Morgunblaðið - 25.10.1983, Side 38

Morgunblaðið - 25.10.1983, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1983 Guðmundur Ágústsson í því sem börnin og aðrir nánustu stóðu í. Hann sat þá stundum úti í stofuhorni hugsandi um skák með hendur í skauti, vindandi þumlum. Brá öðru hverju digrum þumli upp í augnkrókinn, en hafðist ekki að öðru leyti að. Þannig var oft gam- an að koma að honum og ræddum við þá margt. Hann var myndarlegur maður hann tengdafaðir minn. Fremur hár og þéttvaxinn, handleggir sterklegir og ótrúlega þykk hönd. Höfuð stórt með mikið dökkbrúnt hár, sem gránaði með aldrinum. Einstaklega fríður maður. Á yngri árum hafði hann verið íþrótta- maður góður, mjög glíminn enda gífurlegur keppnismaður. Hefði líklega verið vopnfimur ef á hefði reynt. Hann var alla jafna hægur í framkomu en þó fylginn sér, ein- þykkur nokkuð hin síðari ár. Gat verið hrjúfur, en var þó í eðli sínu einstaklega ljúfur og blíður og vildi leysa vanda þeirra sem til hans leituðu. Hann ólst upp í Vesturbænum á kristilegu íhaldsheimili sem hann nefndi svo og var stoltur af. KR-ingur í húð og hár. Hann bjó allt sitt líf í Vesturbænum, var hluti af Vest- urbænum, þekkti vel sögu íbúa hans og húsa. Vesturbærinn var hluti af honum. Guðmundur er horfinn en Vesturbærinn stendur áfram, aðeins fátæklegri þó. Ég veit ekki hvernig á því stóð að Mummi vinur minn gerði mér að skrifa um sig minningargrein. Ég hlýt að hafa gengist undir það, því hin síðari árin var þetta orðin vissa. Mér vitandi las hann aldrei stafkrók af því sem ég hafði skrif- að, svo skýringa hlýtur að vera að leita í einhverju öðru, hjá okkur báðum. Við ræddum víst aldrei smáatriðin. Hann seldi mér sjálf- dæmi, treysti mér en ... ? Það er erfitt að gera upp líf í glefsum. Pálmi Það var í nóvember á síðast- liðnu ári, að við vorum, nokkrir skákfélgaar, saman komnir að Vesurgötu 52, Reykjavík, hjá þeim Fæddur 13. júní 1915 Dáinn 18. október 1983 Hann Skúli afi er dáinn. Hann sem var okkur svo mikils virði og við gátum leitað til í námi okkar og störfum. Hann afi sem var okkur sem alfræðibók, vissi alltaf svör við öllum okkar spurn- ingum, alltaf reiðubúinn að hjálpa með sinni sérstöku prúðmannlegu framkomu. Ævinlega setur okkur hljóð þeg- ar einhver sem við þekkjum og þykir vænt um er burt kallaður héðan af jörðu. Okkur finnst við vera svo fátæk, lítil og máttvana. Með þessum fátæklogu orðum vilj- um við þakka afa þær góðu minn- ingar, sem við eigum um hann. Hafi hann þökk fyrir allt og allt. „Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni, að eigi geti syrt eins sviplega og nú; og aldrei er svo svart yfir sorgarranni, að eigi geti birt fyrir eiiífa trú.“ (Matth. Jochumsson) Margrét og Konni Skúli Bjarkan var fæddur 13. júní 1915 á Akureyri, yngstur þriggja systkina sem nú eru öll látin; elzt var Inger, sem dó ung, þá Ragnar, síðast deildarstjóri í dómsmáiaráðuneytinu. Foreldrar þeirra vóru Kristín Jónsdóttir og Guðmundi Ágústssyni, skákmeist- ara og Þuríði, konu hans, Þórar- insdóttur. Tilefnið var hraðskák- mót, sem húsbóndinn efndi til, einu sinni sem oftar, heima hjá sér og tók sjálfur þátt í. Þótt hann hefði þá um nokkurt skeið kennt alvarlegs sjúkleika, þá var ekki auðvelt að greina það af tali hans né fasi. Hann var síður en svo eftirbátur okkar hinna í þeirri gamansemi og því létta hjali, sem einkennir tíðum slík heimaskákmót. Miklu fremur stýrði hann gjarnan sjálfur um- ræðum í þá átt. — Og hafi einhver haldið, að auðvelt væri að máta „bakarameistarann“ á móti þessu, þá var sá hinn sami líklegur til að verða fyrir ærnum vonbrigðum. Baráttugleði hans hafði lítt látið á sjá, þótt auðvitað væri hraðskák- fimin ekki sú sama og í gamla daga, enda var Guðmundur á tímabili sigursælastur allra ís- lenskra hraðskákmanna. Því rifja ég þetta hraðskákmót hér upp, að þetta var í síðasta sinn sem ég tefldi við Guðmund á heimili hans. Og það var líka ein- kennandi fyrir þá áreynslulausu gestrisni sem einkenndi heimili þeirra hjóna, Þuríðar og Guð- mundar. Áreynslulaust segi ég, því allur beini virtist koma eins og af sjálfu sér, drjúpa sjálfkrafa af þeirri meðfæddu snilligáfu hjart- ans, sem einkennir gott fólk. Það fannst öllum gestum sem þeir voru heima hjá sér. Ekki gaf Guðmundur skákina upp á bátinn eftir þetta umgetna mót. Hann tefldi á Skákþingi Reykjavíkur 1983 og einnig annað slagið á æfinga-hraðskákmótum Taflfélags Reykjavíkur. Og vafa- laust talsvert í heimahúsum. Ég gæti trúað, að skákiðkun hafi verið sú nautn, sem gaf hon- um mestan mótstöðukraft í bar- áttu við alvarlegan sjúkdóm. Grundvallarheimspeki skáklistar- innar er líka sú, að standa meðan stætt er. Pólski stórmeistarinn Tartakower sagði líka eitt sinn, að gefnu tilefni, að enginn hefði enn- þá unnið skák með því að gefast upp. Því miður auðnast ekki öllum að fylgja slíkum leiðarhnoða til Böðvar Bjarkan lögmaður, bæði húnvetnsk að ætt. Böðvar Bjarkan var með virtustu lögfræðingum þessa lands á sinni tíð, en hafði mörg fleiri áhugamál en lögfræði, ekki hvað sízt bókmenntir. Heim- ili þeirra hjóna, Sólgarðar við Brekkugötu 6 á Akureyri, var rómað fyrir gestrisni húsráðenda, þokka og menningarbrag. Skúli Bjarkan bar mörg einkenni þess að vera upprunninn á sliku menn- ingarheimili. Hann tók stúdentspróf við Menntaskólann á Akureyri 1935, settist í læknadeild við háskólann, en lauk ekki námi. Ég býst við að það hefði verið meira að skapi hans að leggja stund á tungumál. Snemma í menntaskóla var hann farinn að lesa bókmenntir á ensku og hélt þeim áhuga til æviloka. Eftir að Skúli hætti námi settist hann að á Akureyri um hríð og vann á skattstofu bæjarins. Arið 1942 kvæntist hann Maríu Brynj- ólfsdóttur og eignuðust þau tvo sonu, Böðvar og Brynjólf. Þau hjón skildu og Skúli fluttist til Reykjavíkur nokkru fyrir 1950. Árið 1962 kvæntist hann æsku- vinkonu sinni og skólasystur, Sig- ríði Þorsteinsdóttur frá Blönduósi. Þau Sigríður höfðu á unga aldri eignast son, sem Þorsteinn hét og er látinn. Sonur Skúla og Jóhönnu Tryggvadóttur á Akureyri er Hrólfur Bjarkan. Um miðbik ævinnar stundaði Skúli Bjarkan þýðingar og liggur eftir hann fjöimargt í þeirri grein, skáldsögur, smásögur, ritgerðir. hlítar á hinu breiðara skákborði mannlífsins sjálfs, þegar átökin standa um fjör og tilvist þeirra sjálfra. Það er afsakanlegt að missa kjark, þegar á menn hallar í slíkum átökum. Það vekur þó jafn- an aðdáun og virðingu samferða- manna, þegar mönnum er gefinn styrkur til að ganga lítt beygðir og jafnvel með gamanyrði á vörum til móts við örlög sín. Guðmundur Ágústsson setti sterkan svip á íslenskt skáklíf um a.m.k. 40 ára skeið. Hinn svip- sterki persónuleiki hans átti þar drjúgan hlpt að máli, auk hinna ágætu skákhæfileika og keppnis- hörku. Hann beitti líka allsér- stæðum skákstíl, sem var hvassari og sóknleitnari en almennt var hérlendis í hans tíð. Ekki féll þessi stíll í kramið hjá öllum, og var stundum gagnrýndur. Nú er hins vegar hvass skák- stíll, af ekki ólíkri gerð, orðinn hæstur móður meðal ungra manna, ekki einungis hérlendis, heldur og vítt um lönd. Nægir þar að benda á snillingana Kasparov, Tal o.s.frv. Ekki er ég að halda því fram, að menn þessir hafi farið í smiðju til Guðmundar Ágústsson- ar. En þetta bendir til þess, hversu Guðmundur hefur verið næmur fyrir þróunarhneigðum skáklist- arinnar. Ég hygg þó, að Guðmundur hafi aldrei náð þeim árangri í skákinni sem efni stóðu til, vegna strangrar vinnu sem hann stundaði lengst af, jafnhliða hverri skákkeppni. Það var ekki komið í tísku að styrkja unga menn hérlendis til atvinnumennsku í skák á yngri ár- um Guðmundar. — En að láta fjölskyldu sína nokkuð skorta efnalega vegna skákiðkana hans, það samrýmdist eigi skapgerð meistarans. íslenskum skákmönnum mun þykja skammdegið dekkra en endranær vegna fráfalls Guð- mundar Ágústssonar. Þó mun samrýmast best minningu hins látna, að láta sér ekki fallast hendur „þótt maður falli", — Væntanlega mun lifa áfram í skákstíl hinna fjölmörgu ungu lærisveina Guðmundar, hérlendra, sá þróttur og þau skapgerðarheil- indi, sem voru höfuðeinkenni hans. Sveinn Kristinsson Fyrir kom að hann skrifaði rit- dóma, til dæmis í tímaritið Helga- fell, og lét það vel, því að hann var bæði smekkvís og vel lesinn. Þó að tímarit þau, sem hann þýddi fyrir, væru upp og ofan, er eftirtektar- vert, hvað hann valdi yfirleitt góð- ar sögur til þýðingar. Þegar bezt lætur bera þýðingar hans vott um alúð og næman bókmenntalegan skilning. Meðal stórra verka sem hann þýddi, má nefna Madame Bovary eftir Flaubert, Frelsið eða dauðann eftir Kazantzakis og Doktor Zivago eftir Pasternak. Hann þýddi ennfremur bækur eft- ir Hamsun, Steinbeck, Maugham. Síðustu árin átti Skúli við van- heilsu að etja og gekkst undir þungar læknisaðgerðir. Hann lézt aðfaranótt hins 18. þessa mánaðar af völdum krabbameins. Skúli Bjarkan var látlaus maður í orði og verki. Hann var góður drengur og sérkennilega réttorð- ur. Þegar ég hugsa til hans, er mér ljóst, að hann var einn mesti sént- ilmaður, sem ég hefi þekkt. Kristján Karlsson Kveðja frá Skák- sambandi íslands. Guðmundur Ágústsson, bakara- meistari andaðist hinn 17. október síðastliðinn eftir erfiða sjúk- dómslegu. Guðmundur var um árabil einn kunnasti skákmaður okkar íslend- inga og tefldi á fjölmörgum skákmótum heima og erlendis. Hann varð Skákmeistari Reykja- vikur 1945 og í 1. sæti á Skákþingi íslands 1946. Sama ár sigraði hann í meistaraflokki á Skákþingi Norðurlanda í Kaupmannahöfn. Hann sigraði einnig í Hraðskák- móti íslands 1946 og Hraðskák- móti Taflfélags Reykjavíkur 1949 og 1950. Guðmundur var alla tíð mjög virkur félagi í skákhreyfingunni og tók þátt í mjög mörgum skák- mótum hér heima allt til þess, er heilsan tók að bila. Árið 1979 var Guðmundur kosinn heiðursfélagi Skáksambands íslands, og var þess þá sérstaklega getið, að Guð- mundur hefði verið einn ötulasti skákmaður okkar íslendinga um 40 ára skeið. Guðmundur var formaður Tafl- félags Reykjavíkur 1941—1942 og kosinn heiðursfélagi þess síðar. Fjöldi skákmanna á margar og góðar minningar um þau hjónin Guðmund Ágústsson og Þuríði Þórarinsdóttur. Heimili þeirra á Vesturgötunni var jafnan opið ungum sem öldnum skákmönnum. Skáksamband íslands vottar eftirlifandi eiginkonu, börnum og öðrum ættingjum Guðmundar hina dýpstu samúð. Þorsteinn Þorsteinsson Kveðja frá Tafl- félagi Reykjavíkur Guðmundur Ágústsson er fall- inn í valinn. Með honum er horf- inn af sjónarsvipinu merkur full- trúi eldri skákkynslóðarinnar. Fyrir tíma skákheimilis T.R. að Grensásvegi og reyndar fram á Fæddur 11. maí 1932 Dáinn 18. október 1983 Mig setti hljóða, í útvarpinu las þulurinn dánarfregn, eins og svo oft áður, en þessi snerti mig dýpra en margar aðrar. Hann Þorgils Þorsteinsson er látinn. Æskuvinkona mín er búin að missa sinn ástríka og elskaða mann. Hetjan prúða, sem aldrei sást sinni bregða er horfinn af sjónarsviðinu, svo langt um aldur fram. Elsku vinkona mín Rósa. Þessi fáu orð eru ekki æfiskrán- ing. Aðeins k-eðja og þökk til ykk- ar fyrir trygga vináttu gegnum ár- in. Dauðinn fer ekki alltaf að lög- um. Fyrir honum falla oft þeir sem síst skyldi. Þorgils gekkst undir mikla lungnaaðgerð í janúar í fyrra, þar sem fjarlægja varð annað lunga hans. Allt virtist í fyrstu ætla að ganga vel. En því miður hafði meinið sáð sér út. Og þessi hug- prúði maður er búinn að há sitt stríð til enda, með sömu karl- mennskunni og hugarrónni sem honum var svo eiginleg. Ég horfi um öxl, ég kem í heim- sókn til vinkonu minnar Rósu, eins og svo oft áður, hjá henni er staddur ungur maður sem hún kynnir. Þá leit ég í einhver feg- urstu augu, sem ég hef litið í um dagana, augu Þorgils Þorsteins- sonar. Hann var svo karl- mannlegur og glæsilegur að eftir- tekt vakti, hvar sem hann fór, auk fágætra mannkosta og prúð- mennsku. Hjónaband þeirra og heimili fyllti alla hlýju, svo sam- valin voru þau. Börnin þeirra fimm eru líka fyrirmyndarfólk einsog þau eiga kyn til. Ég hef þessi orð ekki mikið fleiri, svo margs er að minnast í hinum dýrmæta sjóði, sem við geymum öll í hugum okkar og hjörtum. Þorgils Þorsteinsson var fæddur að Kolbeinslæk í Súðavík, 11. maí seinustu ár, mun heimili hans hafa verið hálfgert skákheimili, opið ungum upprennandi skák- mönnum, sem vildu slá í mettu eða stúdera eitthvert nýuppgötvað afbrigði skákfræðanna. Ur hópi skjólstæðinga hans frá fyrri árum nægir að nefna þá Friðrik Ólafs- son og Inga R. Jóhannsson ásamt hópi sterkra skákmanna sem komu fram á sjónarsviðið um líkt leyti og eru nú miðaldra. Eftir að skákheimilið að Grens- ásvegi kom til sögunnar sat Guð- mundur þar oft að tafli við ungu strákana, miðlaði þeim af þekk- ingu sinni, agaði þá og glettist við þá. Þar var kynslóðabilið víðs fjarri. Guðmundur Ágústsson gekk í Taflfélag Reykjavíkur á árunum fyrir stríð og vann sig skjótt upp í raðir snjöllustu skákmanna fé- lagsins. Hann var æ síðan með virkustu skákmönnum Taflfélags- ins og tók jafnan mikinn þátt í starfseminni. Þrátt fyrir erfið veikindi hin síðustu ár lét hann engan bilbug á sér finna, slík var ánægja hans af skáklistinni. Guðmundur náði góðum árangri á skákmótum og vann marga meistaratitla, m.a. varð hann skákmeistari Reykjavíkur. Hann tefldi oft í landsliði íslendinga og var valinn til þátttöku í alþióðleg- um skákmótum fyrir Islands hönd. Guðmundur lét sér annt um hag Taflfélagsins og gegndi starfi formanns um skeið. Hann sýndi félaginu margháttaðan stuðning og velvilja, hann var fastur í skoð- unum og ætíð reiðubúinn að leggja góðum málum lið. Guðmundur Ágústsson var kjörinn heiðursfélagi Taflfélags Reykjavíkur árið 1977 og nokkru síðar var hann kjörinn heiðursfé- lagi Skáksambands íslands. Var það mál manna að fáir væru betur að því komnir. Stjórn Taflfélags Reykjavíkur færir aðstandendum Guðmundar Ágústssonar samúðarkveðjur. 1932, sonur hjónanna Guðnýjar Þorgilsdóttur og Þorsteins Þor- leifssonar. Ég rek ekki nánar ævi- feril hans né uppruna. Mín fátæk- legustu orð eru fyrst og fremst kveðja og þökk. Elsku vinakona mín Rósa og börnin ykkar. Þið áttuð þá ást og hlýju saman sem öllu er dýrmæt- ari og dauðinn hefur nú slitið um stundarsakir. En ritningin segir: „Ég lifi og þér munuð lifa“. Eitt sinn gerði ég þetta, það á einnig við nú: Guð láttu sótina verma og birtuna bera blítt yfir láð, inn í sálir og áfram þar [vera. Klakann hún þíðir úr jörðinni og lífinu [upp lýkur. Ljósgjafi himins þinn máttugi kraftur [er slíkur. Guð veri með sál hins látna vin- ar og veiti þér styrk elsku Rósa mín, börnunum ykkar og fjöl- skyldunni allri. Með dýpstu hluttekningu, Karólína Rut Valdimarsdóttir frá Skjaldartröð. Skúli Bjarkan - Minningarorð Þorgils Þorsteins- son - Minningarorð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.