíl, sagði Emil ástöðumaður að það væri að standa aftan á pallinum allan þann tíma, sem lömb væru á honum og koma í veg fyrir það, að þau legðust niður. Ef þau liggja undir á pallinum, þá stíga hin lömbin ofan á þau og viðbúið að þau merj- ist. Kemur það fram á kjöt- inu, þegar búið er að slátra og veldur verðfellingu. Kjötið fer í annan flokk og það er fæstum bændum að skapi. Ef lömb troðast undir, þá getur það leitt til þess að þau hreinlega drepist og engum bónda er það að skapi. Emil sagði, að viss tala lamba væri í hverju hólfi og þannig gæti hann fylgzt með því hvort eitthvert lambanna væri undir. En bezt væri að ganga sem minnst um pall- inn, ef þess væri kostur, því þá legðust lömbin síður niður vegna hræðslu við ástöðu- manninn. Einnig gæti það verið mismunandi frá bæ til bæjar, hversu mikið af lömb- um legðist niður. Ekki endi- lega af því að þau væru hræddari eða styggari. Held- ur hitt, að þau væru vel étin eða þá eftir smalamennsku og rekstur. Um það hvort ekki væri kalt að vera uppi á palli í norðan garra eða rigningu, þá sagði Emil það, að hann reyndi að klæða sig sæmilega og vera í regngalla, þannig að það blési ekki svo mikið í gegn. Þetta væri skemmtileg vinna, ferðazt víða og sér lík- aði þetta mjög vel. Það væri aðstaða í Hrútsholti. Kemur síðan bóndinn Helgi Guð- jónsson, hvatlegur maður, með lítið barn sér við hlið og heilsar upp á okkur. „Við erum hérna með mann frá Morgunblaðinu með okkur,“ segir Garðar bíl- stjóri. „Frá Mogganum", sagði Helgi. „Jæja, eruð þið komnir til þess að sættast? Þið hafið verið vondir við Erlend upp á síðkastið í Mogganum vegna einhverra íþróttastyrkja, sem SÍS hefur veitt. Annars veit ég ekkert um þetta. Sé ekki Moggann. Hefi bara heyrt þetta." Síðan er tekið til við að reka lömbin úr krónum fram á fóðurganginn, þar sem þau eru síðan rekin beint út á pallinn á bílnum. Heldur brösuglega gengur þetta allt saman og segir Helgi bóndi, að þetta séu þrjózkustu lömb sem til séu. Séu alltaf með rassinn á undan. En þetta gengur hægt og rólega fyrir sig og brátt eru þessi 60 lömb öll komin á bílinn. Emil ástöðumaður lítur eftir, hvort ekki séu allir hausar upp úr í hverri stíu fyrir sig. Eitthvað vilja þau leggja sig niður. Sennilega óhress með það að svona mik- ið skuli vera þrengt að þeim. Aldeilis frávik frá því að hafa gengið um hagana í sumar og geta farið allra sinna ferða frjáls og síðan á einum degi rekin í hús dregin, frá mæðr- um sínum og að lokum hneppt í kös uppi á bíl, þar þessar. Þurfti Emil nokkrum sinnum að draga lamb fyrst upp á pall, upp sliskjuna, áð- ur en hin lömbin, sem eftir voru, tóku að renna upp á eft- ir þeim. Eflaust ekki svo fjarri ályktað hjá malbiks- barninu, sem sjaldan hafði komið í dreifbýlið, þegar það spurði að því, hvort lömbin ætluðu aldrei að læra að ganga upp á bílinn. Þetta sér gert á hverju hausti og ein- hvern tímann hljóti þau að læra þetta. Hver veit nema að lömbin á Þverá verði búin að læra það næsta haust, þegar þau verða sótt þá. En nóg um það. öll 40 lömbin fóru upp á bílinn og síðan var ekið sem leið lá í Borgarnes aftur. Vegurinn var óvenjulega góður. Ekki nema 2 hvörf, þar sem stoppa þurfti hérumbil alveg áður en ekið var yfir þau, svo ekki kæmi slinkur á bílinn og Em- il ástöðumaður hefði meira að gera en eðlilegt væri mið- að við aðstæður. Brátt var komið að slátur- húsinu, sem er úti í Brákarey. Þar tók Þórður Guðmunds- son, réttarstjóri, á móti þeim og lét þau í ákveðinn dilk, þar sem þau skyldu geymast til næsta dags. Þess dags er þeim yrði fargað. Þórður réttarstjóri sagði, að stundum kæmu menn frá viðkomandi bæjum til þess að framvísa lömbunum. Fælist það í því, að stundum væru fleiri en eitt mark frá hverj- um bæ og þar af leiðandi fleiri eigendur oftast. Kæmi Að síðustu eru þau komin í réttina við sláturhúsið og Þórður réttarstjóri telur þau inn til að f«ra í bækur sínar. ásókn að komast í þetta starf og kæmust færri að en vildu. Þetta væri ekki færibanda- vinna eins og inni í slátur- húsinu og jafnframt unnið úti við. Þið eruð vondir við Erlend Eftir að hafa malað við þá Garðar bílstjóra og Emil ástöðumann á leiðinni frá Borgarnesi og ’æstur í Eyja- hrepp, þá var komið að því að farið væri heim á fyrri bæ- inn. Vað það Hrútsholt. Þar eru nýleg fjárhús og Garðar gat ekið beint að fjárhúsdyr- unum og bakkað að þeim til að setja lömbin á. Fyrirtaks sem þau geta sig hvergi hreyft. Er nema að vonum. Ætla þau aldrei að læra að ganga upp? Eftir að hafa kvatt Helga bónda í Hrútsholti, þá var haldið að Þverá. Þar voru lömbin í rétt úti við hjá Helga bónda Guðmundssyni. Eftir að Garðar bílstjóri hafði bakkað að réttarveggn- um við dyr á honum, þá kom hann með sliskju til þess að mynda brú fyrir lömbin til að ganga upp. En sliskju hefur hann meðferðis á bílnum til að nota við aðstæður sem því einhver frá bænum til þess að framvísa lömbunum eftir eigendum og þannig gæti hver eigandi fengið sitt lamb og jafnframt fallþunga þess á vigtarnótuna frá slát- urhúsinu. Þannig var ein ferð með sláturhússbíl frá Kaupfélagi Borgfirðinga til að sækja sláturlömb. Eflaust er hver ferðin annarri lík, þegar frá líður.. Nema þegar eitthvað kemur upp á. Sögðu þeir Garðar og Emil, að það kæmi sjaldan fyrir og því væri þetta vinna, sem væri nokkuð svipuð frá degi til dags. — Pþ- margar nýjar gerðir Einnig furusófasett frá kr. 9.980.- Furusófaborð margar gerðir. Leðursófasett margar gerðir frá kr. 24.960.- Eldhúsborð í úrvali. Góðir greiðsluskilmálar. Húsgagnaverslun Reykjavíkurvegi 68, Hafnarfirði. Sími 54343. HAFANewLine Sænskar baðinnréttingar (sérflokki, sem má raða upp að vild. Fást I aski, teak, lituðum aski og hvltlakkaðar. Vald Poulsen Suðurlandsbraut 10 — sími 86499

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.