Morgunblaðið - 02.10.1983, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1983
47
spiluð í útvarpinu og þannig fer
það að rúlla. Fólk fer þá að spyrja
um plöturnar í búðunum og búð-
irnar byrja þá að panta plöturnar
frá útgefendum. En í rauninni fer
þetta ekki að ganga að ráði fyrr en
lagið er komið inn á listann yfir 75
söluhæstu plöturnar. En þetta er
svolítið „ruglaður" bisness og
ómögulegt að segja fyrir um hvað
slær í gegn og hvað ekki. Maður
verður að reyna að fylgjast með
nýjum straumum, bæði í tísku,
„sándi" og öðru til að eiga ein-
hverja von.“
Stærstu vonbrigði
í lífinu
„Það hefur einnig mikið að
segja hvernig útgáfufyrirtækin
fylgja eftir plötunum. Ég fékk til
dæmis samning um tvær plötur en
þegar sú fyrri gekk ekki misstu
þeir áhugann á að fylgja þessu eft-
ir. Ég fór þá að syngja bakraddir
ásamt Janis Caroll og Lindu
Walker með Freddie Starr, sem er
þekktur kabarettsöngvari í Eng-
landi og með honum ferðuðumst
við víða um England. Inn á milli
vann ég við „stúdíóvinnu" og söng
bakraddir á plötum hjá hinum og
þessum og var auk þess að reyna
að gefa út plötur inn á milli. Ég
gerði t.d. eina plötu fyrir RCA, en
það var um það leyti sem hjóla-
skautaæðið var að byrja og lagið
hét „Roller Disco" og til að kynna
plötuna varð maður að fara á
hjólaskautum inn á diskótekin.
Svo fór ég í túr með Suzi Quatro
um EVrópu og Bretland og söng
ásamt annarri stelpu bakraddir á
hljómleikunum. Það var mjög
ánægjulegt að vinna með Suzi
Quatro og ég kynntist henni vel.
Hún er mjög vinaleg stelpa og
heilbrigð, allt örðuvísi en ímyndin
af henni er í huga almennings.
Eftir þetta byrjaði ég svo í söng-
hópnum „Découpage" og við gáf-
um út lagið „Puerto Rico“. Það var
mikið spilað í útvarpinu og komst
inn á 75 sölulistann. Það spáðu því
allir að þetta yrði „hit-lag“, en þá
gerðist eitthvað hjá útgáfufyrir-
tækinu og þessu var ekki fylgt
nógu vel eftir. Ég er alveg klár á
að þetta hefði komist á toppinn ef
rétt hefði verið að málum staðið.
Lagið var eftir þá Tony Swan og
Steve Jolly og þeir sáu jafnframt
um alla stúdíóvinnu og undirleik.
Þeir voru þá að byrja í bransanum
og sömdu einnig lög fyrir „“Imag-
ination" og nú eru þeir mjög
þekktir í Englandi. Þeir eiga t.d.
lögin á nýjustu plötum „Spandau
Ballet" og „Bananarama" og hafa
gert fullt af topplögum með
„Imagination". í dag hafa þeir svo
mikið að gera að það er varla
„sjens“ á að fá tíma með þeim og
ef þetta hefði gengið með „Puerto
Rico“ hefðum við orðið ein af
grúppunum þeirra. Ég verð að
segja að þetta voru ein stærstu
vonbrigði mín í lífinu.
Eftir þetta hélt ég svo áfram í
„session-vinnu", þangað til nú í
vetur, að ein af stelpunum sem var
með mér í „Découpage" bað mig
um að gera með sér plötu ásamt
þriðju stelpunni og sú plata var að
koma út í síðustu viku. Þetta er
lítil plata með laginu „Lovers
Concert", en grúppuna köllum við
„Prools". Svo er bara að sjá hvað
úr þessu verður."
Fékk í mig smá
stjörnufíling
Við víkjum nú talinu að nýaf-
staðinni hljómleikaferð hljóm-
sveitarinnar „Police" um Banda-
ríkin og ég spyr Shady hvernig
það hafi atvikast að hún fór í þá
ferð.
„Það var hringt í mig einn
fimmtudagsmorgun og í símanum
var Marsha Hunt og hún spurði
mig hvort ég gæti farið í margra
mánaða hljómleikaferð með
þekktri hljómsveit. Hún nefndi
ekkert hvaða hljómsveit þetta var,
en spurði hvort ég gæti komið í
hádeginu og sungið fyrir sig. Ein
vinkona mín, sem ég hafði kynnst
í stúdíóvinnunni, Tessa Niels,
hafði bent henni á mig. Ég fór til
Marsha í hádeginu og um kvöldið
var ég farin að æfa með Police."
Hvernig tilfinning var það að vera
allt í einu komin innan um svona
stórstjörnur?
„Það var auðvitað mjög spenn-
andi, en þetta bar svo brátt að og
svo lítill tími var til stefnu að ég
hafði engan tíma til að hugsa út í
það fyrr en við vorum lögð af stað
í ferðina. Ég þurfti að læra 28 lög
á tæpri viku og hafði þess vegna
ekki tíma til að vera spennt fyrstu
dagana. Það var ekki fyrr en ég
var komin um borð í einkaþotuna
á leiðinni til Bandaríkjanna að ég
fór að gera mér grein fyrir hvað
var að gerast. Og svo þegar við
lentum voru stórar „limúsínur" á
vellinum til að keyra okkur á hót-
elið og allt umstangið var eins og
maður hefur bara séð í bíó. Það
var líka æðisleg upplifun að koma
fram á sviðið á fyrstu tónleikun-
um í Chicago. Það voru 55 þúsund
manns á tónleikunum og uppselt,
eins og var á öllum tónleikunum
og við gengum eftir löngum gangi
frá búningsherbergjunum á sviðið
á meðan „upphafs-themað" var
leikið og eftir því sem maður nálg-
aðist sviðið mögnuðust fagnaðar-
lætin í þessum 55 þúsund áheyr-
endum og svo helltist þetta yfir
mann þegar við komum á sviðið.
Það er ekki hægt að lýsa þessari
tilfinningu með orðum. Mér
fannst mig vera að dreyma. Þetta
var eins og draumur eða ævintýri
og maður trúði því varia að þetta
væri að gerast í raunveruleikan-
um. Þegar þessi ferð stóð yfir voru
Police með lag í fyrsta sæti banda-
ríska vinsældalistans og LP-plat-
an þeirra var einnig í fyrsta sæti
yfir stórar plötur og fagnaðarlæt-
in voru eftir því. Söngvari hljóm-
sveitarinnar, „Sting", er alveg
ótrúlega vinsæll og krakkarnir
öskruðu allan tímann: „Sting,
Sting, Sting." Svo þegar tónleik-
arnir voru búnir og við vorum
komin út í „limúsínurnar" var allt
liðið æpandi fyrir utan. Bílarnir
voru þannig að við gátum séð út,
en þau sáu ekkert inn, svo að þau
vissu ekki í hvaða bíl þeir voru,
þannig að maður fékk smá
„stjörnufíling" í sig þegar fólkið
var að hamast á bílunum."
Hvernig náungar eru þetta svo,
hefur frægðin stigið þeim til höfuðs?
„Þeir voru mjög vinalegir og
þægilegir, en maður fann samt að
það var eins og einhver veggur á
milli þeirra og okkar hinna svo að
maður kynntist þeim aldrei mjög
náið. Þegar menn eru orðnir svona
stórt númer hlýtur það að koma
fram í einhverju. Ég veit ekki
hvort hægt er að segia að þetta
Á þessari mynd sést hvflíkur mannfjöldi sótti að jafnaði tónleika Police í þessari ferð og menn geta ímyndað sér
fagnaðarlætin sem slíkum fjölda fylgja.
Shady á sviðinu með Police.
hafi stigið þeim til höfuðs, alla-
vega ekki vísvitandi, en samt
kannski að einhverju leyti. Þetta
eru heimsfrægar súperstjörnur og
margfaldir milljónerar og það
hlýtur að hafa einhver áhrif á
menn. Maður fékk aðeins á tilfinn-
inguna hvernig það er að vera
svona frægur þegar maður heyrði
á tónleikunum 60 þúsund manns
syngja með í lögum eins og „Mess-
age in a Bottle", „Walking on the
Moon“ og „Roxanne". Auðvitað
hlýtur þetta að stíga manni að
einhverju leyti til höfuðs, þetta
myndi stíga mér til höfuðs og
þetta myndi stíga þér til höfuðs.
En þeir reyndu samt að láta það
ekki koma fram.
En það var alveg stórkostleg til-
finning að vera þarna á sviðinu og
heyra og sjá stemmninguna í öll-
um þessum þúsundum. Þetta var í
rauninni stórkostlegri upplifun en
sjálft lífið. Ég get ekki orðað það
öðruvísi. Sem dæmi um það hvað
þeir eru stórt númer má nefna að
mjög þekkt nöfn voru notuð í upp-
hitun á tónleikunum svo sem Mad-
ness, James Brown, Peter Tosh,
Thompson Twins, The Fix, Flock
of Seagulls, Talking Heads og Jo-
an Jet and the Blackhearts svo
eitthvað sé nefnt. Við komum
fram í 32 stórborgum í Bandaríkj-
unum og Kanada og alls staðar
uppselt og ég las einhvers staðar
að hljómleikaferð Police hefði ver-
ið ein sú best heppnaða sem farin
hefði verið í Ameríku í sumar,
ásamt tónleikum Simon og Gar-
funkel, David Bowie og einhverrar
einnar hljómsveitar enn, sem ég
man ekki hver var.“
Nú heyrir maður stundum að það
sé villt líferni í kringum svona fræga
poppara, kom það fram í þessari
ferð?
„Nei, þetta var allt mjög heil-
brigt og í rauninni var þetta ekk-
ert annað en erfið vinna. Ég hef
aldrei kynnst annarri eins skipu-
lagningu eins og í þessari ferð og
það tóku þetta allir eins og hverja
aðra vinnu. Það voru 98 manns í
allt sem tóku þátt í ferðinni og
hver maður hafði sitt ákveðna
hlutverk og þetta gekk allt eins og
vel smurð vél. Hvar sem við kom-
um var farið í „sándtékk" á
ákveðnum tíma, síðan borðuðum
við á staðnum, því að yfirleitt var
ekki tími til að fara aftur upp á
hótel, og eftir hverja tónleika var
farið beint út í bílana og upp á
hótel og það var ekkert rugl eða
vesen í kringum þetta. Strákarnir
í hljómsveitinni taka þetta starf
mjög alvarlega enda hafa þeir orð-
ið að berjast harðri baráttu í mörg
ár til að ná þangað sem þeir eru
komnir nú.“
Og nú ertu komin aftur til ís-
lands. Hvernig leggst í þig að fara
aftur að syngja fyrir íslendinga?
„Mér finnst það gaman og er
spennt að hitta aftur gömlu félag-
ana. ísland hefur alltaf átt sterk
ítök í mér og ég segi alltaf að ég sé
að fara „heim“, þegar ég er að fara
hingað enda finnst mér hálft í
hvoru að hér sé mitt annað heim-
ili.“
- Sv.G.