Morgunblaðið - 12.10.1983, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1983
79
Jón I>. Árnason:
Spurningin er: Hvernig er hugsanlegt að
komizt verði hjá strandi og skipbroti, þegar
öll áhöfnin heldur um stjórnvölinn?
- Lífríki og lífshættir XCIII
Síðan hinar frjálslyndu borg-
arastéttir vestrænna ríkja lögð-
ust í sættir við sósíalismann,
hafa sanngildi og staðreyndir
verið á viðstöðulausum flótta
undan múgblekkingum, hártog-
unum, öfgum, ýkjum og útúr-
snúningum. Vestrænt siðgæð-
ismat og hátternisboð, sem með
prýði höfðu sannað ágæti sitt í
eldraunum ríflega 20 alda, urðu
að þoka fyrir lygum og heimsku,
unz nú teljast veizluspjöll, ef upp
úr lýðræðismanneskju hrekkur
orð af viti.
Á samri stundu og vinstri-
mennskan hafði náð valdi yfir
tungutaki borgarastéttanna, og
þar með þankagangi, átti hún
greiða leið til áhrifa og yfirráða
í uppeldis- og menntastofnunum
réttarríkisins. Vegna léttúðar og
tómlætis þeirra, er það bar að
verja, styrkja og efla, fer ekki
stundinni lengur á milli mála, að
réttarríki Vesturlanda hafa um
áratugi leikið á reiðiskjálfi og
eiga nú fall og hrun vísast, ef
rótleysingjum helzt enn um sinn
uppi að kalníða alla heilbrigð-
ustu lífshætti og lífsskoðanir
ábyrgra þjóðfélagsþegna.
Frávikalaus krafa
Af fenginni reynslu ætti flest-
um að vera orðið augljóst, að von
um sigur yfir fjandliði reglusemi
og löghlýðni vinnst naumast til
fulls nema hafizt verði handa
þar sem ófremdin sáir fræum
sínum í fyllstri vissu um skjótan
og varanlegan árangur. Það ger-
ir vinstrimennskan, af skiljan-
legum ástæðum, þar sem varnir
eru veikastar: á vettvangi inn-
rætinga-, uppeldis- og fræðslu-
stofnana. Börn og unglingar
verða fyrstu fórnarlömbin.
Vinstrafólk veit, ekki síður en
aðrir, að æskan er framtíðin,
hún á fyrir sér að verða fullorðið
fólk, og það veit því ennfremur,
að „hvað ungur nemur, gamall
temur".
Viðnám og síðan gagnsókn
verða þess vegna að hefjast í
barnaskólum, halda áfram í
framhaldsskólum og skila þjóð-
félaginu hraustum og traustum
þegnum réttarríkis að loknu há-
skólanámi. Það verkefni geta
hins vegar þau ein leyst með
sóma, sem leggja þann skilning í
orðið uppeldi, er hugtakið
ómengað býður, og sjálf eru á
valdi jákvæðra og ósveigjanlegra
siðgæðis- og trúarlögmála. Verk-
efni verður ekki leyst nema af
þeim, sem vita að uppeldi er
handleiðsla, leiðsögn til að nem-
endur geti öðlazt andlegan og
sálrænan kjark — dirfsku til
þess að standa við og berjast
fyrir öllu því, er viðkomandi trú-
ir að sé rétt, gott og fagurt.
Skýr hugsun — og sú hugsun
þarf ekki endilega að vera neitt
afspyrnulega skýr — leiðir því af
sér, að enginn, sem er haldinn
samúð eða umburðarlyndi með
æðsta boðorði erkibjálfans, „ég
er á móti cllum boðum og
bönnum", getur eða má koma
nálægt ungviði. Það segir ekki
aðeina almenn velsæmistilfinn-
ing heldur jafnframt ósköp
venjuleg skynsemi. Án boða og
banna, laga og reglu, hefði
manneskjan aldrei komizt af
steinaldarstiginu.
En nú uggir margan áhyggju-
fullan og vonsvikinn lífsrýnanda
samtíðarinnar, að mannkynið
hreki hraðfara inn í skrílöldina,
ef örlögin taka ekki í taumana,
og kunni það því að hafa ærnar
ástæður til að líta steinöldina
saknaðaraugum.
Priestley mæiti
Margir greindir ágætismenn
hafa látið hugfallast eða gefið
sig örvinglunni á vald. í þeim
hópi má nefna Arthur Koestler,
Theo Löbsack og John B. Priest-
ley, sem lengi var nefndur „the
grand old man“ brezkra bók-
mennta. Priestley taldi sér ekki
ósamboðið að láta sér eftirfar-
andi kraftyrði um munn fara 1
blaðaviðtali („Welt am Sonn-
tag“, 27. september 1970) um
árangurinn af samvinnusköpun
frjálslyndinga og sósíalista:
„Nútímamaðurinn er heimsk-
asta lífvera, sem veröldin hefir
nokkru sinni leitt fram á sjón-
arsviðið. Hann reisir tröllslegar
borgir, sem í bezta falli eru
skepnum einum sæmandi. Og
hann kallar þetta menningu.
Maðurinn er skólagenginn hálf-
bjáni. Fyrir hundrað árum
myndi ekki hafa hvarflað að
honum að reisa sjálfum sér
fangelsi, þar sem óþverrinn
murkar næstum úr honum lífið,
þar sem hávaðinn ærir hann og
hann verður að hírast eins og
sardina í dós ásamt milljónum
annarra volaðra, án allra mögu-
leika til að geta notið virðingar
sem manneskja."
Þessi orð mælti enginn
grimmur fasisti eða vondur
hægrimaður. Priestley þekkti
vinstriveröldina ákaflega vel, og
skoðanir hans hafa jafnan verið
lýðræðislegar í góðu meðallagi.
Þegar af þeim sökum væri
óréttlátt að ætla honum til-
hneigingar til að gera meira úr
óhæfunni en efni standa til.
Daglegar fréttir
Ég tel vafalaust að Priestley
hafi tekið of djúpt í árinni, þegar
hann sagði að nútímaborgir „eru
skepnum einum sæmandi", sjálf-
sagt með skáldaleyfi. Hitt er af-
tur á móti ekki síður vafalaust,
að í stórborgum nútímans hefir
hreiðrað um sig urmull óbóta-
lýðs, sem sérhverri skepnu væri
gert gróflega rangt til með ein-
þorparinn ætlaði að hrifsa
veski konunnar, snerist hún til
varnar og sló piltinn í höfuðið.
Þegar í stað greip félagi hans
flösku, er hann braut, og hélt
síðan glerbrotunum við háls
og andlit ungbarnsins. Þrátt
fyrir að móðirin bæði barninu
vægðar, skar hann það í andlit
og fót. Konan afhenti þá ill-
virkjunum buddu sína og
hring að verðmæti £ 50. Að
unnu verki heyrðist annar
þeirra hrópa á flóttanum:
„Svona ætlum við að vinna
okkur inn peninga framvegis."
* SL Louis: 13 ára gömul stúlka
brá sér í dýragarð borgarinn-
ar. Um kvöldið sté hún út í
stóra almenningslaug til að
þvo af sér svitann eftir dag-
inn. Þar réðust að henni 17 og
14 ára strákar og nauðguðu
morðin hafi hún framið í
auðgunarskyni: í bæði fyrri
skiptin klófesti hún spari-
sjóðsbækur og í 3. sinnið
ekkjubætur.
• Houston: fyrir 23 árum myrti
Henry Lee Lucas móður sína.
Hann var úrskurðaður á
geðsjúkrahús, þar sem hann
dvaldi í 6 ár, síðan til fangels-
isvistar í 4 ár. Árið 1970 var
hann látinn laus til reynslu.
Ári síðar stóð hann frammi
fyrir dómara, ákærður fyrir
tilraun til að nema stúlku á
brott með valdi. Enn var hon-
um sleppt lausum á borgarana
árið 1975. Nú hefir hann,„46
ára að aldri, játað að hafa
myrt yfir 100 konur síðan þá,
og hefir þegar vísað lögregl-
unni á 12 hroðalega útleikin
lík.
Draumsýn allra vinstrihneigðra
„umbótamanna" var hið banda-
ríska „permissive society" (rót-
slitna þjóðfélagið), sem því mið-
ur hefir ekki bara reynzt draum-
sýn, heldur hefir orðið kyrkjandi
veruleiki. Þetta er þjóðfélag, þar
sem „þú skalt ekki“ var dæmt
úrelt hegðunarboð dagsins, en
þess í stað hafið til hávega: „Þú
skalt lifa og leika þér eins og
girndir þínar bjóða á stundinni."
Og þannig varð ótalmargt
leyft, eða a.m.k. liðið, sem áður
hafði ýmist verið bannað eða
verið áhættusamt uppátæki,
m.a. fósturdráp, kynvilla, klám-
iðju- og eiturefnagróðabrall,
herþjónustusvik, rógur um ríkið,
opinberar áskoranir um að
brjóta réttmæt lög og löglegar
stjórnvaldaaðgerðir á bak aftur,
en í því síðasttalda hafa sleggju-
VIÐ SKÓLAUPPSÖGN
-að loknu sjálfsmeðvituðu -;jálfsþroskanámi.
Réttarríkinu ber
húsbóndavaldið
Faðmlög
óhæfunnar
„Skólagenginn
hálfbjáni“
Frelsi til
fúllífis
hvers konar samlíkingu. Til
áréttingar tek ég hér úrdrætti úr
smáfréttadálkum 4 erlendra
dagblaða, öllum útgefum sama
daginn, og sem birta fregnirnar
án minnstu tilraunar til að vekja
athygli á þeim eða forvitni les-
enda, enda eru þær aðeins eins
og keppir í sláturtíð miðað við,
hvað daglega gerist í þúsundum
borga og bæja, hvarvetna þar
sem réttarríkið hefir slakað á
taumunum:
• London: Tveir unglingspiltar
skáru brjóstbarn í andlit og
fót á fjölfarinni gangbraut, í
því skyni að þvinga peninga og
lausamuni af móðurinni. Lög-
reglan sagði svo frá, að óþokk-
arnir hefðu stöðvað móðurina,
21 árs að aldri, og hótað:
„Hringana og peningana, ann-
ars merkjum við hvolpinn
fyrir lífstíð." Þegar annar
margsinnis til skiptist. Harry
Keeler lögregluforingi: „Við
höfum sannanir fyrir, að
a.m.k. 30 manns, sem sátu að
útisnæðingi í kringum laug-
ina, fylgdust með athæfinu.
Enginn hreyfði legg eða lið
telpunni til hjálpar."
Fyrst að 40 mínútum liðnum
bar 11 ára dreng að á reið-
hjóli. Hann steig reiðhjól sitt
fram og aftur um skemmti-
garðinn þangað til hann kom
auga á lögreglubíl, sem hann
gat stöðvað, og gerði aðvart.
• Krefeld: Maria Velten, 69 ára,
frá Kempen við neðri-Rín,
hefir játað að hafa byrlað 3
mönnum eitur. Konan, 12
barna móðir, banaði, að eigin
sögn, eiginmanni sínum árið
1976, elskhuga sínum árið 1980
og seinni eiginmanni sínum
árið 1982. Lögreglan telur að
Það væri að æra óstöðugan, ef
fleira yrði tínt til af svipuðu
tagi, og þaðan af verra. Þjóðfé-
lög frjálslyndinga virðast ekki
þekkja nema eitt ráð til að
lækka vaxtartölur afbrota og
glæpa:
Að strika út stöðugt fleiri og
fleiri brotabálka úr hegningar-
lögum sínum og afnema refsi-
ákvæði varðandi „minniháttar
yfirsjónir," einkum ef „félagsleg-
ar“ ástæður finnast.
Eins og fjöld-
anum þóknast
í rúman aldarfjórðung hefir
þótt smart, fríkað, sjálfsmeðvit-
að, sjálfsþroskandi, framfara-
sinnað og nútímalegt að brjóta
niður sem allraflesta varnar-
garða siðmennta og réttargæzlu.
dólgar verkalýðshrefingarinnar
verið frakkastir. Niður með öll
boð og bönn, allar hömlur, öll
fyrirmæli fornra laga, þetta
voru kjörorð vinstriandans.
„Sjálfmeðvituð sjálfsþroskun"
— og sjálfsafgreiðsla — voru og
eru töfralyklarnir að hinu ljúfa
lífi.
Sjálfsögun og sjálfsstjórn og
sjálfsafneitun eru bara þjóðfé-
lagslegar fomleifar, segja frjáls-
lyndingar og annað vinstrafólk.
Ekki fyrr en nú alveg nýlega
er tekið að renna upp fyrir al-
menningi, að rótslitna þjóðfélag-
ið kostar eitrað verð. Þau hundr-
uð þúsunda æskufólks, sem
kveljast undir áþján fíkniefna-
volæðisins eru einna áþreifan-
legasta dæmi þess — og rauna-
legasta.
Máski eru þó ennþá hryggi-
legri gífuráhrif rótleysingja,
sem heimta að slaka beri á
skyldugri forsjá réttarríkisins
vegna þess að fjöldi þeirra, er
ekki vill þýðast heilbrigða lífs-
hætti, fari stöðugt vaxandi og að
„enginn veit betur en einstakl-
ingurinn sjálfur, hvað honum er
fyrir beztu". (!)
Allt má reyndar segja og lengi
misbjóða dómgreind almenn-
ings, sem eiginlega ekkert væri
hollara að hafa í huga en þá
sögulegu staðreynd, sem um ald-
ir hefir ein verið óbrigðull for-
boði upphafs endalokanna:
Glámskyggni og tómlæti, um-
burðarlyndi og undanhald yfir-
valda gagnvart níðhöggum, sem
teknir eru að blóðsjúga menn-
ingarþjóðfélag, er réttarríkinu
hafði verið skylt að varðveita.