Morgunblaðið - 25.10.1983, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 25.10.1983, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1983 13 Karlakór Reykjavíkur í söngferð um DAGANA 27.—30. október heldur Karlakór Reykjavíkur f söngferö um Norðurland. Fimmtudaginn 27. okt. kl. 21.00 verður sungið í Skúlagarði, föstu- daginn 28. kl. 21.00 í Húsavíkur- kirkju, laugardaginn 29. kl. 14.00 að Laugum og að kvöldi sama dags í Miðgarði í Skagafirði kl. 21.30. Síðasta söngskemmtunin verður í Borgarbíói á Akureyri sunnudag- Norðurland inn 30. okt. kl. 15.00. Söngskráin er mjög fjölbreytt og á henni er að finna létt og sígild karlakórslög, íslensk og erlend. Söngstjóri Karlakórs Reykja- víkur er Páll Pampichler Pálsson, undirleikari er Guðrún A. Krist- insdóttir og einsöngvarar í ferð- inni verða: Einar Gunnarsson, Hreiðar Pálmason og óskar Pét- ursson. (FrétUtilkynning) Fræðslufundur um fasteignamarkaðinn KAUPÞING hf. gengst fyrir almenn- um fræðslufundi um fasteignamark- aóinn aö Hótel Loftleiöum, Krist- alssal, miðvikudaginn 26. október nk. og hefst fundurinn kl. 20.30. Fundurinn ber yfirskriftina „Fast- eignamarkaðurinn f Ijósi breyttra aöstæðna.“ Erindi flytja Stefán Ingólfsson, verkfræðingur hjá Fasteignamati ríkisins, og Dr. Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Lífeyrirssjóðs verslunarmanna. Erindi Stefáns Ingólfssonar fjallar m.a. um vandamál kaupenda um þessar i mundir, þróun fasteignaverðs, i hvað ráða muni verðinu á næst- unni og nauðsynlegar breytingar á fasteignamarkaði. Veðjað á verðbólguna verður yf- irskrift erindis Dr. Péturs Blönd- al, en hann mun m.a. fjalla um óverðtryggða og verðtryggða kaupsamninga, kosti þeirra og galla, útskýra núvirðingu kaup- tilboða, fjalla um raunverðmæti fasteigna og áhrif verðbólgu á raunvirði. Að loknum erindum verða frjálsar umræður og fyrirspurn- um svarað. Öllum er heimill að- gangur meðan húsrúm leyfir. Söguleg landafræði sjávar- útvegs á Nýfundnalandi SIGFÚS Jónsson heldur í dag fyrir- lestur um sögulega landafræði sjáv- arútvegs á Nýfundanalandi. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 102 í Lögbergi, Háskóla ís- lands, og hefst kl. 20.30. í fyrirlestrinum verða raktir helstu þættir í framþróun sjávar- útvegs á Nýfundanalandi á 19. og 20. öld. Greint verður frá því land- fræðilega dreifimynstri útgerðar sem myndaðist á 19. öld, raktar orsakir stöðnunar 1900—1950 og fjallað um þær miklu tilfærslur | milli svæða er átt hafa sér stað síðan um 1950. I fyrirlestrinum verða sýndar skuggamyndir frá Nýfundalandi. Norræna húsið: Fyrirlestur um nú- tíma húsgögn í kvöld PHIL. dr. Ulf Hárd af Segerstad heldur fyrirlestur og sýnir lit- skyggnur í Norræna húsinu þriðjudaginn 25. okt. kl. 20.30. Fyrirlesturinn nefnist: „Moderna Scandinavia Today: Yfirlitssýn- ing á Húsavík Yfirlitssýning í máli og mynd- um um þátt fslands í Norrænu Menningarkynningunni ! Banda- ríkjunum stendur yfir í Safnahús- inu á Húsavík. Sýningin er sam- vinnuverkefni Menningarstofnun- ar Bandaríkjanna og Mennta- málaráðuneytisins. Sýningunni lýkur í dag, 25. október. möbler som kulturföremál", og fjallar um þróun þá, sem átt hefur sér stað í gerð húsgagna bæði 1 hagnýtu, hugmyndafræðilegu og menningarsögulegu tilliti. Með Svíþjóð sem viðmiðun lítur fyrirlesarinn til annarra Norður- landa og leitast við að draga fram hið sameiginlega og jafnframt á hvern hátt þau hafa áhrif hvert á annað. Ulf Hárd af Segerstad er hér i boði Norræna hússins og sænska sendiráðsins í tilefni af sænskri húsgagnaviku, sem hefst 21. okt. INNLENT Sinfóníutónleikar Á sama tíma og orðabókahöf- undarnir frönsku höfðu sann- fært frönsk tónskáld um að hljóðfæratónlist væri óhæf til túlkunar og aðeins nothæft tæki til undirleiks við söng og dans, var Haydn, í einveru sinni sunn- ar í Evrópu, búinn að ná valdi á tónmáli, er margir töldu sig skilja jafn vel og hrífast af og þegar fegurst er leikið með orð. Vínarklassíkin var frumleg hugmynd Haydns unnin og út- færð af honum sjálfum og tveimur nemendum hans, Moz- art og Beethoven. í vandaðri efn- isskrá Sinfóníuhljómsveitarinn- ar segir Jón Þórarinsson: „Snill- ingarnir hlutu að koma til móts við fagurfræðilegar kröfur þeirra tignarmanna, sem þeir áttu allt undir að sækja.“ Þetta er að því leyti til rangt, að Moz- art og Beethoven og reyndar Haydn, sérstaklega eftir að hann var laus úr vistinni hjá Ester- házy, voru mótandi nýskapend- ur, sem oftlega ýttu hastarlega við fólki með verkum sínum, og voru í reynd sjálfstæðir lista- menn, sem bæði efnahagslega og listrænt reyndu að fara sínar eigin leiðir. Haydn var þjónn fyrri hluta ævinnar en frjáls listamaður þann seinni, Mozart strauk úr vist sinni í Salzburg og fyrir bragðið vildi enginn veita honum brautargengi en Beethoven tókst að komast vel af sem sjálfstæður listamaður. Nýjar hugmyndir voru þessum mönnum mikils virði og juku þeim kraft og á- ræði, eða eins og segir í áður- Tonleikar Jón Ásgeirsson Pascal Rogé. nefndri efnisskrá: „Þessir tímar voru umbrotatímar. Frelsis- hreyfingar fóru um löndin. Ein- staklingurinn vaknaði til vitund- ar um sjálfan sig og gildi sitt. Tónskáldunum var ekki lengur nóg að semja áheyrilega tónlist í svonefndum „galant" stíl. Þeir taka að tjá sig, hugsanir sínar og kenndir, gefa verkum sínum til- finningalegt inntak." Þetta er í rauninni inntak þeirrar listsköp- unar sem Beethoven er glæsi- legur fulltrúi fyrir og nær há- punkti í hástemmdri tilfinn- ingatúlkun rómantísku stefn- unnar, mestu hugmyndabyltingu mannkynssögunnar, tímabili umbrota og endurmats, er sam- félag Evrópu svipti af sér oki og geðþóttastjórn aðalsins og byggði upp borgaralegt lýðræði, stefndi fram til nýrra hugmynda siðgæðis og mannréttinda, sem enn eru í mótun. Glæsileiki þessa tímabils er ekki aðeins á ytra borði. List Vínarklassíker- anna var þrungin af tilfinninga- semi og lífskrafti. Þessi lífs- þróttur er oftlega ekki nærri, er listamenn dagsins í dag flytja tónlist Vínarsnillinganna og vill þá bregða við að lögð sé áhersla á fínlegt og fágað yfirborð verkanna og tilfinningasemin hneppt í viðjar ögunar og sjálfs- stjórnar. Þrátt fyrir að nokkuð vantaði á ástríðuhitann í flutn- ingi Vínarklassíkeranna var leikur Sinfóníuhljómsveitar Is- lands undir líflegri stjórn Jacqu- illat að þessu sinni mjög góður, sérstaklega í divertimentói Moz- arts og Kveðjusinfóníunni eftir Haydn, sem þó hefði mátt flytja með meiri glettni. Keisarakonsertinn var vel leikinn af Pascal Rogé, sem trú- lega getur leikið þennan glæsi- lega konsert af meiri ástríðu en hann gerði að þessu sinni. í heild voru tónleikarnir mjög góðir og ber sérstaklega að geta leiks hljómsveitarinnar, enda betur mönnuð nú en nokkru sinni fyrr og með nýjan konsertmeistara, Einar Grétar Sveinbjörnsson, sem trúlega á sinn þátt í góðum samleik strengjasveitarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.