Morgunblaðið - 25.10.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.10.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1983 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir BENT ALBRECHTSEN Robert McFarlane og Ronald Reagan Bandaríkjaforseti. Meiri sveigjanleika spáð í utanríkisstefnu Reagans eftir að MacFarlane tekur við SKIPAN Robert MacFarlanes, fyrrum aðalsamningamsnns Bandaríkj- anna í Miðausturlöndum, í embætti sérlegs öryggismálaráðgjafa Reagans gæti leitt ti þess að einhvers konar valdatóm skapaðist í Hvíta húsinu. MacFarlane tekur við af William Clark, sem verður nú innanríkisráðherra eftir að James Watt sagði af sér. Mac- Farlane hafði staðið næstur Clark áður en hann tók svo um hríð við sáttasemjarastarfi í Miðausturlöndum. Þessar breytingar sem hafa verið gerðar nú með tilfærslum þeirra William Clarks og Robert MacFarlanes munu án efa hafa einhver áhrif, meðal annars hvað varðar samskiptin við for- setann sjálfan. Bent hefur verið á að Clark var presónulegur vin- ur Reagans og gat gengið inn og út í Hvíta húsinu þegar honum hentaði. Hann hefur verið Reag- an dyggur stuðningsmaður og hefur að því er virðist ekki verið haldinn neinni teljandi metorða- gimd, sem hefði getað raskað ró hans eða samstarfsmanna hans. Reagan hefur getað treyst á stuðning Clarks í hvívetna og það er óhjákvæmilegt að einhver áherzlubreyting verði nú. önnur ástæða fyrir velgengni Clarks í stððu öryggismálaráðgjafa er að hann er klókur samningamaður og hann er eindreginn íhalds- maður i skoðunum. Þau öfl inn- an ríkisstjórnarinnar, sem hafa viljað sveigja utanríkisstefnu Bandaríkjanna lengra til hægri, hafa því vitað sig eiga í honum traustan stuðningsmann. Þar með uppfyllti William Clark allar þær kröfur sem Bandaríkjaforseti og aðrir þeir, sem með honum unnu, gerðu til hans, eftir að hann tók við starf- inu 1981. Samstarfsmenn hans kærðu sig lítt um að fá sem yfir- mann jafn sterkan og áberandi mann sem Henry Kissinger á sínum tíma. Þeir vildu fá í starfi mann sem gæti af lagni og ein- urð samræmt hina ýmsu hags- muni innan ríkisstjórnarinnar. Það var sýnt, eftir að Reagan tók við forsetaembætti, að hann vildi breyta eðli starfans; út frá ráðleggingum og skipulagningu gæti forsetinn tekið sínar ákvarðanir í samráði við ráð- gjafann. Honum yrði sýnt fyllsta traust, en hann hlaut að gæta þess að gera ekkert það sem skyggði á störf forseta og stjórn- ar. Væntanlega þess vegna var Richard Allen í fyrstu settur í stöðu öryggisráðgjafans. Allen var lítt reyndur maður, en prúð- ur og hollur í hvívetna. Hann lét síðan af því starfi, en raunar af allt öðrum ástæðum. Enginn í Hvíta húsinu eða í bandarisku ríkisstjórninni grun- ar Robert MacFarlane um að hafa einhverjar óheppilegar til- hneigingar sem mætti flokka undir frjálslyndi eða öllu heldur frávik frá afdráttarlausri hægri stefnu Reagans. MacFarlane er fyrst og fremst samvizkusamur og hlédrægur utanríkismálasér- fræðingur sem hefur þjónað ýmsum fyrri formönnum Orygg- isráðsins og sýnt dugnað og elju í starfi. En vert er að hafa í huga að hann lítur á utanríkismálefni frá töluvert öðru sjónarhorni en flestir þeir menn sem héldu inn- reið í Hvíta húsið eftir kjör Reagans í embætti 1980. Mac- Farlane er í senn raunsær og hófsamur og það sýnir væntan- lega afstöðu hans að ýmsir hafa talið að með skipan MacFarlanes muni mesti broddurinn verða tekinn úr harðlínustefnu Reag- ans varðandi ýms átakasvæði í heiminum. Meðal þeirra sem bera slíkan kvíðboga í brjósti að sögn kunnugra eru t.d. Caspar Weinberger, varnarmálaráð- herra, yfirmaður CIA, William Casey, og sendiherra Bandaríkj- anna hjá Sameinuðu þjóðunum, Jeane Kirkpatrick. Sumir hafa látið í Ijósi þá skoðun, að það sé raunar beinlínis nauðsynlegt að milda ögn og slétta yfir harð- línustefnuna sem Reagan hefur fylgt í utanrikismálum, m.a. í málefnum Mið-Ameríku og Mið- austurlanda. Forsetinn gerir sér grein fyrir því að stundum hafi verið gengið of langt og ósveigj- anleiki bandarískrar utanrík- isstefnu hafi oft og einatt þessi fáu ár leitt til kólnandi sambúð- ar við lönd f Vestur-Evrópu. En hvað sem því líður er eng- um vafa undirorpið að margir fulltrúar íhaldsafla í Bandaríkj- unum, svo og samstarfsmenn forsetans sem fleyttu honum inn í Hvíta húsið, ekki sízt með þessa stefnu ofarlega á listanum, munu líta á skipan MacFarlanes sem tilraun til að einangra þá frá því að vera með í ráðum. Og að þetta geti leitt til þess að mótun utanríkisstefnunnar á næstunni muni verða í ríkara mæli beint á hendur Schultz utanríkisráðherra með umdeild- um afleiðingum. Eins og margsinnis hefur komið fram innan Bandaríkj- anna og utan hefur stefna Reag- ans í málefnum Mið-Ameríku, einkum og sér í lagi, ekki alltaf þótt viturleg. Nú álíta menn að MacFarlane muni vegna með- fæddrar hófsemi sinnar og víð- sýni freista þess að fá forsetann til að víkja ögn af vegi og sýna meiri sveigjanleika. Þar sem Reagan er sagður taka meira mark á ráðgjöfum sínum en flestir fyrirrennarar hans, þykir ýmsum sem þetta boði ekki allt gott og blessað. Þá gætir einnig nokkurs kviða manna á meðal, í æðstu stöðum, um að MacFarlane og ýmsir honum meiri ákafamenn muni lenda i útistöðum um afstöðu til utanrikismála og það kynni að veikja stöðu Reagans og stjórn- arinnar þegar nú er tekið að líða á kjörtímabil Reagans. Ýmsir hollvinir forsetans telja tví- mælalaust að Reagan eigi að standa og falla með harðlínu- stefnu sinni. Það muni verða lagt út sem veikleiki og hvik- lyndi ef hann fari í einhverju að söðla yfir. Það er því áreiðanlegt að fylgzt verður gaumgæfilega með MacFarlane í starfi hans á kom- andi vikum og mánuðum. (Snúiö og sneytt j.k.) Benl AlbrechLsen er blaðamaður rið Berlingske Tidende. ARMAPLAST Brennanlegt og tregbrennanlegt. Sama verð. Steinull — glerull — hólkar. 'Armúla 16 sími 38640 Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Ljós og dökk Hagsýnn velur þaö besta BUSe&BNABOLLIN BlLDSHÖFÐA 20 • 110 REYKJAVlK * 91-61199 og 61410

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.