Morgunblaðið - 25.10.1983, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1983
29
Þrátt fyrir 15% hækkun kindakjöte:
Bóndinn fær
aðeins 0,8%
ÞRÁTT fyrir að kindakjöt hafi hækkað til neytenda um 15% þann 1. október
síðastliöinn, hækkaði það til bænda aðeins um 0,8%. Gærur og slátur hækk-
uðu hinsvegar mun meira til bænda.
Við verðlagningu landbúnaðar-
afurða í sexmannanefndinni var
við það miðað að bændur fengju
sömu launahækkun og aðrar stétt-
ir 1. október síðastliðinn, eða 4%,
segir í nýútkomnu fréttabréfi
Upplýsingaþjónustu landbúnaðar-
ins. Verðlagsgrundvöllur landbún-
aðarvara átti að hækka um 8,7%
vegna hækkana á rekstrarvörum
sem orðið höfðu á undangengnum
mánuðum en vegna sérstakra
ráðstafana var honum haldið í
4%, það er að gjaldaliðirnir hækk-
uðu jafnt og laun bóndans. Hækk-
un afurðaverðsins til bænda
hækkaði þá að jafnaði um 4% til
bænda en nokkuð mismunandi eft-
ir afurðum. Kindakjötið hækkaði
aðeins um 0,8% til bænda en gær-
ur hækkuðu aftur á móti um
56,6% og slátur um 11,2%. Segir í
fréttabréfinu að þó að þetta verð
hafi verið ákveðið á gærum og
innmat sé alls ekki víst að það
skili sér til framleiðenda, sem
myndi þýða það að sauðfjárbænd-
ur næðu ekki þeirri 4% launa-
hækkun sem launþegum er ætlað
að fá.
Skýring þess að útsöluverð
kindakjötsins hækkar um 15%
þrátt fyrir að bóndinn fær aðeins
0,8% hækkun er hins vegar sú,
segir í fréttabréfinu, að slátur-
kostnaður vegna sauðfjárslátrun-
ar hækkar aðeins einu sinni á ári
og við verðlagninguna nú hafi öll
hækkun ársins komið með fullum
þunga á kindakjötið. Þess má geta
hér að í yfirstandandi sláturtíð
kostar um 400 krónur að slátra
meðallambi.
Vestmannaeyjar:
800 lestir
af sfld hafa
komiÖ á land
Vestmannaeyjum, 24. október.
ÁGÆTIS sfldveiði hefur verið hér við Eyjar síðustu daga og margir bátar að
veiðum á svæðinu austan frá Elliðaey og austur fyrir Þrídranga. Þótti fólki
það góð tilbreyting í sunnudagsbfltúrnum, að aka út á Eiði og fylgjast með
sfldarbátunum að veiðum rétt fyrir utan.
Síldin hefur fengist bæði í nót
og reknet. Margir bátanna hafa
farið með síldina til Grindavíkur,
en heimabátar hafa landað hér í
Eyjum. Sighvatur Bjarnason er í
dag að landa tæplega 200 lestum
en hann hafði áður sprengt nótina
í stóru kasti. ísleifur hefur þegar
landað 300 lestum úr tveimur túr-
um. Afli reknetabáta hefur verið
sæmilegur, til dæmis er Danski
Pétur að landa 45 lestum í dag og
Frár landaði 20 lestum. Alls hafa
borist hér á land í dag og í gær 800
lestir af síld. Síldin er hér óvenju
snemma á ferðinni miðað við und-
anfarin ár, en það eru svo sem
Sauðárkrókun
löngu kunn sannindi að síldin
gengur ekki eftir neinum fyrir-
fram ákveðnum formúlum. Vana-
lega hefur hún verið á vesturleið
þegar hún hefur verið veiðanleg
hér um slóðir, en nú er hún sögð
vera á austurleið.
Síldin, sem hér hefur borist á
land fer að mestu í söltun, en
eitthvað er þó flakað af henni
einnig. Nú er af það sem áður var
og er nú aðallega saltað með sér-
stökum vélasamstæðum, sem sjá
um að velta síldinni upp úr saltinu
og buna henni ofan í tunnur. Síld-
in er frekar smá, en hún er jöfn og
þykir alveg passleg fyrir Rúss-
landsmarkað.
— hkj.
Ljósmynd Mbl. Sigurgeir.
Frá hinum fjölmenna fundi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum sl. sunnudag.
Fjármálaráðherra á fjölmennum fundi í Eyjum:
Á afbrigðilegum tím-
um þarf að taka
djarfar ákvarðanir
FULLT HÚS var á fundi Alberts
Guðmundssonar fjármálaráðherra
í Vestmannaeyjum sl. sunnudag,
eða um 150 manns þrátt fyrir sfld-
arvinnslu. Einnig voru á fundinum
alþingismenn Suðurlands, þeir
Þorsteinn Pálsson, Árni Johnsen
og Eggert Haukdal. Góður rómur
var gerður að framsöguræðu fjár-
málaráðherra og lýstu fundarmenn
sem til máls tóku ánægju sinni yfir
aðgerðum og stefnu ríkisstjórnar-
innar.
Albert fjallaði í ræðu sinni um
ástandið í fjármálum þjóðarinn-
ar og væntanlegt fjárlagafrum-
varp og verðbólguna sem allir
flokkar væru sammála um að
þyrfti að sigrast á. Þá vék ráð-
herrann að hinum alvarlega
vanda sem steðjar að sjávarút-
vegi og kvaðst ráðherrann telja
að við afbrigðilegar aðstæður
þyrfti að taka djarfar og af-
brigðilegar ákvarðanir. Vakti
ráðherrann máls á þeirri leið
hvort sjávarútvegsdæmið skyldi
skoðað í nýju ljósi, hvort ekki
væri kominn tími til að afskrifa
skuldir í hálfopinberum og opin-
berum sjóðum og koma sjávar-
Fjármálaráðherrann og sfldar-
stúlkan á spjalli í vinnslustöðinni
en þar var blússandi sfldar-
stemmning.
útveginum, sem væri undirstaða
velmegunar þjóðarinnar, á hæfi-
legan rekstrargrundvöll, fremur
en að láta fyrirtækin, eitt af
öðru, gefast upp. Viðurkenna
bæri að undirstaða velmegunar
þjóðarinnar undanfarin ár og
hin gríðarlega mikla uppbygging
í landinu öllu, væri afrakstur af
sjávarútvegi. í uppbyggingunni
liggur hagnaður þjóðarinnar,
sagði fjármálaráðherra og kvað
hann skynsamlegast að viður-
kenna eins og væri að of mikið
hefði verið tekið frá þessum und-
irstöðuatvinnuvegi landsins og
hann skilinn eftir fjárvana.
í máli Alberts kom það fram
að augljóst væri að það fjár-
magn sem fjárfest hefði verið í
sjávarútvegi kæmi ekki til baka
eins og nú horfði af fyrrgreind-
um ástæðum og viðurkenna bæri
að sívaxandi skuldir með hækk-
andi höfuðstól í peningastofnun-
unum yrðu ekki greiddar úr
rekstri fyrirtækjanna, sem
fengju of lítið í sinn hlut og kvað
Albert augljóst að það kæmi að
því aðtaka djarfar ákvarðanir,
hvort sem menn hefðu hug og
þor til að gera það strax eða inn-
an tíu ára, ákvörðunartaka væri
óhjákvæmileg og því fyrr því
betra.
Sameiginlegri könnun Islendinga og Norðmanna á ástandi loðnustofnsins lokið:
„Tel að um arðbærar veið-
ar geti orðið að ræða“
ATVR hefur
opnað útsölu
SauAárkróki, 24. október.
ÁFENGIS- og tóbaksverslun ríkis-
ins hefur opnað útsölu hér á Sauð-
árkróki. Er það í samræmi við
niðurstöður atkvæðagreiðslu, sem
fram fór í fcbrúarmánuði síðast-
liðnum, er ríflegur meirihluti þeirra
er greiddi atkvæði, vildi láta opna
áfengisverslun í bænum.
ÁTVR keypti verslunarhús við
Smáragrund af Kaupfélagi
Skagfirðinga. Miklar endurbæt-
ur voru gerðar á húsinu, og
hvaða skoðun, sem menn hafa á
áfengisútsölu, verður ekki annað
sagt en að þær hafi tekist með
ágætum. Fyrirtæki og einstakl-
ingar hér í bænum önnuðust
verkið að öllu leyti. ÁTVR hefur
ekki haft útsölu hér áður, og hafa
Skagfirðingar sótt vínföng sín að
langmestu leyti til Siglufjarðar
og Akureyrar, en nú heyrir það
sögunni til. Útsölustjóri er Stef-
án Guðmundsson vélvirki.
— Kári
„Á GRUNDVELLI þeirra upplýsinga
sem ég hef fengið, þá er óhætt að
fullyrða það, að loðnuveiöi muni
hefjast. Þær niðurstöður sem nú
liggja fyrir gera okkur kleyft að full-
yrða það. Hins vegar á eftir að vinna
verulega vinnu áður en endanleg
ákvörðun verður tekin,“ sagði Hall-
dór Ásgrímsson, sjávarútvegs-
ráðherra, aðspurður um væntanlega
loðnuveiði í vetur, en hafrannsókna-
skipin Bjarni Sæmundsson og Árni
Friðriksson, ásamt norska hafrann-
sóknaskipinu G.O. Sars eru komin
úr þriggja vikna leiðangri, þar sem
ástand loðnustofnsins var kannað.
„Við teljum að við séum með
7 segir Halldór
Ásgrímsson
nokkuð góð gögn í höndunum, eft-
ir þennan leiðangur, en eins og er
get ég ekkert sagt fjölmiðlum um
niðurstöður leiðangursins," sagði
Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræð-
ingur, sem var leiðangursstjóri á
Bjarna Sæmundssyni.
Hjálmar sagðist vera að fara
utan til Kaupmannahafnar á fund
loðnu- og síldarvinnunefndar Al-
þjóðahafrannsóknarráðsins. Þar
yrðu niðurstöður leiðangursins
ræddar og skilað áliti til fiskveiði-
nefndar Alþjóðahafrannsókna-
ráðsins.
„Við munum eiga fund með
Norðmönnum á miðvikudags-
morgun í næstu viku. Við höfðum
óskað eftir því að sá fundur yrði á
þriðjudaginn en af því gat ekki
orðið. Þá mun liggja fyrir endan-
leg niðurstaða. I millitíðinni mun-
um við að sjálfsögðu eiga fundi
með hagsmunaaðiljum í sjávar-
útveginum til þess að ráða ráðum
okkar um skipulag veiðanna,"
sagði Halldór Ásgrímsson enn-
fremur.
„Við getum því miður ekkert
sagt um magnið á þessu stigi. Það
verður að bíða þeirra funda sem
ég hef getið um. Ég get aðeins full-
yrt að ég tel að arðbærar veiðar
geti hafist," sagði Hálldór Ás-
grímsson aðspurður um það magn
loðnu, sem leyft yrði að veiða.
Eins og sagt hefur verið frá í
fréttum ræðst það af niðurstöðum
þessa leiðangurs, hvort og hversu
mikið verður leyft að veiða af
loðnu í vetur, en í þjóðhagsáætlun
er gert ráð fyrir 400 þúsund lesta
afla af loðnu á næsta ári.
Leiðangursstjóri á Árna Frið-
rikssyni var Olafur Halldórsson
og á G.O. Sars Ingolf Röttingen.