Morgunblaðið - 02.10.1983, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1983
AJmstangið
Shady:
og maöur
séð i
í San Francisco frammi fyrir 60 þúsund úheyrendum. Það er upphitunarhljómsveitin „Madness'
sem er á sviðinu.
MÉR FANNST MIG
YERA AÐ DREYMA
Nú á tímum Bítlaupprifjunar hefur nafn Shady Owens óneit-
anlega komið upp í hugann enda markaði hún sín spor í
þróun dægurtónlistarinnar hér á landi á þessu tímabili, eins
og margir fleiri góðir tónlistarmenn á þeim árum. Shady
Owens, sem nú heitir reyndar Shady Calver, kom fyrst fram á
sjónarsviðið með Óðmönnum og vakti strax mikla athygli og
hrifningu og flestum var Ijóst að þarna var komin fram
söngkona í sérflokki. Shady var raunverulega eina söngkon-
an sem eitthvað kvað að í poppbransanum á þessum árum og
vegur hennar átti enn eftir að aukast eftir að hún gekk til liðs
við Hljóma og seinna Trúbrot og Náttúru, — þar til hún flutti
af landi brott árið 1974. En Shady hætti ekki að syngja þótt
hún yfirgæfi íslenska hljómsveitabransann. Hún hefur sung-
ið inn á hljómplötur í Bretlandi, starfað við „session-vinnu“ í
hljóðverum í London og nýlega var hún í hljómleikaferð um
Bandaríkin meö einni vinsælustu hljómsveit heims, Police,
sem hún segir að hafi verið „stórkostleg upplifun“. Og nú er
hún komin „heim“ til íslands til að taka þátt í Bítlahátíðinni.
Við hittum Shady að máli og báðum hana um að rifja upp
sitthvað sem á daga hennar hefur drifið síðan hún hvarf frá
íslandi hérna um árið.
Shady og Andy Summers, gítarleikari í Police, í búningsherberginu í
Shea Stadium í New York. Þar hafa aðeins fjórum sinnum verið haldnir
tónleikar, fyrst Bítlarnir, svo The Who, Simon og Garfunkel og nú Police.
„Það byrjaði eiginlega þannig
að ég kom hingað heim til Islands
í sumarfrí, sumarið ’77 og kom þá
fram með hljómsveitinni Póker og
þá kynntist ég Geoff, sem nú er
maðurinn minn. Hann var þá að
vinna við upptökur á vísnaplöt-
unni með Gunnari Þórðar og fleir-
um, og með honum flutti ég svo til
London þar sem við höfum búið
síðan."
Var það kannski Geoff sem kom
þér aftur af stað f músíkinni?
„Ég ætlaði mér nú alltaf að fara
aftur út í músíkina, en það má
segja að hann hafi hjálpað til.
Hann hafði góð sambönd í London
og það hefur mikið að segja. Ég
gerði litla plötu í London þá um
haustið en hún gekk ekki nógu vel.
„Spjallaö
við Shady
um hljóm-
leikaferð
með Police
og fleira
„Ég vildi breyta til og langaði að
fara aftur til Ameríku enda búin
að reyna flest það sem hægt var í
þessum bransa hér,“ — sagði
Shady þegar við spurðum hana um
ástæðuna fyrir skyndilegu brott-
hvarfi hennar úr íslenska popp-
bransanum. — „Náttúra var að
hætta og það var talsvert los á
öllu og mér fannst í rauninni ekk-
ert fyrir mig að gera hér lengur.
Ég fór til Atlanta í Georgia og
stofnaði þar hljómsveit, og
skömmu síðar kom Axel Einars-
son út og við notuðum „Icecross"-
nafnið. Þetta gekk ekki nógu vel
og það var erfitt að fá vinnu enda
gífurleg samkeppni í þessum
bransa í Bandaríkjunum. Þetta
datt því um sjálft sig og ég fór
heim til fjölskyldunnar í Seattle.
Það má segja að ég hafi að mestu
dottið úr bransanum næstu tvö ár-
in og tímanri nctaði ég til að reyna
að átta mig á hvar ég stóð, Jinná
sjálfa mig“ eins og það er kallað,
— og kannski líka til að kynnast
fjölskyldunni á ný.“
Og svo hefur þú byrjað aftur,
hveruig atvikaðist það?
Hér er hópurinn að búa sig undir að gaiigS á sviðið á fyrstu tónleikunum í Chicago. Stúlkurnar komu fram í
austurlenskum búningum með blæju og Shady er freniSÍ S miðri mynd. í dyrunum stendur höfuðpaurinn í
Police, sjálfur „Sting“.
Aðaiatriðið í þessum bransa úti er
að fá plöturnar spilaðar í útvarp-
ið, koma þeim á svokallaðan
„playlist", en það tókst ekki með
þessa plötu."
Er eitthvað hæft í því að hægt sé
að kaupa sig í náðina hjá plötusnúð-
um útvarpsstöðvanna, eins og sagt
er að gert hafí verið þegar Elton
John byrjaði?
„Ég held að það sé næstum því
útilokað og svoleiðis gæti aldrei
gengið til lengdar ef fólkið sjálft
fílar ekki músíkina. Þú getur ekki
búið til „hit-lag“ með peningum ef
fólkinu sem kaupir plöturnar líkar
ekki músíkin. En samt er það svo-
lítið happdrætti hvernig plötur
komast á „playlist” hjá útvarps-
stöðvunum. Þetta fer þannig fram
að starfsfólk útvarpsstöðvanna
heldur fundi og spilar nýjustu
plöturnar og ef því líka ekki fyrstu
línurnar í laginu er það tekið af og
næsta plata sett á. Þannig getur
þetta farið svolítið eftir því hvað
þessu fólki finnst um lögin við
fyrstu heyrn, hvort að þau ná eyr-
um fólksins. Ef þú ert svo heppinn
að komast á „playlist" er platan