Morgunblaðið - 29.10.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.10.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1983 LjÓ8m. Mbl. I*órsteinn. Tveir úr hinu harðsnúna liði Pósts og síma: Svanur Jóhannsson t.h. og Daníel Sighvatsson t.v., símamenn frá Sauðárkróki, fyrir framan Volvó- inn, sem er elsti bíllinn af þeirri gerð í þjónustu Pósts og síma. Hann er árgerð 1963 og því 20 ára gamall. Skagafjörður: Einmanalegt í kot- inu eftir að sjálf- virki síminn kom! Miklahæ, 20. október. í SUMAK unnu símamenn dyggi- lega við að plægja niður síma- streng fyrir sjálfvirkan síma í Akra- og Lýtingsstaðahreppum og tengja hann inn á hvert heimili Heimamenn fylgdust vel með verkinu og sífellt voru síma- menn spurðir hvenær yrði tengt, því ekki var frítt við, að spenn- ingur væri í mannskapnum, að fá „prívat" síma. Þó gætti kvíða hjá einstaka fólki því fullvíst var talið að nýi síminn yrði dýrari. Loksins var allt svæðið tengt, en það var gert 10. október sl. Skömmu eftir tenginguna var haft eftir einum bónda á svæð- inu: „Nú fyrst átta margir sig á því, að líklega hafi þeir hlustað gamla símann meira en þá grun- aði, því ansi væri nú orðið ein- manalegt í kotinu!" Þórsteinn Næsti viðræðufundur við Swiss Aluminium í Reykjavík 8.—9. des. nk.: Sennilega byrjað á við- ræðum um orkuverðið — segir dr. Gunnar G. Schram um efni þess fundar NÆSTI viðræðufundur íslendinga við fulltrúa Alusuisse var ákveðinn á fundi samningsaðila í London í gær, en þar var farið yfir helstu atriði vegna endurskoðunar á aðalsamn- ingi. Næsti fundur verður haldinn í Reykjavík 8.-9. desember og að sögn Gunnars G. Schram samninga- nefndarmanns í símtali til London í gærkvöldi verður þar sennilega byrj- að á samningaviðræðum um orku- verð til ÍSAL. Fundurinn í gær var einvörð- ungu undirbúningsfundur fyrir komandi samningaviðræður. Að sögn Gunnars var þar farið yfir helstu þætti komandi viðræðna, svo sem endurskoðun á orkuverði, hugsanlega stækkun verksmiðj- unnar og endurskoðun á skatta- ákvæðunum sem aðilar eru sam- mála um að nauðsynlegt sé að endurskoða og gera skýrari til að komast hjá frekari deilum um þau atriði. Að sögn Gunnars verður senni- lega byrjað á umræðum um orku- verðið á fundinum í Reykjavík 8.-9. desember nk. Hann sagði að fram að því myndu sérfræðingar vinna að söfnun gagna og upplýs- inga um einstök mál. Þá sagði hann, að ekki væri ákveðið hvort öll nefndin myndi hittast á næsta fundi, eða hvort aðeins yrði þar um að ræða hluta hennar og þá sérfræðinga. Fundinn, sem stóð frá því ár- degis og fram á miðjan dag, sátu fyrir íslands hönd Jóhannes Nor- dal formaður viðræðunefndarinn- ar, Gunnar G. Schram og Guð- mundur Þórarinsson, einnig ritari nefndarinnar, Garðar Ingvarsson. Forstjórar Alusuisse, dr. Muller og dr. Ernst, auk þriggja annarra sátu fundinn af hálfu Swiss Alu- minium. Þorsteinn Gíslason, framkvæmdastjóri Coldwater: Sverrir Hermannsson rangfærir birgðastöð- una í Bandaríkjunum „í MORGUNBLAÐINU 19. október síðastliðinn var haft eftir Sverri Her- mannssyni að birgðir frysts fisks í Bandaríkjunum hafi tvöfaldast frá því í fyrra. Hið sanna er að birgðir allra fiskflaka hjá Coldwater eru ör- lítið minni en á sama tíma í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá Iceland Seafood ('orporation eru birgðir þeirra einnig svipaðar og í fyrra,“ sagði Þorsteinn Gíslason, fram- kvæmdastjóri Coldwater í samtali við Morgunblaðið. „Fyrir ráðherra, sem skrifar um að hefja nýja sókn í sölustarfsemi, er það óskiljanlegt skemmdarverk að tvöfalda birgðastöðuna í Bandaríkjunum í fjölmiðlum. All- ir geta séð, að keppinautar fslend- inga gætu ekki fengið betri liðs- mann en Sverrir er þeim nú. Hann Hafskip kaupír bandarískt flutningsmiðlunarfyrírtæki Velta fyrirtækisins á bilinu 560—700 milljónir króna á ári Hafskipsmenn hafa gengið frá kaupum á bandaríska flutn- ingsmiðlunarfyrirtækinu COSMOS, að sögn Björgólfs Guðmundssonar, forstjóra Haf- skips, sem jafnframt segir í við- tali við Morgunblaðið, að þetta sé fyrsta skref Hafskips til aukinna umsvifa á erlendri grund. COSMOS-fyrirtækið er með skrifstofur í fimm borgum Bandaríkjanna og starfsmenn þess eru liðlega 50 talsins. Björgólfur Guðmundsson segir ennfremur í viðtalinu, að flutn- ingavelta fyrirtækisins sé á bil- inu 20—25 milljónir dollara, TIME með Islandsútgáfu HIÐ þekkta tímarit „Time“ gefur út sérstakt auglýsingablað um ísland, sem kemur út á mánudaginn, 31. október. Starfsmenn tímaritsins voru hér á ferð í sumar til að afla efnis, sem er mjög fjölbreytt. í blaðinu er m.a. fjallað um upp- runa lands og þjóðar, orku Iands- ins, eldfjöll, vatnsorku og gufu, Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands, kjör hennar og setu á for- seíastóli, efnahagsmál landsins, Flugleiðir og flug þeirra á Norð- ur-Atlantshafinu, íslenzku ullina og mikilvægi hennar fyrir íslend- inga og ferskfiskflutninga frá fs- landi til Bandaríkjanna. Þá er fjallað um veru íslendinga í NATO. sem jafngildir 560—700 millj- ónum íslenzkra króna. Þá segir Björgólfur Guð- mundsson, að með tilkomu COSMOS gæti orðið mögulegt að tryggja íslenzku kaupskipa- félögunum þremur talsverða flutninga milli Norður-Amer- íku og Evrópu, með viðkomu á íslandi og þannig stuðla að lækkun flutningskostnaðar fyrir landsmenn, ekki aðeins á innflutningi, heldur einnig á útflutningi á fiskafurðum og iðnaðarvörum. í lok viðtalsins segir Björg- ólfur Guðmundsson: „Það er skoðun forráðamanna Haf- skips, að landsmenn eigi ekki aðeins að byggja á eigin fram- leiðslu til öflunar erlends gjald- eyris, heldur beri fyrirtækjum og einstaklingum að stefna að því að selja íslenzka þjónustu og þekkingu á alþjóða vett- vangi, eins og til dæmis Norð- menn og Danir hafa gert með ævintýralegum árangri um áratuga skeið.“ Sjá ennfremur viðtal við Björgólf Guðmundsson, for- stjóra Hafskips, bls. 13. Mikil hreyfing komin á skreiðarsölu til Nígeríu — segir Ragnar Sigurjónsson, sölustjóri Skreiöardeildar Sambandsins NOKKUR skriður er nú aö komast á skreióarútflutning hjá Skreióar- deild Sambandsins. Tekizt hefur að selja alla herta hausa, sem þar hafa verið til, samningar um sölu á allt að 30.000 pökkum af skreið hafa ennfremur tekizt og samning- ar um frekari sölu standa yfir. Að sögn Ragnars Sigurjónssonar, sölustjóra Skreiðardeildar, lítur út fyrir að aðeins verði 10.000 til I5.t)00 pakkar í birgðum hjá Sam- bandinu um áramót. „Mikil hreyfing er nú komin á skreiðarsölur hjá Sambandinu til Nígeríu. Tekizt hefur sala á öllum birgðum okkar á hausum, 35.000 til 40.000 pökkum, sem af- skipað verður á næstunni og hafa ábyrgðir fyrir öllu þessu magni verið opnaðar. Einnig hafa tekizt samningar um sölu á um 30.000 pökkum af skreið, öll- um tegundum og eru ábyrgðir komnar fyrir hluta þessa magns. Ennfremur standa yfir samning- ar um sölu á umtalsverðu magni til viðbótar, hugsanlega um 20.000 pökkum, þannig að útlit er fyrir að fremur litlar birgðir af skreið verði hjá okkur um áramótin, eða 10.000 til 15.000 pakkar ef þetta gengur upp. Afskipanir verða með Hval- víkinni, sem við erum með ásamt Samlagi skreiðarframleiðenda og tekur hún rúmlega 40.000 pakka og byrjar lestun í næstu viku. Einnig höfum við tekið á leigu skip, sem heitir Marlene S. Tekur það svipað magn og byrj- ar lestun um miðjan nóvember. Þá verður sent nokkurt magn með gámum í gegnum Evrópu. Mikil eftirspurn er eftir hausum í Nígeríu nú og gott útlit fyrir sölu á þeim á næsta ári og hefð- um við nú getað selt miklu meira af hausum ef til hefðu verið. í þessum samningum hefur verið gefinn 20% afsláttur eins og tíðkazt hefur frá byrjun þessa árs og á 6 mánaða óafturkallan- legum, óstaðfestum ábyrgðum, en við eins og aðrir bindum miklar vonir við svokallaða „kreditlínu", sem fyrirhugað er að opna milli Seðlabanka lslands og Nígeríu, en það þýðir að greiðslur ættu að berast mjög fljótlega eftir gjalddaga ábyrgð- ar,“ sagði Ragnar Sigurjónsson ennfremur. hefur einnig haldið uppi árásum á SH og SÍS fyrir athafnaleysi í sölumálum á seinni árum. Ekki veit ég hvað þarf til að hrífa Sverri Hermannsson, en Coldwat- er hefur tífaldað sölu sína á tutt- ugu árum og Iceland Seafood hef- ur einnig aukið sölu sína gífur- lega. Þessi félög þurfa ekki að láta Sverri vekja sig til dáða. Þau hafa stóraukið sölu til þeirra mark- aðssvæða, sem hæst verð geta greitt, með ótal nýjungum, bæði í söluaðferðum og framleiðsluað- ferðum. Ég vil sérstaklega frábiðja mér gagnrýni frá Sverri fyrir að verð okkar í Bandaríkjunum sé alltof hátt. Við höfum ávallt selt fyrir miklu hærra verð en aðrir og munum væntanlega halda því áfram þrátt fyrir svona ábend- ingar. Margvíslegar aðgerðir eru í gangi til þess að tryggja nægilega sölu á fullu verði og verður þeim haldið áfram eftir þörfum. Ef nægileg vandvirkni er viðhöfð í framleiðslunni, virðist mér að þessi viðleitni muni takast eins og raunar ávallt áður. Öll lausmælgi um æskilegar verðlækkanir og rangfærslur um birgðastöðu, gerir ekkert annað en að draga úr möguleikum okkar til þess að skila sem mestum verðmætum inn í ís- lenzka þjóðarbúið," sagði Þor- steinn Gíslason. Ragnar Arnalds: Ekki sann- leikanum samkvæmt „ÞESSI frásögn Guðmundar er að vísu ekki sannleikanum samkvæm, en ég kæri mig ekkert um að standa í blaðadeilum við hann í Morgun- blaöinu", sagði Ragnar Arnalds formaður þingflokks Alþýðubanda- lagsins m.a., er Mbl. spurði hann álits á ummælum Guðmundar J. Guðmundssonar í viötali í Mbl. í gær. Ragnari var fyrst boðið að tjá sig um málið almennt. Hann svar- aði: „Þakka þér fyrir, en ég kæri mig nú ekkert um það. Mér satt að segja finnst nú aðallega furðulegt hvað Morgunblaðið endist til að velta sér upp úr þessu ómerkilega máli.“ — Nú eru þetta orð Guðmundar J. Guðmundssonar sem hann við- hefur um þig og þín vinnubrögð, en ekki orð Morgunblaðsins? „Já, já, en það er þarna verið að blása upp smámál. Það er nú það sem er.“ — Að Guðmundur sé þá að blása upp smámál? „Já, já.“ Ragnar var í lokin spurður, hvort hann myndi svara honum á öðrum vettvangi. „Já, já“, var svarið og lengra varð samtalið ekki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.