Morgunblaðið - 02.10.1983, Side 36

Morgunblaðið - 02.10.1983, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1983 eftir Jóhönnu Tryggvadóttur Bjamason Hvarvetna á byggðu bóli er rétt- ur fatlaðra og aldraðra fyrir borð borinn að einhverju leyti. Hvað skyldu margir úr þessum hópum, íslenskir, vita að hinn heimsfrægi finnski arkitekt Alvar Aalto hannaði heilsuræktarmannvirki fyrir Heilsuræktina og útivist- arsvæði í samráði við borgaryfir- völd fyrir þá og fyrir fullhrausta reyndar líka í hjarta Stór- Reykjavíkursvæðisins, á svoköll- uðum Ásmundarreit er afmarkast af Sigtúni, Kringlumýrarbraut, Suðurlandsbraut og Reykjavegi (sjá uppdrátt). Reykjavegur einn skilur svæðið frá Laugardalnum og öllu því sem hann hefur upp á að bjóða. Vestan Kringlumýrar- brautar eru svo hús Öryrkja- bandalagsins að Hátúni 10—lOb, stórhýsi Sjálfsbjargar og vinnu- staður fatlaðra. Vorið 1971 var Heilsuræktinni mæla svo ekki verði unnið óbæt- anlegt tjón þarna. I Lesbók Morgunblaðsins birtist þann 27. nóv. 1982 grein um Heilsuræktina og segir þar orð- rétt: „Aalto hafði komið til Reykja- víkur og m.a. skoðað Ásmundar- safn við Sigtún. Var hann mjög ánægður með að Heilsuræktinni skyldi hafa verið úthlutað lóð í nágrenni safnsins, Laugardalsins og húsa Öryrkjabandalagsins og Sjálfsbjargar. Nágrenni Heilsuræktarstöðvar- innar við Ásmundarsafn kallaði hann „menningarreitinn" og stöð- ina, þegar upp væri komin, ásamt almenningsgarði sunnanvert við hana (sem var ósk hans að kæmi þarna), vildi hann kalla „perlu norðursins". Skyldi þessi almenn- ingsgarður afmarkast af Kringlu- mýrarbraut og Suðuriandsbraut, vera gróðurvin með bekkjum, leik- tækjum og gosbrunni. Til að auðvelda fólki, fötluðum og öðrum, aðkomu að svæðinu Hverjir hafa forgang, fatlaðir og aldraðir eða verkfræðingar? úthlutað 12 þúsund fermetra lóð fyrir starfsemi sína á horni Sig- túns og Kringlumýrarbrautar. í staðfestu skipulagi er ákveðið að þarna skuli vera útivistarsvæði og starfsemi sem falli vel að slíku. Reykjavíkurborg voru greidd til- skilin gjöld. Síðan hófst undirbún- ingur. Þótti það skipta miklu máli að byggingar á lóðinni og tilheyr- andi útisvæði yrðu sem best úr garði gerð. Fyrir milligöngu ólafs Jóhann- essonar, þáverandi forsætisráð- herra, tókst Heilsuræktinni að fá Alvar Aalto til að taka verkið að sér. Hafði Aalto komið í Ásmund- arsafn sem þarna er og reiturinn er kenndur við. Þekkti hann því umhverfið og sá svæðið fyrir sér sem alhliða menningarreit. Gladd- ist hann yfir skilningi yfirvalda í Reykjavík að þarna skyldi verða grænt svæði með tveim stofnun- um sem hvor að sínu leyti ykju á útivistarmöguleika þeirra er stað- inn heimsæktu. Hann taldi sig sæmdan af því að eiga hlut að því að hanna slíkt svæði með kempu á borð við Ás- mund Sveinsson. Aalto gerði það að skilyrði fyrir því að hann teiknaði Heilsurækt- ar- og endurhæfingastöð með til- heyrandi innisundlaug, sérstak- lega hannaðri fyrir aldraða, úti- sundlaug, útivistarsvæði og „trimmbrautum": 1. að aðrir Norðurlandabúar fengju notið þessa til jafns við íslendinga. 2. að tryggt yrði að allir hefðu jafnan rétt og möguleika til að notfæra sér þjónustu Heilsu- ræktarinnar og þannig yrði frá gengið að jafnt fatlaðir sem heilir kæmust að svæði og bygg- ingum. 3. að hann gæti teiknað mannvirk- in þegar honum hentaði, þannig að skil teikninga væru ekki bundin við ákveðinn tíma. Yfirvöldum borgarinnar var kynnt málið rækilega og var því mjög vinsamlega tekið af þeim, ekki síst Birgi fsl. Gunnarssyni, borgarstjóra, sem þá var tekinn við embætti af Geir Hallgrímssyni er hafði undirritað bréfið til Heilsuræktarinnar um lóðaúthlut- unina. Fannst mér að þeir sem ég talaði við um þetta, borgarstjórn- armenn og þingmenn Reykjavík- ur, teldu það mikinn ávinning að fá mann á borð við Alvar Aalto til að taka að sér verkið. Það var mikið lán að Aalto hafði lokið við aðaluppdrætti að verkinu áður en hann lést árið 1978. Aalto taldi nauðsynlegt að fá Heilsuræktarhúsið flutt ofar og innar á svæðið svo að útsýni feng- Jóhanna Tryggvadóttir Bjarnason „Fái verkfræðingar sitt fram verður hugmynd hins heimsfræga snill- ings um samnorræna menningar- og heilsu- ræktarstöð á As- mundarreit að engu.“ ist út á sjóinn og hægt væri að verjast hávaða frá Kringlumýr- arbraut. Vilyrði fékkst fyrir því að þessum óskum yrði fullnægt þar sem talaó var um að eingöngu yrðu leyfðar byggingar meðfram Sigtúni, enda svæðið auðkennt sem útivist- arsvæði, þ.e. grænt svæði. Árið 1972 flutti Heilsuræktin starfsemi sína i Glæsibæ, þar sem henni skyldi haldið áfram þar til framkvæmdirnar á Ásmundarreit yrðu að veruleika. Var starfsem- inni hagað samkvæmt ábending- um Aaltos og þróaðist á þann hátt næstu árin. Voru þar gerðar hveralaugar og ýmislegt annað framkvæmt eftir ábendingum hans. Endurhæfingarstarfsemin hófst formlega haustið 1976. Hindranir í vegi Nú hefði mátt ætla að yfirvöld hefðu séð sóma sinn í því að hrófla ekki við hugmyndum Aaltos en því var því miður ekki að heilsa. Gerð var samþykkt á fundi borgarráðs í lok árs 1981, þar sem lagt var til að Verkfræðingafélagi íslands yrði gefinn kostur á byggingar- rétti fyrir starfsemi sína á Ás- mundarreit neðan Suðurlands- brautar og austan Kringlumýrar- brautar. Var úthlutunin bundin því skilyrði að Verkfræðingafélag- ið afsalaði sér skriflega (innan mánaðar frá umræddri samþykkt) lóðarúthlutun í 2. áfanga nýs miðbæjar, er borgarráð gaf félag- inu kost á fyrr á árinu 1981. Áður en borgarráð hafði samþykkt að úthluta Verkfræðingafélaginu umræddri lóð, hafði þáverandi borgarstjóri, Egill Skúli Ingi- í bergsson, beðið um að fá teikn- ingar Alvars Aalto að Heilsurækt- inni til að leggja fyrir byggingar- nefnd borgarinnar. Setti hann j Heilsuræktinni ákveðinn skila- I frest til að afhenda byggingar- nefnd teikningarnar, því ef þær bærust henni ekki fyrir ákveðinn I tíma, félli tilkall Heilsuræktar- innar til lóðarinnar úr gildi. Það tókst að skila umræddum teikningum áður en skilafrestur rann út. Byggingarnefnd vísaði teikningunum til umsagnar skipu- lagsnefndar vegna þess að ekki var búið að ganga formlega frá færslu hússins innan lóðar svo sem áður var nefnt. Fól skipulags- nefndin Borgarskipulagi að vinna það verk, en meðan verið var að því samþykkti meirihluti borgar- ráðs (á móti voru Albert Guð- mundsson og Björgvin Guð- mundsson) tillögu borgarverk- fræðings, sem ekkert hafði með málið að gera, að veita Verkfræð- ingafélagi íslands vilyrði fyrir skrifstofu- og samkomuhúsi fé- lagsins inni á útivistarsvæðinu. Var svo langt gengið á tímabili að sex metra breiðri götu var ætlað að •igffla yfir lóð Heilsuræktarinnar að fyrirhuguðu húsi Verkfræð- ingafélagsins og yfir þann stað er Aalto hafði ætlað B-álmu Heilsu- ræktarinnar að standa. Efnt var til samkeppni um þessa byggingu Verkfræðingafélagsins og var jafn- vel gefið í skyn að koma mætti fyrir á útivistarsvæðinu fleiri byggingum með tilheyrandi bílastæöum, sem ná myndu að barmi sundlaugar þeirrar, sem Aaito hafði lagt hvað mesta áherslu á að gerð yrði. Borgarskipulag og skipulags- nefnd, sérstaklega fulltrúi Sjálf- stæðisflokks í þeirri nefnd, Birgir ísl. Gunnarsson, kom ásamt full- trúa Framsóknarflokksins, Hilm- ari Ólafssyni, í veg fyrir mikil mistök með því að vísa frá tillögu um aðkomuleið að Verkfræðinga- húsinu í gegnum mannvirki Heilsuræktarinnar. Heilsurækt og úti- vistarsvæði eða skriffinnskubákn Það er þversögn að ætla stéttar- félagi verkfræðinga lóð fyrir skrifstofuhúsnæði á útivistar- svæði. Það er ekki til fyrirmyndar, með tilliti til hugmynda Alvars Aalto um heilsurækt og norræna menn- ingarmiðstöð á Asmundarreit, hvernig borgaryfirvöld tóku á þessu máli 1981. Þau yrðu ekki lít- il áhrifin sem mannræktarmið- stöð sem þessi, sem einn merkasti arkitekt okkar tíma á hlut að, hefði á líf þeirra sem njóta myndu, yrðu hugmyndir hans að skipulagningu svæðisins að veru- leika. Nafn Alvars Aalto yrði jafn- framt greypt í þjóðarsálina um ókomin ár, þar sem hann er einnig hönnuður Norræna hússins í Reykjavík. Lóðarbeiðni Verkfræðingafé- lagsins stefnir byggingarmálum Heilsuræktarinnar í fullkomið óefni. Raunar sætir það furðu að það skuli orka tvímælis hvort skuli hafa forgang, heilsuræktar- aðstaða og almenningsgarður eða nýbygging fyrir stéttarsamtök sem ætla mætti að finna mætti stað einhvers staðar annars staðar, t.d. í nýja miðbænum, án þess að starfsemi félags verkfræð- inga biði skaða af. Nú hefur það gerst að borgarráði hefur borist beiðni Verkfræðingafé- lagsins um endanlega afgreiðslu lóð- arumsóknar þeirra og má því vænta þess að borgaryfirvöld afgreiði mál þetta alveg á næstunni. Myndi lóð sú er Verkfræðingafélagið vill fá í sinn hlut á Ásmundarreit spanna hvorki meira né minna en fimmtung reitsins. Fái verkfræðingar sitt fram verður hugmynd hins heims- fræga snillings um samnorræna menningar- og heilsuræktarstöð á Ásmundarreit að engu. Fæ ég ekki betur séð en að fatlaðir, aldraðir og aðrir er láta sig þetta mál varða, verði nú að rísa upp til and- vildi hann hafa göngubrú yfir Kringlumýrarbraut og undirgöng undir Reykjaveg (sjá teikningu). Hann sá í hendi sér að göngubrú og undirgöng myndu auðvelda fótgangandi og fötluðum að kom- ast yfir í Laugardalinn og jafnvel alla leið niður i Grasgarðinn en þannig kæmist þetta fólk út úr einangrun sinni án aðstoðar ann- arra og gæti þannig átt mun fyllra líf. Aalto taldi ísland eiga ótæm- andi möguleika á að vera miðstöð heilsuræktar með dýrmætu hvera- vatni sínu, ómenguðu lofti og möguleikum til útivistar í kyrr- látu og fögru umhverfi. Sagðist hann ekki mundu hika við að koma hingað í þessu skyni." Almenningur er í æ ríkara mæli að vakna til vitundar um gildi úti- vistar og heilsuræktar. Alþjóðleg samtök eins og Sameinuðu þjóð- irnar boða ár fatlaðra, ár aldraðra o.s.frv. og það eru einmitt þéssi sjónarmið og þessir hópar sem hugmynd Alvars Aalto snerist um og heilsuræktaraðstaða í Ás- mundarreit myndi gera endurhæf- ingu fatlaðra og aldraðra að veigameiri þætti í þjóðlífinu en nú er. Lokaskilyrði meistara Aaltos var að tryggt yrði að verkið nyti sín og hefði varanlegt gildi í fram- tíðinni. Kvaðst hann aldrei vinna verk nema til gagns fyrir heildina. Væri vel ef ráðamenn höfuðborg- arinnar hefðu þá reglu að leiðar- Ijósi. Hafnarfirði, 29. september 1983. Jóhanna Tryggyadóttir er formaó- ur stjórnar Heilsuræktarinnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.