Morgunblaðið - 12.10.1983, Page 29

Morgunblaðið - 12.10.1983, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1983 77 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þakkir fyrir góða skemmtun Haukur Friðriksson frá Krókseyrarnesi hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að þakka félögunum úr Lionsklúbbnum Ægi fyrir að koma og skemmta okkur ibúunum í Hátúni 12, á laugardaginn var. Þar voru m.a. Stefán í Lúdó, Ómar Ragnarsson og fleiri góðir menn og gerðu okkur glatt í geði. Kærar þakkir fyrir góða skemmtun. Fyrir ofan garð og neðan hjá mér 5764-3498 hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Þegar karlakórinn Fóst- bræður kom fram í sjónvarp- inu á dögunum var mín heit- asta ósk sú, að ég ætti svart- hvíta sjónvarpið mitt ennþá. Hver er fatahönnuður kórs- ins? Hvítir jakkar, bláar skyrtur, rauð slaufa og vasa- klútur, svartar buxur. Og svo kom einsöngvarinn í hvítum fötum með lillablátt bindi. Og undirleikarinn í blúndumussu. Fyrir þessu var klappað á tón- leikunum. Það var víst sungið, en það atriði fór fyrir neðan garð og ofan hjá mér við þessa sjón. Má ég þá frekar biðja um karlakórana okkar eins og þeir voru fyrir tugum ára. Þeir kunnu líka sitt, þuftu ekki blöð og bækur eins og þessir. Ég hef mjög gaman af karlakóratónlist, en fer ekki á hljómleika hjá þessum, fyrr en þeir eru búnir að skipta um föt, enda er ég svo heppin að eiga ekki áskriftarkort. Hermann Þorsteinsson Heimir Steinsson Þarfur og góð- ur boðskapur Guðbjörg S. Sigurjónsdóttir skrif- ar: „Sæll og blessaður Velvakandi. Það eru tveir menn, sem mér finnst hafa komið með þarfan og góðan boðskap til okkar íslend- inga nú að undanförnu. Annars vegar er það Hermann Þorsteinsson. Hann hefur skrifað mjög eftirtektarverðar greinar í Morgunblaðið um ferð sína til Vancouver á þing Alkirkjuráðsins. Ég þakka kærlega fyrir þessar greinar, sem sýna okkur kristnum mönnum, að við þurfum að vakna upp, standa saman og þjappa okkur fast að krossi Jesú Krists. „Hann var særður vegna synda og kraminn vegna vorra mis- gjörða; hegningin sem við höfðum til unnið, kom niður á honum og fyrir hans benjar urðum vér heil- brigðir." Jes. 53. kap. 5. vers. Filippus postuli heyrði fjár- málaráðherra Kandake Eþíópíu- drottningar vera að lesa Jesaja 53. kap. 7. vers og hann spurði hann: Hvort skilur þú það, sem þú ert að lesa? En hann sagði: Hvernig ætti ég að geta það nema einhver leið- beini mér? — Og Filippus lauk upp munni sínum og tók til á ritn- ing þessari og boðaði honum fagn- aðarerindið um Jesúm. Hinn maðurinn, sem ég þakka fyrir góðan boðskap til íslensku þjóðarinnar er sr. Heimir Steins- son. Erindi hans i Ríkisútvarpinu á laugardagskvöldum, sem hann nefnir „Óskastund", eru mjög góð. Ég hlakka alltaf mikið til að hlusta á þau. Ég er áskrifandi að Morgun- blaðinu og þykir mér Velvakandi alveg ómissandi. Þökk fyrir gott blað.“ Smáborgara- legur rógburður Skólataska og tveggja mánaða púl týndist Björk Guðmundsdóttir hafði samband við Velvakanda og sagði: — Ég var svo óheppin að týna skólatöskunni minni þegar ég var á búðarrápi fyrir helgina, og þar með týndi ég líka tveggja mánaða púli i skólanum, þ.e.a.s. öllum vinnubókunum, sem i töks- unni voru. Þetta er ljósbrún leðurtaska, upprunalega hljómplötutaska og stærðin og lögunin samkvæmt því; rennilás að ofan og niður á hálfar hliðarnar. Ég bið þá, sem geta upplýst um afdrif töskunnar, vinsamlegast að hafa samband við mig í síma 35491 eftir kl. 17.00. Brynja Baldursdóttir, Arngunnur Ýr Gylfadóttir og Gunnhildur Sif Gylfadóttir, starfsmenn Utsýnar á Lignano, skrifa 5.10. ’83: „í Helgarpóstinum þann 22.9. var birt „nærmynd" af Ingólfi Guðbrandssyni. Undirritaðar komust að vísu seint til þess að lesa þessa grein, en búast samt við, að hún sé mönnum enn í fersku minni. Grein þessi vakti hjá okkur, sem þessar línur ritum, í senn undrun og reiði. Það er sorglegt að sjá, hve mikla fullnæg- ingu margur virðist fá af því að rægja náungann. I þessu landi okkar virðist því þannig farið, að enginn megi skara fram úr. öðr- um verður um leið hið mesta kappsmál að finna á honum alla veika punkta. Ingólfur Guðbrandsson hefur komið mörgu góðu til leiðar á ís- landi, eins og vissulega kom fram í greininni hjá örfáum nafngreind- um einstaklingum. Miklu virtust þeir þó fleiri, sem hikuðu ekki við að rægja og sverta Ingólf. Slíkur rógburður er vægast sagt smá- borgaralegur og siðlaus og eflaust sprottinn af hvötum sem öfund og illgirni. ótrúlegt finnst okkur, að rógberar þessi þekki Ingólf Guð- brandsson. í samstarfi okkar við hann höfum við engu kynnst nema góðu. Sérstaklega viljum við fordæma það, að öll þau niðrandi lýsingar- orð, sem fram koma í greininni, eru höfð eftir ónafngreindum aðil- um, sem að sjálfsögðu undirstrik- ar sorpblaðamennsku Helgar- póstsins. ótrúlegt finnst okkur, að Ingólfi hafi verið gefinn kostur á að lesa yfir þessa gein áður en hún var birt, en við vitum hins vegar með vissu, að Ingólfur tók loforð af blaðamanni um ákveðin atriði varðandi efni hennar. Loforð þessi voru hins vegar þverbrotin. Að okkar mati er hér ekki ein- ungis um að ræða lágkúrulega framkomu gagnvart Ingólfi Guð- brandssyni, heldur brot á mann- réttindum. Siðlaus skrif Helgar- póstsins vekja þá spurningu, hvort prentfrelsi í landi hér þýði í raun, að hver og einn eigi rétt að því að geysast fram á ritvöllinn með opinbert skítkast gegn einstakl- ingum, sprottið af vanþroska hvötum. Vonumst við til þess, að við séum ekki einar um þá ósk að þurfa ekki að lesa framar jafn mannskemmandi grein sem þessa." GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Seldar voru veitingar í nýja mötuneyti skól- ans. Rétt væri:... í nýju mötuneyti skólans. Eða. ... í hinu nýja mötuneyti skólans. TÍU 10 skóbúðir á höfuðborgarsvæðinu. EUROCARD TIL DAGLEGRA NOTA HITAMÆLAR Flísar flísaefni verkfæri Komið í sýningarsal okkar og skoðið möguleikana á notkun Höganás flísa í húsið. Veljið síðan Hoganas fyrirmynd annarraflísa = HÉÐINN = SEUAVEa2,REVKJ/lMK LJÓSMYNDAÞJONUSTAN I Laugavegi 178 — s. 85811. Á hamingjustund ríkir há- tíöarstemmning á stofunni hjá mér. Góð Ijósmynd er tilvalin jólagjöf. Vinsamlegast pantið myndatökur tímanlega. Ekta strigamyndir, Barr- okk-rammar, Innrömmun. Mikiö urval. Bjóðum bæði lit-, svarthvítar- og brúntón- aðar myndir. Fjölbreytt úrval í frágang á myndum. Lítið við og kynnist val- kostum. Það er góöur siöur aö láta taka mynd af börnunum meö jöfnu millibili. Þau vaxa, dafna og breyt- ast. Þessvegna er þaö svo gaman aö eiga góöa Ijósmynd. STOFU- MYNDATÖKUR Verð frá kr. 1.670

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.