Morgunblaðið - 29.10.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1983
37
Guðbjörg Björns-
dóttir frá Gafli
Þann 10. október síðastliðinn,
lést amma okkar Guðbjörg
Björnsdóttir. Hún var frá Gafli í
Villingaholtshreppi. Þar bjó hún
mestan hluta ævinnar, eða þar til
1965, er hún flutti til Reykjavíkur,
ásamt bróður sínum Markúsi.
Höfðu þau systkinin þar áður séð
um búið á Gafli, ásamt Eiríki sem
nú býr þar. Alltaf hafði amma
mikla ást á sinni sveit, og ekki
minnkaði það nokkuð þó hún flytti
til Reykjavíkur.
Minnisstæðar verða okkur
ávallt ferðirnar með henni í Fló-
ann, þar sem henni rifjuðust upp
heimahagarnir. Og okkur hlotnað-
ist að komast í umhverfi andstætt
því borgaralega.
Guðbjörg eignaðist eina dóttur:
Jóhönnu Sóley. Fæddist hún á
Gafli. Til Reykjavíkur flutti hún
svo um líkt leyti og móðir hennar.
Sérstakur kærleikur var ávallt
með þeim mæðgum. Reyndust þær
hvor annarri í alla staði vel. Guð-
björg eignaðist þrjú barnabörn.
Samskipti við hana verða okkur
ógleymanleg um ókomin ár.
Hjálpleg var hún, og ávallt fús til
að gera öðrum greiða.
Síðustu 9 árin bjó amma okkar
ein eftir fráfall Markúsar bróður
síns, að undanskildu einu og hálfu
ári nú rétt fyrir andlát sitt. Þá bjó
hjá henni eitt barnabarnið ásamt
fjölskyldu sinni. öll vorum við
mjög ánægð með sambú þetta.
Rúmu ári áður en amma lést varð
hún langamma. Var sú litla skírð
Guðbjörg í höfuð hennar, og varð
því alnafna. Áttu þær nöfnur
margar ánægjustundir saman.
Ömmu geðjaðist vel að ungu
fólki, enda vön því úr sveitinni þar
sem aragrúi ungmenna og barna
dvaldist hjá henni í lengri eða
skemmri tíma. Nú síðari árin
fékkst amma okkar mikið við
prjónaskap og ýmsar aðrar hann-
yrðir. Jafnt nú sem áður var hún
sístarfandi, og féll aldrei verk úr
hendi. Ullarflíkur frá henni koma
Minning:
Guðmundur Baldvins-
son á Hamraendum
Fæddur 18. ágúst 1906
Dáinn 20. október 1983
í dag er kvaddur hinstu kveðju
frá Kvennabrekku í Dölum, Guð-
mundur Baldvinsson á Hamraend-
um. Með honum er horfinn litrík-
ur persónuleiki, sem vissulega hef-
ir sett svip sinn á félags- og safn-
aðarlíf í Dölum vestur.
Guðmundur var fæddur að
Hamraendum í Miðdölum 18. ág-
úst 1906 og var hann yngstur
sinna systkina. Foreldrar hans
voru þekkt að ráðdeildarsemi og
dugnaði, enda taldist Baldvin fað-
ir hans „gildur bóndi". Ekki er að
efa, að Guðmundur hefir snemma
þurft að taka til hendi við búskap-
inn, eins og sveitadrengir urðu að
gera, hvort sem þeim líkaði betur
eða verr. Ég dreg hinsvegar ekki í
efa að fljótlega hafi þess orðið
vart hjá Guðmundi að hann hafði
mikið yndi af tónlist, þótt þar
væri aðeins um kirkjutónlist að
ræða. Þessi ályktun mín fær fyrst
og fremst stoð í þeirri staðreynd
að Guðmundur fékk að læra að
spila á orgel sem unglingur og
ekki var látið þar við sitja, keypt
var orgel og flutt langan veg til
þess að þessi tónelski unglingur
fengi að leika listir sínar á hljóð-
færið i heimahúsum.
Fullvíst má telja að hæfileikar
Guðmundar í tónlistinni, auk þess
að hann var yngstur systkina
sinna hafi dugað honum til þess að
farið væri nokkru mildari höndum
um óskir hans og athafnir en þá
gerðist almennt. Guðmundur mun
lítt hafa farið að heiman til dvalar
og ólst upp á Hamraendum til
fullorðins ára. Hann kvæntist
Gróu Sigvaldadóttur, ættaðri úr
Stykkishólmi, 31. maí 1931. Ekki
verður dregið í efa að hún var
hans heilladís og hefir staðið við
hlið hans til hinstu stundar, enda
mátti ætíð skilja á Guðmundi að
hann væri þá illa kominn, ef henn-
ar nyti ekki í návist hans. Þeim
hjónum varð fjögurra barna auð-
ið. Elst er Halldóra, gift Lúðvík
Þórðarsyni, bifreiðarstjóra í
Brautarholti. Þau eiga tvö börn,
Gyðu og Guðmund Steinar. Sig-
valdi kvæntur Sonju Símonar-
dóttur. Þau eiga fjögur börn, Gróu
Svandísi, Símon, Jakobínu Björk
og Friðrikku Öldu. Steinar, lést af
slysförum 15. des. 1965. Steinar lét
eftir sig eina dóttur, Steinu, sem
búsett er í Reykjavík. Baldvin er
trésmiður í Búðardal. Hann er
kvæntur Sigríði Björgu Guð-
mundsdóttur. Þau eiga tvö börn,
Guðmund og Eddu Maríu. öll voru
börn þeirra mannvænlegt fólk og
vel gefið, enda hafa barnabörnin
einnig sýnt að þau eru líkleg til
mannvænlegs þroska og atgervis,
en þau hafa frá fyrstu tíð verið afa
sínum sérstaklega hjartfólgin og í
honum hafa þau fundið traust og
vináttu, sem viðkvæmum og ung-
um sálum er nauðsynlegt í þessum
ógnvekjandi heimi.
Guðmundur bjó allan sinn bú-
skap á Hamraendum og mun hann
ekki hafa búið stórbúi, enda tel ég
ekki líklegt að hugur hans hafi
alla jafnan dvalið við búskapinn.
Eins og fyrr segir hóf hann
snemma að leika á orgel og alla tíð
síðan naut hann þess að æfa sig á
orgelið, þegar stund gafst. Hann
var kirkjuorganisti á Kvenna-
brekku rúmlega 50 ár, auk þess
æfði hann kirkjukóra í nærliggj-
andi sóknum og var sannarlega
driffjöðrin í tónlistarlífi Suður-
Dalamanna. Það mun einnig hafa
verið fyrir tilstilli og einlæga
hvatningu Guðmundar að tónlist-
arskóli Dalamanna var stofnaður í
Búðardal og lagði hann fram ríf-
lega fjárhæð til hljóðfærakaupa.
Auðheyrt var í tali hans að hann
átti sér ekki kærara hugðarefni en
sönginn, í þessu sambandi má
vitna í hans orð úr ritgerð, sem
hann skrifaði og hét „Söngur og
hljóðfærasláttur í Dölum". Þar
segir á einum stað: „Það byggðar-
lag, sem ekki leggur rækt við söng
og músík, er vanþróað byggðar-
lag.“ Ennfremur segir hann. „Við
byrjum vegferð okkar í þessu lífi
við sögn í skírn, og við erum kvödd
að síðustu með söng, en það er
næstum talinn óþarfi að njóta
kennslu í þeirri grein." Svona tal-
ar ekki maður, nema hann hafi
djúpa tilfinningu fyrir tónlistinni.
Guðmundur var ákaflega dulur
maður og ekki mikið fyrir að pré-
dika — þetta voru því stór orð í
hans munni. Á síðasta sumri naut
ég þeirrar ánægju að heimsækja
hann og dvelja á heimili hans eina
dagstund. Ég hitti þannig á hann,
að heilsan var með besta móti
þann daginn — hann lét þess þó
getið við mig, að hann vissi „að
þessu væri að verða lokið“, en svo
var það útrætt og hann settist við
orgelið sitt og spilaði ómþýtt og
ljúft lag — sem var fullt af sumar-
angan og rómantík. „Ég samdi
þetta nú sjálfur,“ sagði hann og
viðurkenndi, að hann hefði um
langan aldur dundað við að gera
lög við ljóð, sem honum þóttu fög-
ur. Þegar lengra kom í samtalinu
viðurkenndi hann einnig að hann
hefði fengist við ljóðagerð og
gjarnan samið lög við eigin ljóð.
Helst vildi hann láta það tal niður
falla, en mér tókst þó að fá hann
Á hendur fel þú honum
Læknirinn minn hefur sagt mér, að eftir eitt eða tvö ár muni
eg verða bundinn við hjólastól vegna sjúkleika. Eg horfi með
kvíða til framtíðarinnar. Hvernig get eg lert að taka þessu
með rósemi?
Eg hef komizt að því, að fólk, sem líkt er ástatt
fyrir, bregzt við á ýmsa lund. Sumir neita að hugsa
um framtíðina, aðrir sætta sig við, að svona muni
fara. Sumir verða bitrir og reiðir. Enn eru þeir, sem
verða áhyggjurfullir (eins og þér). Það er eins og
þeim finnist, að nú sé öllu lokið.
En það má taka þessari breytingu á annan veg —
og það er að fela sig og vandamál sín Guði á hendur.
Guð hefur ekki yfirgefið yður. Hann elskar yður,
og hann vill hjálpa yður að takast á við þessa erfið-
leika. Já, eg veit, að þér veltið því fyrir yður, hvers
vegna hann leyfði, að þetta kæmi fyrir. Þeirri spurn-
ingu get eg ekki svarað. En eg er þess fullviss, að
hann vill hjálpa yður og nota yður, þrátt fyrir
vandann. Tökum dæmi.
Þér eruð að segja mér, að þér séuð kvíðinn og
beygður. En ef þér viljið fara með þessar byrðar til
drottins, getur hann gefið yður nýja gleði og mark-
mið, af því að þér komizt að raun um, að þér eruð í
hendi hans. Guð vill nota yður til þess að vegsama
sig, er þér verðið lifandi dæmi þess, hvernig Kristur
getur breytt okkur og stutt okkur í öllum aðstæðum.
„Auðmýkið yður því undir Guðs voldugu hönd til
þess að hann á sínum tíma upphefji yður. Varpið
allri áhyggju yðar upp á hann, því að hann ber
umhyggju fyrir yður.“ (1. Pét. 5, 6—7).
Það er og hugsanlegt, að Guð hafi leyft, að þetta
gerðist, svo að þér færuð að hugsa um líf yðar og
hvaða sess Guð skipaði þar. Ætla má af bréfi yðar,
að þér hafið ekki oft beint huganum til Guðs. Ef til
vill hefðuð þér aldrei haft fyrir því að hugsa um
Guð, ef þér hefðuð alltaf notið heilsu.
En nú er það í fyrsta sinn að ljúkast upp fyrir
yður, hversu ævin líður skjótt og stutt er þangað til
við förum öll inn í eilífðina. Gefið yður Kristi á vald
nú þegar. Opnið dyr hjartans fyrir honum. Hann
veitir yður gleði og frið, sem þér hafið aldrei þekkt
áður. Biðjið síðan daglega, að hann hjálpi yður að
lifa honum — þó á brattann verði að sækja.
Kveðjuorð:
Sigríður Jóns-
dóttir Ysta-Skála
„Sá sem trúir á mig lifir þótt
okkur alltaf jafn vel að gagni á
köldum vetrum.
Nú er haustið komið, og vetur að
ganga í garð. Laufin falla af trján-
um, og ný koma að vori. Líkt er
með mannfólkið. Þetta er gangur
lífsins, því fáum við ekki breytt.
Elskulegri (ömmu) Guðbjörgu
Björnsdóttur þökkum við öll dá-
samlegar stundir. Guð blessi hana
og varðveiti.
Barnabörn
til þess að lofa mér að gægjast í
skáldskapinn. Hann tók varfærn-
um höndum fram ljóð um gamlan
vin, sem látinn er fyrir allmörgum
árum, en var mér kunnugur. Ég
las ljóðið tvisvar og setti hljóðan
— mér finnst það með eindæmum,
ef sá, sem það orti, hefir ekki eytt
drjúgum tíma af ævi sinni í ljóða-
gerð — þar fór saman meitlað
málfar og skýr hugsun.
Ekki þrætti hann fyrir að nokk-
ur tími hefði farið í „bókagrúsk"
og komst ég þá að því, að hann
hafði um langa tíð sökkt sér niður
í ýmsan þjóðlegan fróðleik og
ættfræði, enda var hann búinn að
skrifa niður mikið af ættartölum.
og ýmsum fróðlegum frásögnum,
sem hann hélt til haga og sagðist
vona að kæmi einhverjum til góða
eftir sinn dag.
En nú er ævistarfinu lokið og
það er okkar sem eftir lifum að
þakka og njóta þeirra fjársjóða,
sem okkur eru gefnir. En öll
kveðjum við þennan fjölhæfa
gáfumann með söknuði og óskum
honum Guðs blessunar um eilífð
alla.
Konu hans, börnum, tengda-
börnum og barnabörnum sendi ég
innilegustu samúðarkveðjur og
bið þess að fagrar minningar verði
þeim nokkurt ljós í myrkri sorgar-
innar.
Ingólfur Aðalsteinsson
hann deyi“.
Sorg og söknuður fylgir alltaf í
kjölfar dauðans og ekki síst þá
góður er genginn, en því megum
við ekki gleyma að dauðinn er
upphaf en ekki endir, lykill að öðr-
um og betri heimi þar sem ódauð-
leikinn ríkir.
Sigríður Jónsdóttir frá Ysta-
Skála eða Sigga eins og hún var
ætíð kölluð var vel meðvituð um
tilgang dauðans og það líf sem
honum fylgir. Allt hennar jarð-
neska líf var undirbúningur fyrir
hið ókomna. Manngæska, góðvild
og umhyggja prýddu framkomu
hennar og hændust mörg börn að
henni. Ég var eitt þessara barna
og voru þær margar ánægjustund-
irnar sem ég naut með Siggu í suð-
urbænum að Skála. Með þessum
fátæklegu orðum langar mig til
þess að þakka SiggU fyrir þessar
ógleymanlegu stundir um leið og
ég sendi ættingjum og vinum
dýpstu samúðarkveðjur.
Guðrún Kr. ívarsdóttir
Bremsuborðar
Fyrir sendibíla og vörubíla
Mercedes, Scania, Volvo o.fl.
Einnig bremsuskór og k/ossar
fyrir f/esta fó/ksbí/a