Morgunblaðið - 02.10.1983, Side 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1983
t
Eiginmaöur minn,
RAGNARJÓNASSON,
skipasmiöur,
Sólvallagötu 72,
lést í Borgarspítalanum 30. sept.
Jóhanna Eiríkadóttir
og börn.
t
Stjúpfaöir okkar og bróöir,
HELGI JÓNSSON,
fyrrverandi forstjóri,
Arnarhrauni 4, Hafnarfiröi,
andaöist i Borgarspítalanum föstudaginn 30. september.
Þórunn Jónsdóttir, Ólafur Jónsson,
og systkinl hins lótna.
t
ÓLÖF BERNHARÐSDÓTTIR,
Hótúni 10a,
verður jarösungin í Fossvogskirkju þriöjudaginn 4. október kl.
13.30.
Sturla Þóröarson,
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma,
JÓHANNA MARÍA BERNHÖFT,
veröur jarösungin frá Dómkirkjunni 4. október kl. 13.30. Þeir, sem
vildu minnast hennar, eru beönir aö láta Barnaspítala Hringsins
njóta þess.
Guido Bernhöft,
Örn Bernhöft, Svava P. Bernhöft,
Ragnar Bernhöft,
Kristín Bernhöft, Pótur Orri Þóröarson
og barnabörn.
t
Móðir mín og iangdamóöir,
SIGRÍDUR PÁLSDÓTTIR,
veröur jarösungin mánudaginn 3. október kl. 1.30 frá Fossvogs-
kirkju.
Póll Vígkonarson og
Erna Arnar.
t
Jaröarför
SIGRÍÐAR GUNNARSDÓTTUR,
Amtmannsstíg 5,
hefur fariö fram í kyrrþey.
Vandamenn.
t
Eiginmaöur minn,
HILMAR KRISTJÓNSSON,
Ljósheimum 16,
lést í Landakotsspítala 30. september.
Anna Ólafsdóttir.
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöfða 4 — Sími 81960
Legsleinar
Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum.
Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf
________um gerð og val legsteina_
S.HtLtaÁSSKHF I
STEINSMIÐJA
3<£MMUVEGI 48 SlMI 76677
Sigríður Pálsdótt-
ir - Minningarorð
Fædd 3. október 1893
Díin 26. september 1983
Á morgun, mánudag, verður til
moldar borin tengdamóðir mín
Sigríður Pálsdóttir.
Hún lézt 26. september að Sól-
vangi, Hafnarfirði. Útför hennar
verður gerð frá Fossvogskapellu.
Sigríður Pálsdóttir fæddist 2.
október 1893 að Kirkjubóli í
Korpudal, önundarfirði. Foreldr-
ar hennar voru sæmdarhjónin
Skúlína Stefánsdóttir og Páll Rós-
inkransson, bóndi og útgerðar-
maður þar.
Hún var þriðja barn þeirra
hjóna er lifði og komst til fullorð-
insára. Þau hjón eignuðust 14
börn en eftir lifa nú þrjú, Málfríð-
ur, Skúli og Páll.
Sigríður var alin upp í foreldra-
húsum á stóru heimili og má ætla
að þar hafi oft verið glatt á hjalla
og nægilegt til starfa.
Til Reykjavíkur fluttist hún um
1925 og starfaði þar við af-
greiðslustörf og fleira í nokkur ár.
Sigríður giftist Vígkoni Hjör-
leifssyni húsasmíðameistara frá
Eyrarbakka, og eignuðust þau
einn son, Pál, sem fæddur er 1931.
Mann sinn missti Sigríður 1968,
en hann hafði þá átt við vanheilsu
að stríða í nokkur ár. Lengst af
bjuggu þau hjón á Hofsvaliagötu
23 hér í borg, eða fram til 1963 er
þau fluttu f Ljósheima 20. Heimili
þeirra var ætíð opið vinum og
frændfólki er dvaldi hér í bæ um
stundarsakir eða lengri tíma, enda
oft gestkvæmt þar.
Mörg er gæfan í lífinu, ein sú
mesta að kynnast góðu fólki. Það
var mín gæfa að eiga þessa konu
að tengdamóður og beztu vinkonu
f nær 30 ár. Ávallt var hún reiðu-
búin að koma og líta eftir börnun-
um mínum og voru þau mjög
hænd að henni. Taldi hún þau sól-
argeislana í lífi sínu.
Sigríður var vinnusöm og sí-
starfandi. Það var hennar eðli.
Mjög mikið liggur eftir hana af
hannyrðum, en það var hennar
uppáhaldsiðja. Hún var ættfróð,
las mikið og kunni frá mörgu að
segja frá sínum uppvaxtarárum í
Önundarfirði. Vinmörg var Sigríð-
ur og ættrækin. Trúkona var hún
og draumspök, höfðingi í lund og
hafði ánægju af að geta glatt aðra.
Hún var geðrík kona og vissi
ávallt hvað hun vildi, en jafnframt
sanngjörn og réttsýn.
í dag hefði hún orðið nfræð, ef
hún hefði lifað.
Árið 1968 fluttum við hjónin í
Garðabæ. Hún flutti með okkur að
manni sínum nýlátnum og bjó hjá
okkur unz heilsa og kraftar þurru.
Síðustu árin dvaldist hún á
hjúkrunarheimilinu Sólvangi f
Hafnarfirði, þar sem hún naut
beztu aðhlynningar og umönnun-
ar.
Á hugann leita nú ótal minn-
ingar um liðin ár og er bjart yfir
þeim öllum.
Að leiðarlokum vil ég svo þakka
samfylgdina og óska ég henni
góðrar heimkomu.
Erna Arnar
Hún amma mín verður nú lögð
til hinstu hvíldar eftir næstum 90
ára æviferil, fædd rétt fyrir alda-
mót á þeim tíma er landið okkar
var að rétta við eftir eitt erfiðasta
tímabil í sögu þess.
Hún upplifði ár heimsstyrjald-
anna tveggja og árin þar á milli,
síðan hið mikla blómaskeið eftir-
stríðsáranna sem enn varir. Já,
henni og hennar kynslóð tókst
með vinnusemi og þrautseigju að
búa vel að afkomendum sínum. Ég
og mín kynslóð búum að því í dag.
Hún hafði alla þá eiginleika til
að bera sem prýða vænt fólk. Efst
í huga mínum er góðvild hennar
til allra og ekki síst okkar systkin-
anna, einnig heiðarleiki og vinnu-
semi.
Alltaf var pannan drifin út úr
skápnum, þegar við komum í
heimsókn, til að baka hinar sívin-
sælu pönnukökur.
Alltaf var hún jafn iðjusöm,
prjónandi eða heklandi púða,
pottaleppa, klukkustrengi o.fl. er
að gagni mætti koma og nú prýðir
heimili víða um land og lönd.
Silesandi var hún bækur um
alla mögulega hluti, fræðandi eða
til afþreyingar, oft skammaðist ég
mín fyrir að kannast ekki einu
sinni við höfundarnöfnin, sem
letruð voru gylltu letri á kjölinn.
Hér er minnisstæð sú sterka
hvöt sem amma mín hafði til að
vera sjálfstæð og sjálfs sín herra,
og að geta lagt öðrum lið var ætíð
hennar ósk.
+ Innilegar þakkir færum viö öllum sem sýndu okkur samúö og
vináttu viö andlát fööur okkar og tengdafööur,
ELLERTS EGGERTSSONAR.
Elín Ellertsdóttir, HaukurMagnússon,
Eggert Ellertason, Sigríöur Sasmundsdóttir,
Eiríkur Ellertsson, Ólafía Lérusdóttir,
Gísli Ellertsson, Steinunn Þorleifsdóttir,
Finnur Ellertsson, Sigurbjörg Ólafsdóttir,
Jóhannes Ellertsson, Einar Ellertsson, Sigurbjörg Bjarnadóttir,
+
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
útför mannsins míns og fööur okkar, tengdafööur og afa,
JÓHANNS ÓLAFSSONAR
fré Skriöufelli
Þórdís Björnsdóttir,
Hjalti Jóhannsson, Sigurveig Ólafsdóttir,
Margrét Jóhannsdóttir, Sigurður J. Sigurðsson,
Bryndis Jóhannsdóttir, Kristinn Gunnarsson,
Björn Jóhannsson, Kristín Guómundsdóttir,
Bergný Jóhannsdóttir, Þóröur Einarsson
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir færum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö og
vinarhug við andlát og útför
SIGURLAUGAR JÓHANNSDÓTTUR,
Rénargötu 1.
Reynir ”auk*,°"'. Jóna Sigursteinsdóttir,
Geröur Hauksdóttir, Gunn|augur Tobíasson,
u»laa Hauksdóttir
og börn.
Þegar hún á níræðisaldri var
lögð inn á spítala í fyrsta sinn
beinbrotin, til meiriháttar aðgerð-
ar var aðeins sagt: „Æ, þetta er
smáræði, ég þarf enga hjálp. Hvað
eigum við að hafa í matinn í
kvöld?"
Þó það taki mig sárt að þurfa að
kveðja hana, þá geri ég það vit-
andi það að hún var sátt við sitt
lífshlaup. Og ég held að það megi
sérhver vera sem stendur í sömu
sporum og hún stóð við ævilok.
í huga mínum koma alltaf upp
mjög sælar minningar þegar ég
hugsa til ömmu minnar. Þannig
mun það ávallt vera.
Blessuð sé minninjj hennar.
Bernhard Órn Pálsson
Hún amma mín er dáin. Ástkær
amma mín kvaddi þennan heim
26. september. Var henni hvíldin
kærkomin þar sem veikindi hrjáðu
hana síðustu árin. Með þessum fá-
tæklegu orðum langar mig að
þakka henni allt sem hún miðlaði
mér af lífsspeki sinni af gæsku og
ástúð sem einkenndi hana. Ljúfar
æskuminningar rifjast upp: Hjá
henni og afa á Hofsvallagötunni
og síðar hjá þeim í Ljósheimum,
öll þau skipti er við sátum og
ræddum um heima og geima.
Sérstaklega var gaman að heyra
hana segja frá æskuárum sínum á
Kirkjubóli, svo gjörólíkt þeim
heimi er við nú lifum í.
Fólk á hennar aldri hefur upp-
lifað mestu breytingar er um get-
ur í okkar þjóðfélagi.
Mikill missir er fyrir þjóðina að
æviskeið þessa fólks skuli nú senn
runnið á enda.
Amma mín var vinnusöm, féll
aldrei verk úr hendi, ætíð að hekla
og sauma út. ófáir þeir hlutir sem
eftir hana liggja og eru bara
minningin ein um mikilhæfa
konu. Þegar minningin er svo sæt
og ljúf verður sorgin léttari, og
björt og góð minning lifir áfram
meðal okkar.
„Lækkar lífdaga sól.
Löng er orðin mín ferð.
Fauk í faranda skjól,
fegin hvíldinni verð.
Guð minn, gefðu þinn frið,
gleddu’ og blessaðu þá,
sem að lögðu mér lið.
Ljósið kveiktu mér hjá.“
(H. Andrésd.)
Rannveig
Þegar ég lít yfir farinn veg er
minningin um hana ömmu mína
falleg.
Hún vildi öllum vel þó yfir hana
sjálfa gengi. Sú óþrjótandi orka er
hún hafði yfir að búa er mér lítt
skiljanleg.
Hvatning hennar til gagns og
starfs verður mér ætíð ofarlega í
huga, það er von mín að geta til-
einkað mér hana að einhverju
leyti í framtíðinni.
Hennar heimur í æsku var
vissulega annar en minn í dag, en
lífsviðhorf hennar vissulega sígild.
Blessuð sé minning hennar
ömmu minnar, megi margar slík-
ar konur verða meðal okkar um
ókomin ár.
Hákon