Morgunblaðið - 02.10.1983, Qupperneq 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1983
Undir
haust-
himni
Garóyrkja
Hafliöi Jónsson
Síðastliðinn sunnudag var lít-
illega fjallað um nýtingu og
geymslu grænmetis og hefur
komið mér nokkuð á óvart, hvað
margt fólk hefur hringt til mín
og óskað eftir nánari leiðbein-
ingum en jafnframt gefið mér
ýmiskonar upplýsingar um eigin
reynslu varðandi geymslu og
margvíslega matarrétti, sem
gerðir hafa verið úr heimarækt-
uðu grænmeti. Ein húsfreyja á
Norðurlandi taldi vandalaust að
gera betra töfralyf úr ákveðnum
íslenskum jurt.um, en það marg-
lofaða og vel auglýsta blóma-
fræflapilludót sem nú ætti að
vera allra meina bót og mikið
selt af farandsólum er gengið
hefðu fyrir hvers manns dyr um
allar byggðir að undanförnu. En
með því að þessum haustþáttum
mínum var ekki ætlað að verða
matreiðslu- né lyfjauppskriftir,
þá sleppi ég öllum nánari hug-
leiðingum hvað slíkt varðar, en
hinsvegar mun ég þyggja með
þökkum allan fróðleik sem fólk
vill miðla mér og öðrum af
reynslu sinni varðandi hagnýt
not og geymslumeðferð á
hverskonar jarðargróðri.
Vel má vera, að þörf sé á að
safna slíkri vitneskju saman í
aðgengilegt kver eða skrifa
sjálfstæða þætti um þetta efni,
þar sem sýnt er, að fjöldi fólks
hefur verulegan áhuga á öllu því
um líku.
Þessa dagana fellur laufið af
trjánum og við hér sunnan- og
vestanlands heyrum lítið til
fuglanna að þessu sinni. Því
veldur að lítið er um matföng
fyrir þá á trjánum á þessu
hausti. Sáralítið er um það, að
t.d. reyniviður beri nú fullþrosk-
uð aldin og svo mun einnig um
flestar eða allar tegundir trjáa
og runna. Þessu mun þó á ann-
anveg farið fyrir norðan og aust-
an. Þar hefur sumarið verið vel í
meðallagi og þar á fólk að huga
að fræsöfnun, ef fuglarnir eru þá
ekki þegar búnir að nasla öllu í
sig áður en þeir leggja í lang-
ferðina suður á bóginn. Það
mætti vera meira um að garðeig-
endur safni birki- og reyniviðar-
fræi og geri sér ferð með fræið á
lítt gróið land í næsta nágrenni
sínu, þar sem einhver von er til
að það geti orðið vísir að trjá-
lundum, ef það fengi frið til að
vaxa og dafna í næði fyrir
ágangi manna og dýra. Sjálfsagt
gætum við ræktað á einum eða
tveimur áratugum stóra trjá-
lundi með þeim hætti einum að
bera fræ og frjóanga úr okkar
heimagörðum í holt og móa utan
við byggð. Jafnvel ættum við að
sameinast um að koma upp frið-
löndum og rækta þau upp með
slíkum aðferðum. Með því gæt-
um við eflt átthagatryggð og
ættjarðarást og endurvakið hug-
sjónir aldamótakynslóðarinnar
sem gaf fyrirmyndina sem
nægði til að við lifum ennþá
frjáls í þessu landi, þó nú sé
hinsvegar svo komið að við nýt-
um illa þann mat sem á borð
okkar er borinn og hugsum um
frjálsræði okkar meðal fullvalda
þjóða, sem sjálfsögð mannrétt-
indi er ekki glatist, hversu gá-
ieysislega sem við förum með
auðlegð þá, sem landið leggur
okkur til. Ef við sýnum það í
verki að við viljum græða upp
auðnirnar í næsta nágrenni
okkar, ættum við að hafa betri
samvisku þegar við leyfum
okkur þann munað, að kaupa
lauka flutta inn frá Hollandi, til
að setja þá niður þessa haust-
daga í garðinn okkar. Þeir þurfa
að komast í mold fyrir vetrar-
frostin og hyggilegast væri að
koma þeim fyrir þar sem þeir
njóta sín best, séðir út um
glugga hússins og þá um leið þar
sem þeir verða ekki fyrir, t.d. í
beðum sem ætluð eru fyrir
sumarblóm á næsta vori. Vel
getur farið á því, að leyfa börn-
um að setja niður krókus-lauka í
grasflatir og letra nöfnin sín á
Verkakvennafélagið
Framtídin:
Mótmælir
bráðabirgða-
lögunum
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi fréttatilkynning frá
verkakvcnnafélaginu Framtíðinni,
þar sem mótmælt er „harðlega
þeirri kjaraskerðingu og afnámi
samningsréttar sem felst í bráða-
birgðalögum ríkisstjórnarinnar frá
því í maí í vor.
Frá 1. febrúar til 1. september
hækkaði verðlag í landinu yfir
50%. Á sama tíma og verðlag
æðir áfram er kjarasamningun-
um kippt úr sambandi og allar
launahækkanir bannaðar um-
fram 8% 1. júní og 4% 1. októ-
ber. Afleiðingin er sú að nú
vantar þriðjung á umsamin kjör
launafólks og þúsundir heimila í
landinu ramba á barmi gjald-
þrots," segir m.a. í ályktuninni.
terkur og
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
Skreyting meðan beðið er.
Komið með eigin ílát og látið meistarana
skreyta þau fögrum blómaskreytingum.
Purrblom og
þurrskreytingar
Þurrblóm eru augnayndi og skreytingar úr þeim sérstök
listgrein. Blómaval hefur nú sett upp sérstaka sýningu
á þurrblómaskreytingum.
Þurrfaiómaverkstædi.
Við höfum fengið til landsins mjög færa hollenska skreytinga-
meistara, Berty Mur (sem viðskiptavinir Blómavals þekkja
frá s.l. ári) og C.De. Gooijer, en þau munu
ásamt Uffe Balslev sýna gerð þurrblóma-
skreytinga. Sjáið meistarana að störfum á
skreytingaverkstæðinu.