Morgunblaðið - 02.10.1983, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1983
39
Úr útlegð
Leopold konungur er kominn heim úr útlegðinni. Þær voru dálítið
misjafnar móttökurnar, sem hann fékk. Sumir drógu jafnvel fána í
hálfa stöng. Á myndinni er konungurinn ásamt Baudouin, elsta
syni sínum, og Rethy, konu sinni, sem enn dvelst erlendis, þar sem
hún á von á barni.
Söguleg stund 16. júlí 1951: Leopold skrifar undir afsal konungdóms. Baldvin konungur, þá krónprins, til
hægri á myndinni.
Þó svo að umræður um framtíð
konungdæmisins hæfust jafn-
skjótt og stríðinu var lokið varð
það ekki útkljáð fyrr en eftir fimm
ára þóf eins og áður segir. Og eftir
að Leopold hafði snúið heim og
varð nú að horfast í augu við illan
hug fólks, þar sem ekki örlaði á
fyrirgefningarvilja, gerði hann sér
grein fyrir að dagar hans sem
konungs voru taldir. Hann afsal-
aði sér völdum í hendur sonar síns
Baldvins, sem tók við ári síðar, eða
þegar hann varð 21 árs. Fram að
þeim tíma gegndi Karl áfram
embætti ríkisstjóra.
Leopold og Liliane bjuggu
áfram um kyrrt í Laeken-
höllinni og sagt var að ungi kon-
ungurinn þægi öll ráð frá föður
sínum, sem væri hvarvetna með
puttann. Þetta vakti upp svo hat-
rammar deilur að Leopold og kona
hans fluttu síðan úr höllinni og
mörg síðustu árin sást hann sjald-
an á almannafæri.
Við andlát hans á sunnudag
komust Belgar í nokkurn bobba;
átti að veita honum látnum þá
kveðju sem konungi sæmdi, þrátt
fyrir allt? Niðurstaðan varð sú að
þjóðarsorg var ákveðin innan
hirðarinnar fram til 9. október.
Fánar voru dregnir í hálfa stöng
og lík hans hefur síðustu daga
hvílt á viðhafnarbörum. Að þeim
hafa komið helztu mektarmenn
þjóðarinnar og vottað honum
hinztu virðingu.
Svar við því sem stundum er
nefnt „konunglega spurningin"
þ.e. um hvort hann var í raun hall-
ur undir nazista hefur ekki verið
gefið og verður líklega ekki í bráð.
Landar hans af eldri kynslóð
minnast enn þess ljóma sem lék
um hann ungan og harmsagan um
Ástríði ungu og fallegu drottning-
una, sem lenti í bílslysi og gaf upp
öndina í örmum ásthrifins eigin-
manns er sögð litlum börnum í
Belgíu. Sagnfræðingar eiga áreið-
anlega eftir að grúska meira í sög-
unni. Kannski fáist þá svar við
konunglegu spurningunni og
kannski gátan um Leopold III
konung af Belgíu og Kongó verði
leyst.
Samantekt: Jóhanna
Kristjónsdóttir
rir
ilH
skrv
lík
þar
arfö
þrið.
Soi
liftr
c
fyrii
sor g
þjóð
fráf,
Lr
or d
ið m
jrlöð
inn
fagn
oklii
féllst á stefnu hans. Þjóðabanda-
lagið var þá enn við lýði og marg-
ar þjóðir trúðu enn, að það myndi
verða þess megnugt að halda Hitl-
er í skefjum. Belgar ákváðu að
banna að franskir eða brezkir her-
menn yrðu á belgísku landi, þegar
Hitler hafði lýst yfir stríði og hóf
aðförina að Póllandi. Neitun Belga
um þetta, sem að flestra dómi var
ekki hvað sízt tekin fyrir atbeina
Leopolds, varð síðan til að veikja
til stórra muna varnir landsins.
Þýzkar hersveitir hófu innrásina í
Belgíu þann 10. maí. Daginn eftir
tók Leopold við yfirstjórn hersins
og sendi áskorun til Breta og
Frakka um stuðning. En innan
fjögurra daga hafði áköf sókn naz-
ista gert að engu áætlanir banda-
manna, sem voru gerðar í fáti og á
síðustu stundu. Franskar her-
sveitir voru í herkví í Sedan,
brezkir og belgísir hermenn ásamt
nokkrum frönskum hersveitum
hörfuðu til strandar og komust yf-
ir við Dunkirk eins og frægt er
orðið og áður er að vikið.
Viku eftir að innrásin hófst
höfðu flestir ráðherrar belg-
ísku ríkisstjórnarinnar komið sér
úr landi. Eftir var forsætisráð-
herrann Pierlot ásamt fáeinum
öðrum. Þann 25. maí tjáðu þeir
Leopold að þeir væru á förum og
grátbáðu konung að slást í för með
þeim. En hann neitaði og sagðist
hafa ákveðið að deila kjörum með
hermönnum sínum.
Nazistar tóku síðan Laeken-höll
og þar var Leopold síðan „stríðs-
fangi" meðan Þjóðverjar hersátu
Belgíu. En fjarri var að hann
deildi kjörum með hermönnum
sínum og grunsemdir vöknuðu um
að honum væri hernám Þjóðverja
ekki eins leitt og hann léti, þar eð
hann hefði í ýmsu látið í veðri
vaka að honum sýndist óhjá-
kvæmilegt að Þjóðverjar yrðu hin-
ir nýju hæstráðendur Evrópu.
Þann 11. septemer 1941 gekk
hann að eiga Liliane Baels, sem
var dóttir fyrrverandi ráðherra.
Giftingunni hvar haldið leyndri í
Belgíu í heilt ár, en fréttin um
giftingu Leopolds kom eins og
þruma úr heiðskíru lofti yfir
landa hans. Þeir voru enn að
syrgja hina fríðu og Ijúfu Ástríði
drottningu, en aukin heldur
fannst þeim kóngur heldur betur
hafa leikið tveimur skjöldum:
meðan flestir hermenn eða fangar
urðu að vera fjarri fjölskyldum
sínum og búa við knappan kost og
oftast verri en það, virðist sem
Leopold hafi lifað tiltölulega eðli-
legu fjölskyldulífi. Á þessum árum
var það ekki síður þyrnir í augum
Belga að Lilian var af borgara-
legum ættum, hneisa mikil var
þetta því í augum flestra. Lilian
fékk þó úthlutað prinsessutitli og
börn þeirra tvö, Alexander, fædd-
ur 1942, var nefndur prins svo og
Marie Christine prinsessa, fædd
1951. Ákveðið var með löggjöf að
börn Leopolds af síðara hjóna-
bandi gætu ekki gert tilkall til
ríkiserfða.
Eftir að fór að halla undan fæti
fyrir Þjóðverjum var fjölskyldan
flutt um set, fyrst til Saxlands og
síðan til Strobls og hersveitir
bandamanna komu svo þangað í
maí 1945.
I Lögbirting Prakka, sem
* kemur út í dag, verSur
birt tilskipun um þaö, aS
Leopold Belgíukonungur skuli
sviftur orðu frönsku heiðurs-
fylkingarinnar (Legion d’-
honneur), að því er segir í
fregn frá London.
Frásögn af viðbrögðum vegna af-
stöðu Leopolds þegar hann þótti
einum of hallur undir nazista og
var sviptur ýmsum titlum.
samninga eins og alræmt er og
Belgum skildist að vá kynni að
vera fyrir dyrum. Að vísu hafði
verið gerður samningur um hlut-
leysi landsins, en sýnt var að hann
myndi ekki verða nema orð á
blaði, ef Hitler byði svo við að
horfa. 1 heii.isstyrjöldinni fyrri
hafði Hollandi og Sviss tekizt að
vera hlutlaus og blönduðust ekki
inn í styrjaldarátök. Belgar vildu
trúa því að með alþjóðasamning-
um yrði hlutleysi tryggt, en eftir
því sem tími leið fram varð
ástandið ótryggara. Leopold kon-
ungur lagði mikið upp úr hlutleys-
isstefnu Belgíu og ríkisstjórnin
MORGUKBLABIB
KösttiHaginn •'W á^'úst I93&. I
Astrld Beigíydrcining dsyr af bflslysiJ
Xonungfhjónin voru
í bílferð um Alpa.
Leopold konunijnr mlnll vnld
yflr bílnuni. no hnnn
vall út af reflnum,
Drotningin sentist út úr vagninum, höfuð-
kúpan brotnaði. - Hún dó samstundis.
KAUPMANNAIIOFN I (iÆK.
EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS.
Aslrid li«'lt{íu«lrulnint; f«»n«l á bíUlywi
kl. fl á morfjun suflur á Kviss. I'au toru
|»ar á ferfl k«»nuniiwli|«’»nln eln síns liAs.
I.e«»p*»l«l konuniiur u*ei«l«llsf lállA.
aksl á aiiuað Irjo, ng I
<1 Imðan Ml i vntuiA.
mxur jfitt nmúA »ig út úr ,
. og liafði hnnu nðéiii'
hlotið litilshátUir mviðsl. ,
' HIN VINSÆLA DROTNING
j FrjeU.ii um slysið karst ekki ,
llil Helgiii fyr en siAdegis f dng
Lccpold konungur
ÞAII VOBII I
j ttrinnar. einkum
hve alþýðleg hu
ilóltir Oscars Kurls. herlogui
|nf Oauti.lun.li. ..róður Sviako,
ungs. «.g la-pra :*.0 ár* :iA aldi
, fædd 17. nóvcmlier 1905.
• nihi’flilirr 1926 /ifiisi hún ri
. iserfingjanum i Helgiu. ug i
hufi «.rA á þvi. I
saml hiónaband
veriA. Þau hafa
Stórkostlegarvarúðar-
M Ö É G.ÍI N B L A Ð f B
Harmur ílopolds konungs talinn
honum óbærilegur.
Fullvísl að slysið vlldl fil vegna þess
að liunn leil snöggvasl af veginum.
Lík drotningar fiutt til Bryssel í gærmorgun.
KAUPMANNAHÖFN 1 GÆR. f
EINKASKEYTI TIL : j
MORGUNBLAÐSINS. j f
Lcopold konungur or yfir- |
kominn af harmi cftir hið «vip- L
lcga frúfall Ástríðar drotning- ;
ar.
Við lækni bann, sem hann
hitti fyrstan cftir að slysið vildi
til, sagði hann:
Hjer á eftir er lífið mjer
einkis virði.
Margir óttast að korungur
vcrði aldrei samur maður eftir
ái'all |)etta.
Fullkunnugt cr nú orðið
hvcrnig slysið vildi til.
Konungur skýrir svo i'rá. að
hllli £m>ggvast litið
,.... :Tiipy—
Krásagnir Morgunblaðsins af bflslysinu voru ítarlegar.