Morgunblaðið - 29.10.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1983
17
Leikbrúðuland í Iðnó. Á morgun kl. 15.00 verður 3. sýning á „Trölla-
leikjum“ Leikbrúðulands. Þetta eru 4 einþáttungar, sem Leikbrúðu-
land sýnir á hverjum sunnudegi í Iðnó. Einþáttungarnir eru: Astarsaga
úr fjöllunum, Búkolla, Eggið og Drauralyndi risinn. Hér eru aðstand-
endur sýningarinnar í góðum félagsskap.
Grasauppskriftir notaðar
við gerð hársnyrtivara
LISTA-Kiljan sf. — nýtt innflutn-
ingsfyrirtæki, efndi nýlega til kynn-
ingar á snyrtivörum frá Bretlandi i
húsnæði Stúdíó-Fjólu við Framnes-
veg. Hér er um að ræða Molton
Brown snyrtivörur, sem Lista-Kiljan
hefur haiið innflutning á.
I fréttatilkynningu frá Lista-
Kiljunni, sem Morgunblaðinu hef-
ur borist, segir svo meðal annars:
„Á sjöunda áratugnum þegar
London varð leiðandi borg í tísku-
heiminum náði Molton Brown
upphaflegum vinsældum sínum.
Allar götur síðan hefur hár-
greiðslustúdíó fyrirtækisins verið
eitt hið viðurkenndasta í sinni röð,
ekki einungis vegna nýjunga í hár-
Hrossakjötsútflutningurinn til Frakklands:
„Höfum átt viðræður við Slát-
urfélagið og Búvörudeildina
— segir Sveinbjörn Dagfinnsson ráöuneytisstjóri í landbúnaöarráðuneytinu
„MARKAÐSNEFND landbúnaðar-
ins hefur átt viðræðufundi um sölu-
og markaðsmál hrossaafurða við Slát-
urfélag Suðurlands og Búvörudeild
SÍS og rætt um hvaða vandkvæði
væru á því að komast inn á þennan
markað," sagði Sveinbjörn Dagfinns-
son, ráðuneytisstjóri í landbúnaðar-
ráðuneytinu í saratali við Mbl. um
útflutningsmál hrossakjöts. Eins og
komið hefur fram í Mbl. þá var fyrir-
tækið ísvog búið að gera samninga
um sölu á talsverðu magni af hrossa-
kjöti til Frakklands og Belgíu, en
þegar til kom fékk fyrirtækið ekki
kjöt til að senda upp i þessa samn-
inga og hefur Hagsmunafélag hrossa-
bænda nú yfirtekið samninga ísvog-
ar.
Sagði Sveinbjörn að þessir aðilar
settu það meðal annars fyrir sig að
sláturhúsin hér hefðu ekki viður-
kenningu til að slátra á þennan
markað og væru ekki tilbúnir til að
fara neinar krókaleiðir í kringum
reglurnar þar um. Nú væri beðið
eftir svari frá aðalstöðvum Efna-
hagsbandalags Evrópu í Brussel
um það hvort þessi leyfi fengjust,
en skoðunarmenn frá EBE hefðu
verið hér á ferð í haust. Þá þyrfti
einnig að huga að slátrunartíman-
um. Nú væri hrossum aðallega
slátrað á haustin, þegar þau væru
feitust, en feita kjötið gengi síður á
þessum markaði og þyrfti hér að
koma til meiri skipulagning og
þyrftu stóru útflutningsaðilarnar
að hafa hönd í bagga með því.
Sveinbjörn sagði að við ýmsa
aðra erfiðleika væri að etja í þess-
um útflutningi, en þarna væri
markaður sem hiklaust þyrfti að
nýta ásamt því sem allir aðrir
möguleikar væru skoðaðir.
Frá kynningu á Molton Brown-snyrtivörunum.
greiðslu heldur og vegna nýsköp-
unar á ýmsum sviðum tengdum
hársnyrtingu.
Michael Collins hefur frá upp-
hafi markað stefnuna, en hann er
listrænn ráðgjafi Molton Brown.
Hann hefur þá skoðun að hármeð-
ferð skuli vera sem náttúrulegust.
Mun aðferð sú að handþurrka hár
vera frá honum komin, en þá er
fingrunum rennt hratt í gegnum
hárið, á sérstakan hátt í nokkrar
mínútur, í stað þess að nota hár-
þurrkur eða blásara. Hárgreiðslu-
fólk Molton Brown hefur einnig
fundið upp aðferð til að leggja
þurrt hár með hinum svokölluðu
Molton Browners vefjum. Aðferð
þessi reynist bæði fljótvirkari cg
þægilegri en að leggja hárið með
rúllum upp á gamla mátann.
Fyrir nokkrum árum fór Molton
Brown að rannsaka gamlar grasa-
uppskriftir í því skyni að bæta
með þeim hársnyrtivörur og þróa
nýjar fyrir viðskiptavini sína.
Sameinaði starfsfólkið þannig
gamla þekkingu og nýjustu vís-
indi. Á þennan hátt urðu til ýmsar
snyrtivörur s.s. snyrtivörur fyrir
hár, húð svo og sólkrem og baðvör-
ur af ýmsu tagi. Einnig lögðu
jurtafræðingar hópsins á ráðin
með framleiðslu á handunnum
andlitssnyrtivörum.
Framleiðsla hár- og snyrtivar-
anna sem Molton Brown fyrirtæk-
ið býður upp á fer fram á gömlu
hefðarsetri í Essex í Englandi, þar
sem jarðir setursins eru notaðar
undir ræktun ýmissa þeirra sér-
stöku jurta, sem notaðar eru við
framleiðsluna."
Skemmu-
rokk á
Akureyri
ÞAÐ verður mikið um að vera í
fþróttaskemmunni á Akureyri laug-
ardagskvöldið 29. október. Þar
verða haldnir rokktónleikar og hefj-
ast þeir kl. 21.00. Þær hljómsveitir
sem fram koma eru: Brjálað tóbak,
BARA-flokkurinn, Joð Ex, Svörtu
ekkjurnar, Ærufákar og DEZ.
Munið bestu
varahlutaþjónustuna
Stórkostleg verölækkun á Lada ’83 árg.
Lán kr. 68.000
Þér greiöiö kr. 67.100
Lada 2105 Safír kr. 161.500
Lækkun kr. 26.400
kr. 176.800
kr. 33.100
Lada 21023
Lækkun
Verð nú
kr. 143.700
Lán kr. 72.000
Þér greiöiö kr. 71.700
Verð nú kr. 135.100