Morgunblaðið - 02.10.1983, Page 48

Morgunblaðið - 02.10.1983, Page 48
MLUMðOgi snEvðid SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1983 Arnarflug leigir sfmalínu frá London vegna tölvubókunarkerfis: Kostnaðurinn Vz af verðinu hér á landi „ATHUGANIR okkar leiddu í Ijós, að mun ódýrara var að fá símalínu hingað til lands frá Lond- on en að fá línuna frá íslandi,“ sagði Stefán Halldórsson, deildar- stjóri hjá Arnarflugi, í samtali við Morgunblaðið. „Aðdragandi málsins var sá, að Arnarflug gerði samning við hol- lenzka flugfélagið KLM um að tengjast tölvubókunarkerfi þess og þurfti því að leigja línu til þess. Þegar við könnuðum málið hjá Pósti & síma kom í ljós, að línan kostaði ákveðna upphæð, en ofan á það verð kom síðan 200% álag frá Mikla norræna símafélaginu, þannig að línan þrefaldaðist í verði," sagði Stefán ennfremur. Mikla norræna síma- félagið leggur 200% álag á línur út úr landinu Stefán sagði að við frekari at- huganir hefði komið í ljós hjá um- boðsmanni Arnarflugs í Bretlandi, að möguleiki var á lausri línu frá Evrópu til íslands, sem kostaði mun minna en línan hér að heiman. „Það kom reyndar í ljós, að kostnaðurinn við leigu á þess- ari línu var aðeins um þriðjungur af því, sem við hefðum þurft að greiða hér á landi. Við tengjumst með þessu al- þjóðlegu fjarskiptakerfi flugfé- laga, sem sér um uppsetningu þess og veitir alla tæknilega ráðgjöf. Við tókum því ákvörðun um að láta þá aðila sjá um málið fyrir okkur og tókum línuna að utan,“ sagði Stefán. „Það kom okkur óneitanlega töluvert á óvart hversu miklu dýr- ara það var að fá símalínu héðan frá Islandi en að utan, og óneitan- lega kom orðið átthagafjötrar upp í hugann í þessu sambandi, auk þess sem sú staðreynd liggur fyrir, að ódýrara er fyrir útlendinga að hringja hingað til lands en okkur að hringja til útlanda," sagði Stef- án Halldórsson að síðustu. Óperusöngvarar mála Starfsmenn fslenzku óperunnar tóku sig til í gær og hófu aö mála húsnæði sitt, Gamla Bíó, utan. Málning hf. geröi sér lítið fyrir og gaf málninguna svo með þessu framtaki beggja aðila verður kostnaður væntanlega varla mikill. Morgunbladíd/RAX. Hækkun súpu- kjöts frá útsölu- verði um 43% þar um að ræða allt að 15% hækkun. Ef hins vegar er litið á hækkunina með hliðsjón af dilkakjötsútsölunni í september kemur í ljós hækkun allt að 43%. Verð á dilkakjöti var lækkað um 17—23% 1. september sl., sem hafði m.a. þau áhrif, að framfærslu- vísitala hækkaði um einu prósentu- stigi minna en hún hefði ella gert. Þær birgðir af dilkakjöti, sem settar voru á markað í septemberbyrjun svara til 3—4 mánaða sölu, sam- kvæmt upplýsingum Mbl. og áhrif þessa lækkaða verðs á framfærslu- kostnað heimilanna eru því jafnvel enn meiri en mælist í vísitölunni. Verð á súpukjöti, sem er í gildi á tímabilinu 1. september til 10. októ- ber nk., er 85,30 krónur hvert kíló. Eftir hækkun nú mun hvert kíló væntanlega kosta um 122 krónur. Hækkunin er því um 43%. Hvert kfló af lærissneiðum kostar nú 125,45 krónur, en mun væntan- lega hækka í liðlega 171 krónu. Hækkunin er því liðlega 36%. Lítil breyt- ing á Skaftá SKAFTÁRHLAUPIÐ, sem hófst fyrir helgina, hafði lítið vaxið um hádegisbilið í gær. Sýnist einsýnt, að hlaupið verði ekki stórt. Fylgst er með rennsli árinnar og hafa menn andvara á sér ef hlaupið skyldi færast í aukana. Veruleg rýrnun á gjaldeyris- forða Seðlabanka milli ára Gjaldeyrisforði Seðlabanka ís- lands hefur rýrnað verulega að raungildi undanfarna mánuði. Sem dæmi um þetta var gjaldeyrisforðinn í júlflok um 3.797 milljónir króna, en til samanburðar 2.336 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Verð- mætaaukningin milli ára er því 62,54%, en umreikningsgengi doll- ars á umræddu tímabili hefur hins vegar hækkað um 128,75%, en það var 12,14 krónur í júlflok 1982, en 27,77 krónur í júlflok sl. Gulleign Seðlabanka jókst um 127,27% á milli ára. Var um 50 milljónir króna í júlílok, en til samanburðar um 22 milljónir ári Skuldir viöskiptabanka í frjáls- um gjaldeyri hafa aukizt um 642% fyrr. Frjáls gjaldeyrir í Seðla- banka jókst um 70,14% milli ára, eða 3.726 milljónir króna á móti 2.190 milljónum króna. Skuldir Seðlabanka í frjálsum gjaldeyri jukust um 36,21% milli ára, eða voru 1.655 milljónir króna á móti liðlega 1.215 milljónum króna. Nettógjaldeyrisstaða Seðlabankans var 2.142 milljónir króna í júlílok sl., en til saman- burðar um 1.122 milljónir króna á sama tíma fyrir ári. Aukningin milli ára er því um 90,91%, sem er nokkru minna en nemur hækkun gengisins á tímabilinu eins og áð- ur sagði. Ef litið er á viðskiptabankana voru erlendar eignir þeirra í júlí- lok sl. um 631 milljón króna. Höfðu þær aukizt um 114,63% frá fyrra ári, þegar þær voru 294 milljónir króna. Erlendar skuldir viðskiptabankanna höfðu hins vegar aukizt um 642,42% milli ára. Voru um 735 milljónir króna í júlílok sl. borið saman við 99 milljónir króna fyrir ári. Nettó- staða viðskiptabankanna var því neikvæð um 104 milljónir króna í júlílok, en var jákvæð um 195 milljónir króna á sama tíma fyrir ári. Gjaldeyrisstaða bankanna nettó var því um 2.038 milljónir króna í júlí sl., en var til samanburðar um 1.317 milljónir króna í júlílok á síðasta ári. Breytingin milli ára er því aðeins 54,75%. Staðan hefur því augljóslega rýrnað verulega milli ára, ef tekið er mið af hækk- un umreiknings, sem hækkaði um 128,75% eins og áður sagði. Flugvél á þaki Hótel Esju Á þessari mynd, sem Ragnar Axelsson Ijósmyndari Morgunblaðsins tók, er verið að hífa flugvél upp á þak Hótels Esju, en þar trónaði flugvélin í gær. Tilefni þessa er ráðstefna um öryggismál einkaflugs, sem haldin er af flugmálastjóra og Vélflugfélagi íslands í samvinnu við Flugleiðir og var ráðstefnan haldin í gær á Hótel Esju. NVTT verð á dilkakjöti mun taka gildi á næstu dögum eins og skýrt var frá í Mbl. í gærdag, en það mun hækka mun meira en verð á öðrum landbún- aðarvörum í útsölu m.a. vegna slátur- kostnaðar og fleiri þátta. I Mbl. í gærdag voru tekin dæmi af því hver hækkunin yrði miðað við það verð sem gilti 1. júní sl., og er

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.