Morgunblaðið - 02.10.1983, Blaðsíða 1
Flug 49/52/53/54
Svipmynd 50
Hundar/Sámur fóstri 56/57
Sprengisandur 60/61
Pottarím/Slátur 62
Jón Sigurgeirsson 64/65
Á drottins degi 66
Sunnudagur 2. október
Myndasögur 70
Skák 70
Bridge 70
Á förnum vegi 71
Dans/bíó/leikhús 72/75
Velvakandi 76/77
Marc Rich 78/79
Ljósmynd Gísli Pr. Johnsen.
FLJÚGANDI
VfiONGUR
Flugsveitin 330 (N) var stofn-
uð á íslandi áriö 1941. Margar af
vélunum úr þessari flugsveit
voru síðar skotnar niður og
mannfall var mikið. En svo voru
líka nokkrar vélar úr flugsveit-
inni, sem tókst að nauðlenda og
flugliðunum var þá bjargað.
Vel þekkt er hin ævintýralega
björgun flugmannsins og Ósló-
búans Wsevolods (Sevi) Buluk-
ins og loftskeytamannsins Leifs
D. Rustad eftir nauðlendingu
þeirra í hinni jökulköldu Þjórsá
við rætur eldfjallsins Heklu í apr-
flmánuði 1941. Frásögnin af
þessum atburði er að finna í bók-
inni „Hetjusaga norsku North-
rop-vélanna á íslandi“ eftir Cato
Guhnfeldt.
Íslensk-norsk-bandaríska
Northrop-leiðangrinum, sem
gerður var út árið 1979 tókst í
samvinnu við félagsskapinn
Norsk Flyhistorisk Forening að
grafa upp þessa Northrop-vél og
koma flakinu til byggða. Nú hef-
ur verið gert við vélina, hún feng-
ið sitt upprunalega útlit og henni
verið komið fyrir í bækistöðvum
norska hersins í Gardermoen í
Noregi. Þetta er reyndar einasta
Northrop-vélin, sem eftir er í
heiminum. Þegar flakið af þess-
ari vél var sett á land í Noregi,
rifjaðist upp fyrir mér önnur
björgun, fimmtíu árum áður, þar
sem menn komust líka nauðug-
lega af — í það skipti var það
undan Vatnajökli.
Sjá einnig bls. 52, 53 og 54.
Ljósmynd óskars Gíslasonar.
Bæjarbúar bíða frétta af afdrifum Ahrenbergs fyrir utan
Morgunbiaðshúsiö gamla í Austurstræti.