Morgunblaðið - 12.10.1983, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 12.10.1983, Qupperneq 1
Arthur Koestler 49/50/51 Friður? 52 Biskupsembætti 54/55/56 Umferð 57 „Draumaland" 58 Rödd útlaga 58 Fæða og heilbrigði 59 Verzlun 60 Skák 62 Miðvikudagur 12. október Kvikmyndir 64 Bókmenntir 64/65 Hljómplötur 65 Hestar 66 Riða 67 %gf?ð 68 Söfnun 69 Popp 70/71 Til sölu? 78 Brezka tímaritiö Encounter helgaði mestan hluta sumarútgáfu sinnar minningu rithöfund- arins Arthur Koestler. Meöal fjölda greina um Koestler í ritinu er frásögn brezka sagnfræö- ingsins David Pryce-Jones af íslandsfdr sumarið 1972, en þeir Koestler og Pryce-Jones komu hingað til að fylgjast með heimsmeistara- einvíginu í skák og flytja brezkum blaðales- endum fregnir af því: Arthur Koestler í Reykiavík Það vildi svo til að Arthur Koestler var skrefi á undan mér er ég gekk um borð í Loftleiða-vélina á leið til Reykjavíkur, og þannig atvikaðist það að við urðum sessunautar. Þetta var í fyrstu viku júlí- mánaðar árið 1972 og við vorum lagðir af stað til íslands til að fylgjast með heimsmeistaraeinvíginu í skák milli Spasskí og Fischer, hann á vegum eins helgarblaðsins og ég á vegum annars. Það var óskað eftir greinum sem lýstu andrúmsloftinu en ekki skákskýringum. Brottför var klukkan hálfníu að morgni. Rétt eftir flugtak kvað við rödd í hátal- aranum: „Vill herra Arthur Koestler vinsamlegast gefa sig fram?" Hann rétti upp höndina. Er flugfreyjan nálgaðist, sagði hún, að fyrir hönd Loftleiða langaði sig að mega færa honum drykk. „Brantwein?" spurði hann. „Brennivín heit- ir það á íslenzku ...“ Við áttum eftir að komast að því að það hvín mjög í íslendingum er þeir tala ensku, en tilsögn taka þeir vel. Hún fór eitthvert aftur í og kom til baka með flösku, stóra og heiina- bruggslega flösku, miðalausa, og hellti í tvo bikara. Af þefnum að dæma var bruggið úr kartöflum, eða þá timbri, sjálfsagt frá bændum sem hlutu að hafa blindazt eða lamast fyrir lífstíð við þessa þokka- iðju. Ég sagði að um þetta leyti dags væri mér ofviða að drekka slíkan mjöð. Tók Koestler þá bik- ar minn og tæmdi líka. Hann hallaði sér aftur í sætinu og lygndi aftur augunum: „But zis iss murd- er.“ Ég var búinn að þekkja hann í rúman áratug. Upphaflega hafði ég skrifað honum í því skyni að falast eftir efni í vikurit þar sem ég var bók- menntalegur ritstjóri. í ljós kom, að við bjuggum hvor á sinu götuhorninu, og á sunnudegi bauð hann mér í drykk fyrir hádegisverð. Við það tæki- færi útlistaði Goronwy Rees þátt Anthony Blunt í því að útvega Sovétstjórninni njósnara. Þótt und- SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.