Morgunblaðið - 14.10.1983, Side 11
HVAO ER AÐ GERAST UM HEL6INA?
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1983 43
MÁLVERKA-
SÝNINGAR
□ □ uC
□ DQB
UQDB
□ □ □ B
safninu hafa borist aö gjöf eftir aö
þaö opnaöi áriö 1973.
Tilefni sýningarinnar er fyrst og
fremst aö sýna gjöf þeirra hjóna
Eyrúnar Guömundsdóttur og Jóns
Þorsteinssonar, sem þau færöu
safninu í sumar, fjögur stór olíu-
málverk og 22 teikningar. Teikn-
ingarnar eru af ýmsum samtíma-
mönnum Kjarvals, unnar á marg-
víslegan pappír, og eru eins og
Kjarval gekk sjálfur frá þeim. Hann
málaöi suma rammana og jafnvel
gleriö á einni myndinni. Þótti rétt
aö gefa mönnum kost á aö sjá
verkin þannig, áöur en gert veröur
viö þau.
Nú eru liöin rétt tiu ár frá opnun
Kjarvalsstaöa — safniö var opnað
í mars 1973. Á sýningunni núna
eru allar gjafir sem borist hafa
Kjarvalssafni á þessum tíma, alls
46 málverk og teikningar. Sýningin
veröur sem fyrr segir opnuö á
laugardaginn kemur, 15. október,
en þann dag heföi Jóhannes S.
Kjarval oröió 98 ára gamall. Davíö
Oddsson borgarstjóri opnar sýn-
inguna kl. 14.00. Hún veröur síöan
opin daglega kl. 14—22 fram til
13. nóvember.
Gallery Lækjartorg:
Sigurður Örn
sýnir í Gallerí
Langbrók
Siguröur Örn Brynjólfsson
myndlistarmaöur opnar sýningu á
100 teikningum í Gallerí Langbrók,
á morgun, laugardag 15. október.
Allar teikningarnar eru unnar í túss
og vatnslit á árinu 1983.
Siguröur Örn er fæddur 19.
sept. 1947. Hann stundaöi nám í
Myndlista-og handíðaskóla íslands
og útskrifaöist úr auglýsingadeild
MHÍ 1968.
Siguröur Örn hefur tekiö þátt f
fjölda samsýninga bæöi hér á landi
og erlendis. Á síöasta ári kom út
eftir hann í Japan myndskreytt
barnabók meö Þrymskviöu. Sig-
uröur Örn starfar nú sem deildar-
kennari í auglýsingadeild MHÍ og
hefur vinnustofu í Hafnarfiröi.
Sýning Siguröar Arnar í Gallerí
Langbrók veröur opin virka daga
kl. 12—18 og um helgar kl.
14—18. Henni lýkur sunnudaginn
30.október.
Kjarvalsstaöir:
Sýning á verkum
Jóhannesar
Kjarvals
Aö Kjarvalsstööum opnar á
morgun, laugardag, sýning á þeim
verkum Jóhannesar Kjarvals sem
Sýningu Hauks
Halldórssonar
aö Ijúka
Sýningu Hauks Halldórssonar
myndlistarmanns í Gallery Lækj-
artorgi lýkur á sunnudagskvöld. Á
sýningunni sýnir Haukur á annað
hundraö verk, málverk, teikningar,
skúlptúra og fleira. Flest verkin eru
unnin sem myndskreyting við bók-
ina íslenskir annálar 1400 til 1449,
sem Bókaklúbbur Arnar og örlygs
gaf út fyrir skömmu.
Þetta er fjóröa einkasýning
Hauks, en auk þess hefur hann
tekiö þátt í allmörgum samsýning-
um og skreytt nokkrar bækur, svo
sem bókina Tröll er út kom í fyrra,
og Stóru barnabókina, en kunn-
astur er Haukur vafalaust fyrir
þjóðsagnamyndir sínar.
Guöbergur Auöunsson:
Málverkasýning í
eigin vinnustofu
Guóbergur Auöunsson listmál-
ari opnar á morgun, laugardaginn
15. október, sýningu á 30 verkum í
vinnustofu sinni aö Þingholtsstræti
23, Reykjavík. Á sýningunni, sem
er sölusýning, eru 27 collage-
myndir og þrír tréskúlptúrar. öll
verkin eru unnin á sl. þremur ár-
um.
Þetta er sjöunda einkasýning
Guðbergs, en hann sýndi m.a. á
Kjarvalsstöðum 1978 og hefur
haldiö einkasýningu í Baden-Bad-
I en í Vestur-Þýskalandi 1980.
Sýningin veröur opin virka daga
klukkan 15 til 18, og um helgar frá
14 til 18. Sýningunni lýkur 30.
október.
Keflavík:
Sýning Bjarna
Jónssonarí
Glóöinni
j Glóöinni viö Hafnargötu í
Keflavík opnar á morgun, laugar-
dag, Bjarni Jónsson myndlistar-
maöur málverkasýningu sína. Á
sýningunni eru þjóölífsmyndir,
dýramyndir, blóma- og landslags-
myndir eftir Bjarna, en hann hefur
tekiö þátt í fjölda samsýninga og
haldiö einkasýningar hér sem er-
lendis.
Sýningin veröur opnuö kl. 13.00
á morgun og veröur opin daglega
frá kl. 13.00—17.30 fram til 23.
október.
„Tröllaleikir“ í Iðnó
Leikbrúöuland frumsýnir
sunnudaginn 16. október í lönó
nýja sýningu sem er þaö viöa-
mikil aö ekki var unnt aó koma
henni fyrir í salarkynnum Leik-
brúðulands aó Fríkirkjuvegi.
Á sýningunni eru fjórir einþátt-
ungar, Ástarsaga úr fjöllunum,
Búkolla, Eggiö og Draumlyndi
risinn, en í heild nefnist sýningin
„Tröllaleikir".
Aö sýningunni standa þær
Bryndís Gunnarsdóttir, Hallveig
Thorlacius og Helga Steffensen,
en leikstjóri er Þórhallur Sigurðs-
son. Tónlist er eftir þá Atla Heimi
Sveinsson, Jón Ásgeirsson, Ás-
kel Másson og Debussy, en um
textaflutning sjá leikararnir Jón
Sigurbjörnsson, Steinunn Jó-
hannesdóttir og Siguröur Sigur-
jónsson.
Sýningin hefst kl. 15.00 á
sunnudag.
Húsavík:
Málverkasýning í
safnahúsinu
Ingvar Þorvaldsson, myndlistar-
maöur, opnar í kvöld kl. 21.00
málverkasýningu í safnahúsinu á
Húsavík. Þar sýnir hann vatnslita-
myndir.
Sýningin veröur opin til mánu-
dagsins 17. október frá kl.
14.00—22.00.
N0TAÐIR MAZDA
BÍLAR í ÚRVALI
Við höfum til sölu glæsilegt úrval notaðra MAZDA bíla í
sýningarsal okkar. Allir bílarnir eru í 1. flokks ástandi
og þeim fylgir 6 mánaða ábyrgð frá söludegi.
Sýnishorn úr söluskrá:
Gerð árg. ekinn
323 1300 3 dyra '82 7,000
929 Station sj.sk. '82 29.000
626 1600 4 dyra '82 11.000
626 2000 2 dyra HT ’81 52.000
323 1300 Saloon sj.sk. '81 31.000
626 2000 4 dyra '80 34.000
929 4 dyra sj.sk. ’80 33.000
626 2000 4 dyra sj.sk. '81 29.000
929 4 dyra m/öilu '81 40.000
323 1400 3 dyra '79 54.000
Athugið: Við bjóðum velkomna þá MAZDA eigendur,
sem hafa hug á að skipta bíl sínum upp í nýlegri MAZDA bíl.
Athugið:
Opið laugardag frá kl. 9 - 5
6 mánaða ábyrgð á notuðum bílum
a a
O^ycjcji í stað áhættu.
BILABORG HF
Smiöshöföa 23 sími 812 99