Morgunblaðið - 25.10.1983, Síða 36
36
MORGUNBLÁÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÖBER 1983
Minning:
Guðmundur Ágústs-
son bakarameistari
Fæddur 8. nóvember 1916
Dáinn 17. október 1983
Föðursystur mínar, þær Ingi-
gerður og Kristjana Sigurðardæt-
ur, létust báðar með tveggja daga
millibili, úr spönsku veikinni árið
1918.
Ingigerður frá 7 ungum börnum
en Kristjana frá 5 börnum.
Það má nærri geta, að sorgin
var mikil, 12 börn móðurlaus á
svipstundu. Nú var um að gera, að
börnin héldu hópinn sem mest.
Margir vildu rétta hjálparhönd.
Því fór svo, að þau hjónin Stein-
unn, föðursystir mín, og öðlingur-
inn og barnavinurinn hann Sveinn
Hjartarson, á Bræðraborgastíg 1
tóku 5 börn Ingigerðar. Þeirra
yngstur var Guðmundur Ágústs-
son, er hér er kvaddur hinstu
kveðju. En af börnum Kristjönu
tóku þau Pétur Snæland, sem var
yngstur barnahópsins — ársgam-
all en Guðmundur líklega tæpra
tveggja ára.
Þessi börn, sex að tölu, ólu þau
upp með hjálp ömmu Margrétar,
sem var á heimili þeirra, veittu
þeim hlýju og öryggi. Amman
spann og prjónaði, kenndi þeim að
lesa og fór með bænirnar. Guð-
mundur var alla tíð mjög tengdur
ömmu sinni, þar sem hann svaf
hjá henni fyrstu árin.
Við frændsystkinin á Vestur-
götu 46 og Bræðraborgarstíg 1
urðum strax í æsku sem einn
órjúfanlegur hópur, þar sem hver
hefur staðið vörð um annan.
Minnisstæðar eru stundirnar er
við, þessi stóri hópur, á öllum
aldri, komum saman í stóra her-
berginu hennar ömmu okkar — til
að hlusta, fræðast og skemmta
okkur. — Þessa stóra og góða
heimilis minntist Guðmundur
ætíð með hlýju, sem og öll hin
börnin.
Guðmundur „Mummi" var
gæfumaður í einkalífi sínu. Átti
góða konu og góða fjölskyldu.
Ég held að allir, sem til þekkja,
séu mér sammála, að heimili
þeirra hafi verið í sérflokki, hvað
hlýju og skemmtilegheit varðar,
— það var eins og sólin fylgdi
þeim Dóu og Mumma.
Að leiðarlokum kveð ég frænda
minn og bið honum velfarnaðar á
Guðsvegum.
Áslaug
I dag kveðjum við tengdaföður
minn, Guðmund Ágústsson bak-
arameistara, aðeins 66 ára að
aldri.
Okkar fyrstu kynni urðu fyrir
liðlega 16 árum á Vesturgötu 46 í
litla rauða húsinu eins og það var
kallað. Það hús hefur nú verið
fjarlægt og er þar kominn barna-
leikvöllur, sem á vel við hið líflega
og ánægjulega mannlíf, sem þar
var áður. Það var gaman að fylgj-
ast með miklu skáklífi sem um-
kringdi Guðmund, það var bæði
fullt af theorískum og líflegum
anda, auk ákefðar og húmors.
Einnig var gaman að sjá, hvað
mikið af ungum skákmönnum
sóttist eftir að vera í návist Guð-
mundar, til að læra af reynslu
hans og þekkingu.
Guðmundur rak eitt elsta bak-
arí í Reykjavík, Sveinsbakarí.
Hann vann alltaf af ótrúlegum
krafti og samt gat hann stundað
skáklistina með slíkum árangri,
sem raun ber vitni enda var hann
miklum gáfum gæddur og vel les-
inn.
Hjá Guðmundi og Dóu kynntist
ég miklum kærleika og á ég þeim
hjónum mikið að þakka.
Guðmundur bjó yfir mikilli
kímnigáfu og lét oft margt flakka
eins og sagt er, hann var sjálf-
stæðismaður, KR-ingur og Vestur-
bæingur.
Fyrir tæpum þrem árum veikt-
ist Guðmundur og hefur sjúkra-
lega hans verið bæði löng og
ströng. Ég og fjölskyldan viljum
senda sérstakar þakkir til starfs-
fólks á deild 1-B Landakotsspítala
og deild 13-D Landspítala og
þakka sérstaka heimahjúkrun,
sem hann fékk sína síðustu daga.
Sigurði Björnssyni lækni þökkum
við sérstaklega, en Guðmundur
bar alltaf mikinn hlýhug og traust
til hans.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
verið í návist Guðmundar þessi ár
um leið og ég bið honum blessun-
ar. Dóu og börnum þeirra votta ég
mína dýpstu samúð.
Guðmundur Vikar
Taflið er búið. Mig setti hljóðan
þegar Þórarinn sonur vinar míns
Guðmundar Ágústssonar til-
kynnti mér andlát hans. Bana-
mein Guðmundar var krabbamein.
Auk þess hafði hann orðið fyrir
öðrum áföllum á tímabilinu, svo
sem axlarbroti o.fl. Oft undraðist
ég hversu fljótt eftir hans mörgu
sjúkrahúslegur hann hringdi til
mín til þess að athuga hvort ég
væri ekki til í eina. Eitt sinn sagði
hann við mig: Þótt önnur hendin
sé ónothæf þá hindrar mig ekkert
frá því að tefla með hinni. Eld-
spýtur voru venjulega notaðar til
að telja vinninga.
Styrkleiki Guðmundar sem ég
venjulega kallaði „bakarameistara
fslands" stóð alveg fram í það síð-
asta. Ég held að okkar síðasta tafl
hafi verið ca. 6 vikum áður en
hann lést, og var hugsun hans þá
ekki óskýrari en fyrr.
Auk þeirrar virðingar sem ég
bar fyrir Guðmundi var hún ekki
minni gagnvart Dóu, sem stóð eins
og klettur við hlið manns síns í
öllum hans veikindum sem tóku
u.þ.b. 4 ár. Auk þess var allt heim-
ilislíf á þeim bæ með eindæmum
gott. Ég held ég megi segja að ég
hafi aldrei kynnst samstilltari
hópi en þessari fjölskyldu. Þegar
við tefldum tók öll fjölskyldan
þátt í taflinu með okkur.
Með Guðmundi er horfinn af
sjónarsviðinu einn stórfenglegasti
maður er ég hefi kynnst. Auk þess
að vera maður vænn hafði hann
mjög sterkan persónuleika, kímni-
gáfu og svo margt fleira sem ég
ætla að geyma með sjálfum mér.
Það var viss skóli fyrir mig að
kynnast allri fjölskyldunni, sem
ég met mikils.
Þrátt fyrir ólæknandi sjúkdóm
Guðmundar heyrði ég hann aldrei
kvarta, heldur sló hann á léttari
strengi ef því var að skipta og
ræddi aldrei sín hrikalegu sjúk-
dómsmál. Ég sagði oft við mína
nánustu: Ja, nú er það búið. Það
var öðru nær, ekki var Guðmund-
ur fyrr kominn heim af sjúkrahúsi
að hann hringdi og sagðist nú
þurfa að fara að tefla. Þessi æfin-
týri okkar stóðu í 3 ár, venjulega á
mánudögum og fimmtudögum.
Þetta var svo lærdómsríkur tími,
að ég hefi ekki kynnst öðru eins.
Það eitt að fá hringingu frá
dauðvona manni sem spurði hvort
við ættum ekki að taka eina í
kvöld kom mér oft í opna skjöldu.
Oft hafði ég orð á því að allir færu
nú á undan Guðmundi. Það vill
nefnilega þannig til að á þessu ári
hefi ég horft á eftir svo mörgum
vinum og ættingjum að mér varð
þessi setning tíðræð: „Allir fara
þeir á undan Guðmundi, ég held
bara að hann sé ódauðlegur," sem
hann vissulega er í mínum huga.
Það var „stíll" yfir vini mínum
Guðmundi sem ég mun geyma í
gullkosti minninganna, ásamt þvi
sambandi sem ég hafði við fjöl-
skyldu hans.
„Allt skal jafnt hjá einum Drottni
á hans náð ei veröi sjatn.“
í Guðs friði.
Harvey Georgsson
Guðmundur Ágústsson, afi
Mummi, eins og hann var oftast
kallaður af fjölskyldumeðlimum,
lést hinn 17. þessa mánaðar. Mig
langar því til að minnast hans í
örfáum orðum. Ég ætla hvorki að
rekja afrek hans sem skák- eða
bakarameistara, né að telja upp
ártöl og afkomendur, heldur ein-
ungis að minnast hans sem afa,
væns og góðs afa.
Ég kynntist afa Mumma, væn-
um og góðum, pínulítil, því fyrsta
æviár mitt bjó ég á Vesturgötunni
hjá honum og ömmu Dóu, en síðan
hef ég verið hálfgerður heima-
lningur þar á bæ. Nýrri hlið á afa
Mumma kynntist ég þegar ég vann
hjá honum í „Bakaríinu", en sem
yfirmaður í eigin fyrirtæki var
hann sannkallaður þrælapískur og
ekki dugði neitt hangs ef hann var
nálægur, enda lærði maður líka að
vinna hjá honum.
Þeir eru orðnir ansi margir bíl-
túrarnir sem við höfum farið sam-
an, afi Mummi og ég. í fyrstu var
það hann sem sá um að keyra og
ég vísaði veginn, en nú síðustu ár-
in var þessu öfugt farið, bæði
vegna heilsuleysis hans og eins
vegna þess að nú var ég kominn
með bílpróf.
Ég veit að við eigum eftir að
hittast í einhverju öðru lífi, lífi
sem hann hefur þegar kynnst en
er mér framandi, kannski við get-
um farið í fleiri bíltúra þá. Þangað
til bið ég Guð að geyma afa minn.
Úr litlu íbúðinni í Hvassaleitinu
berast innilegar kveðjur og Sunna
litla Dögg segir nú: „Afi Mummi
ekki bítala, ekki ömmu Bóu, afi
Mummi með mömmu sinni."
Ingibjörg Ýr
•
í dag fer fram frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík jarðarför Guð-
mundar Ágústssonar, bakara-
meistara, Vesturgötu 52.
Guðmundur fæddist í Reykjavík
8. nóv. 1916, sonur hjónanna Ingi-
gerðar Sigurðardóttur og Ágústs
Guðmundssonar, sjómanns. Guð-
mundur missti móður sína í
spönsku veikinni 1918 og var þá
tekinn í fóstur af Steinunni Sig-
urðardóttur, móðursystur sinni,
og Sveini Hjartarsyni, bakara-
meistara. Hjá Sveini lærði hann
síðan bakaraiðn og tók við rekstri
Sveinsbakarís fyrst ásamt öðrum,
en rak það síðan einn til ársins
1980.
Árið 1936 kvæntist Guðmundur
Þuríði Þórarinsdóttur, Guð-
mundssonar, fiðluleikara og
tónskálds. Börn þeirra eru: Þórar-
inn, menntaskólakennari, Anna
Þóra, félagsfræðingur, Edgar,
verkfræðingur, Ágústa, matvæla-
fræðingur og Steinunn, húsmóðir,
öll búsett í Reykjavík, nema Anna
Þóra sem býr í New York. Alls
hafa Þuríður og Guðmundur eign-
ast 23 afkomendur.
Guðmundur var um tvítugt er
hann gakk í Taflfélag Reykjavíkur
og fór að tefla fyrir alvöru en frá
þeim tíma var hann nátengdur
skáklífinu í Reykjavík. Telja má
víst að Guðmundur hafi tekið
bakteríuna af Eggert Gilfer, en
Eggert var bróðir Þórarins Guð-
mundssonar, tengdaföður Guð-
mundar. Árið 1938 vann Guð-
mundur sig upp í meistaraflokk.
Starfsárið 1941—1942 var Guð-
mundur formaður Taflfélags
Reykjavíkur. Árið 1945 varð Guð-
mundur skákmeistari Reykjavík-
ur. Árið 1946 urðu þeir Guðmund-
ur Ágústsson og Guðmundur S.
Guðmundsson jafnir í landsliðs-
keppninni. Það kom nú í hlut Guð-
mundar Ágústssonar að heyja ein-
vígi við Ásmund Ásgeirsson um
íslandsmeistaratitilinn. Ásmund-
ur varði titilinn með 6 vinningum
gegn 4. Þetta sama ár sigraði Guð-
mundur í meistaraflokki á skák-
þingi Norðurlanda í Kaupmanna-
höfn. Á þessum árum tefldi Guð-
mundur í öllum alþjóðlegum mót-
um sem tefld voru hér á landi og
stóð sig jafnan vel. Hann var nú
tvímælalaust í fremstu röð ís-
lenskra skákmeistara. Árið 1954
tefldi hann á 4. borði í sveit ís-
lands á Ólvmpíuskákmótinu í
Amsterdam. I kappmótum standa
skákir fram á nótt. Næturdrollið
hentaði illa árrisulum bakaranum.
Því var þátttaka Guðmundar í
kappmótum stopulli en efni stóðu
til. Samt tók hann þátt í kappmót-
um öðru hverju fram á síðustu ár.
Guðmundur var mikill hraðsk-
ákmeistari og mun hafa verið
fyrsti hraðskákmeistari íslands,
árið 1946. Guðmundur var heið-
ursfélagi í Taflfélagi Reykjavíkur
og Skáksambandi Islands.
Heimili Dóu og Mumma á Vest-
urgötu 46 var í senn ógleymanlegt
og óútskýranlegt. Þetta var heim-
ili hamingjusamra hjóna og
mannvænlegra barna þeirra,
miðstöð skáklífs í borginni, griða-
staður skákmanna og annarra
vina þeirra og kunningja. Hér
voru allir velkomnir, gestrisnin
takmarkalaus, umhyggjan og um-
burðarlyndið ómælanlegt, lífs-
nautnin og kímnin í hávegum
höfð. Hér leið öllum vel. óvenju-
legur skilningur húsbóndans á
manntafli og húsmóðurinnar á
mannlífi, laðaði okkur unglingana
í Taflfélaginu að þessum sælureit,
sem gárungarnir kölluðu „Hótel
skák“.
Nú þegar Guðmundur er allur
fyllir hugann þakklæti fyrir liðna
tíð. Blessuð veri minning Guð-
mundar Ágústssonar.
Ingvar Ásmundsson
Höfðingsskapur hefur alltaf
þótt hinn besti eiginleiki manna á
Islandi. í sögum okkar er sérstak-
lega getið þeirra manna er „reistu
sér hús um þjóðbraut þvera".
Við kveðjum í dag slíkan mann,
Guðmund Ágústsson, bakara-
meistara, er lést hinn 17. október
sl. Skammt er nú stórra högga á
milli í stétt okkar. Á síðustu 6
mánuðum hafa 5 félagar okkar
farið yfir móðuna miklu. Við sem
eftir lifum fáum enn um stund að
njóta þakklæti jarðvistar og feg-
urðar lífsins.
Kynni okkar Guðmundar hófust
við skákborðið. Þau kynni urðu
meiri og nánari, því að á vordög-
um 1952 ámálgaði ég við hann
hvort möguleiki væri að komast í
nám í bakaraiðn hjá honum. Milli
okkar samdist og urðu lærdómsár
mín í Sveinsbakaríi sérstaklega
ánægjuleg og reynslurík. Sveins-
bakarí var eitt virtasta og stærsta
brauðgerðarhús landsins og því
alltaf mikið um að vera þar. Guð-
mundur rak Sveinsbakarí með
þeim Kolbeini Ivarssyni og Hans
Kr. Eyjólfssyni, þar til hann tók
einn við rekstrinum og flutti þá
fyrirtækið að Vesturgötu 52.
Þó að ég hafi kynnst Guðmundi
sem bakara og starfað með honum
á þeim vettvangi langar mig að
minnast hér á hið einstaka heimili
Guðmundar og konu hans, Þuríðar
Þórarinsdóttur. Ég var einn hinna
fjölmörgu er heimili þeirra stóð
opið. Mér var ævinlega tekið með
hlýju og þeirri gestrisni er undur
er að verða aðnjótandi. Síðar varð
kona mína aðnjótandi sömu alúð-
ar er hún kom unglingur til höfuð-
staðarins og dvaldi langtímum
fjarri fjölskyldu sinni. Mér er
bæði skylt og mjög ljúft að þakka
allar hinar góðu stundir sem við
hjónin nutum á heimili Guðmund-
ar og Þuríðar meðan við enn vor-
um unglingar og síðar á ævi
okkar.
Samband lærlings og meistara
rofnaði aldrei, styrktist frekar og
hélst gott til loka.
Við hjónin sendum fjölskyld-
unni að Vesturgötu 52 innilegar
samúðarkveðjur okkar með þakk-
læti fyrir allt hið góða er við höf-
um notið þar.
Jón Víglundsson.
Vinur minn, Guðmundur Ág-
ústsson, bakarameistari, andaðist
á heimili sínu þann 17. þ.m., 66 ára
að aldri, eftir þungbær veikindi.
Útför hans verður gerð í dag. Af
þessu tilefni sendi ég eftirlifandi
eiginkonu hans, sonum þeirra og
dætrum, einlægar samúðarkveðj-
ur.
Líf Guðmundar Ágústssonar
var helgað heimilinu, bakaríinu og
skáklistinni. öllum þessum þátt-
um gerði hann góð skil.
Á sínum bestu árum var Guð-
mundur meðal allra fremstu skák-
meistara hér á landi, en varð síðar
að þoka um set þegar skákin tók
að þróast yfir í tölvuvísindi og at-
vinnumennsku. Samt sem áður
hélt Guðmundur frábærum styrk-
leika í léttum skákum fram á síð-
ustu ár og vann þar fleiri sigra en
nokkur annar. Ég efast um að
nokkur Islendingur hafi teflt fleiri
skákir um ævina en Guðmundur
Ágústsson og notið þess í jafn rík-
um mæli. Guðmundur iðkaði skák-
ina fremur sem íþrótt en fræði-
grein og aldrei minnist ég þess að
hafa séð hann líta í skákbók.
Hann var sinnar eign gæfu smiður
við skákborðið. I taflstíl hans
sameinaðist traust stöðumat,
snjallar sóknarleikfléttur og mikil
reynsla í endatöflum. Skákafrek
Guðmundar Ágústssonar eru
meiri en ella fyrir þá sök að lífs-
starf hans var illa fallið til mikilla
skákiðkana. Sem bakari varð hann
jafnan að fara á fætur fyrir allar
aldir og hafði langan vinnudag en
mætti þó ótrauður til kappskáka
að kvöldi.
Ég kynntist Guðmundi Ágústs-
syni fyrst haustið 1944 þegar ég
hóf skólanám í Reykjavík. Vegna
sameiginlegs áhuga okkar á skák
varð ég fljótlega fastagestur á
heimili þeirra hjóna, Guðmundar
og Þuríðar Þórarinsdóttur, og við
það sat öll mín skólaár í Reykja-
vík. Svipuðu máli gegndi um
fjölda annarra skákmanna. Hjá
Mumma og Dóu, eins og þau voru
kölluð, var alltaf opið hús, hlýjar
viðtökur og rausnarlegar veit-
ingar, þar sem menn gerðu kræs-
ingunum úr Sveinsbakaríi góð
skil. Raunar má segja að um langt
árabil hafi á heimili þeirra hjóna
verið rekinn nokkurskonar skák-
skóli, sem aldrei mun eiga sinn
líka. Húsfreyjan var hollráð og
opinská í tali við unga menn og
hafði mikla frásagnargáfu. Voru
oft áhöld um það hvort eftirsókn-
arverðara var að tefla við hús-
bóndann eða tala við húsfreyjuna.
Þetta voru tímar, sem ekki gleym-
ast.
Guðmundur Ágústsson var fríð-
ur maður og myndarlegur á velli,
drengur góður og vinsæll. Það var
ávallt tilhlökkunarefni að mæta
honum hvort heldur var við skák-
borðið eða utan þess. Hann átti
gott heimili, var mildur og skyldu-
rækinn fjölskyldufaðir, en naut
umhyggju eiginkonu og barna
þegar örðugleikar steðjuðu að.
Fjölskyldan, starfið og skáklistin
færðu honum þá lífsfyllingu, sem
mest er um verð.
Blessuð sé minning meistarans.
Jón Þorsteinsson
Þetta fer allt einhvern veginn
var orðtak sem hann vitnaði oft
til. Lífsspeki byggð á margra alda
reynslu, síung þó. Þetta fór allt
einhvern veginn.
Guðmundur Ágústsson fæddist
í nóvember 1916 og átti því
skammt í að fylla 67 árin er hann
dó, 17. október síðastliðinn. For-
eldrar voru hjónin Ingigerður Sig-
urðardóttir og Ágúst Guðmunds-
son. Hann naut þó móður sinnar
skamma hríð því hún dó úr
spönsku veikinni 1918. Guðmund-
ur var yngstur sjö alsystkina sem
ólust eftir það að mestu upp hjá
móðursystur sinni, Steinunni og
manni hennar, Sveini Hjartarsyni
bakara. Hjá þeim fékk hann mjög
góða umhyggju, en nokkuð kann
að hafa skort á þá ástúð sem ég
held að honum hafi verið nauð-
synleg, kannski meira en mörgum
öðrum. Aldrei nefndi Guðmundur