Morgunblaðið - 25.10.1983, Page 20

Morgunblaðið - 25.10.1983, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1983 fltacgisitfrlfifeifr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöatstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakiö. Friðar- umræðurnar Athyglisverðast við frá- sagnir fjölmiða af mót- mælum friðarsinna í Vest- ur-Evrópu og Norður-Amer- íku um helgina var hve mikil áhersla er á það lögð að lýsa fjölda þátttakenda og hve langar „keðjur" þeir geta myndað á milli sendiráða Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna eða einhverra staða og borga. í frásögnum af þess- um mótmælum er lítil áhersla lögð á það hvað ræðumenn á friðarfundunum hafa að segja. Göngurnar, „keðjurnar", fjöldi þátttak- enda, umferðaröngþveitið og afskipti lögreglu skipta meira máli í fréttum fjöl- miðla af þessum atburðum en lýsing á því sem efnislega er um að ræða. í forystugrein á sunnudag- inn lýsti breska blaðið Sunday Times mótmælunum í Bretlandi sem „lokageispa“ friðarhreyfinganna þar í landi. Hvort sem þetta er rétt mat eða ekki er ljóst að færri styðja málstað einhliða afvopnunarsinna í Bretlandi nú en fyrir nokkrum misser- um. Einhliða afvopnunar- sinnar munu auðvitað halda áfram að kynna málstað sinn þótt kynningin hingað til hafi ekki leitt til þess að al- menningur flykkist til fylgis við hann. Einhliða afvopnun- arsinnar í Bretlandi standa frammi fyrir sama vanda og herstöðvaandstæðingar hér á landi að þeir geta ekki bent á neinn valkost sem er betri og skynsamlegri en sú stefna sem nú er fylgt. Hið besta sem friðarhreyf- ingin hefur gert er að stuðla að umræðum um varnir Vesturlanda og vekja al- menning til umhugsunar um þau atriði sem skipta sköpum þegar rætt er um stríð og frið. Þeim mun lengur sem þessar umræður hafa staðið og því skýrari mynd sem menn fá af því hvað raun- verulega er um að ræða því færri hallast að sjónar- miðum einhliða afvopnunar- sinna. Hið versta sem frið- arhreyfingin hefur gert er að vekja þær vonir hjá ráða- mönnum í Kreml að þeir get- ið viðhaldið einokun sinni á kjarnorkuvopnum í Vestur- Evrópu með því einu að bíða eftir því að lýðræðislega kjörnar ríkisstjórnir þori ekki að grípa til gagnað- gerða. Á meðan Kremlverjar lifa í þessari von fást þeir ekki til að fallast á fækkun eigin kjarnorkuvopna. Friðarumræðurnar hafa á sér aðrar hliðar en þessar. Til dæmis er ámælisvert þeg- ar leiðandi aðilar á Vestur- löndum halda því að almenn- ingi að svo mikil hætta sé á kjarnorkustríði að nauðsyn- legt sé að horfa fram hjá þeim grundvallarmun sem er á stjórnkerfi lýðræðisríkj- anna annars vegar og komm- únistaríkjanna hins vegar. Kjarnorkustyrjöld er ekki yf- irvofandi. En það er engin tilviljun að Kremlverjar og áróðursmenn á þeirra vegum tali mest um kjarnorkustríð og bæti síðan við að það sé á næsta leiti. Með þessum hræðsluáróðri leitast þeir við að rugla um fyrir vestrænum almenningi og skoðanamynd- andi hópum á Vesturlöndum. Kjarnorkuhótanir Kreml- verja munu magnast næstu vikur. Þær eru ekki nýnæmi fyrir vestrænar þjóðir og með öllu óþarft að hopa vegna þeirra. Heimsfrið- arráðið Ogjörningur er að setja allar friðarhreyfingar undir sama hatt. Um það er oft deilt að hve miklu leyti þessar hreyfingar starfi á vegum eða í þágu Sovétríkj- anna. Þær deilur verða ekki rifjaðar upp hér og nú en hins vegar minnt á einn aðila sem starfar óumdeilanlega aðeins í nafni sovésks friðar, en það er Heimsfriðarráðið. Romesh Chandra, forseti Heimsfriðarráðsins, er nú staddur hér á landi á vegum „íslensku friðarnefndarinn- ar“ en þeirri nefnd hefur ver- ið lýst sem sovéskum ferða- klúbbi innan Alþýðubanda- lagsins. Það er ekki til að auka traust á neinum vest- rænum aðila að hann bindi trúss sitt við Heimsfriðar- ráðið. Saga þess er á þann veg að ráðið getur engan veg- inn vikist undan fullyrðing- um um að grunnþátturinn í stefnu þess sé að útbreiða hinn sovéska frið og ekkert annað. Til marks um það má rekja mörg dæmi. Það hefur til dæmis oftar en einu sinni verið gert á alþingi íslend- inga og Morgunblaðið hefur margoft gert lesendum sín- um grein fyrir þessum stað- reyndum. Frá hátíðarfundi. Ljósmyndir Ö1.K.M. Bandalag háskóla- manna 25 ára Bandalag háskólamanna átti tuttugu og fimm ára afmæli 23. okL síðastliðinn og var hátíðar- fundur haldinn í því tilefni á laug- ardag í hátíðarsal Háskóla ís- lands. Formaður BHM, Gunnar G. Schram, flutti þar m.a. ávarp og Ármann Snævarr, fyrsti formaður BHM, sagði frá stofnun þess. Bandalag háskólamanna var stofnað af ellefu öðrum félögum, árið 1958. Launamál hafa þar frá upphafi verið efst á baugi f starfinu og bar baráttuna fyrir öllum samningsrétti ríkis- starfsmanna þar hæst fyrstu ár- in. Nú eru 22 aðildarfélög að Bandalagi háskólamanna með alls 5200 meðlimum, og eru rík- isstarfsmenn helmingur þar af. Árlega eru ráðstefnur á vegum BHM og eru tvær fyrirhugaðar í nóvember. Sú fyrri ber yfir- skriftina „Rannsóknir á Islandi" og er haldin þann fimmta og hin síðari „Menntun á framhalds- skólastigi" verður haldin 26. nóv. 1981 flutti bandalag Háskóla- manna í eigið skrifstofuhúsnæði og hefur nú þrjá starfsmenn. Formaður BHM Gunnar G. Schram flytur ávarp. Fjölsótt friðarráð- stefna Lífs og lands LÍF OG LAND, samtök um um- hverfismál, héldu sl. laugardag ráð- stefnu að Hótel Borg undir yfir- skriftinni „fsland og friðarumræð- an“. Þar sátu fyrir svörum fulltrúar þeirra hópa sem hafa frið, afvopnun og öryggismál á stefnuskrá sinni, svo og allra stjórnmálaflokkanna. Hófst ráðstefnan á erindum um frið- armál, sem einnig voru gefin út sama dag, en eftir matarhlé ávarpaði utanríkisráðherra, Geir Hallgríms- son, ráðstefnugesti og tónverk eftir Atla Heimi Sveinsson var frumflutt. Hófust fyrirspurnir að því loknu. Að sögn Gunnars Gunnarsson- ar, stjórnmálafræðings, tókst ráðstefnan í alla staði vel og því meginmarkmiði að fá fram þver- pólitískar umræður um friðar- og utanríkismál var náð. Sagði Gunnar að hlutur Geirs Hall- grímssonar, utanríkisráðherra, hefði greinilega vakið mesta at- hygli því húsfyllir hefði verið frá því að utanríkisráðherra ávarpaði ráðstefnugesti. Ekki kvaðst Gunn- ar hafa tölu á ráðstefnugestum, en taldi líklegt að þeir hefðu verið um tvö hundruð. 1 1, -l « §■ 1 ; ^ r »KV-. L. Frá ráðstefnunni á Hótel Borg. í ræðustól er utanríkisráðherra, Geir Hallgrímsson. Ljósm. Mbl./KEE.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.