Morgunblaðið - 12.10.1983, Page 19

Morgunblaðið - 12.10.1983, Page 19
 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1983 67 ÖRVERUFRÆÐI eftir dr. Ara K. Sæmund^n I 1 RIÐA Ginn er sá sjúkdómur, sem meir er til umræðu þessa dagana en ella, en það er „riða“. Menn eru beðnir um að halda vöku sinni og tilkynna tafarlaust öll hugsanleg tilfelli af þessum sjúkdómi. í fjöl- miðlum er greint frá því að öllu fé hafi verið slátrað á stöku bæjum til að reyna að hefta útbreiðslu veik- innar. Samt skýtur riðan upp kolli í áður ósýktum héruðum, eða bloss- ar upp að nýju, eftir að hafa legið niðri í fjölda ára, og menn farnir að vona að þeir væru lausir við þennan ófögnuð. Það sem gerir riðu svona erfíða viðureignar er, að því sem næst ekkert er vitað um sýkilinn sjálfan og smitleiðir virð- ast margar og lítt skilgreindar. Það gefur því augaleið að við slíkar að- stæður heyja menn vonlitla bar- áttu. Sjúkdómurinn Riða er hrörnunarsjúkdómur í miðtaugakerfi og dregur nafn sitt af klassískum sjúkdóms- einkennum, sem eru óstyrkur og óreglulegur gangur. Það má segja að riða sé ís- lenskt fyrirbæri, náskylt þeim sjúkdómi er kallast „scrapie" á ensku. Til einföldunar verður hér fjallað um þessa sjúkdóma sem um einn og sama sjúkdóm- inn væri að ræða. Riðu er fyrst lýst í Skotlandi um miðja 19. öld. I fyrstu héldu menn að hér væri um erfðasjúkdóm að ræða, og eitt er víst að riða hegðar sér um margt eins og erfðasjúkdómur. Það var svo árið 1936 að sýnt var fram á að riða er smitsjúkdómur og í fyrstu talið að hér væri nýr veirusjúkdómur á ferðinni. Ekki er vitað með vissu, hve- nær riða berst hingað til lands, en talið er að hún hafi borist hingað með dönskum hrút fyrir u.þ.b. 100 árum. Riðan breiddist smá saman út og stóðu menn ráðþrota gagnvart sjúkdómnum. Eins og áður sagði, var lítið vit- að um sýkilinn og smitleiðir. Annað, sem gerir sjúkdóminn erfiðan viðureignar, er hinn hafa menn, í vandræðum sínum, freistast til að gefa ímyndunar- aflinu lausan tauminn og orðað sjúkdóminn við alls konar tor- kennileg fyrirbæri, sem ekki eiga sér hliðstæðu í náttúrunni. Hitt er víst að riðusýkillinn er um margt mjög óvenjulegur, og það verður e.t.v. raunin, þegar upp er staðið, að hann eigi sér enga hliðstæðu. Eitt af því, sem er óvenjulegt við þennan sýkil er, hvers erfitt er að ónýta hann með venjulegum sótthreinsunar- aðferðum. Hann þolir flestar þær aðferðir, sem önnur lífefni þola ekki, svo sem suðu í langan tíma og ýmis sótthreinsunarefni. Minnstu þekktu sýklar eru svokblluð „viroid". Hér er um að ræða örsmáa kjarnsýrubúta, sem ekki eru á neinn hátt tengd- ir próteinum í skipulagðan strúktúr líkt og veirur. Viroid eru þekktir sjúkdómsvaldar i ýmsum plöntum, og smæð og hegðun riðusýkilsins gerði það að verkum, að flestir töldu að hér væri viroid á ferðinni. Enn sem komið er, liggja engar sann- anir fyrir hendi, sem benda til þess að riðusýkillinn sé einhvers konar viroid, líkt og finna má í jurtaríkinu. Þvert á móti, rann- sóknir síðustu ára benda til þess að bófinn sé prótein, lítið en ákaflega harðgert. Stanley B. Prusiner og samstarfsmenn langi tími, allt að 3 ár, sem líður frá því að kind tekur veikina og þar til fyrstu sjúkdómseinkenn- in koma í ljós. Miklar framfarir urðu í rann- sóknum á riðu, þegar sýnt var fram á að hægt var að sýkja mýs með sýklinum. Þar sem sjúk- dómsferillinn er miklu styttri í músum, eru þær mjög hentugar til rannsókna. Enn er samt litið um sýkilinn vitað. Vegna skorts á haldbærum niðurstöðum um eðli og byggingu sýkilsins, þá Myndin sýnir samband riðu í kindum og geitum og CJ-veik- innar í mönnum. Árið 1965 tókst Gajdusek og samstarfs- mönnum hans að sýkja simp- ansa með CJ-sýklinum. Síðan hefur verið sýnt fram á að þessi sýkill sýkir einnig apa og geitur (kindur). Riðusýkillinn getur einnig sýkt apa, en sýkir ekki simpansa og er talinn hættulaus mönnum. hans, sem hafa verið iðnir við rannsóknir á riðusýklinum, telja að hér sé um nýtt smitefni (in- fectious agent) að ræða og leggja til að það verði kallað „prion" (proteinaceous infectious part- icle). Enn hefur þeim ekki tekist að sýna fram á að prion inni- haldi kjarnsýru. Kjarnsýran, ei 1 erfðaefnið, inniheldur erfðavís- ana og þar með þær upplýsingar, sem hingað til hafa verið taldar forsenda þess að allar lífverur, þar með taldar örverur svo sem veirur og viroid, geti fjölgað sér. Ef hér er eingöngu um prótein að ræða, þá vaknar sú spurning, hvernig það getur fjölgað sér. Prusiner gerir m.a. ráð fyrir að um einhverskonar stjórnunar- prótein geti verið að ræða, þ.e. sá erfðavísir, sem ákvarðar við- komandi prótein geti verið hluti af erfðaefni hýsilfrumanna. Prion gæti, við sýkingu, kveikt á slíkum erfðavísi, þannig að hann framleiddi meira prion. Það er því hugsanlegt að hér sé um nýtt, áður óþekkt, fyrirbærf að ræða. Enn er mörgum spurningum ósvarað: Hvernig fjölga prion sér? Innihalda prion kjarn- sýru(r)? Hvernig eru prion sam- sett? Hvers vegna bregst ónæm- iskerfið ekki við sýkingunni? Stafar það af því að prion eru hluti af próteinforða hýsilsins? Ef svo er, hvert er þá náttúru- legt hlutverk priona? Og svona mætti lengi telja. Lokaorö Ekkert bendir til þess að riða geti sýkt menn. Þó eru til sjúk- dómar í mönnum, sem hegða sér svipað og riða. Einn slíkur er kallaður „kuru“ og er landlægur í sumum þjóðflokkum Nýju- Gíneu. Afbrigði af þeim sjúk- dómi kallast á Vesturlöndum „Creutzfeldt-Jakob" (CJ) veikin. Öllum er þessum sjúkdómum sameiginlegt að þeir lýsa sér í hægfara hrörnun í miðtauga- kerfi, sem óhjákvæmilega leiðir til dauða. Kuru og CJ hegða sér um margt líkt og riða í kindum og geitum og nýlegar rannsóknir benda til að smitefnið hafi svip- aða eiginleika (mynd). Rann- sóknir á riðu hafa því fengið aukið læknisfræðilegt gildi. Þeg- ar vitneskjan um gerð og hegðun riðusýkilsins liggur fyrir, fást væntanlega svör við orsökum margra hæggengra hrörnunar- sjúkdóma í mönnum. Heimildir: L van Bogaert o.f. (1978). Act* Neuropatholog ica 41:201—206. P.A. PálNNon (1978). Freyr 74:683—687. S. Siguröarson (1981). Freyr 77:168—177. S.B. PniNÍner (1982). Science 216:136—144. Bestu bílakaupin í dag! Mazda323 Hatchback DeLuxe 1300 árg. 1984 Innifalinn búnaður: Stillanleg hæd á framsæti • Litað gler í ruðum • Rúllu- belti • Öryggisljós að aftan • 60 Ampera rafgeymir • Quarts klukka • Niðurfellanlegt aftursæti i tvennu lagi • Tauáklæði á sætum • 3 hraða rúðuþurrkur • Halogen framljós • Stokkur milli framsæta • Farangursgeymsla klædd í hólf og gólf • 3 hraða miðstöð • Útispegill • Þurrka og sprauta á afturrúðu Verð aðeins kr. 256.880 gengisskr. 10.10.83 BILABORG HF Smiöshöföa 23 sími 812 99 Bestu bílakaupin ídag! Mazda 323 Saloon DeLuxe 1300 árg. 1984 Innifalinn búnaður: ' " Stillanleg hæð á framsæti • Litað gler í rúðum • Rúllu- belti • Öryggisljós að aftan • 60 Ampera rafgeymir • Quarts klukka • Niðurfellanlegt aftursæti i tvennu lagi • Tauáklædi á sætum • 3 hraða rúðuþurrkur • Halogen framljós • Stokkur milli framsæta • Farangursgeymsla klædd í hólf og gólf • 3 hraða miðstöð • Útispegill Verð aðeins kr. 271.000 gengisskr 10 10 83 BILABORG HF Smiöshöföa 23 sími 812 99 iot'UÚJC lcjfi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.